Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Side 12
12 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað
n Feðgarnir berjast gegn stækkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa
Sonurinn græðir
á hrefnuveiðum
G
unnar Bergmann Jónsson er
hrefnuveiðimaður og eigandi
útgerðarfélagsins Hrafnreyð
ur ehf. og IP dreifingar ehf.
sem sér um sölu og dreifingu
hrefnukjöts. Þá gegndi Gunnar fram
kvæmdastjórastöðu í félaginu Hrefnu
veiðimenn ehf. sem var úrskurðað
gjaldþrota í fyrra, en hann hefur haft
tekjur af hvalveiðum um árabil.
Gunnar er sonur Jóns Gunnars
sonar þingmanns Sjálfstæðisflokks
ins sem beitir sér óspart fyrir hvalveið
um við Íslandsstrendur, sérstaklega
við Faxaflóa þar sem sonur hans hefur
miklar tekjur af veiðum.
Meðfram þingstörfum hefur Jón
gegnt formennsku í félaginu Sjávar
nytjar, sem er eins konar grasrótar
samtök sem berjast fyrir hvalveiðum.
Í samtali við DV fullyrðir Jón að
atvinnurekstur sonar hans hafi ekki
áhrif á hans eigin viðhorf til hvalveiða.
„Þetta hefur engin tengsl, en menn
geta auðvitað alltaf reynt að tortryggja
þetta. Mínar skoðanir hafa hins vegar
alltaf legið fyrir í þessu máli,“ segir
hann.
Skuldaði milljónir
Samkvæmt heimildum DV stendur
Hrafnreyður ehf. ekki traustum fót
um. Félagið var með neikvæða eigin
fjárstöðu um 15,6 milljónir við lok
rekstrarársins 2011 en skilaði ekki árs
reikningi í fyrra. Miðað við stöðu fyrir
tækisins má ætla að það eigi talsvert
undir því að stjórnvöld beiti sér í þágu
hvalveiða.
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver
andi atvinnuvega og nýsköpunar
ráðherra, gerði það að síðasta emb
ættisverki sínu að stækka verulega
griðasvæði hvala í Faxaflóa. Með
þessu vildi hann auka veg hvala
skoðunar og ferðaþjónustu á svæðinu.
Hrafnreyður veiðir mikið í Faxaflóa en
80 prósent af veiðisvæði hrefnuveiði
manna lendir innan bannsvæðisins.
Eftir að Steingrímur kynnti ákvörð
un sína kom Jón Gunnarsson fram í
viðtali við Stöð 2 og fordæmdi hana.
Samkvæmt syni hans hefur ákvörðun
Steingríms mjög skaðleg áhrif á
rekstur Hrafnreyðar ehf. „Þetta hef
ur gríðarleg áhrif og truflar fyrirtæk
ið mikið. Stærstu veiðisvæðin okkar
voru rifin þarna af okkur,“ segir hann.
Finnst Gunnari sjálfsagt og eðlilegt að
ný ríkisstjórn hnekki ákvörðun Stein
gríms.
Helsti talsmaður hvalveiða
Fátt hefur Jón Gunnarsson talað um
af meiri eldmóði undanfarin ár en rétt
Íslendinga til að veiða hvali. Árið 2009
efndi hann til sérstakrar umræðu á Al
þingi um hvalveiðar og mælti gegn því
að ríkisstjórnin setti „einhverja þrösk
ulda við eðlilega atvinnustarfsemi í
landinu.“
Ári síðar lagði hann fram fyrirspurn
um hvort utanríkisráðherra hyggist
láta aðildarviðræðurnar við Evrópu
sambandið hafa áhrif á hvalveiðar við
Íslandsstrendur. Þegar rætt var við Jón
í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgj
unni árið 2011 fullyrti hann að and
staða við hvalveiðar væru trúarbrögð.
Þegar stjórn Ferðamálasamtaka
Íslands sendi út harðorða ályktun
gegn hvalveiðum í síðustu viku skrif
aði Jón Gunnarsson stöðuuppfærslu
á Facebooksíðu sína sem hljóðaði
svo: „Hvenær ætlar ferðaþjónustan að
hætta þessari ómálefnalegu gagnrýni
sinni á hvalveiðar?“
Jón Gunnarsson hefur setið á þingi
frá árinu 2007 og er óhætt að fullyrða
að hann hafi verið helsti talsmaður
hvalveiða á þinginu.
„Það er ósanngjarnt“
Í samtali við DV sagðist Gunnar Berg
mann hissa á málflutningi sem stillti
upp hvalaskoðun og hvalveiðum
sem andstæðum. „Ég bara skil ekki af
hverju menn láta eins og þetta tvennt
stangist á. Getur ekki Fréttablaðið
starfað þótt DV sé til?“ spurði hann.
Gunnar er afar óánægður með
stækkun griðasvæðisins í Faxaflóa
og þykir ákvörðun Steingríms ósann
gjörn. „Við berum að sjálfsögðu fulla
virðingu fyrir þeirri atvinnugrein sem
heitir hvalaskoðun og óskum henni
alls hins besta. En það var dregin lína
árið 2009 sem hvalaskoðunarfyrir
tækin hafa ekkert farið yfir og nú á að
víkka hana enn frekar. Það er ósann
gjarnt,“ sagði Gunnar og benti á að
félag hans hefði aðeins veitt tæplega
fjórðung af kvótanum sínum í fyrra.
„Við veiddum 52 dýr í fyrra. Kvótinn er
229 dýr og hrefnustofninn er 44 til 50
þúsund dýr. Skaðinn af þessum veið
um er bara hverfandi.“
Þegar talið berst að háværum
gagnrýnisröddum innan alþjóðasam
félagsins sagði Gunnar að þær yrðu
alltaf til staðar. „Fólk hefur það að at
vinnu að láta í sér heyra út af þessu,“
sagði hann og nefndi Alþjóðadýra
verndunarsjóðinn sem dæmi. „Þetta
eru aðilar sem hafa það hlutverk að
láta í sér heyra því annars fá þeir ekki
fjármagn inn í starfsemina hjá sér. En
þetta er ekki byggt á neinum rökum,
ekki frekar en málflutningurinn um
að langreyðar séu í útrýmingarhættu.“
Vill yfirvegaða umræðu
Þegar DV ræddi við Jón Gunnarsson
sagðist hann sjálfur aldrei hafa unnið
við hvalveiðar eða vinnslu hvala
afurða. „Ég hef samt verið formað
ur samtakanna Sjávarnytja sem hafa
reyndar ekki beitt sér mikið á undan
förnum árum,“ segir Jón og bend
ir á að hann hafi sýnt hvalveiðum
áhuga allt frá því að sonur hans var á
menntaskólaaldri. „Við eigum engin
fyrri tengsl við hvalveiðar en Gunnar
fer að vinna með hrefnuveiðimönn
um löngu eftir að ég kom nálægt
þessum málum.“
Gunnar segist sannfærður um að
hvalveiðar og hvalaskoðun geti vaxið
og dafnað hlið við hlið. Þá vonar hann
að ákvörðun Steingríms um stækk
un griðasvæðisins í Faxaflóa verði
hnekkt. „Ég held að þarna sé um að
ræða svæði sem hvalaskoðunarfyrir
tæki hafi ekki sýnt fram á að þurfi til
að sigla um og sýna túristum. Það er
engin tilviljun hvar fyrri lína var dreg
in. Sú ákvörðun var tekin á grundvelli
þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,“
segir Jón og bætir við: „Það er mik
ilvægt að þessar greinar setjist nið
ur og fari yfir þessi mál á skynsam
legan og yfirvegaðan hátt. Það eru
engar ástæður til annars en að þess
ar greinar geti dafnað samhliða hvor
annarri.“ n
Hvetur til hvalveiða Jón
Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, er helsti talsmaður
hvalveiða á Alþingi.
Gunnar að veiða
Hér má sjá Gunnar
Bergmann Jónsson
skjóta hval.
„Stærstu veiði-
svæðin okkar voru
rifin þarna af okkur.
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
Hjólreiðamessa
í Hafnarfirði og
Garðabæ
Sunnudaginn 16. júní verður
messað með afar óhefðbundn
um hætti í kirkjunum í Hafnar
firði og Garðabæ. Messan fer
fram í sjö kirkjum og munu
kirkjugestir hjóla á milli kirkn
anna. Hún hefst á tveimur stöð
um, í Vídalíns og Ástjarnar
kirkjum klukkan tíu. Þar fer
fram upphafsbæn, signing og
sálmur. Dagskráin er nokkuð stíf
því klukkan 10:30 er ráðgert að
hóparnir tveir hittist í Hafnar
fjarðarkirkju. Þá hefst ritningar
lestur í Fríkirkjunni í Hafnar
firði klukkan 10:50, því næst
guðspjall í Víðistaðakirkju en
þar verður messugestum boð
ið upp á hressingu. Þar á eftir
liggur leiðin í Garðakirkju þar
sem herlegheitin halda áfram
en þar verður haldin örprédikun
klukkan 11:50. Messunni lýkur
svo á altarisgöngu í Bessastaða
kirkju sem ráðgert er að hefjist
um 12:30.
Séra Friðrik Hjartar, prestur
í Garðasókn, segir uppátækið
sprottið upp úr samstarfi kirkn
anna í Garðabæ og Hafnarfirði.
„Þetta er til að efla samstarf
ið. Það er upplögð fjölskyldu
skemmtun á fallegum degi að
fara í hjólatúr og koma í kirkj
una. Við byrjum í Vídalíns
kirkju og Ástjarnarkirkju með
upphafsbæn, signingu og sálmi
og endum í Bessastaðakirkju
með altaris göngu, blessun og
sálmasöng.“ Hann segir þetta
fyrstu hjólreiðamessu sem
kirkjurnar halda en tekur fram
að ef vel takist til sé messan von
andi aðeins sú fyrsta af mörg
um. Friðrik segir að allir séu vel
komnir og hvetur messugesti til
að muna eftir hjálminum.
Sveitarstjóri
rekinn
Sveitarstjórn í Langanesbyggð
ákvað á fundi síðastliðinn mánu
dag að segja Gunnólfi Lárus
syni sveitarstjóra upp störf
um. Á fundi á fimmtudaginn
var gerður starfslokasamningur
við hann. Gunnólfur hefur ver
ið sveitarstjóri í Langanesbyggð
frá árinu 2009. Hann hefur jafn
framt átt sæti í sveitarstjórn.
Áður en hann tók við sveitar
stjórn í Langanesbyggð var hann
sveitarstjóri Dalabyggðar. Gunn
ólfur komst í fréttir fyrir ári síðan
þegar Ævar Kjartansson sakaði
hann um að fá umboðslaun fyr
ir sölu á Grímsstöðum á Fjöllum
til Huang Nubo.