Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 26
26 Umræða 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Við lofum engu „Fólk getur kosið hið óbreytta. Hið sama aftur. Eða kosið Bjarta framtíð. S á sem talar í loforðum hef- ur yfirleitt slæma samvisku. „Ég lofa að gera þetta aldrei aftur,“ er setning sem óþekkur krakki segir við foreldra sína eftir skammir eða einhver muldrar við maka sinn eftir að hafa farið hressilega yfir strikið í fertugsafmæli. Loforð eru þrautalending þess sem misst hefur traust. Yfirleitt endar lof- orðaflaumur á brostnum vonum, því heimurinn er ekki gerður fyrir lof- orð. Brostnar vonir leiða svo til enn minna trausts. Og enn meiri loforða. Þannig er Ísland í dag. Traust vantar í samfélagið. Viðbragð hefð- bundinna stjórnmálaflokka er að lofa meiru. Það er þekkt samskiptaform milli kjósenda og stjórnmálamanna. Ný met hafa verið slegin: Að þessu sinni hefur kosningabaráttan mest- megnis staðið um það hvað gera eigi við tæpa 300 milljarða sem algerlega er óvíst að séu á nokkurn hátt fastir í hendi. Semsagt: Frúin í Hamborg. Fölsk mynd Já, nei, svart og hvítt segi ég. Björt framtíð tekur ekki þátt í þessu. Heil- brigð og yfirveguð manneskja lofar ekki. Maður segir: Þetta langar mig að gera. Svona vil ég verða. Maður talar í markmiðum. Og ef maður er staðfastur, lærdómsfús, úrræða- góður og kann að beita sjálfan sig aga, þá nær maður markinu. Með svona hugarfari fer maður í líkams- rækt, staðráðinn í því að byggja upp vöðvamassa. Maður lofar honum ekki. Í stjórnmálum eru loforð einkar hættuleg því þau senda út þá fölsku mynd að stjórnmál snúist um það að stjórnmálamenn framkvæmi, einir, en aðrir þurfi ekki að gera neitt. Það er óraunhæft. Enda leiðir loforða- flaumur yfirleitt á endanum til ásak- ana og afsakana. Aðrir vildu ekki framkvæma. Ekki stóð á mér. Eða annað vinsælt: Forsendur breyttust. Þessi steppdans mun byrja strax í stjórnarmyndunarviðræðunum með tilheyrandi skítaglotti loforða- fólks. Þannig getur þjóð haldið áfram hring eftir hring. Kollsteypu eftir koll- steypu. Forsendubrest eftir forsendu- brest. Nema eitthvað gerist. Nema eitthvað breytist. Skýrir valkostir Fólk getur kosið hið óbreytta. Hið sama aftur. Eða kosið Bjarta fram- tíð. Valkostirnir eru nokkuð skýrir. Við segjum: Breytum því algerlega hvernig við stundum pólitík. Gerum eins og við gerum í lífinu. Gerum eins og fyrirtæki gera. Setjum okkur markmið. Sammælumst um þau. Höldum fókus. Verum þrjóskupúkar, Íslendingar, þegar kemur að þessum markmiðum. Verum ákveðin í því að gera ekki neitt nema það sem styður þessi markmið. Svona vill Björt framtíð að Ísland verði, í stuttu máli (en ítarlegar má lesa á www.bjortframtid.is): 1) Það þarf að auka fjölbreytni. Í atvinnulífinu geta nýjar greinar vax- ið, eins og tækni- og hugverkageirinn og skapandi greinar, með réttum stuðningi. Það aflar okkur tekna án þess að ganga á umhverfið. Fleiri ál- ver eru ekki skynsamleg. 2) Það þarf stöðugra efnahagslíf. Gjaldmiðlinum okkar er ekki treyst. Hann sveiflast. Verðbólga fer upp. Lánin okkar eru þar af leiðandi dýr. Þessu er hægt að breyta, ef við vilj- um. 3) Við þurfum að nýta betur hæfileika okkar, tíma og peninga. Minnka sóun. Þetta er ekki bara verk efni í umhverfismálum, þar sem sóun er áþreifanlegt vandamál, held- ur líka í skólamálum og heilbrigðis- málum. Við beinum ungu fólki í nám sem það flosnar upp úr. Það er ótækt. Við beinum fólki í dýr úrræði í heil- brigðisþjónustu, á meðan önnur eru ódýrari og betri. Það er líka ótækt. 4) Það þarf að minnka vesenið í samfélaginu. Við þurfum að ein- falda þjóðfélagið, bæta þjónustu hins opin bera við almenning, afnema höft og koma á opnu samkeppnis- og markaðsumhverfi. 5) Við þurfum meiri sátt. Þetta er verkefni sem verður að taka alvar- lega. Það gengur t.d. ekki að skipta sífellt um kúrs í stórum verkefnum, eins og aðildarviðræðum við ESB, eða klára ekki önnur, eins og endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Og við verðum að tala meira saman. Höldum fókus Þessi nýja tegund af stjórnmálum, sem svo ágætlega var nefnd mark- miðsstjórnmál – og tileinkuð Bjartri framtíð – í sjónvarpsþætti á dögun- um, krefjast opins huga, góðs hjarta- lags, ábyrgðar og atorkusemi. En fyrst og síðast krefst þessi tegund stjórnmála þess af okkur öllum að við vinnum saman. Annars gerist lítið. Og samvinna krefst þess að við tölum við hvert annað af virðingu og sanngirni. Björt framtíð er því ekki að tala um Dýrin í Hálsaskógi þegar hún talar um sátt. Að allir eigi að vera vinir því það sé svo skemmti- legt. Nei. Málið snýst um hið ein- falda grundvallaratriði að skítkast og dónaskapur gefur engum neitt. Ekkert þokast áfram með skætingi og leiðindum. Leiðindi, á þingi eða annars staðar, eru tímasóun. Við viljum auka trú á framtíðina. Auka traust í samfélaginu. Það er ærið verkefni. Það verkefni varðar beinlínis budduna okkar, lífskjörin, því einn höfuðvandi íslensks efna- hagslífs er skortur á trausti. Það eyk- ur áhættu í fjármálalífinu. Það hækk- ar vexti. Það léttir launaumslagið. Að skapa traust á samfélagi og innan samfélags er alveg jafnerfitt verkefni og að skapa traust í lífinu yfir höfuð, milli fólks. Lykilatriðið er að kunna að haga sér. Björt framtíð lofar þó því: Að haga sér eins og full- orðin manneskja. Nafnið á flokkn- um endurspeglar hlutverk hans. Hlutverkið er að setja þjóðfélaginu, í samvinnu við annað fólk, ásættan- leg og raunhæf markmið sem gera Ísland betra og framtíðina bjarta, ef þeim er náð. Næsta skrefið er að vinna að þessum markmiðum saman, sem flest, og hörfa ekki frá þeim. Spurningin sem Björt framtíð sendir til kjósenda er einföld: Eruð þið með? Eigum við að gera þetta? Aðsent Guðmundur Steingrímsson Árni Páll Árnason Sunnudag kl. 13:00 Formaður Samfylkingarinnar svarar spurningum þínum á DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.