Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 33
sat þar einn og grét Viðtal 33Helgarblað 14.–18. júní 2013 stuðningi sem ég fann fyrir eftir við­ talið og halda áfram. Innst inni var það auðvitað það sem ég vildi.“ Forréttindi að fólk geri væntingar til manns Mikils hefur ávallt verið vænst af Bjarna. Hann tók við formennsku í allsherjarnefnd Alþingis þegar hann settist á þing og þótti sinna því starfi af mikilli festu. Í nærmynd sem birt var í DV þegar hann var formaður allsherjarnefndar hrósuðu pólitísk­ ir andstæðingar honum í hástert fyr­ ir lipurð í mannlegum samskiptum og góða verkstjórn. Þá voru mikl­ ar væntingar gerðar til hans þegar hann tók við formennsku í Sjálf­ stæðisflokknum fyrir fjórum árum. Í dag horfa margir til hans og vona að honum ásamt öðrum í ríkisstjórn auðnist að bæta hag lands og þjóð­ ar. En finnst honum erfitt að standa undir þessum væntingum? „Hvað manni finnst erfitt get­ ur verið spurning um hugarástand og það eru forréttindi að fólk skuli hafa væntingar til manns. Það bend­ ir til þess að það sem maður er að gera hafi mikilvægan tilgang. Ein af betri bókum sem ég hef lesið um ævina hefst á þessari setningu: Líf­ ið er erfitt. Um leið og þú ert búinn að sætta þig við það verður lífið ekki erfitt, því það verður hluti af tilver­ unni og hættir að skipta máli. Hugar­ far skiptir sköpum. Það á við bæði í einkalífi og í starfi. Það er hægt að mikla hlutina fyrir sér og taka þá inn á sig. Ég reyni að tileinka mér já­ kvætt og uppbyggilegt hugarfar og virkilega vinn í því reglulega. Ég er ekki að segja að mér þyki allir hlutir auðveldir en ég bið ekki sérstaklega um að allt sé auðvelt. Þegar ég glími við eitthvert þungt mál og finn að ég er að þreytast, hugsa ég um þá sem hafa glímt við miklu þyngri og erfið­ ari mál og komist í gegnum það. Skyndilega er mitt mál orðið lítið og viðráðanlegt borið saman við önnur sem hafa verið leyst farsællega áður. Ég hef engar væntingar um að allt sem ég fæst við leysist af sjálfu sér. Sá sem hugsar þannig verður fyrir stanslausum vonbrigðum.“ Gaman að leggja hart að mér. „Ég sækist eftir áskorunum. Þegar ég horfi til baka sé ég að ég hef haft til­ hneigingu að setja mér háleit mark­ mið. Ég hef kannski ekki verið sér­ staklega meðvitaður um það. Ég mikla það ekkert sérstaklega fyr­ ir mér að takast á við áskoranir. Ég hef líka alltaf verið rólegur yfir því að mér gæti mistekist og það er ekkert stórmál. Það væri enginn heimsendir fyrir mig þótt eitthvað af því sem ég hef sóst eftir að fá um­ boð til að gera hefði ekki gengið eftir. Lífið heldur áfram. Það opnast ein­ hverjar aðrar dyr þegar einar lokast. Þannig hefur það alltaf verið. Í einkalífinu hefur stærsta áskor­ unin verið að standa sig sem fjöl­ skyldufaðir gagnvart fjórum börn­ um og konu. Að vera góð fyrirmynd og góður uppalandi. Ef ég horfi á starfsferil minn, var síðasti vetur klárlega stærsta áskorunin. Flokk­ urinn sem ég hafði leitt undanfar­ in fjögur ár með að minnsta kosti þriðjungs stuðningi landsmanna var farinn að mælast með undir 20 prósenta fylgi í skoðanakönnunum og innan við mánuður til kosninga. Að bregðast við því er án vafa mín stærsta áskorun í starfi. Ég hef kannski of ríka til­ „Mig langaði ekki til að gefast upp m y n d ir k a r l p eter ss o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.