Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
M
ikla athygli hefur vakið að Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson neitar DV að-
gangi að upplýsingum um meintan
námsferil sinn í Oxford. Umræð-
an á Facebook hefur tekið heldur háðu-
legan snúning. Bryndís Björgvinsdóttir
rithöfundur segir líklegast að Sigmundur
hafi numið við galdraskólann Hogwarts.
„Sigmundur neitar að segja okkur hvað hann
hefur lært í Englandi – en er svo flinkur að
hafa séð fyrir um IceSave þótt það væri öðr-
um mönnum ógjörningur og ætl-
ar að redda skuldunum
okkar með einhverju
töfrabragði. Niður-
staða: Hann lærði í
Hogwarts.“
R
ithöfundurinn viðkunnan-
legi, Guðrún Eva Mínervu-
dóttir, lenti í miklum hrakn-
ingum í vikunni og sagðist á
Facebook varla þora fram úr.
„Gærdagurinn: Týndi pen-
ingaveskinu á miðri umferðar-
götu, villtist í hverfi sem ég taldi
mig þekkja sæmilega, tók leigubíl
en átti síðan ekki fyrir fargjaldinu
veskislaus, fékk veskið aftur frá
rannsóknarlögreglunni vel-yf-
irkeyrt, missti tvisvar af strætó
og lokaði köttinn inni í skáp frá
kl:20:00 til miðnættis. Í morgun
þorði ég varla undan sænginni.“
Lokaði köttinn inni í skáp
n Hrakfarir Guðrúnar Evu rithöfundar
Hann lærði
í Hogwarts
n Dularfullur námsferill Sigmundar Davíðs
Geðveikin er
sjálfsrannsókn
n Þjóðleikhúsið frumsýnir Engla alheimsins
É
g hef það fínt í dag. Geðhvörfin
eru hluti af mér og verða það
en maður lærir að takast á við
sjálfan sig og umhverfið. Ég er
á ágætis róli. Ég er að semja
og um þessar mundir er ég að vinna
að nýrri plötu með GusGus, seg-
ir Högni Egilsson sem flestir kalla
Högna í Hjaltalín. Auk þess að vera
að semja og gera plötu tekur Högni
þátt í sýningu Þjóðleikhússins á
Englum alheimsins en hún er byggð
á samnefndri sögu Einars Más Guð-
mundssonar. Í sýningunni flytur
Högni lag sem er nokkurs konar sálu-
messa Páls, aðalpersónunnar í verk-
inu. Páll glímir við geðsjúkdóm og
Högni greindist sjálfur með geðhvörf
fyrir tæpu ári.
Heillandi saga
„Mér finnst þessi saga bæði heillandi
og falleg. Hún segir frá lífi manns
sem er að kljást sjálfan sig, skuggana,
myrkrið og brjálæðið. Páll var lista-
maður, málari og ljóðskáld. Hjalta-
lín gaf út lag á miðvikudag og text-
inn við það er samsettur úr ljóðum
eftir eftir Pál. Textinn er saumaður
saman úr ljóðlínum hans. Sköpun
er einhvers konar rannsókn á sjálf-
um sér og listin í eðli sína líka. Maður
temur sjálfan sig til að koma orðum
að því hvernig maður upplifir raun-
veruleikann. Sköpunin er nauðsyn-
legur grunnur að tilvist hvers manns
og tengslum hans við umhverfi sitt.
Geðveikin er líka einhvers konar
sjálfsrannsókn en verður að veikind-
um þegar maður lokast inni í eigin
hugarheimi, inn í einhverju ákveðnu
hólfi og missir tengslin við umhverfi
sitt. Það verður þó að hafa í huga að
það er ekki til neinn einn hugarheim-
ur geðveikinnar, reynsla hvers og
eins er mjög persónubundin,“ segir
Högni og segir erfitt að fjalla um hluti
á borð við þessa í stuttu viðtali.
Geðlyfin halda sjúkdómnum niðri
Það er Atli Rafn Sigurðsson sem
leikur Pál í verkinu en hvernig bjó
hann sig undir að túlka að Pál?
„Ég þekki sjálfur fólk sem býr
við svipaðar aðstæður og Páll,
og hef þekkt frá barnæsku. Mað-
ur hefur séð milljón heimildar-
myndir og bíómyndir um veikt
fólk. Skoðað þeirra heim. Ég er
sjálfur haldinn Tourette-heil-
kenni og á tímabili háði það
mér það mikið að ég þurfti að
leita læknis sem setti mig á lyf.
Einu lyfin sem halda þessum
einkennum niðri eru geðlyf.
Þannig að ég var settur á þung-
lyndis- og geðklofalyf, að vísu
í smáum skömmtum. Ég upp-
lifði á þessum tíma mjög sterkt
hvaða áhrif slík lyfjagjöf hef-
ur á mann. Eftir þetta skildi ég
betur þegar veikt fólk vill losna
við lyfin sín því á sama tíma
og lyfin halda niðri sjúkdómn-
um líður sjúklingnum illa,
sköpunargáfan hverfur, þú sérð
allt í gegnum móðu. En sam-
kvæmt samfélaginu ertu orðinn
heilbrigður og það er þessi spurn-
ing sem er líka sterk í Englum al-
heimsins. Að lifa frjáls getur þýtt að
þú þurfir að horfast í augu við dauð-
ann sem að lokum eru örlög Páls.“
Nú gerist sagan á síðustu öld og
mikið vatn hefur runnið til sjávar frá
því Páll fyrirfór sér og mikið áunnist
í málefnum geðsjúkra, hefur Páll
eitthvað að segja fólki í dag?
„Englar alheimsins er löngu
orðin klassísk bók og lifir með þjóð-
inni. Bókin kemur út á tíma þar sem
ekki var til staðar þessi opna um-
ræða um geðsjúkdóma eins og er
í dag. Það má segja að bókin hafi
opnað á þessa umræðu og hún var
einnig gríðarlega wwmikilvæg fyrir
aðstandendur þeirra sem þjást af
geðvandamálum því þeir gátu tengt
við bókina og þá sögu sem þar var
að finna.“
Saga um umburðarlyndi
„Við sjáum samt alltaf ný og ný
dæmi um hvernig brotið er á rétti
minnihlutahópa og hvernig sam-
félagið hefur þurft að horfast í augu
við leyndarmál sín. Það hefur ekki
breyst. Saga Páls er líka saga um um-
burðarlyndi. Um það að við þurf-
um að bera virðingu fyrir þeim sem
eru öðruvísi, sjá fegurðina í fjöl-
breytileikanum og passa okkur á að
dæma ekki fyrirfram. Og það hefur
svo sannarlega eitthvað breyst. Sjá-
um bara Jón Gnarr. Hann klæðir sig í
Star Wars-föt á opinberum vettvangi
og hefur sett málefni minnihluta-
hópa í forgrunn. En svo er ráðist á
þennan mann og það segir manni að
enn sé þörf á umfjöllun um efni bóka
eins og Engla alheimsins. Því, hver er
dómbær á hvað er rétt og rangt? Er
það kóngurinn eða fíflið? Og hvað ef
kóngurinn er fífl?“ spyr Atli Rafn. n
Með Tourette „Ég er sjálfur haldinn
Tourette-heilkenni og á tímabili háði það mér
það mikið að ég þurfti að leita læknis sem setti
mig á lyf,“ segir Atli Rafn Sigurðsson.
„Geðhvörfin eru
hluti af mér.
Tókst á við sjálfan sig
Högni í Hjaltalín
heillaðist af sögunni
af Páli sem tekst á við
sjálfan sig, skuggana,
myrkrið og brjálæðið.