Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað M ér finnst þetta bara fárán­ legt,“ segir Rafal Witowski sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár en var synjað um íslenskan ríkisborgararétt þegar hann sótti um hann í fyrra. Fað­ ir hans, sem búið hefur á Íslandi jafn lengi, hefur sótt um í tvígang og var synjað í bæði skiptin. Ástæðan fyrir því að feðgarn­ ir fá ekki ríkisborgararétt er sú sama, endurtekin umferðarlagabrot sem hafa átt sér stað hér á landi. „Móðir mín og bróðir eru búin að fá íslenskan ríkisborgararétt, en ekki pabbi. Og miðað við þau lög sem eru í gildi núna verður það aldrei.“ Hámark 101 þúsund í sekt Til að geta sótt um íslenskan ríkis­ borgararétt þarf umsækjandi að hafa haft lögheimili hér á landi í sjö ár, ásamt því að uppfylla önnur skilyrði. Ýmsir þættir geta þó komið í veg fyrir að umsóknin sé samþykkt, líkt og feðgarnir hafa fengið að finna fyrir. Í lögum um íslenskan ríkisborgara­ rétt segir að umsækjandi megi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefs­ ingu, hér á landi eða erlendis, til að öðlast ríkisborgararétt. Frá þessu má þó víkja að liðnum fresti sem tilgreindur er í lögunum ef brotin eru ekki endurtekin. Í lögunum segir jafnframt: „Ef um­ sækjandi hefur einungis sætt sektar­ refsingum og samanlögð fjárhæð sekta er lægri en 101.000 kr. er heim­ ilt að veita íslenskan ríkisborgararétt ef aðrar upplýsingar um umsækjanda mæla ekki gegn því, enda sé liðið a.m.k. eitt ár frá því að síðasta brot var framið.“ Refsað tvisvar Sektir feðganna eru hærri en sem þessari upphæð nemur og því eygja þeir litla von um öðlast nokkurn tíma íslenskan ríkisborgararétt, þrátt fyrir að uppfylla öll hin skilyrðin. Það skal þó tekið fram að sektirnar eru að fullu greiddar. „Við erum engir glæpamenn,“ segir Rafal sem viður­ kennir brot sín fúslega, en finnst þau vega óþarflega þungt. „Það er verið að refsa mér og pabba tvisvar. Við greiddum okkar sekt, eins og allir þurfa að gera, og við erum líka óhæfir til að fá ríkis­ borgararétt. Ef Íslendingur gerist sekur um endurtekin umferðar­ lagabrot þá kemur ekki lögreglan og klippir vegabréfið hans.“ Óviss með framtíðina Rafal og fjölskylda hans fluttu hingað til lands frá Póllandi árið 2002, en þá var Rafal þrettán ára. Hann talar nán­ ast lýtalausa íslensku og lítur á sig sem Íslending. Það eina sem hann vantar er íslenskur ríkisborgararéttur svo hann geti að fullu tekið þátt í að móta samfélagið sem hann býr í. „Ég er óviss með mína framtíð þrátt fyrir að hafa alist hér upp að miklu leyti.“ Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir á Seyðisfirði og er með veitinga­ rekstur í bænum. Sjálfur starfar Rafal í álverinu á Reyðarfirði, ásamt því að hjálpa til með veitingareksturinn, sem hann kallar fjölskyldufyrirtækið. Þá er hann einnig í björgunarsveit og hefur einstaka sinnum tekið að sér að túlka fyrir fréttastofu RÚV. Fjölskyldunni líður vel á Ís­ landi, hér vill hún vera og er ekkert á leiðinni aftur til Póllands. „Það er verið að skera fjölskylduna í tvennt. Hálf fjölskyldan er með ríkis borgararétt en hinn helmingur­ inn ekki. Mér finnst ekki í lagi að gera þetta,“ segir Rafal sem er mjög sár út í stjórnvöld vegna málsins. Finnst hann vera annars flokks Rafal bendir á að hann og faðir hans fái til dæmis ekki að kjósa, þótt þeir gjarnan vildu. „Pabbi getur ekki tek­ ið þátt í að móta framtíðarumhverfi sonar síns, bróður míns. Það er mjög ósanngjarnt.“ Sjálfur upplifir Rafal sig sem annars flokks þegn á meðan hann hef­ ur ekki full réttindi sem Íslendingur. Félagar hans í björgunarsveitinni ræddu um kosningarnar nýlega og var hann spurður hvað hann ætlaði að kjósa. „Þá leið mér bara eins og ég væri hundur. Allir mínir vinir og fjöl­ skylda eru á Íslandi. Hvað vilja stjórn­ völd að ég geri? Fari aftur til ömmu og afa í Póllandi? Þetta gengur ekki svona,“ segir Rafal ákveðinn. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Við erum engir glæpamenn“ n Fá ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna umferðarlagabrota Skilyrði fyrir íslenskum ríkis borgara­ rétti Ásamt búsetuskilyrðum þarf umsækjandi um íslenskan ríkisborgararétt að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1 Umsækjandi hafi sannað með full­nægjandi hætti hver hann sé. 2 Umsækjandi sé starfhæfur og vel kynntur og leggi m.a. því til stað­ festingar fram álit tveggja valinkunnra íslenskra ríkisborgara. 3 Árangurslaust fjárnám hafi ekki verið gert hjá umsækjanda sl. þrjú ár, bú hans tekið til gjaldþrotaskipta eða hann í vanskilum með skattgreiðslur. 4 Umsækjandi geti framfleytt sér hérlendis og hafi ekki þegið fram­ færslustyrk frá sveitarfélagi sl. þrjú ár. Er umsækjanda skylt að sýna fam á að hann hafi framfært sig með löglegum hætti hér á landi og er innanríkisráðuneytinu heimilt að afla skattframtala og gagna frá skattyfir­ völdum því til staðfestingar. 5 Umsækjandi hafi ekki, hérlendis eða erlendis, sætt sektum eða fangelsis­ refsingu eða eigi ólokið máli í refsivörslu­ kerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Frá þessu má þó víkja að liðnum fresti sem tilgreindur er í lögum um íslenskan ríkisborgararétt. 6 Umsækjandi skal hafa staðist próf í íslensku samkvæmt kröfum í reglu­ gerð nr. 1129/2008. (AF veF innAnRíkisRáðuneytisins) „Það er verið að refsa mér og pabba tvisvar Fjölskyldan á seyðisfirði Þau hafa komið sér vel fyrir í bænum og eru með fjölskyldufyrirtæki sem sér um veitingarekstur. Rafal er lengst til hægri á myndinni. Of neðarlega á lista fyrir RÚV Eiríkur Stefánsson sem skipar 25. sætið á lista hjá Flokki heimilanna í Suðvesturkjördæmi fékk ekki að koma fram í kosningaþætti RÚV um auðlindamál á þriðjudags­ kvöld. Ástæðan var að hann þótti of neðarlega á lista. Eiríkur segir að þegar boð RÚV barst flokknum hafi hvergi verið kveðið á um þess­ ar takmarkanir. Ritstjóri kosningasjónvarps RÚV hafði samband við flokkinn klukkan þrjú á þriðjudag og neit­ aði flokknum um að senda Eirík í þáttinn. Eiríkur kveðst afar ósáttur við þessi vinnubrögð og telur að RÚV sé að taka sér vald til að ákveða hverjir fái að koma fram í ákveðnum málaflokkum fyrir hönd flokkanna. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, ritstjóri kosninga­ umfjöllunar RÚV, segir að þau hafi frétt það síðdegis í fyrradag að Eiríkur kæmi í þáttinn. Í bréfi sem flokkunum hafi verið sent upp úr miðjum mars, þar sem gerð hafi verið grein fyrir tilhögun kosningaumfjöllunar RÚV, hafi komið fram, að framboðin gætu komið oddvitum sínum í hverju kjördæmi að í málefnaþáttum. Sigríður segir að RÚV hafi reyndar ekki verið mjög hart á því að fram­ bjóðendur í öðru, og jafnvel þriðja sæti, gætu komið í þættina ef odd­ vitarnir ættu ekki heimangengt – en þættirnir væru ekki ætlaðir fólki í stuðningssætum á lista. Henti dópi út um gluggann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit í íbúð í Kópavogi á miðvikudag. Um var að ræða amfetamín, e­töflur og kannabis. Tveir menn á þrítugs­ aldri voru í íbúðinni þegar lög­ reglan kom á vettvang og henti annar þeirra fíkniefnum út um glugga. Það skilaði þó ekki til­ ætluðum árangri því þau fund­ ust, sem og fíkniefnin innandyra. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.