Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 30
30 Viðtal 19.–21. apríl 2013 Helgarblað „Mér var rænt“ Þ að hræðir mig stundum hvað mér finnast stjórnmál skemmtileg,“ segir Ástrós sem er mætt á ritstjórnar­ skrifstofu DV á sólríkum vordegi um hádegisbil. Egill Ólafs­ son, tónlistarmaður og flokksfélagi, skutlaði henni í viðtalið. Morgninum höfðu þau eytt í Keflavík þar sem þau ræddu við ungt fólk um stefnu­ mál sín. „Ég ætlaði aldrei að fara í út í neitt svona – stjórnmál. En svo gafst mér þetta tækifæri með öllu þessu flotta fólki svo ég ákvað að slá til. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en þetta er það sem mér finnst gaman núna.“ Sex manna fjölskylda í 60 fermetra íbúð Það er bjart yfir Ástrós. Á sama tíma er styrkur hennar nærri því áþreifanlegur. Það kemur í ljós þegar líður á samtalið að styrkurinn er tilkominn vegna lífshlaups hennar sem hefur á köflum verið erfitt. Það hefur stælt hana. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Ástrós í Breiðholtinu. Hún á stóra fjölskyldu, fjögur eldri systkini. Í Breiðholtinu bjuggu þau í 60 fermetra kjallaraíbúð og oft við kröpp kjör þótt Ástrós hafi ekki tekið eftir því sjálf fyrr en hún horfði til baka. „Með einhverjum ótrúlegum skipulagshæfileikum móður minnar komumst við fyrir í þessari litlu íbúð. Við vorum öll systkinin saman í her­ bergi, í kojum. Það lærðu bara allir að ganga frá eftir sig og ganga um af virðingu við hvert annað. Auðvitað urðu árekstrar, við erum stór systkina­ hópur,“ segir Ástrós og telur aðstæður sínar gott veganesti í stjórnmálin. „Þær eru gott veganesti, það er hollt að þurfa að deila með öðrum. Ég ólst líka upp við kröpp kjör og get sett mig í þau spor. Ég var hins vegar ekki með­ vituð um að ég hefði það verr en aðrir. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en nýlega þegar besta vinkona mín ræddi við mig um aðstæður mínar í æsku. Hún sagði mér þá að hún hefði oft séð að við áttum miklu minna en aðrir. En ég sá það aldrei sjálf. Ég var alltaf hamingjusöm með gamla hjól­ ið hennar systur minnar og að fara í útilegur á sumrin í stað utanlands­ ferða eins og vinsælt var á meðal vina minna. Ég held ég hafi verið heppin. Þetta er kannski öðruvísi hjá krökk­ um í dag, fleiri stöðutákn sem gefa til kynna efnahaginn. Allar þessar græjur og dót. Í minni tíð var það helst kraftgallinn sem komst í tísku og varð stöðutákn,“ segir hún og hlær og seg­ ist hafa fengið einhverja útgáfu af gall­ anum úr Hagkaupum. Kennir sig við móður sína Í dag kennir Ástrós sig við móður sína en ekki föður sinn Gunnlaug. Með því vill hún þakka fyrir ást og stuðning móður sinnar. „Ég átti kannski ekki draumaheim­ ilið í æsku en ég var heppin með móður. Það voru auðvitað einhverjir skuggar í tilverunni sem leiddu til þess að ég hef nú skipt um eftirnafn og kenni mig nú við móður mína,“ segir Ástrós og vill ekki fara frekar út í þá sálma. „Eftir að ég varð móðir sjálf þá finn ég hvað það er sem skiptir mestu máli. Ég er ekki fyrir þetta harða upp­ eldi, miskunnarlausan aga, því ég veit að það er skaðlegt ungum sálum. Það er ást og hlýja sem er til gæfu. Hana fékk ég ávallt frá móður minni.“ Fann sér skjól Skuggar uppvaxtaráranna gerðu Ástrós að alvörugefnu barni. Hún þróaði með sér fullkomnunar­ áráttu og ef hún grét, gerði hún það í hljóði, ofan í koddann. „Ég er yngst í systkinahópnum og varð barnið sem enginn þurfti að hafa áhyggjur af. Ég var grallari og sérstaklega þegar ég var yngri en ég varð ung mjög alvöru­ gefin. Ég tók lífið svolítið alvarlega því ég fékk líka að kynnast því að lífið væri kannski ekki alltaf dans á rósum. Ég fylgdist með fréttum frá unga aldri og var umhugað um dekkri hliðar lífs­ ins. Frá því ég var um ellefu ára göm­ ul var ég til dæmis ákveðin í því að láta til mín taka í veröldinni og stunda hjálpar störf. Ég held að ég hafi fundið mér skjól í því að standa mig vel. Þá var ekki hægt að finna á mér veikan blett. Ég varð því fljótt afburðamanneskja í námi og tómstundum,“ segir hún frá. „Ég er með fullkomnunaráráttu og ákaflega metnaðargjörn. Allt það sem ég tók mér fyrir hendur stundaði ég af kappi. Ég hafði gaman af því að dansa og lærði djassballett. Ég útskrifaðist seinna með diplómapróf í djassballett og kenndi dans í mörg ár. Ég hef reyndar unnið fyrir mér síðan ég var 14 ára og safnað mér fé til þess að láta drauma mína rætast. Það særði mig því þegar sá orðrómur komst á kreik að framboð mitt til stjórnlagaráðs væri stutt af efnafólki. Langt því frá!“ Lét drauminn rætast Drauminn um að stunda hjálparstörf var Ástrós ákveðin í að uppfylla. Þann 10. febrúar, 2008, lagði hún af stað í ferðalag sem átti að upp­ fylla langþráða æskudrauma hennar. Hún ætlaði sér að dvelja um tveggja mánaða skeið í héraðinu Goa á Ind­ landi. Þar ætlaði hún að stunda sjálfboðastörf með ungmennum hvaðanæva úr heiminum. Hún var kvíðin vegna ferðalags­ ins en á sama tíma full spennu fyrir ævin týrinu framundan. Hana gat ekki grunað hvaða hörmungar biðu henn­ ar. „Mér finnst svo táknrænt að þenn­ an sunnudagsmorgun þegar mér var skutlað út á flugvöll var grámygla yfir öllu, súld og kalt og það var ekki bjart yfir. Ég lít stundum í táknin í kringum mig og sannast sagna fékk ég ekki sól og hlýja vinda með mér í þessa ferð.“ Varnaðarmerki Ástrós lenti á flugvellinum á Mumbai og kom sér fyrir á hóteli þar sem hún hitti hina sjálfboðaliðana. Morgun­ inn eftir hófst ferðalagið. Haldið var af stað í bílalest í átt að bæ sem heitir Lonavla og þaðan fóru Ástrós og fé­ lagar hennar í göngur um fjallendi, heimsóknir í afskekkt þorp og iðkuðu jógaæfingar á jógasetri í nágrenninu. Þótt allt virtist með felldu segist Ástrós strax hafa skynjað að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það var eitt og annað sem kom upp fyrstu fjóra, fimm dagana, sem var merki um að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera. Það var fólk að gleymast hér og þar sem við þurftum að sækja á ferðum okkar. Ferðaáætlanirnar voru lausar við skipulag og upplýs­ ingar af skornum skammti.“ Teknar úr hópnum Eftir vikudvöl á Indlandi átti hópur­ inn pantaða lestarferð yfir nótt til Goa. Fyrir utan hótelið í Lonavla var hópnum raðað niður í bíla af bílstjóra. Ástrós var valin í lítinn bíl ásamt sjö öðrum ljóshærðum stúlkum. „Við vorum allar ljóshærðar með blá augu. Farangur okkar var settur í Ástrós Signýjardóttir er ein þeirra nýliða sem sækjast eftir áhrifum í alþingiskosningum í ár. Hún skipar annað sæti Lýðræðisvaktarinnar í Suðvestur- kjördæmi. Landsmenn þekkja hana. Hún varð yngst til að ná kjöri í stjórnlagaráði og vakti þá strax athygli fyrir skelegga framgöngu. Eldmóður Ástrósar sem fleytir henni áfram í stjórnmálum var hins vegar dýrkeyptur. Hún hafði aldrei ætlað sér þátttöku í stjórnmálum en lífsreynsla hennar í Goa á Indlandi markaði hana fyrir lífstíð. Þar var Ástrós rænt og slapp hún naumlega úr greipum mannræningja. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Ástrós um kröpp kjör í æsku, mannránið og þau góðu gildi sem hún ræktar úr erfiðri lífsreynslu sinni. „Einhverjar öskruðu, aðrar voru í losti, sumar grétu. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.