Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Qupperneq 37
og erfiður og í stríði við skólakerfið.
Ég skildi aldrei af hverju það var ver
ið að troða í mig þekkingu sem ég
hafði ekki áhuga á og þröngva að mér
einhverju sem mér var ekki eðlis
lægt. Svo ég barðist á móti því og fyrir
því að vera ég sjálfur.
Af hverju sitja börn allan daginn í
skólum? Það er bara algjörlega galið.
Enn þann dag í dag skil ég ekki í þeim
páfagaukalærdómi. Ég hef reyndar
alltaf haft meiri skoðanir en greind,“
segir hann og hlær.
Flóki leggur sitt til málsins og seg
ir frá því að hann sé í skóla þar sem
hann þurfi ekki endilega að sitja við
borð. „Maður má vera uppi á borði
eða á niðri í gólfi.
En einu sinni var ég í skóla í
Frakklandi og þá fannst mér lífið
bara vera búið,“ segir hann og rang
hvolfir augunum. „Já, þá vorum við í
Montreuil í Frakklandi,“ útskýrir Þor
leifur. Hann kom heim einn daginn
úr skólanum og tilkynnti okkur Önnu
þetta.
Hvernig fólk dettur í hug að hafa
skóla þannig gerða að börnum líði
illa í þeim? „Já, eins og þrælabúðir,“
segir Flóki.
„Það þarf að skapa börnum líf
vænlegt umhverfi án þess að draga
úr kröfum, það finnst mér ganga
fyllilega upp í skólanum hans Flóka
sem er rekinn eftir Hjallastefnunni.
Skólagangan er skemmtilegri og auð
veldari, bæði fyrir börn og kennara
því þeir þurfa ekki að vera að þrýsta
á þau að fara gegn eðli sínu.
Sumir kennarar voru ágætur en
svo lenti ég á öðrum sem voru erfið
ir. Svo endaði þetta stríð á því að mér
var vísað úr skóla 10 ára. Þá kýldi ég
skólastjórann. Hann kom að okkur í
slagsmálum og ég sneri mér við og
kýldi hann beint í andlitið.“
Amma rosalega
Flóki rekur samstundis upp stór
augu. Þetta er í fyrsta sinn sem hann
heyrir þessa mögnuðu sögu. Þorleif
ur horfir glettnislega til hans, veit að
Flóki á ekki eftir að lenda í samskon
ar vandræðum.
„Ég var óalandi og óferjandi, og
var alltaf í slagsmálum. Ég hefði ör
ugglega verið skilgreindur með eitt
hvað í dag og væri líklegast enn að
bryðja lyf ef nútíminn hefði verið
þá. Þetta var sambland af einhverri
óværu og sársauka innra með mér
sem hitti svo á vont umhverfi. Mér er
sumsé vikið úr skóla við þetta atvik
og ég klára þann vetur hjá yndislegri
kennslukonu sem var komin á eftir
laun og tók mig að sér.
Mamma hafi komið því þannig
fyrir. Þegar hún ætlar sér eitthvað, já
þá gerir hún það og hún studdi mig í
þessu stríði mínu og það var gott að
finna það.
Flóki kinkar kolli. „Amma er rosa
leg,“ segir hann. „Já, hún er stór mann
eskja. Ef mamma er með þér í liði eru
allir með þér í liði. Hún skildi svo vel
óréttlætið. Hún fann þessa konu og
ég fékk að taka próf og tók bestu próf
sem ég hafði tekið í grunnskóla. Ég
fékk bara kleinu og kakó og frið og þá
gekk allt vel.“
Verndarengill í Álftamýrarskóla
Það var ekki hægt að klára grunn
skólann yfir kakó og kleinu. Því mið
ur. Því fór Þórhildur, móðir Þorleifs
á stúfana og kom honum og systkin
um hans í Álftamýrarskóla. Þorleif
ur var mölbrotinn og sjálfsvirðingin
í rúst en varð heppinn. Umsjónar
kennari hans, Linda Rós Mikaelsdótt
ir, tók hann undir sinn verndarvæng
og horfði fram hjá brotunum og inn í
hæfileikana.
„Linda Rós kenndi mér alveg of
boðslega margt. Hvað það getur þýtt
fyrir manneskju sem er brotin inni í
sér að einhver horfi fram hjá því og
horfi inn í hæfileikana.
Það er ofboðslega auðvelt að sjá
vandræðagemling þar sem kannski
liggja einhverjir hæfileikar. Hún
hélt uppi aga en maður upplifði
það þannig að það væri manni fyr
ir bestu. Á sama tíma fékk maður að
skynja að hún mat mann sem mann
eskju. Ég efast um að ég hefði komist
í gegnum gaggó ef hennar hefði ekki
notið við.
Ef manni er vikið úr skóla þá ligg
ur auðvitað eitthvað að baki. Mamma
og pabbi stóðu mér að baki eins og
klettar. Ég skil þetta betur þegar ég
á börn sjálfur. Það fá allir eitthvað
að kljást við. Það eina sem foreldrar
geta gert er að skapa þeim umhverfi
þar sem þau búa við tilfinningalegt
öryggi og seinna þurfa þau alltaf að
glíma við djöfla sína sjálf.
Ég tók við þessum þegar hann
var fjögurra ára, segir Þorleifur og
tekur utan um axlir Flóka. „Það
var góð reynsla og eftir að bróð
ir hans fæddist hefur virðing mín
fyrir foreldrum aukist. Með hverri
andvökunóttinni. Ég held að það sé
hverjum manni hollt að eignast
Viðtal 37Helgarblað 14.–18. júní 2013
Í
fjölskyldunni eru oft sagðar sögur
af Þorleifi sem var alltaf að týnast.
Þegar hann var þriggja ára gam
all steig hann upp í strætisvagn og
fór í ferðalag upp í Breiðholt og sneri
klukkustundum seinna til baka. Eitt
sinn gleymdist hann í Keflavík en
fannst í flugturninum þar sem hann
sat og drakk súkkulaði og í annað
sinn sat hann með kokkinum í eld
húsinu á ferjunni Baldri meðan fjöl
skyldan leitaði hans og farið var að
ýja að því að það þyrfti að slægja
höfn ina.
Hann var duglegur að týnast.
Þetta Keflavíkurævintýri var þannig
að systir Þórhildar var að flytja heim
frá Noregi með manni og börn. Það
var farið á mörgum bílum að sækja
fjölskylduna og svo brunað heim á
Grenimelinn til afa og ömmu í kjöt
súpu. Fólk skipaði sér í bílana og ég
er í fyrsta bílnum og verð stóreygðari
og stóreygðari þegar Þorleifur kem
ur ekki úr neinum bíl og enginn
kannast við að hafa tekið hann með.
Hann varð eftir í Keflavík. Ég held ég
hafi aldrei verið fljótari til Keflavíkur.
Ég fékk lánaðan Chevrolet Malibu
bílinn hans afa og ég var svona tutt
ugu mínútur suður eftir. Þá var hann
náttúrulega bara í besta yfirlæti uppi
í flugturni að drekka súkkulaði og
maula eitthvað og skemmta þeim.
Hann var þannig til dæmis að ef
maður fór með hann í sundlaugarn
ar þá var hann á eftir kominn með
fangið fullt af ávöxtum og sælgæti.
Hann var alltaf að ræða við gamla
fólkið í heitu pottunum og var svo
elskulegur að honum voru færðar
gjafir.
Það eru margar sögur til af hon
um. Á sautjánda júní erum við með
hann í bænum og erum að spjalla
við fólk í Lækjargötu. Við lítum við
og þá er enginn Þorleifur. Þá er hann
bara kominn upp í strætó og strætó
farinn upp í Breiðholt. Við erum í
skelfingu dágóða stund að leita að
honum þegar hann er skyndilega
kominn til baka. Sallarólegur. Hann
var pínulítill, þriggja eða fjögurra
ára gamall og spurði okkur hvaða
æsingur þetta væri. Hann þekkti vel
leiðina til baka.
Þótt hann hafi alltaf verið að
týn ast þá var áttavitinn nefnilega í
lagi. Hann rataði mjög auðveldlega.
Hann getur farið í neðanjarðarlestir
úti og alltaf vitað hvert hann var að
fara. Þetta er bara innbyggt. n
n Arnar Jónsson um son sinn
„Ég hélt áfram og áfram í neyslu
og keyrslan var rosaleg. Ég var
á sturluðum flótta frá sjálfum mér. Þriggja ára
einn í strætó