Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 24
Sandkorn
S
prengingarnar í Boston varpa
ljósi á það óeðli sem býr með
mannskepnunni. Allt er leyfi
legt til að koma málstað á
framfæri eða einfaldlega hefna
sín á tiltekinni þjóð. Ódæðisverkið í
Boston er skýrt dæmi um að gerendur
telja sjálfsagt að tilgangurinn helgi
meðalið. Gerð var árás úr launsátri á
saklaust fólk sem stundaði íþróttir til
þess að auka eigin lífsgæði. Barátta
sem ætti að eiga sér stað á vígvelli er
færð á ólíklegustu staði. Og hryllingur
inn tekur á sig þannig mynd að öllu
hugsandi fólki býður við ósköpunum.
Lítill drengur sem bíður eftir að faðir
hans komi í mark í maraþonhlaupi var
myrtur með köldu blóði. Tugir manna
sem áttu sér einskis ills von og voru
ekki þátttakendur í stríði eða illdeilum
eru helsærðir. Hin illu öfl náðu að vega
úr launsátri og jafnframt fanga athygli
heimsbyggðarinnar. Þessi hryllingur
sem beindist gegn saklausu fólki á sér
hliðstæður.
Framganga fjöldamorðingjans
Anders Behring Breivik í Noregi er
komin á spjöld sögunnar. Hann stóð
að baki sprengjuárás í miðborg hinn
ar friðsælu Óslóar og drap og særði
saklaust fólk. Síðan fór þessi óþverri
til Úteyjar og skaut og myrti tugi ung
menna sem þar voru sem ungliðar í
stjórnmálastarfi. Alls myrti hann með
köldu blóði 77 manns og særði að auki
fjölda annarra. Verknaðinn framdi
Breivik undir þeim formerkjum að
hann væri hugsjónamaður á hægri
væng stjórnmála að uppræta ungliða
á vinstri vængnum. Honum tókst að
fanga athygli heimsins og jafnframt
koma sjálfum sér á spjöld sögunnar
sem illmenni og heigull af versta tagi.
Árásirnar á Tvíburaturnana á Man
hattan árið 2001 eru af svipuðum toga.
Hryðjuverkamenn beina spjótum
sínum að saklausu fólki til að fanga
athygli. Þeir sem stóðu að þeim árás
um litu á verk sín sem hluta af stríði.
Þarna var gerð árás á hjarta kapítal
ismans sem fékk athygli í samræmi við
það. En það getur aldrei verið ásættan
legt að myrða saklaust fólk til að koma
á framfæri málstað sínum.
Fjölmörg illvirki af svipuðum toga
hafa verið unnin þar sem augu heims
ins sjá ekki til. Þar má nefna morð á
sakleysingjum í Afganistan, Írak, Sýr
landi og víðar. Og ekki má gleyma
Palestínu. Oftar en ekki umlykur
þögnin myrkraverkin. Það hlýtur að
vera siðuðu fólki mikilvægt að læra af
sögunni. Sprengjuárásin í Boston er
runnin undan rifjum einhverra sem
hvorki skeyta um heiður né æru. Það
er mikilvægt að ná hinum seku og refsa
þeim með öllum þeim aðferðum sem
lög leyfa. Við megum aldrei samþykkja
að ráðist sé á saklaust fólk til í pólitísk
um tilgangi. Það er aumingjaskapur.
Þegar litið er til atburða af þessu tagi
má mönnum ljóst vera að við búum í
vitskertri veröld.
Össur berar sig
n Björn Valur Gíslason, al
þingismaður og varaformað
ur VG, virðist vera nokkuð
viss um að tryggð Össurar
Skarphéðinssonar utanríkis
ráðherra við samstarfsflokk
inn sé takmörkuð. Björn
Valur segir á Smugunni að
Össur sé, með tillögum um
að skattleggja ofsagróða
bankanna, að stíga í vænginn
við Framsóknarflokkinn með
því að „bera sinn fagra kropp
fyrir framsóknar maddöm
una með sambúð í huga“.
Samfó undir
Framsókn
n Það þykir augljóst að sam
fylkingarmenn hafi gert upp
við sig að allar líkur séu á
því að
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson
verði for
sætisráð
herra. Sá
möguleiki er
raunhæfur að flokkarnir tveir
nái að mynda meirihluta að
því gefnu að Framsókn rísi
áfram og fall Samfylkingar
stöðvist. Nær útilokað er að
sjálfstæðismenn geti boð
ið forsætisráðherrastólinn
en Samfylkingu er ekkert til
fyrir stöðu í þeim efnum.
Björt Framsókn
n Hugmyndafræðilega
eiga Samfylking og Björt
framtíð nær algjöra sam
leið. Hins vegar er him
inn og haf á milli stóriðju
stefnu Framsóknarflokksins
og verndunarstefnu Bjartrar
framtíðar. Það er því nær
óhugsandi að Guðmundur
Steingrímsson og félagar
gangi í eina sæng með Sig-
mundi Davíð Gunnlaugssyni
og hans fólki. Þar skiptir
engu að Guðmundur er fyrr
verandi framsóknarmaður
með genetískar rætur djúpt í
flokknum.
Einn í bíó
n Björn Bjarnason, fyrrver
andi ráðherra, er einn allra
öflugasti bloggari landsins.
Hann segir
frá því á síðu
sinni að hann
hafi brugðið
sér í Bíó Para
dís til að sjá
kvikmyndina
Hanna
Arendt. Þetta væri ekki í
frásögur færandi ef hann
hefði ekki verið einn í saln
um. Sagði hann þetta vera
til dæmis um það virðingar
verða starf sem aðstandend
ur kvikmyndahússins vinna
þar sem aðsóknin skiptir
ekki öllu.
Nú kemur sjokkið Ég vonast til að safna 10 milljónum
Elísabet Margeirsdóttir var í hópi íslenskra hlaupara í Boston. – DV.is Guðni Páll Viktorsson fer á kajak í kringum landið. – DV
Vitskert veröld„Oftar en ekki umlykur
þögnin myrkraverkin
Þ
að var 14. september 1946, rösk
um tveim árum eftir lýðveldis
stofnunina á Þingvöllum, að
haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla
í Færeyjum um sjálfstæði eyjanna.
Í reyndinni snerist þjóðaratkvæða
greiðslan um stofnun lýðveldis í Fær
eyjum að íslenzkri fyrirmynd. Úrslitin
urðu þau, að 50,74% kjósenda greiddu
atkvæði með sjálfstæði Færeyja, en
49,26% greiddu atkvæði gegn sjálfstæði.
Færeyska lögþingið virti úrslit þjóðar
atkvæðagreiðslunnar. Færeyjar lýstu yfir
sjálfstæði fjórum dögum síðar, 18. sept
ember 1946. Það var stór dagur í sögu
landsins.
Ekki voru þó allir sáttir. Sambands
menn, sem urðu undir í þjóðaratkvæða
greiðslunni, héldu því fram, að ekki
þyrfti að virða úrslit þjóðaratkvæða
greiðslunnar. Þeir báru m.a. því við,
að auðir og ógildir seðlar voru 4% af
heildinni. Þeir sögðu: 48,7% sögðu já,
47,2% sögðu nei, og 4,1% sátu hjá. Þeir
eignuðu sér auðu seðlana.
Margir Færeyingar telja, að sam
bandsmenn hafi sent fulltrúa til Kaup
mannahafnar til að biðja Kristján tíunda
Danakonung að grípa í taumana og taka
ráðin af þjóðinni. Sem sagt: landráð.
Það, sem gerðist næst, var þetta.
Danska stjórnin ógilti sjálfstæðisyfirlýs
inguna 20. september. Kóngurinn leysti
upp lögþingið í Þórshöfn 24. september.
Kosið var að nýju til lögþingsins 8. nóv
ember, og fengu þá þeir flokkar, sem
aðhylltust sjálfstæði 5.396 atkvæði, en
flokkar gegn sjálfstæði, þar á meðal
Sambandsflokkurinn, fengu 7.488 at
kvæði.
Danir veittu Færeyjum heimastjórn
30. marz 1948. Fullt sjálfstæði, sem Fær
eyingar kusu sér 14. september 1946, er
ekki enn í sjónmáli 67 árum síðar. Svikin
drógu dilk á eftir sér.
Sagan endurtekur sig
Fyrir röskum 20 árum hrundi færeyskt
efnahagslíf af svipuðum ástæðum
og hér heima 2008. Ein höfuðástæða
hrunsins í báðum löndum var spill
ing, sem birtist m.a. í kæfandi faðmlagi
stjórnmála og viðskipta svo sem lýst er
í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing
is (RNA) 2010. Líkt og á Íslandi varð
hrunið Færeyingum hvatning til að
huga að nýrri og betri stjórnskipan. Í
Færeyjum var farin sú leið, sem lengst
af var reynd á Íslandi, að fela stjórn
málamönnum og sérfræðingum á
þeirra vegum að semja nýja stjórnar
skrá. Verkinu miðaði hægt af ýmsum
ástæðum, en ný stjórnarskrá leit dags
ins ljós 2009. Í henni er m.a. prýði
legt auðlindaákvæði, sem er efnis
lega samhljóða auðlindaákvæðinu í
stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs
– ákvæðinu, sem 83% kjósenda lýstu
stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðsl
unni 20. október.
Færeyska lögþingið hefur nú þref
að um nýju stjórnarskrána í nokkur
ár. Lögþingsmönnum hefur reynzt
ófært að koma málinu áleiðis og
leggja stjórnarskrárfrumvarp sitt í
dóm þjóðarinnar. Þeir lofuðu þjóðar
atkvæðagreiðslu um frumvarpið, en
þeir hafa ekki enn efnt heitið. Ásamt
útvegsmönnum standa í vegi nýrrar
stjórnarskrár í Færeyjum þau stjórn
málaöfl, sem báru höfuðábyrgð á efna
hagshruninu 1989–94. Þessi öfl sjá sér
hag í að standa gegn nýrri stjórnarskrá
m.a. vegna þess, að í samþykkt hennar
fælist viðurkenning á ábyrgð þeirra á
hruninu. Í Færeyjum gekkst enginn við
ábyrgð á hruninu 1989–94 ekki frekar
en hér heima 2008. Við bætist and
staða dönsku ríkisstjórnarinnar gegn
frumvarpinu, en danska stjórnin telur
það ekki samrýmast óbreyttri stöðu
Færeyja innan danska konungdæmis
ins. Þeirri mótbáru ætti samt að vera
auðvelt að mæta með einni nýrri máls
grein í frumvarpinu.
Við bjóðum betur
Reynsla Færeyja bregður kunnuglegri
birtu á stjórnmálaástandið hér heima.
Hrunverjar firra sig ábyrgð á verkum
sínum, þótt sekt þeirra blasi við öllu
sjáandi fólki og sé skjalfest í skýrslu
RNA. Þeir standa í vegi fyrir umbótum,
hvort heldur nýrri stjórnarskrá, nýrri
lagasetningu eða betri framkvæmd
gildandi laga. Andstaða hrunverja
gegn umbótum stafar af því, að um
bæturnar fælu í sér viðurkenningu á
brestunum, sem þeir bera ábyrgð á
og urðu báðum löndum að falli. Þess
vegna þumbast gömlu flokkarnir við.
Þess vegna þarf að víkja þeim til hliðar.
Þess vegna m.a. býður Lýðræðisvaktin
fram krafta sína. Við bjóðum betur.
Saga frá Færeyjum
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
24 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Hrunverjar firra sig
ábyrgð á verkum sín-
um, þótt sekt þeirra blasi
við öllu sjáandi fólki og sé
skjalfest í skýrslu RNA.