Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 50
50 Fólk 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Neita sögusögn- um um skilnað n Ozzy datt í það O rðrómur hefur verið á kreiki að undanförnu um að Ozzy og Sharon Osbourne væru að skilja. Vinir þeirra skötuhjúa segja að þau hafi flutt hvort frá hinu um síðustu mánaðamót og búi nú hvort í sinni íbúðinni. Ozzy greindi frá því á Facebook-síðu sinni nýlega að hann hefði verið í mikilli áfengis- og eiturlyfjaneyslu undanfarið eitt og hálft ár en tekist að halda sér edrú í rúmar sex vikur. Hann segir að þetta hafi verið ömurlegur tími, hann hafi verið á dimmum stað. Ozzy segist með framferði sínu hafa sært þá sem hann elski mest; fjöl- skyldu sína, en neitar því að sögu- sagnir um skilnað eigi við rök að styðjast. Í lok Facebook-færslunnar biður hann Sharon, fjölskyldu sína, vini og samstarfsmenn afsökunar á hegðun sinni á meðan hann var í ruglinu. Særði fjölskylduna Ozzy er fullur eftirsjár Pink í París P ink var stödd í París í vikunni þar sem hún hélt tónleika. Þótt dvöl- in hafi verið stutt reyndi hún að gera sem mest úr henni og skoðaði borgina með eiginmanni sínum, Carey Hart, og dóttur þeirra, Willow. Litla fjölskyldan fékk sér há- degismat á L´Avenue sem er í uppáhaldi hjá fræga fólkinu en Beyoncé, Jay-Z, Justin Bieber, Rihanna and Kanye West hafa meðal annarra snætt á veitinga- staðnum. Pink er á tónleikaferðalagi og mun halda 134 tónleika á ell- efu mánuðum en næstu tónleik- ar hennar verða í Amsterdam í kvöld, föstudag. Hún hefur feng- ið mikið lof fyrir framkomu sína og sérstaklega fyrir að ná háum tónum á meðan hún framkvæm- ir fimleikaæfingar. n Naut borgarinnar með fjölskyldunni Pink Með eiginmanni og dóttur í París. Flottir tónleikar Söngkonan hefur fengið lof fyrir framkomu sína á tónleikunum. H jartaknúsarinn Bradley Cooper segir í viðtali við Details að hann hafi búið hjá móður sinni, Gloriu, í tvö ár eða allt frá því faðir hans lést. „Það er ekki auðvelt fyrir hana að búa með syni sínum en svona er lífið. Við erum mjög náin fjöl- skylda og við gengum í gegnum mikla erfið leika þegar pabbi dó. Við erum enn að jafna okkur og þurfum enn hvort á öðru að halda. Svo við búum ennþá saman,“ segir hann. Hann bætir við að fyrirkomu- lagið sé þó ekki án vandkvæða. „Það er ekki eins og ég búi í hús- inu og mamma í gestahúsinu. Herbergið hennar er við hliðina á mínu. Það sleppur þó, því hún er frábær og við náum vel saman. Annars myndi þetta aldrei ganga.“ Þess má geta að Cooper mætti með móður sína á Óskarsverðlauna- hátíðina en hann var tilnefndur fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Play- book. Hugsar vel um mömmu n Býr hjá henni og bauð henni á Óskarinn Hangover-stjarnan Býr með móður sinni. n Erfiðleikarnir virðast að baki S vo virðist sem Robert Pattin- son og Kristen Stewart séu í raun og veru tek- in saman á ný. Pattinson, sem hefur verið við tökur á myndinni The Rover í Ástralíu síð- ustu mánuðina, sást með Stewart á tónleikahátíðinni Coachella í Kali- forníu. Parið sást haldast í hendur og sýna hvort öðru ástaratlot sem talið er benda til þess að þau hafi komist yfir erfiðleika síðasta sumars. Tekin saman á ný Á Coachella-tónlistarhátíðinni Virtust hamingjusöm og afslöppuð. Tekur leiklisTina alvarlega Þ ó hann sé einn af frægustu leikurum í heimi segist Leonardo DiCaprio aldrei hafa tekið feril sinn sem sjálf­ sögðum hlut. Leikarinn, sem er 38 ára, viðurkennir að það hafi verið erfitt fyrir hann að ná frama og frægð og því láti hann aldrei gott hlutverk fram hjá sér fara. Þetta kemur fram í viðtali í Esquire Magazine. „Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem lítilmagna því ég átti ekki nógu fín föt eða hárið á mér var ekki flott. Það var því eins og að vinna í lottói fyrir mig að öðlast frægð og frama.“ Hann segist alltaf hafa sagt við sjálfan sig: „Allt í lagi, þú fékkst þetta tækifæri og ef þú gerir ekki þitt allra, allra besta þá klúðrar þú þessu ótrúlega tækifæri sem þú fékkst.“ Slík hugsun hafi drifið hann áfram og hann hefur svo sannarlega komist áfram því hann hefur leikið í nokkrum af stærstu myndum sinnar kyn­ slóðar. Þar má nefna The Avi­ ator, The Departed, Blood Di­ amond, Titanic og Django Unchained. Hann viðurkennir einnig að hann eigi erfitt með að finna jafnvægi á milli ferilsins og einkalífsins en það geti verið erfitt. DiCaprio hefur átt í sam­ bandi við konur á borð við fyrir­ sætuna Gisele Bündchen og leikkonuna Blake Lively. n Einn frægasti leikari leit á sig sem undirmálsmann Leonardo DiCaprio Segist hafa þurft að vinna fyrir frægðinni. Django Unchained Í hlutverki sínu í mynd Tarantino.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.