Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Qupperneq 36
36 Viðtal 14.–18. júní 2013 Helgarblað
Þ
orleifur Örn Arnarsson leik
stjóri og Flóki stjúpson
ur hans ganga við gömlu
bryggjuna í miðbænum.
Flóki er með hjólabrettið sitt
undir hendinni í grárri hettupeysu
og í appelsínugulum strigaskóm.
Stór augun skima blíðlega undir
grárri hettunni. Þorleifur er kank
vís á svip og þeir félagar eru báðir
léttir í spori. Sá stutti er líklega glað
ur með það að sólin sé að glenna
sig. Loksins er hægt að renna sér á
brettinu. Sá hærri gæti verið létt
stígur af ýmsum ástæðum. Ein gæti
verið sú að leikstjórnarverk hans,
Englar alheimsins hlaut 9 tilnefn
ingar til Grímunnar. Hann veit það
ekki einmitt þarna þar sem hann
kemur á fund blaðamanns, en hann
rakar til sín þremur verðlaunum á
uppskeruhátíð sviðslistanna seinna
um kvöldið. Meðal annars fyrir leik
rit ársins.
Meiri eftirspurn en framboð
eftir snillingum
Flóki fær heitt kakó með rjóma á
meðan Þorleifur ræðir við blaða
mann. Flóki er átta ára sonur kær
ustu Þorleifs, myndlistarkonunnar
Önnu Rúnar Tryggvadóttur.
Kakóið finnst Flóka of heitt svo
hann bregður sér bara út með boll
ann og stendur dágóða stund fyrir
utan gluggann og fær sér smá sopa
við og við.
„Hann fór út að kæla kakóið,“ seg
ir Þorleifur og hlær dátt.
Hann kippir sér lítið upp við til
nefningarnar. „Ég met það sjálfur
hvað ég geri vel og hvað ég geri ekki
vel. Ég vissi það áður en það komu
tilnefningar að þetta væri sterk og
falleg sýning. Það er hinn endan
legi mælikvarði, hvað maður sjálfur
sér. Ég veit um verk sem ég hef ekki
gert vel. Á Íslandi er miklu meiri eft
irspurn en framboð af snillingum. Á
Íslandi er fólki oft gert hærra undir
höfði en tilefni er til.
Það er ofsalega auðvelt að falla
í þá gryfju að tilnefningar og viður
kenningar séu einhver mælikvarði.“
Fær sterk viðbrögð
Þorleifur hefur á skömmum tíma náð
árangri og athygli sem leikstjóri er
lendis og þá sérstaklega í Þýskalandi.
Hann nam við hinn virta leikhús
skóla Ernst Busch í Berlín og útskrif
aðist þaðan 2008 og síðan þá hefur
hann sett upp sýningar í þýskumæl
andi löndum með góðum árangri.
Uppfærsla hans á Pétri Gaut í Luzern
í Sviss hlaut feikigóðar viðtökur og
það gerði líka síðasta uppfærsla hans
á Guðdómlega gleðileiknum í Berlín.
Þrátt fyrir velgengnina er hann ekki
vanur þvílíkri athygli og hann hefur
fengið hér heima.
„Ég geri eina sýningu og hún er
hafin upp til skýjanna. Hún á það
alveg skilið. Ég hef fengið símtöl frá
fólki alls staðar að úr geðheilbrigðis
geiranum. Þeim sem þjást af geð
röskunum jafnt og aðstandendum
sem lýsa sterkum og miklum hug
hrifum. Ég held það sé helst vegna
þess að við höfum ekki farið í að fegra
veikindin. Stundum eru þau æðisleg
og stundum eru þau hræðileg. Oftar
en ekki er það þannig að þeim mun
æðislegri sem þau eru fyrir þann
veika því erfiðari eru veikindin fyr
ir aðstandendur. Sem gerir þetta svo
ofboðslega erfitt allt saman.“
Í fangi pabba
Flóki bregður sér inn fyrir. Kakósop
inn búinn að ná mátulegu hitastigi.
Hann sest í sófann og hallar sér upp
að Þorleifi sem rifjar upp minningar
úr æsku. Foreldrar Þorleifs eru þjóð
þekkt athafnafólk úr leikhúsinu. Þór
hildur Þorleifsdóttir leikstjóri og
Arnar Jónsson leikari og hann fékk
snemma að taka þátt í umræðum
hinna fullorðnu.
„Ég er alinn upp við það að ég
mátti vaka lengur og vera með í um
ræðum. Ég mátti ekki vaka lengur og
fíflast. En ef ég vildi taka þátt þá mátti
ég vera. Pabbi var alltaf í ullarpeysu
með leðurbótum á olnbogunum. Þá
reykti hann pípu. Ég átti það til að
fela mig á bak við stól og skríða svo
upp í fangið á honum. Ég man enn
eftir lyktinni, blöndu af tóbaki og ull
og gestum á heimilinu sem voru oft
mikið andans fólk. Ég man helst eft
ir Böðvari Guðmundssyni skáldi og
Þórarni barnalækni að ræða málin til
hins ýtrasta.
Þess vegna á ég oft erfitt með nú
tíma fjölmiðlakúltúr sem byggir á
fyrirsögnum. Manneskjan er bara
svo magnþrungin og merkilegt fyrir
bæri að það er ekki hægt að ná utan
um hana í fyrirsögn og fjórum setn
ingum.
Mig langar að ala börnin mín upp
svona. Þess vegna mátt þú oft sitja
frammi lengi þegar fólk er í heim
sókn,“ segir Þorleifur við Flóka sem
kinkar kolli til staðfestingar.
Þessi strákur á ekkert „breik“ ann
að en að vera í listum, segir Þorleifur
og hlær. Öll fjölskyldan starfar að list
um og bæði móðir hans og faðir eru
myndlistarmenn. Hann bætir svo
snögg lega við. Og á hjólabrettum,
það er aðal! Svipurinn á Flóka léttist
töluvert við þetta og hann grípur um
endann á hjólabrettinu.
Átti ekki séns
Þorleifur átti varla séns á öðru lífi.
Þegar aðrir krakkar fóru heim eft
ir skóla lá leið hans niður í leikhús.
Þar varði hann tímanum og eign
aðist minningar sem fylgja honum
í starfi.
„Það er stundum ógnvænlegt að
hugsa til þess að ég leiddi varla hug
ann að því að gera nokkuð annað
en að starfa í leikhúsi. Það skilja all
ir sem eru með leiklistarbakteríuna
í blóðinu. Ég er ansi hræddur um
það að sé maður einu sinni smitað
ur af þeirri bakteríu, þá verði maður
aldrei læknaður. Svona eins og mig
er farið að gruna um þetta kvef sem
ég er með,“ segir hann og hóstar.
Leikhúsið er töfrastaður, einn
af þeim síðustu í heiminum finnst
mér. Aðferðir mínar í leikhúsinu
má líklega rekja að einhverju leyti
til æskunnar. Ég er meðvitaður um
leikhúsið sem blekkingarleik, þang
að sem við förum samt til að upplifa
sannar tilfinningar.
Ég á sterka minningu um að
horfa á pabba deyja á sviðinu. Ég
hágrét. Ég vissi samt auðvitað að
dauði hans væri ekki raunveruleg
ur en tilfinningalega upplifunin var
sterk og raunveruleg. Þetta hefur
fylgt mér. Það er nýlega sem ég átt
aði mig á því.“
Eins og Smugusjómaður
Þorleifur segist stundum vera eins
og Smugusjómaður. Hann hefur átt
velgengni að fagna utan landstein
ana og verið á faraldsfæti. Á með
an bíður fjölskyldan heima í Norð
urmýrinni.
„Þeir sem fara í listirnar og þekkja
það ekki áður eru að díla við allt aðra
hluti en ég í dag. Það er algjörlega
eðlilegt fyrir mér að fjölskylduryþm
inn sé skringilegur. Ég hef til að
mynda þurft að dvelja langtímum
frá heimilinu sem mér finnst leiðin
legt. Stundum er ég svolítið eins og
Smugusjómaður.“ segir Þorleifur.
Svo kemur hann heim á milli. Þú ert
nú búinn að vera heima í vetur,“ segir
Flóki. „Já, það er rétt og mikið hefur
það verið ljúft,“ segir Þorleifur með
bros á vör.
Kýldi skólastjórann í andlitið
Leið Þorleifs Arnarssonar leikstjóra
í leikhúsið lá úr sársauka sem hófst
strax með niðurbroti á barnsárum.
Hann var rekinn úr skóla aðeins 10
ára gamall þegar hann kýldi skóla
stjórann beint í andlitið.
„Ég byrjaði skólagönguna hjá
Herdísi Þorvalds í skóla Ísaks Jóns
sonar og það var yndislegt. Ég hitti
hana einmitt á frumsýningu Engla
alheimsins og það voru fagnaðar
fundir. Svo fór ég í Austurbæjarskóla
og það gekk ekki vel. Ég var þrjóskur
Leið Þorleifs Arnar Arnarssonar leikstjóra í leikhúsið lá úr sársauka. Hann var
hvers manns hugljúfi sem barn en var rekinn úr skóla aðeins 10 ára gamall þegar
hann kýldi skólastjórann beint í andlitið. Á unglingsárunum deyfði hann sárs-
aukann með víni og dópi og hann var aðeins tvítugur þegar hann sótti sér að-
stoð við fíknivanda. Batinn er grundvöllurinn að allri hans listsköpun. Kristjana
Guðbrandsdóttir ræddi við Þorleif um lífið og uppvöxtinn í leikhúsinu. Með í för
var átta ára stjúpsonur hans, Flóki, og úr urðu hinar skemmtilegustu rökræður.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
Hætti að
drekka og
byrjaði
að lifa
„Ég á sterka minn-
ingu um að horfa á
pabba deyja á sviðinu. Ég
hágrét.
Góðir félagar Þorleifur vill gefa börnum
sínum það góða atlæti sem hann sjálfur
bjó að í æsku. Hann fékk að vaka fram á
nætur ef hann vildi taka þátt í rökræðum
fullorðna fólksins. Það fær hann Flóki líka,
stjúpsonur Þorleifs. Myndir SiGtryGGur ari