Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Qupperneq 18
18 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað n Launaskrið meira en annars staðar n 230.000 milljóna hagnaður frá hruni RekstRaRkostnaðuR bankanna of háR R ekstrarkostnaður íslenskra banka er mun hærri en það sem þekkist í nágranna- löndunum. Á þetta var bent á ársfundi Fjármálaeftirlits- ins (FME) í síðustu viku. Í ritinu Fjármálaþjónusta á krossgötum sem Samkeppniseftirlitið kynnti í febrúar á þessu ári var einnig bent á þetta. Þá telur FME að hækkun launa í banka- geiranum umfram kjarasamninga geri það einnig að verkum að bankar hérlendis séu verr reknir en í ná- grannalöndunum. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) bentu hins vegar á það í athugasemd sem samtökin sendu frá sér í kjölfar umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins í febrúar að smæð Íslands sem og dreifð byggð gerði það óhjákvæmi- lega að verkum að rekstrarkostnað- ur yrði alltaf hærri hérlendis. Einnig má nefna að líklega hafa fá banka- kerfi þurft að eyða jafn miklum tíma og fjármunum í endurskipulagningu útlánasafna og íslensku bankarnir hafa gert í kjölfar efnahagshrunsins. Benti SFF á að líklega hefðu stóru bankarnir þrír þurft að endurvinna útreikninga frá grunni á nærri helm- ingi allra útlána sinna. Þá kemur ýmislegt annað til eins og sameining fjármálastofnana. Má þar nefna sameiningu Landsbank- ans og Sparisjóðsins í Keflavík og sameining Íslandsbanka og BYR sparisjóðs. Síðan hefur Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem dæmi, kvartað undan háum eft- irlitskostnaði sem bönkunum beri að greiða, sem að stærstum hluta fer í rekstur Fjármálaeftirlitsins. Auk þess greiða bankarnir kostnað vegna Umboðsmanns skuldara. Inn- ganga í Evrópusambandið er eitt af því sem hefur stundum verið nefnt varðandi leið sem gæti mögulega aukið samkeppni á bankamarkaði og stuðlað að lækkun á vaxtamun bankanna. Innganga gæti gert það að verkum að erlendar bankastofn- anir myndu sína meiri áhuga fyrir því að opna útibú hérlendis. Ekki hækkað mikið umfram vísitölu launa Líkt og sjá má í töflu með frétt sem sýnir hækkun á vísitölu launa hafa laun hjá þeim sem starfa við fjár- málaþjónustu, lífeyrismál og vá- tryggingar hækkað um 36 prósent frá upphafi árs 2009 til dagsins í dag á sama tíma og laun hafa almennt hækkað um 29 prósent. Meðallaun í bankageiranum virðist því ekki vera að hækka mjög mikið umfram aðra geira. Líklega eru það þó vissir hóp- ar innan bankageirans sem hækka meira en aðrir. Sú þróun var sam- bærileg fyrir bankahrunið þegar þeir sem störfuðu í verðbréfa- eða skuldabréfamiðlun eða í fyrirtækja- ráðgjöf voru í mörgum tilfellum á mun hærri launum en aðrir starfs- menn innan bankageirans. Árið 1991 störfuðu um fimm þúsund manns í fjármálafyrirtækj- um hér á landi eða um 3,5 prósent heildarmannaflans. Árið 2008 var fjöldi starfsmanna á fjármálamark- aði hér á landi kominn upp í níu þúsund sem samsvaraði um fimm prósentum af heild. Í bankahruninu fækkaði starfsmönnum á fjármála- markaði um 1.100. Endurskipulagningu ekki enn lokið Launaskrið í bönkunum hefur oft verið til umræðu síðustu ár. Þó launin hafi lækkað mikið frá því sem þekktist fyrir bankahrun finnst líklega mörgum laun þeirra hæst settu oft á tíðum enn of há. Þó má nefna í þessu samhengi að líkt og sjá má í töflu hafa stóru bankarnir þrír hagnast um alls 230 milljarða króna (230.000 milljónir) frá hruni og því ætti rekstrarkostnaður þeirra ef til vill ekki að vera vandamál. Það eru þó íslenskir neytendur sem oftast bera kostnaðinn af þeim kostnaði í formi hærri þóknana og verri vaxta- kjara. FME benti á að óhjákvæmi- legt sé að bankarnir fari í frekari að- haldsaðgerðir. Fréttir nú í lok maí um að starfsmenn Landsbankans muni eignast tvö prósent af hluta- fé bankans vöktu líka nokkuð hörð viðbrögð hjá almenningi. Bókfært virði þess hlutar nemur í dag nærri fimm milljörðum króna. Þó er ekki enn búið að útfæra dreifingu hluta- bréfanna til starfsmannanna. Hjá þeim þjóðum þar sem efna- hagshrun hefur orðið, tekur yfirleitt á bilinu þrjú til fimm ár að fara í gegn- um fjárhagslega endurskipulagningu bankakerfisins. Í haust verða liðin fimm ár frá bankahruninu á Íslandi en þó virðist enn ríkja óvissa um endanlegt uppgjör á lánum flestra fjármála- og bankastofnana hérlend- is. Það sást einnig vel á því gríðarlega fylgi sem Framsóknarflokkurinn fékk í nýafstöðnum alþingiskosningum en eitt helsta kosningamál flokks- ins var frekara átak varðandi skulda- vanda heimilanna. Laun hærri en eðlilegt þykir „Það er vel þekkt að rekstrarkostn- aður íslenskra banka hefur verið í hærri kantinum. Reyndar er það svo að hár rekstrarkostnaður bankakerf- isins er alþjóðlegt vandamál og ekki bara bundið við Ísland,“ segir dr. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands í samtali við DV. Varðandi háan rekstrarkostnað bendir hann einnig á launakostnað- inn. „Laun í bankakerfinu eru hærri en eðlilegt þykir. Mun hærri en fyr- ir sambærileg störf í öðrum geirum. En það er líka ekki sér íslenskt held- ur alþjóðlegt vandamál,“ segir Gylfi. Ýmislegt bendi til þess að of margir séu að vinna í fjármála- og banka- geiranum á Íslandi. Það eigi einnig við um hið alþjóðlega bankakerfi en ekki einungis Ísland. Það sé hins vegar óráð að sam- eina einhvern af stóru bönkunum þremur og fækka þeim niður í tvo. „Það er álitamál og ástæða þess er samkeppni á bankamarkaði. Það er ekki hægt að vera með virka samkeppni ef hér væru einungis tveir bankar. Það er því engin lausn heldur þarf að draga úr rekstrar- kostnaði innan hvers banka fyrir sig,“ segir hann. Gylfi segir að vissulega geti rík- ið að einhverju leyti beitt sér til að laga rekstrarumhverfi bankanna með laga- og reglugerðavaldi. Auk þess sé Landsbankinn í meirihluta- eigu íslenska ríkisins. Eins og kunn- ugt er starfaði Gylfi sjálfur um tíma sem efnahags- og viðskiptaráðherra eftir bankahrunið en hætti störfum í september 2010. Vaxtamunurinn vandamál Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands og nýkjörinn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins segir að ein helsta ástæðan fyrir háum rekstrarkostn- aði bankanna sé mikill vaxtamunur á inn- og útlánsvöxtum bankanna í alþjóðlegum samanburði. Auk þess séu vextir af útlánum niðurgreidd- ir, samanber fasteignalán Íbúða- lánasjóðs og skattlagning á fjár- magnstekjur af innlánum sé allt of há. Bankarnir hafi þurft að takast á við mikið af erfiðum og kostnaðar- sömum verkefnum frá bankahruni sem skýri að hluta háan rekstrar- kostnað. Þó hafi verið dregið úr rekstrarkostnaði með því að fækka útibúum bankanna. Hugsanlega þurfi þeir þó að gera meira. Vilhjálmur starfaði sjálfur lengi í bankageiranum, þar á meðal sem útibússtjóri Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum í sjö ár. Það sem hafi breyst frá þeim tíma sé að þá hafi störf í bankageiranum ekki þótt nein hálaunastörf enda ekki stór hluti starfsfólks með há- skólamenntun líkt og nú. Þá hafi aukin tölvuvæðing bankakerfis- ins einnig haft mikið að segja. Að- spurður um það hvort Vilhjálmur ætli að beita sér fyrir því á Alþingi með einhverjum hætti að dregið verði úr rekstrarkostnaði banka- kerfisins segir hann slíkt ekki endilega heppilegt. „Bankarnir eru flestir hlutafélög og alþingis- Há laun alþjóðlegt vandamál Dr. Gylfi Magn- ússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að laun í bankageiranum á Íslandi séu hærri en fyrir sambærileg störf í öðrum geirum. Þetta sé hins vegar alþjóðlegt vandamál. Mánaðarlaun bankastjóranna 2012 Höskuldur H. Ólafsson Bankastjóri Arion banka 3,7 milljónir á mánuði Birna Einarsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka 2,6 milljónir á mánuði Steinþór Pálsson Bankastjóri Landsbankans 1,2 milljónir á mánuði Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Viðskiptavinir greiða rekstrar- kostnaðinn Rekstrarkostnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans nam um 61 milljarði króna árið 2011. Með hliðsjón af níu mánaða uppgjörum bankanna má áætla að rekstrarkostnaður þeirra hafi verið um 72 milljarðar árið 2012. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er hár í alþjóðlegum samanburði. Rekstrarkostnaður bankanna þriggja sem hlutfall af eignum nam 2,3 prósent á árinu 2011. Í skýrslu um starfsemi Bankasýslu ríkisins árið 2012 kemur fram að rekstrarkostnaður 15 lítilla norrænna banka og stórra evrópskra banka sem hlutfall af eignum var á bilinu 0,6 til 1,5 prósent á árinu 2011. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfis- ins.“ Úr skýrslunni Fjármálaþjónusta á krossgötum sem Samkeppniseftirlitið gaf út í febrúar á þessu ári.„Það er vel þekkt að rekstrarkostnaður íslenskra banka hefur verið í hærri kantinum. Reyndar er það svo að hár rekstrarkostnaður banka- kerfisins er alþjóðlegt vandamál og ekki bara bundið við Ísland. Dr. Gylfi Magnússon Hagnaður bankanna frá hruni í milljörðum króna Ár LAIS ARION ISB ALLS 2008 -7 5 2 0 2009 14 13 24 51 2010 27 13 29 69 2011 17 11 2 30 2012 26 17 23 66 2013 8 1 5 14 ALLS 85 60 86 231 Markaðshlutdeild innlána 2011 n Landsbankinn 31% n Arion banki 33% n Íslandsbanki 31% n MP banki 2,3%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.