Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 20
20 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað „Gera grín að Alþingi“ n Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um vanefndir V ar það þá þannig að Fram­ sóknarflokkurinn hafði ekkert plan?“ spurði Össur Skarphéðinsson í umræð­ um á Alþingi í vikunni, en stjórnarandstaðan hefur farið mik­ inn á þinginu undanfarna daga og sakað stjórnarflokkana um svik við kjósendur. Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson, forsætisráðherra Íslands, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórnin skipi sér­ fræðingahópa og nefndir til að út­ færa mismunandi leiðir til að taka á skuldavanda heimilanna. „Um almennar aðgerðir verði að ræða með áherslu á jafnræði en þó með möguleikum á að beita fjárhæðatak­ mörkunum og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða,“ segir í þings­ ályktunartillögunni. Lagt er til að gerð verði aðgerðaáætlun í tíu liðum. Ögmundur Jónasson var harðorð­ ur í garð þingsályktunartillögu Sig­ mundar Davíðs. „Menn héldu sumir að það væri verið að gera grín að Al­ þingi eða þjóðinni þegar hæstvirtur forsætisráðherra boðaði þetta,“ sagði hann og hæddist að því að „ríkis­ stjórnin ætlaði að fara þess á leit við Alþingi að það samþykkti tillögu þess efnis að ríkisstjórnin færi að kosn­ ingaloforðum sínum.“ Stjórnarliðar hafa réttlætt þings­ ályktunartillöguna á þann veg að ríkis stjórnin þurfi tíma til að geta efnt kosningaloforðin með löglegum og skynsamlegum hætti. Til að mynda hefur Vigdís Hauksdóttir, formað­ ur fjárlaganefndar, mælst til þess að ríkis stjórnin fái tíma fram á haust til að leggja fram frumvörp sem standist stjórnarskrá um lausn á skulda­ vanda heimilanna. Þeir Sigmundur og Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahagsráðherra, boðuðu til blaða­ mannafundar á miðvikudaginn og kynntu stöðu ríkissjóðs, sem þeir segja verri en gert var ráð fyrir. Að­ spurður hvort skuldaniðurfellingar myndu ekki auka enn á vandann í ríkisfjármálum sagði Sigmundur að aldrei hefði staðið til að ríkið greiddi fyrir aðgerðirnar. n Hiti á þinginu Stjórnarliðum er legið á hálsi fyrir að hafa lofað upp í ermina á sér fyrir kosningar. Stjórnarandstaðan hefur látið þung orð falla um þingsálykt­ unartillögu Sigmundar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Ríkið sýknað Hæstiréttur sýknaði íslenska rík­ ið og Tryggingastofnun ríkisins á fimmtudag af öllum kröfum einstaklings vegna meintar ólög­ mætar skerðingar á greiðslum úr almannatryggingakerfinu. Dómurinn staðfestir niður­ stöðu héraðsdóms um að réttur fólks til greiðslna byggist á því hve lengi fólk hefur haft búsetu hér á landi. Var ekki fallist á það að reglurnar fælu í sér ólögmæta mismunun. Niðurstaðan stað­ festir að réttur til greiðslna ráðist af búsetutíma og gildi þar einu hvort viðkomandi hafi íslenskt eða erlent ríkisfang. L ögreglumaðurinn Stefán Freyr Thordersen, sem starfar hjá lög­ regluembættinu á Suðurnesj­ um, skallaði mann á tvítugsaldri með slíku afli að fórnarlamb­ ið nefbrotnaði. Þetta herma öruggar heimildir DV. Árásin átti sér stað fyr­ ir utan söluturninn Ungó í Keflavík aðfaranótt sunnudags og var að sögn sjónarvotta framin af tilefnis­ lausu. Skúli Jónsson, aðstoðaryfir­ lögregluþjónn lögregluembættisins á Suðurnesjum staðfestir að árásin hafi átt sér stað. „Ég get staðfest það að lög­ reglumaður hjá okkur er grunaður í þessu máli,“ segir Skúli. Stefáni hefur verið vikið frá störfum. „Náttúrulega bara tímabundið, á meðan málið er til rannsóknar,“ segir Skúli og bætir við aðspurður að hann sé á fullum laun­ um á meðan. Laminn í votta viðurvist Atvik málsins voru nánar tiltekið með þeim hætti, að sögn sjónarvotta, að brotaþoli sat að snæðingi í nefnd­ um söluturni, ásamt kærustu sinni og vini, þegar tveir menn sem brota­ þoli kannaðist við gengu inn. Öll voru þau tiltölulega drukkin, að vini fórnar­ lambsins undanskildum, og höfðu verið að skemmta sér á Keflavík Music Festival. Klukkan var komin vel yfir miðnætti. Mennirnir, sem eru um tvítugt, gáfu sig á tal við þremenn­ ingana. Upphófust þá snörp og hvöss orðaskipti milli brotaþola og annars aðkomumannsins sem endaði með því að sá fyrrnefndi ýtti hinum síðar­ nefnda með flötum lófa. Maðurinn brást ókvæða við, tók upp símann og hringdi í félaga sína og tjáði þeim að hann hafi verið kýldur. Eftir það gengu þau öll út en rifrildið hélt áfram. Stuttu síðar kom vinur aðkomumannanna og öskraði á brotaþola „þú kýlir ekki vin minn!“, réðst á hann og lúskraði á honum ásamt mönnunum tveimur, í votta viðurvist. Skallaður Lögreglan mætti fljótlega á staðinn til að stöðva árásina og hlupu þá tveir árásarmannanna á brott. Þegar lög­ reglan var búinn að taka skýrslu af málsaðilum á staðnum og brotaþoli, vinur hans og kærasta voru að labba að bílnum sínum kom Stefán Freyr Tordersen, sem var á frívakt, rauk að brotaþola og skallaði hann af fullu afli með þeim afleiðingum að hann nef­ brotnaði. Þetta gerði hann nánast fyr­ ir framan lögreglumennina, kollega sína, sem voru komnir á vettvang. Stefán var í kjölfarið tekinn höndum. Óljóst er, hvað vakti fyrir Stefáni, en hann er vinur árásarmannanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Stefán við vinnslu fréttarinnar. Einsdæmi Stefán er sumarafleysingamaður hjá lögreglunni og hóf störf þann 1. júní síðastliðinn. „Hann bara uppfyllti öll skilyrði,“ segir Skúli aðspurður hvers vegna lögregluembættið hafi ákveðið að ráða Stefán til starfa og bætir við: „Við erum með inntökupróf og þess háttar; menn eru skoðaðir.“ Skúli minnist þess ekki að svona atvik hafi komið upp áður. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en tók fram að lögreglan á Suðurnesj­ um væri vanhæf til að rannsaka mál­ ið. „Málið er að fara héðan til ríkissak­ sóknara. Við náttúrlega getum ekki rannsakað þetta mál, eins og gefur að skilja. Ríkissaksóknari úthlutar því svo til annars embættis,“ segir Skúli. Brotaþoli var ennþá að jafna sig þegar blaðamaður náði tali af honum, en vildi alls ekki tjá sig um málið. n Lögreglumaður skallaði mann n Fórnarlambið nefbrotið n Stefáni vikið tímabundið frá störfum Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Stefán Freyr Thordersen Lögreglu­ maðurinn skallaði mann með þeim afleið­ ingum að hann nefbrotnaði. 520 milljóna tjón vegna kals Kostnaður vegna kaltjóns og harðinda í vetur nemur að lágmarki um 520 milljónum króna. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhanns son, sjávarútvegs­, land­ búnaðar­ og umhverfisráðherra, í kvöldfréttum Sjónvarpsins á fimmtudag. Hann sagði óhugs­ andi að bæta allt þetta tjón enda þurfi aðstoð ríkisins að taka mið af stöðu ríkissjóðs. Sagði hann enga fjármuni vera til að bæta tjónið að fullu og landbúskap­ ur væri þannig að stundum áraði vel og stundum illa. „Ríkissjóður mun koma að þessum málum en ég bið þing­ heim að gera sér ljóst að þær aðgerðir allar verða að taka mið af þeirr stöðu ríkissjóðs sem við stöndum nú frammi fyrir auk þess sem aðgerðirnar verða að nýtast sem allra best í framhald­ inu og fela í sér sem mestan heildar ávinning,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars um málið á Al­ þingi á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.