Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Side 29
Þ
egar ný andlit birtast í svína
stíunni þá er okkur hollt að
rifja upp nokkrar sögulegar
staðreyndir. Mér kemur í hug
að minnast á, að það hljómaði einsog
brot úr Dýrabæ, eftir Georg Orwell;
einsog orðræða félaga Napóleons,
þegar ráðherra sagði einhverju sinni
eitthvað á þessa leið: Fyrir 300 millj
ónir í mútufé er allt hægt.
Þetta fagra dæmi er hér gripið úr
lausu lofti til að sýna hina innan
tómu umræðu sem oftar en ekki
ræður ferðinni hér á landi. Og í
framhaldi má spyrja: Hvenær þjón
ar maður manni og hvenær fær
þrælseðlið undirtökin?
Þessu er hér öllu varpað fram svo
mér megi auðnast að skoða lundar
far meðaljónsins í samhengi. En til
hliðsjónar verð ég þó ávallt að hafa
þá innmúruðu staðreynd, að í öllu
sem virkilega getur talist mannbæt
andi hugmyndafræði – hvort sem
hún er af pólitískum, trúarlegum
eða einhverjum öðrum toga – virðist
vera falin leiðsögn um hinn gullna
meðalveg. Jafnvel félagi Napóleon
hlaut að átta sig á þessari staðreynd,
þegar lífinu í svínastíunni var stjórn
að án alls meðalhófs.
Að þjóna peningum eða að vera
þræll þeirra, hlýtur að snúast um
hugarfar, lífssýn og mat okkar á
ýmsum gildum; hvernig við högum
okkur gagnvart dyggðum og því sem
við erum sammála um að geti talist
góð breytni. Og þegar það er skoð
að, vakna ósjálfrátt vangaveltur sem
tengjast spurningu um rétt þeirra
sem lifa hér og nú: Hvaða rétt höf
um við til að nýta allar auðlindir
Jarðarinnar í þágu okkar, án tillits
til þeirra sem á eftir okkur koma?
Höfum við kannski – með aðstoð
græðginnar – náð að hafna þeim
niðurstöðum, sem voru í háveg
um hafðar hér á árum áður? Og þá
er í lagi að rifja upp, að frumbyggj
ar Ameríku sögðu í eina tíð: Við erf
um ekki Jörðina frá feðrum okkar,
við höfum hana að láni frá börnum
okkar.
Endalaus krafa um hagvöxt, án
tillits til afleiðinga, er það sem villtu
drengirnir í nýrri ríkisstjórn hafa að
leiðarljósi. Og þeir eru svo greindir
að þeir eru blindaðir af leiðarljósinu
þar sem þeir ætla að flytja út vaxta
mun og næra heimilin í landinu á
loforðasúpu. Þeir eru blindaðir af
leiðarljósinu á meðan þeir sofa í
svigrúmi og leyfa þjóðinni að fljóta
að feigðarósi fjármálakreppu. Já,
enn og aftur kemur hókuspókus!
Virkjanir, breiðgötur og álver.
Margar nefndir og engar efndir.
Reyndar hlýtur tími skynsem
innar að renna upp fyrr eða síðar.
Það er nefnilega óhjákvæmilegt.
Það sem til þarf, er þjónustulund
og lundin sú arna þarf að draga sér
björg í bú á forsendum nægjusemi
og virðingar fyrir öllu sem við höf
um fengið að láni frá þeim sem enn
hafa ekki fengið að höndla fegurð
heimsins. En við munum ekki rata
veg skynseminnar með því að reyna
að komast hjá því að efna loforð
okkar, með því að reyna að komast
hjá því að greiða lán sem við höf
um tekið í útlöndum. Lausnin mun
aldrei felast í því að eyða um efni
fram, ganga á auðlindir sem eru
einnota. Lausnin mun ekki felast í
því að leita á náðir olíunnar, leyfa
ofbeit, þiggja mútufé álrisa eða láta
mengun ráða för. Sumt er nefnilega
þannig að það tekur þúsundir ára
að safna því en því má eyða á einni
nóttu ef leiðarljósið blindar menn;
ef menn rata ekki hinn gullna með
alveg á milli þrælseðlis og þjónustu
lundar.
„Öll dýr eru jöfn. En sum dýr eru
jafnari en önnur.“
Er fellur þjóð í forarsvað
með falsi aumra svína
þá virðist rétt að virkja það
sem visku lætur skína.
Illa haldinn af
vúdúhagfræði
Hommar eru
skemmtilegir
Leoncie; farðu
að þegja
Árni Páll harðorður í garð Bjarna Benediktssonar. – AlþingiJón Gnarr til rússneska þingsins. – FacebookBubbi orðinn þreyttur á ásökunum Leoncie. – Pressan
„Yfirlýsing forsetans
er því í meira lagi sér-
kennileg
Hvorki geta né vilji?
Spurningin
„Það er grimmd gagnvart
dýrum.“
Haukur Emil Kaaber
30 ára tónlistarmaður
„Ég styð hanaat heilshugar.“
Renault
34 ára starfsmaður í raforkuveri
„Það er ferlega grimmilegt.“
Oho
33 ára markaðsfræðingur
„Mér líst ekki vel á það.“
Sigrún Tinna Sigurbjargardóttir
16 ára nemi
„Jeminn. Ég er miklu hrifnari af
símaati.“
Arnór Gunnar Gunnarsson
19 ára nemi
Hver er þín skoðun
á hanaati?
Þjónustulund eða þrælseðli
Þ
að hlýtur að teljast merkilegt að
á sama tíma og forseti lýðveld
isins síðastliðinn 17 ár, segir
okkur í setningarræðu Alþing
is að Evrópusambandið virðist hvorki
hafa getu né vilja til þess að semja við
Ísland á næstu árum, þá er einmitt
þetta sama Evrópusamband nýbúið að
semja um aðild við Króatíu. Land sem
er 13 sinnum fjölmennara en Ísland.
Þeir samningar fóru fram á sama tíma
og Evrópa og ESB gengu í gegnum
mjög erfiða tíma og gera enn, ásamt
fjölda annarra ríkja heimsins. Þetta
gerist að sjálfsögðu í kjölfar þeirra
kreppu sem skall á heimsbyggðinni
árið 2008.
ESB gat samið við Króatíu!
Samningarnir við Króatíu voru þó
ekki án hindrana, meðal annars vegna
deilna um landsvæði við grannríkið
Slóveníu. En það tókst að semja og ná
niðurstöðu um það mál. Saga samn
ingaviðræðna ESB við aðildarríki er
nefnilega þannig að ekki er skrifað
undir samning nema búið sé að ganga
frá öllum vandamálum og hindrunum,
til dæmis í formi sérlausna, sem vænt
anlegt aðildarríki sættir sig við eða ESB
gengur að. Það eru nefnilega tveir aðil
ar við samningaborðið.
Það er greinilegt að ESB hafði bæði
getu og vilja til þess að klára samn
ingana við Króatíu, sem verður 28.
aðildar ríki ESB. Eftir yfirlýsingar for
setans hefur Brussel staðfest að ESB
hefur sama vilja og áður til þess að
semja við Ísland. Yfirlýsing forsetans er
því í meira lagi sérkennileg.
Útlitið á ESB?
Annað sem gjarnan er sagt um þessar
mundir og kemur aðallega úr munni
nýs forsætisráðherra er að „enginn
viti hvernig Evrópusambandið muni
líta út“. Þetta eru önnur sérkennileg
rök fyrir að hætta viðræðum við sam
bandið. Á móti mætti spyrja hvort
menn hafi vitað hvernig ESB myndi
líta út þegar átta lönd fyrrum Aust
urEvrópu höfðu sótt um aðild (í kjöl
farið hruns kommúnismans) ásamt
Möltu og Kýpur? Öll þessi lönd, tíu að
tölu gengu í sambandið árið 2004 og
svo bættust Rúmenía og Búlgaría við
árið 2007. Er ekki eðlilegt að álykta að
menn hafi gjörsamlega verið eins og
risastórt spurningamerki í sambandi
við „útlitið“ á ESB eftir þessa fjölgun
aðildarríkja? Þetta er mjög léttvæg rök
semdarfærsla sem notuð er til þess að
gera ESB tortryggilegt.
Hvernig mun Ísland líta út?
Ef til vill er mun eðlilegra að spyrja í
framhaldi af yfirlýsingum forsætis
ráðherra: Hvernig mun Ísland líta út á
næstu árum? Verða áfram gjaldeyris
höft sem hneppa efnahagslífið í eins
konar vistarband? Verður áfram verð
trygging, verðbólga, óstöðugleiki? Mun
álverum fjölga? Verður virkjað meira?
Verða umhverfismálin skúffumál? Það
er alls ekki ólíklegt að allt þetta verði
sú framtíð sem blasir við Íslendingum
á næstu misserum.
Nýr utanríkisráðherra sagði
skömmu eftir að ný stjórn tók við
að nú væri tími til kominn að líta í
raun til allra átta nema suðurs. Þetta
skilst þannig að nú væri Evrópa út úr
myndinni. Þangað sem 70–80 prósent
af útflutningi okkar fara og þar sem
okkar traustustu markaðir eru. Þetta
eru „áhugaverð“ skilaboð til samstarfs
ríkja okkar í Evrópu.
Vinnandi menn Hér eru málarar í óða önn að setja merkingar á Gallerí I8 í Tryggvagötu. Þar verða verk eftir Ólaf Elíasson sýnd fram eftir sumri.
Mynd Sigtryggur Ari
Myndin
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Kjallari
Gunnar Hólmsteinn
Ársælsson
stjórnmálafræðingur
Umræða 29Helgarblað 14.–18. júní 2013
1 „Hvar getur maður fengið endurgreitt út af þessum
þvílíka skandal?“
Tónlistarmenn flúðu Keflavík Music
Festival en skipulagi hátíðarinnar
sem fór fram síðastliðna helgi virtist
verulega ábótavant.
2 „Farið til fjandans. Ykkur skortir sómakennd.“
Rithöfundurinn Haukur Már Helgason
viðurkenndi á vefsíðu sinni að hafa
beitt kynferðisofbeldi fyrir ári síðan.
3 „Ég hef brennandi áhuga á að láta alla vita hversu rotin og
lygin þú ert.“
LeAnn Rimes deilir við Brandi Glanville, en
hún er fyrrverandi eiginkona Eddie Cibrian,
sem er núverandi eiginmaður LeAnn.
4 Andlát Hemma: Fóstran fékk fyrirboða
Unnur Hjörleifsdóttir segir hafa haft
það á tilfinningunni frá því í vor að brátt
myndi draga til tíðinda.
5 Ólöf fékk skammarbréf frá nágrönnum
Ólöf Nordal vekur gremju nágranna
sinna í Genf.
6 900 milljóna arðgreiðslur á fjórum árum
Arðgreiðslur út úr upplýsingafyrirtæk-
inu Já til hluthafa fyrirtækisins.
Mest lesið á DV.is