Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Side 47
Lífsstíll 47Helgarblað 14.–18. júní 2013 Heilnæm útihátíð n Í faðmi fallegra fjalla og miðnætursólar J ógahátíð verður haldin á sumar­ sólstöðum dagana 19.–23. júní 2013 að Lýsuhóli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar gefst áhugafólki um jóga gefst tækifæri til að stunda jóga saman úti í náttúrunni og njóta samveru á björtustu dögum ársins. Á dagskrá verður jóga, kvölds og morgna, hugleiðsla og slökun und­ ir öruggri leiðsögn reyndustu jóga­ kennara Íslands. Meðal kennara verða Auður Bjarnadóttir sem margir landsmenn þekkja sem ball­ erínu en á sínum yngri árum var hún prímaballerína og sneri sér að jóga í lok ferilsins. Með henni verða; Guðrún Darshan og Íris Eiríks­ dóttir. Að auki verður boðið upp á gönguferðir í nágrenninu, miðnæt­ urgöngu á Snæfellsjökul, sjósund og listasmiðju fyrir börn. Allt fæði á hátíðinni er lífrænn grænmetis­ matur sem framreiddur verður af listakokkum. Jógahátíðin er sögð fyr­ ir alla fjölskylduna þar sem allir dag­ skrárliðir miða að því að leggja rækt við sjálfan sig og aðra í faðmi fallegra fjalla og miðnætursólar. Nánari upp­ lýsingar má sjá á síðunni www.sum­ arsolstodur.123.is. n vera að þessu til fjögur eða sex á morgnana, bara skil ég ekki. Þetta er eins og erilsamur vinnudagur. Heilsan í fyrirrúmi Kolla er í góðu formi og hugsar vel um líkama sinn og heilsu, en hún starfar sem móttökustjóri í Baðhúsinu. Hún segir það vera misskilning að kon­ ur þurfi að hanga öllum stundum á hlaupabrettinu til þess að koma sér í form. Lyftingar eru málið að hennar mati. „Ég er á þeirri skoðun að allir eigi að hugsa vel um heilsuna, en ég er á móti öfgum. Það er nauðsynlegt fyrir konur að lyfta lóðum ef þær vilja halda sér í formi. Beinþynning er sjúkdómur sem enginn vill fá, en með því að lyfta reglulega, til dæmis þrisvar sinnum í viku, þá styrkir maður vöðva og bein og ekki skemmir það fyrir að maður lítur betur út. Ég nota líkamsskrúbb í hverri viku og passa að næra húðina vel með góðum olíum og fara reglu­ lega í nudd. Ég elska allan venjulegan heimilismat eins og fisk með smjöri og rúgbrauð. Ef maður borðar það sem manni þykir best, í hófi, hreyfir sig reglulega og hlær mörgum sinn­ um á hverjum degi, þá líður manni vel og lítur út samkvæmt því,“ segir þessi hressa og jákvæða kona að lokum. n Við þorðum að borða „Ef þig langar að bjóða mér út, stattu þá upp og gerðu eitthvað í þessu. Jóga í náttúrunni Jógahátíð að Lýsuhóli er líklegast heilnæmasta útihátíð landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.