Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Karlar keyra frekar ölvaðir n Umferðarslysum hefur fækkað verulega hér á landi V erulega hefur dregið úr um- ferðarslysum hér á landi á síð- ustu árum, en frá árinu 2003 hefur banaslysum fækkað um tæpan helming. Þetta kemur fram í skýrslu um umferðarslys á Íslandi árið 2012. Níu manns létust í umferðinni á Íslandi í fyrra, sem samsvarar um 28 á hverja milljón íbúa og er með því allra lægsta sem gerist í heiminum. Enginn lét lífið í umferðinni vegna ölvunaraksturs árið 2012 en þó urðu 42 slys með meiðslum, þar af sex alvarlegum meiðslum. Karlmenn virð- ast vera í miklum meirihluta þeirra sem keyra undir áhrifum áfengis og of hratt. Þeir voru valdir að 39 þeirra slysa sem rekja má til ölvunaraksturs og 34 af þeim 40 slysum sem rekja má til hraðaksturs. Í skýrslunni kemur fram að sér- stakar aðgerðir sem gripið hefur verið til á síðustu árum til að sporna við um- ferðarslysum, hafi greinileg áhrif. Slysum meðal ungra ökumanna, á aldrinum 17 til 20 ára, hefur til að mynda fækkað mikið frá árinu 2007, en það ár var akstursbannið fest í lög. Bannið felur í sér að handhafi bráða- birgðaskírteinis er settur í ótímabund- ið akstursbann ef hann fær 4 punkta í ökuferilskrá sína eða er sviptur öku- réttindum vegna alvarlegra umferð- arlagabrota. Þá hefur Umferðarstofa unnið að sérstökum fræðsluverkefnum í fram- haldsskólum þar sem nemendur eru látnir vinna verkefni í tengslum við fræðslumyndir. Fæstar myndanna hafa verið sýndar opinberlega en þar segja aðstandendur, fórnarlömb og gerendur alvarlegra slysa sögu sína. n E r búið að loka henni? Yes, þvílíkur léttir!“ sagði fjöl- skyldufaðirinn Guðjón Rúnarsson þegar DV hafði samband við hann til þess að spyrja hann út í vefsíðuna ringulreid. in sem hann var skráður fyrir. Vef- síðan, sem hafði að geyma afar vafa- samt efni, var vistuð erlendis og eig- andinn sagður vera Guðjón. Hann kannaðist hins vegar ekki við að eiga síðuna og sagði einhvern hafa verið að gera sér grikk. DV hefur nokkrum sinnum áður skrifað um slíkar síður, meðal annars síðuna ringulreid.org. Guðjón lét lögreglu vita að nafn hans væri þarna misnotað. Nektarmyndir af íslenskum stelpum Þegar DV talaði við Guðjón var nýbúið að loka síðunni en hann hafði þá reynt síðan á sunnudag að komast að því hver stæði að baki henni. Inni á síðunni var meðal annars að finna nektar myndir af íslenskum stúlk- um, sumum undir lögaldri, og öðru persónuníði undir myndum af nafn- greindum Íslendingum. Einnig voru aðilar inni á síðunni að óska eftir myndum af nafngreindum stúlkum og biðja fólk um ljótar sögur af nafn- greindum einstaklingum auk þess sem nektarmyndir voru settar inn og aðrir notendur nafngreindu tiltekna aðila og vísuðu á Facebook-síður þeirra sem voru á myndunum. Svo virðist vera að margar myndanna séu nokkurra ára gamlar og hafi ítrekað birst á slík- um síðum sem poppa upp með reglu- legu millibili en er yfirleitt lokað fljót- lega aftur. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar, segir þá lítið geta gert þegar þessar síður koma upp þar sem þær eru yfirleitt vistaðar erlendis. „Við höf- um ekki lögsögu til þess. Það er mjög lítið sem við getum gert hvað þessar síður varðar.“ Hugsanlega hefnd Guðjón segist hafa frétt af síðunni á sunnudagskvöld en þá hafði hún verið uppi í nokkrar klukkustundir. „Nokkrum klukkutímum eftir að þetta var stofnað fékk ég tölvupóst þar sem ég var spurður hvort ég kæmi eitthvað nálægt þessari síðu en ég kom alveg af fjöllum. Mín fyrstu viðbrögð voru að leita til lögreglunnar eftir hjálp og eru þeir að rannsaka málið,“ segir Guðjón sem á síðuna spjall.vaktin.is, sem er vinsæl meðal áhugamanna um tölvur og tækni. „Hugsanlega er þetta ein- hver fúll notandi sem ég hef útilokað af spjall.vaktin.is sem er að hefna sín. Ég er að reyna allt sem ég get og með fær- ustu snillinga á landinu að hjálpa mér að finna út úr þessu. Hugsanlega erum við á einhverri slóð – ég veit það ekki,“ segir hann og tekur fram að fleiri not- endur spjallvaktarinnar hafi lent í net- þrjótunum og myndir hafi verið birtar af þeim inni á síðunni. Nær myndinni ekki út DV talaði við konu sem birt var vafasöm mynd af á síðunni. Myndin var tekin í gríni þegar stúlkan var 16– 17 ára og fór óvart inn á vefsíðu hjá vinkonu hennar þegar hún hlóð þar inn mörgum myndum í einu en 7–8 ár eru síðan myndin var tekin. Svo virðist vera sem nokkuð margir hafi náð að hlaða myndinni niður áður en henni var eytt út því reglulega poppar myndin upp á hinum ýmsu síðum líkt og ringulreid.in. Konan segist hafa reynt að koma myndinni út en lítið sé hægt að gera, þegar eitt- hvað sé komið á internetið þá sé það þar. Konan var undir lögaldri þegar myndin var tekin og því ljóst að á ringulreid.in hafi verið myndir af ólögráða stúlkum. Þar voru einnig birtar myndir af stelpum ásamt nafni þeirra og jafnvel Facebook -aðgangi auk þess sem óskað var eftir fleiri myndum af tilteknum stelpum. Þarf að refsa mönnum Þrátt fyrir að síðunni hafi verið lok- að þá er ekki ljóst hver stóð að baki henni og mun líklega ekki gerast úr þessu. Guðjón segist hafa reynt sjálf- ur og með hjálp annarra að komast að því hver stóð að baki síðunni. „Það sem flækir málið er að síðan er skráð og hýst erlendis. Vonandi náum við að upplýsa hver er að baki þessum gjörningi svo hægt verði að refsa við- komandi öðrum til varnaðar. Svo vil ég gjarnan fá að vita hvaða hvatir liggja að baki þessu,“ segir hann. n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Ringulreid.in birti nektarmyndir af íslenskum stelpum Bendlaður við vafasama síðu Nafngreindar á nektarmyndum Á síðunni var að finna nektarmyndir af nafn- greindum íslenskum stúlkum auk persónuníðs um nafngreinda einstaklinga. Sigmundur leiði ríkis- stjórn Ef þeir sem tóku þátt í skoðana- könnun Fréttablaðsins og Stöðv- ar 2 fengju að ráða þá yrði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, næsti forsætisráðherra Íslands. 33,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðu Sigmund Davíð vera best til þess fallinn að sinna starfi forsætisráðherra. 19,8 prósent þeirra sem svör- uðu vilja fá Bjarna Benedikts- son, formann Sjálfstæðisflokks- ins, í forsætisráðuneytið og 13,3 prósent Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. 1,4 prósent vilja Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, en 22,6 prósent vildu fá einhvern annan í stól í forsætisráðherra. Grunaður um fjárdrátt Starfsmanni við bókhald í Verk- menntaskólanum á Akureyri hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hann hafi dregið sér fé. Blaðið Vikudagur greinir frá þessu. Í grein á frétta- vefnum kemur fram að við innra eftirlit hafi vaknað grunsemdir um að ekki væri allt með felldu við meðferð á fjármunum tengdum skólanum. Ríkisendur- skoðun hefur verið beðin um að rannsaka málið í samstarfi við stjórnendur skólans og þegar niðurstaða hennar liggur fyrir verður ákveðið hvort lögð verð- ur fram kæra. Vikudagur segir að Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, hafi hvorki tjáð sig um hver hinn grunaði væri né hversu mikið fé væri um að ræða, þegar hann var inntur eftir því. Keyra ölvaðir og of hratt Karlmenn valda miklum meirihluta þeirra slysa þar sem ölvunar- og hraðaakstur kemur við sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.