Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað
Þ
etta er líklega versti skattur-
inn til að lækka. Þetta hef-
ur engin örvandi áhrif, ná-
kvæmlega engin,“ segir Jón
Steinsson, hagfræðingur
og dósent við Columbia-háskól-
ann í Bandaríkjunum, um fyrirhug-
aða lækkun veiðigjalda. Hann telur
lækkunina afar misráðna. Varfærn-
islegir útreikningar bendi til þess að
gjöldin séu langt undir þolmörkum
sjávarútvegsfyrirtækja og lækkun
þeirra auki hallarekstur ríkissjóðs um
marga milljarða að óþörfu. Þá bend-
ir Jón á að aðrar tegundir skatta séu
mun vænlegri kostur ef örva á hag-
kerfið með skattalækkunum. Þar
nefnir hann sérstaklega vinnuletj-
andi skatta á borð við tekjuskatta og
neysluskatta.
Milljarða tekjutap,
engar ráðstafanir
Á miðvikudaginn síðastliðinn boð-
uðu forystumenn ríkisstjórnarinn-
ar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
og Bjarni Benediktsson, til blaða-
mannafundar í Þjóðmenningarhús-
inu. Þar greindu þeir frá slæmum
horfum á sviði ríkisfjármála og sögðu
þær mun verri en áður hefði verið
talið. Að óbreyttu yrði hallarekstur
ríkissjóðs 30 milljarðar á rekstrar-
grundvelli ársins 2013 og 9 milljarð-
ar árið 2014. Það kom því mörgum í
opna skjöldu þegar ríkisstjórnin lagði
fram frumvarp um lækkun veiði-
gjalda á Alþingi um kvöldið.
Fjármálaráðuneytið áætlar að
tekjutap ríkissjóðs af lækkun veiði-
gjalda nemi um 3,2 milljörðum á
rekstrargrunni ársins 2013 og um 6,4
milljörðum árið 2014. Athygli vekur
að engar ráðstafanir hafa verið gerðar
til að vega upp á móti þessari lækkun
á áformaðri tekjuöflun ríkissjóðs. Þar
af leiðandi mun lækkunin auka veru-
lega á hallarekstur ríkissjóðs, þvert á
stefnu beggja stjórnarflokka sem lagt
hafa ríka áherslu á að koma verði
böndum á ríkisfjármálin.
„Forsvarsmenn ríkisstjórnarinn-
ar hafa talað mikið um að staða ríkis-
sjóðs sé slæm og það þarf að gera
eitthvað í því, annað hvort að hækka
skatta eða lækka útgjöld. En það er
svolítið skrítið að á sama tíma og þeir
eru að tala um þetta þá taka þeir eina
hagkvæmustu tekjulind ríkissjóðs
og skera hana niður,“ segir Jón og á
þar við veiðigjöldin. „Því langflestar
tekjulindir ríkissjóðs eru skattar sem
eru vinnuletjandi, tekjuskattar eru
vinnuletjandi og virðisaukaskattur.“
Undarleg forgangsröðun,
engin örvun
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar
við lækkun skatta kemur Jóni á óvart.
Hann telur að lækkunin sé ekki til
þess fallin að auka hagvöxt í sama
mæli og lækkun annarra skatta. „Ég
held að þetta hafi engin örvandi
áhrif. Og sérstaklega er þetta nátt-
úrulega athyglisvert í ljósi þess að
skattar eru háir á Íslandi og það væri
mjög gott að geta lækkað til dæmis
virðisaukaskattinn eða tekjuskatt-
inn. Ein leið til að gera það væri að
vera með hátt auðlindagjald og þá
miklu, miklu lægri virðisaukaskatt.
Og það væri örvandi. Það væri virki-
lega örvandi.“
Jón segir að öðru máli gegni um
lækkun veiðigjalda. Hún stuðli síð-
ur að örvun hagkerfisins. „En auð-
lindagjöld – ef þau eru rétt útfærð og
einungis gjöld á umframhagnað eins
og gjaldið er núna – þau hafa engin
vinnuletjandi áhrif á útgerðina. Það
verða jafnmargir fiskar dregnir úr
sjó og jafnmikil verðmæti búin til úr
þeim hvort sem að veiðigjaldið er 10
milljarðar eða 30 milljarðar,“ segir Jón
og bætir við að veiðigjaldið sé afar
lágt í samanburði við umframhagnað
sjávarútvegsfyrirtækja. Langstærstur
hluti hagnaðarins verði eftir hjá fyr-
irtækjunum.
Nægur hvati til fjárfestinga
Að mati Jóns er ekkert sem bendir til
þess að veiðigjaldið í núverandi mynd
dragi úr hvata sjávarútvegsfyrir tækja
til að ráðast í þær fjárfestingar sem
þörf þykir fyrir. „Hagnaðurinn er svo
mikill í þessum geira að það eru allir
að fullnýta kvótann sinn hvort eð er.
Þú veiðir ekkert meiri fisk þó veiði-
gjaldið sé lækkað. Hagnaðurinn er
það mikill nú þegar að það er bara
miklu meiri en nógur hvati til að ráð-
ast í allar þær fjárfestingar sem sjáv-
arútvegsfyrirtækin telja sig þurfa. Þau
eru nú þegar að fá 8 prósenta arð af
því fé sem lagt er í reksturinn og líka
þorrann af auðlindarentunni.“
Því gefur Jón lítið fyrir allt tal um
að núverandi veiðigjald lami fjár-
festingarmátt sjávarútvegsfyrirtækja.
„Hvort sem við erum að tala um að
gjaldið yrði 13,5 milljarðar eða 10
milljarðar, þá eru útgerðirnar hvort
eð er að fá bróðurpartinn af þessu.
Þær eru með svo miklu, miklu meira
en nógan hvata til að gera allar þær
fjárfestingar sem þörf krefur að það
er algjörlega út í hött að tala um að
það hafi einhver áhrif á fjárfestingu.“
Áhætta fólgin í hallarekstri
Eins og áður sagði, hafa ekki verið
kynntar neinar aðgerðir til að vega
upp á móti lækkun veiðigjalda. Því
mun hún óhjákvæmilega auka á
hallarekstur ríkissjóðs nema til komi
aðrar skattahækkanir eða niður-
skurður af svipaðri stærðargráðu.
„Það er ákveðin áhætta tekin með
því, þar sem skuldir ríkissjóðs eru
mjög háar í dag. Og þá á ríkissjóður
ekki borð fyrir báru ef eitthvað alvar-
legt kemur upp á varðandi hagkerfið
á Íslandi. Þegar hrunið átti sér stað
höfðum við afskaplega mikið svig-
rúm til að reka ríkið með halla og það
bjargaði velferðarkerfinu.“
„Ef eitthvað kæmi fyrir núna – það
þyrfti ekki einu sinni að vera nema 10
prósent af því sem gerðist árið 2008
– þá værum við komin í vanda. Svo
það hlýtur að vera skynsamlegt að
reyna að ná niður þessum halla svo
við séum ekki algjörlega berskjölduð
fyrir áföllum.“
Ríkisstjórnin dregur í land
Þó lækkun veiðigjalda sé umtals-
verð og skipti miklu máli fyrir fjár-
lög næstu ára er ljóst að ríkisstjórn-
in hefur dregið nokkuð í land. Því til
stuðnings má benda á að fyrir aðeins
tveimur árum var veiðigjaldið aðeins
um 3 milljarðar. Nú hefur það verið
lækkað niður í 10 milljarða. Það má
kalla nokkuð stórt skref í átt til auk-
innar gjaldheimtu af auðlindarentu
sjávarútvegsins.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar segir að lögð verði áhersla á
að bæta rekstrarumhverfi lítilla og
meðal stórra útgerða. Þó verður ekki
séð að nokkuð í veiðigjaldafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar styðji sérstaklega
við þær útgerðir. „Ég sé ekki nokkurn
skapaðan hlut í þessu frumvarpi sem
hlífir litlum eða meðalstórum útgerð-
um sérstaklega. Það hefði verið hægt
að hækka afsláttinn sem er veittur af
fyrstu 30 og 70 þorskígildistonnun-
um, gera þá stærð að 50 og 150 tonn-
um til dæmis, en það var ekkert slíkt
gert. Þegar öllu er á botninn hvolft
þá hafði þetta sennilega ekkert með
litlu og meðalstóru útgerðirnar að
gera. Þeir vildu bara lækka gjaldið á
alla. Og það eru náttúrulega stóru út-
gerðirnar sem koma best út úr því.“ n
Gagnrýnir lækkun veiðigjalda Jón
Steinsson segist ekki sjá nein hagfræðileg rök
fyrir lækkun veiðigjalds. Hann segir að skyn-
samlegra hefði verið að hækka veiðigjaldið
og lækka skatta sem eru atvinnuletjandi.
Segir lækkun veiðigjalda
ekki hafa örvandi áhrif
n Jón Steinsson gagnrýnir lækkunina n „Versti skatturinn til að lækka“ n Milljarða tekjutap að óþörfu
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
„Og sérstaklega er
þetta náttúrulega
athyglisvert í ljósi þess að
skattar eru háir á Íslandi
og það væri mjög gott
að geta lækkað til dæm-
is virðisaukaskattinn eða
tekjuskattinn.“
Athygli vekur að veiðigjaldafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar fylgi engar ráðstafanir í því skyni
að vega upp á móti milljarða tekjutapi ríkis-
sjóðs. Vekur það furðu í ljósi þess að undan-
farna daga hafa forsvarsmenn stjórnarflokk-
anna greint frá slæmri stöðu ríkisfjármála. Á
blaðamannafundi á miðvikudaginn boðaði
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahags-
ráðherra hallarekstur upp á 30 milljarða á
rekstrargrundvelli ársins 2013 og um 9 millj-
arða árið 2014. Að kvöldi sama dags var frum-
varpi um töluverða lækkun veiðigjalda dreift
á Alþingi.
Dr. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og
lektor við Háskólann í Reykjavík, telur rétt að
ríkisstjórnin geri ítarlega grein fyrir því hvern-
ig áætlað er að ná jöfnuði í ríkisfjármálum.
Hann segir mikilvægasta verkefnið á sviði
ríkis fjármála að stemma stigu við hallarekstri
og draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs. „Mað-
ur saknar þess að ekki sé greint frá hvað á
að koma þarna á móti, nú þegar verið er að
kynna lakari stöðu ríkissjóðs en áður hafði ver-
ið búist við og eins vekur breyting á veiðigjaldi
spurningar um forgangsröðun. Þessi skatta-
breyting kallar á að ríkisstjórnin geri grein fyrir
hvernig hún ætlar að ná markmiðinu um jöfn-
uð í ríkisfjármálum, sem hlýtur að vera horn-
steinn efnahagsstefnunnar.“
Ólafur segist vera þeirrar skoðunar að
móta þurfi almenna stefnu um greiðslur fyr-
ir afnot af auðlindum í eigu þjóðarinnar. „Slík
stefna hlýtur að miðast við að þjóðin fái eðli-
legt afgjald fyrir nýtingu auðlinda. En það
þarf að vanda vel til þess grundvallar sem slík
skattlagning er byggð á,“ segir Ólafur og tek-
ur fram að sér hafi þótt útfærslu veiðigjalda
sem komið var á af fráfarandi ríkisstjórn mega
bæta í ýmsum efnum. „Nú hefur verið mjög
mikill hagnaður í einstökum greinum innan
sjávarútvegsins sem á að verulegu leyti rót að
rekja til þess að krónan hrundi niður á stig sem
gerir rekstur útflutningsgreina mjög ábata-
saman. Eins verður að líta til þess ávinnings
sem sjávarútvegurinn hefur af skipulagi fisk-
veiða með kvótakerfinu. Í þessu ljósi hljóta að
vera gerðar kröfur til þess að atvinnugrein-
ar sem búa við slíkar aðstæður, samhliða því
sem þær nýta hér auðlindir, greiði með eðli-
legum hætti til samfélagsins.“ n
Óskar eftir áætlun um heildar-
jöfnuð Ólafur Ísleifsson leggur áherslu
á mikilvægi þess að koma á jöfnuði í
ríkisfjármálum. Hann óskar eftir því að
ríkisstjórnin geri grein fyrir því hvernig
brugðist verður við tekjutapi af völdum
lægri veiðigjalda.
Hefur áhyggjur
af auknum
hallarekstri
Mun minni
tekjur
Fjármálaráðuneytið
áætlar að tekjutap rík-
issjóðs af lækkun veiði-
gjalda nemi um 3,2
milljörðum á rekstrar-
grunni ársins 2013 og
um 6,4 milljörðum árið
2014. Tekjurnar verða þá
10,3 milljarðar árið 2013
í stað 13,5 milljarða og
9,8 milljarðar árið 2014 í
stað 16,2 milljarða.
Fyrir breytingar
2013
13,5 milljarðar
10,3 milljarðar
16,2 milljarðar
9,8 milljarðar
Eftir breytingar
2013
Fyrir breytingar
2014
Eftir breytingar
2014