Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Side 19
RekstRaRkostnaðuR bankanna of háR E itt af því sem bankarnir hafa kvartað undan er hár kostnaður sem þeim er gert að greiða varðandi eftirlit sem er í umsjá Fjármálaeftirlits- ins. Áður fyrr var eftirlit með bankakerfinu á vegum svokall- aðs bankaeftirlits Seðlabankans en árið 1999 tók Fjármálaeftirlitið til starfa. Með stofnun þess var eftirlit með lána-, trygginga-, og verðbréfamarkaði sem og lífeyris- sjóðum fært undir eitt eftirlit sem hafði verið undir ýmsum stofnun- um fyrir þann tíma. Oft rætt um sameiningu frá hruni Í kjölfar bankahrunsins kom upp umræða varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins. Í nóvember 2008 lýstu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins og Sam- fylkingarinnar því báðir yfir að þeir væru hlynntir sameiningu þessara stofnana. Á þeim tíma beindist umræðan þó að því hvort með þessu vildi Samfylkingin losna við Davíð Oddsson úr stöðu seðla- bankastjóra. Karlo Jännäri, fyrrverandi for- stjóri finnska fjármálaeftirlitsins lagði það til í skýrslu sem hann vann fyrir íslensk stjórnvöld árið 2009 að stjórnvöld ættu að skoða möguleika á sameiningu Seðla- bankans og FME. Í mars árið 2012 gaf Steingrím- ur J. Sigfússon, þáverandi efna- hags- og viðskiptaráðherra út skýrslu undir heitinu Framtíðar- skipan fjármálakerfisins. Á þeim tíma sagðist hann í samtali við Stöð 2 vera hlynntur sameiningu Seðlabankans og FME. Nokkrum mánuðum síðar sagði hann þó að líklega yrði ekki að þeirri hugmynd á kjörtímabilinu sem lauk nú í vor. Ný ríkisstjórn líklega fylgjandi sameiningu Eftir að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins tók við völd- um nú nýlega kemur umræðan um sameiningu þessara tveggja stofnana nú aftur upp. Á þetta var þó ekki minnst í stjórnarsáttmála flokkanna. Heimildir DV herma hins vegar að báðir stjórnarflokk- arnir séu hlynntir sameiningu Seðlabankans og FME. Ástæðan fyrir því að þessi um- ræðu kemur upp núna, er hins vegar sú að margir telja að Sjálf- stæðisflokkurinn sé ekki búinn að gleyma því þegar ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom Davíð frá völdum í Seðla- bankanum um vorið 2009. Hjá Sjálfstæðismönnum sé vilji fyrir því að fá nýjan seðlabankastjóra í stað Más Guðmundssonar. Hann var skipaður til fimm ára í ágúst árið 2009 og því rennur ráðningar- tími hans ekki út fyrr en í ágúst á næsta ári. Lára V. Júlíusdóttir er síðan formaður bankaráðs Seðla- bankans sem fulltrúi fyrir Sam- fylkinguna. Þá má telja líklegt að ný ríkis- stjórn vilji einnig fá nýjan stjórn- arformann hjá Fjármálaeftirlitinu. Aðalsteinn Leifsson, sem nú er stjórnarformaður FME, er með ráðningarsamning til loka árs 2014 samkvæmt heimildum DV. Ein leið fyrir nýju ríkisstjórnina til þess að fá nýja aðila yfir þessum stofnunum væri sameining þeirra. Í samtali við DV segir Vilhjálm- ur Bjarnason að lítill fjárhagslegur sparnaður sé fólginn í sameiningu Seðlabankans og FME. Þó kannski lítillega varðandi fækkun æðstu stjórnenda. n Markaðshlutdeild í útlánum 2011 Heimili Fyrirtæki Landsbankinn 32% 37% Íslandsbanki 32% 29% Arion banki 21% 26% BYR 11% 6% MP banki 0,3% 0,4% Aðrir 5% 2% Vaxtamunur og kostnaðarhlut- fall í alþjóðlegum samanburði Vaxtamunur Kostnaðarhlutfall Arion banki 3,0% 2,8% Íslandsbanki 3,9% 3,2% Landsbankinn 3,2% 2,2% MP banki 2,9% 5,2% Danske bank 1,0% 0,7% DnB Norge 1,3% 0,9% Svenska enskilda bank 0,9% 0,9% Bank of Ireland 0,9% 0,9% *Heimild: Fme. Tölur Fyrir ÍslaNd eru Frá 2012 eN þeirra erleNdu Frá 2011. Lítill sparnaður í sameiningu Seðlabankans og FME n sameiningin oft borist í tal í kjölfar bankahrunsins sjálfstæðismenn ekki gleymt brottför davíðs Margir telja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki búinn að gleyma því þegar ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom Davíð Oddssyni frá völdum í Seðla- bankanum um vorið 2009. Óvíst um afdrif más Ráðningartími Más Guðmundssonar rennur út í ágúst á næsta ári en hann var skipaður í embætti seðlabankastjóra til fimm ára. Talið er að vilji sé fyrir því hjá nýrri ríkisstjórn að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Með því móti yrði að auglýsa eftir nýjum forstjóra sameinaðra stofnunar. Fréttir 19Helgarblað 14.–18. júní 2013 Hækkun á vísitölu launa 2009 til 1. ársfjórðungs 2013 n Fjármálaþjónusta, lífeyrissjóðir og vátryggingar 36% n Samgöngur og flutningar 35% n Verslun 28% n Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 19% n Iðnaður 28% n Meðalhækkun allra starfa 29% Vaxtamunur of mikill Vilhjálmur Bjarnason, segir að ein helsta ástæðan fyrir háum rekstrarkostnaði bankanna sé mikill vaxtamunur á inn- og útlánsvöxtum. menn verða að gæta sín. Áður voru bankarnir í eigu ríkisins og þá gátu þingmenn beitt sér. Nú eru þeir að mestu í eigu annarra hluthafa og þá eiga þingmenn ekki að skipta sér af rekstrinum,“ segir hann. Varðandi málefni Landsbank- ans, sem er í meirihlutaeigu rík- isins, segir Vilhjálmur að þar sitji stjórn yfir bankanum sem fari með ákvörðunarvald. Að minnsta kosti muni hann sjálfur ekki ætla sér að skipta sér af rekstri Landsbankans sem þingmaður. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.