Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Qupperneq 48
48 Lífsstíll 14.–18. júní 2013 Helgarblað Þ ann 31. maí opnaði ísbúð- in Valdís í gamalli verbúð á Grandagarði. Í Valdísi er boðið upp á ferskan ís á hverjum degi en alls eru 14 ístegundir í borðinu hverju sinni sem og einn eða tveir sorbet-ísar. Þar að auki er hægt að fá ís úr vél. Það er eigandi ísbúðarinnar, Gylfi Þór Valdi- marsson, sem útbýr allan ísinn frá grunni auk þess sem hann bakar ný vöffluform á hverjum degi. Ísinn er aðeins gerður úr íslensku hráefni og í sorbet-ísinn, sem er án allra dýra- afurða, er notast við ferska ávexti. Lærði ísgerð í New York Gylfi Þór Valdimarsson er kokkur að mennt og hefur starfað sem slíkur í 20 ár. Hann var búsettur í Danmörku um tólf ára skeið en flutti til Íslands í ágúst síðast liðnum. Hann segir hugmyndina að ísbúðinni hafa kitl- að sig í þrjú ár en fyrir um ári síðan hafi hann loks sett niður á blað þær hugmyndir sem hann hafði. „Hug- myndin var að vera með fersk lagað- an ís á hverjum degi og að vera með sýnilegt eldhús þannig að fólk fái að upplifa stemninguna í kringum ís- inn,“ segir Gylfi glaður í bragði. Upphaflega var ætlunin að opna veitingastað í Keflavík ásamt nokkrum félögum, en þeir fengu hvergi húsnæði. „Ég var orðinn dá- lítið þreyttur á þessu, þannig að þegar ég vaknaði einn morguninn hugsaði ég: Jæja, nú læt ég drauminn minn bara verða að veruleika,“ segir Gylfi. Í kjölfarið skellti hann sér vestur um haf og nam ísgerð í New York. Þetta var í október í síðast liðnum, en að- eins fjórum mánuðum síðar var Gylfi kominn með lykla að gamalli verbúð úti á Granda. Alltaf nóg af bílastæðum Húsnæðið var valið að stórum hluta vegna gríðarlegs fjölda bílastæða. Gylfi segir Íslendinga fræga fyrir að fara og kaupa sér ís í hvaða veðri sem er og því sé mikilvægt að hafa nóg af bílastæðum. „Fólk vill ekki labba meira en það þarf, það vill geta lagt bílunum fyr- ir framan búðina og við erum ör- ugglega með svona 120 bílastæði hérna eftir kl. 17 á daginn,“ segir Gylfi og bætir við að húsnæðið sé mjög skemmtilegt en að gera hafi þurft miklar breytingar á því. Skipta þurfti um pípu- og raflagnir sem og inn- rétta allt. „Ég smíðaði þetta allt sjálf- ur. Byrjaði að vinna í húsnæðinu 1. febrúar og var bara á haus þar til við opnuðum 31. maí.“ Gylfi var launalaus þá fjóra mánuði sem það tók að gera upp húsnæðið og afla tilskilinna leyfa. Hann segir ferlið hafa verið erfitt og að þau leyfi sem þurfti að fá hafi virst endalaus. „Þær hafa verið margar næturnar þar sem mig lang- aði bara til að liggja í fósturstell- ingunni. Ég hugsaði að þetta ætti ekkert eftir að ganga upp. En þetta snýst náttúrlega bara um að láta drauminn rætast og hafa trú á því sem maður er að gera.“ Leitar að nema Gylfi segir viðtökurnar hafa farið fram úr hans björtustu vonum. Ís- búðin hafi verið hugsuð sem eins konar „hobbí“ og að hann hafi gert ráð fyrir að mæta kl. 8 í vinnuna og fara heim kl. 16. Vinnudagarnir hafa þó verið ögn lengri en svo. „Ég er að vinna frá svona sjö á morgnana til tíu á kvöldin,“ segir hann og bætir við að hann leiti nú að nema sem muni koma til með að aðstoða hann við ís- gerðina. Viðkomandi þurfi að hafa ástríðu fyrir ís enda geti Gylfi ekki ráðið hvern sem er. „Þetta er ekki eins og að opna hamborgarastað þar sem maður ræður bara eitthvert fólk til að steikja hamborgarana. Maður verður að fara alla leið og hafa ástríðu fyrir því sem maður er að gera.“ Búðin átti upphaflega að heita Landís en þar sem Landsbankinn vildi ekki veita Gylfa fé til verkefnis- ins leitaði hann til föður síns. Nafnið Valdís varð því fyrir valinu, eftir Valdimari Þorgeirssyni, föður Gylfa. „Ég hefði ekki getað þetta nema hann hefði lánað mér og aðstoðað mig við að koma þessu af stað,“ segir Gylfi. „Ég var með einn þriðja og hann kom með tvo þriðju á móti mér.“ Gylfi er afar ánægður með nafnið og segir það bjóða upp á ýmsa möguleika. „Við ætlum að vera með „dag Val- dísar“ og þegar Valdís á afmæli þá eru þær stelpur á Íslandi sem heita Valdís velkomnar að koma inn og fá sér afmælisís í boði hússins.“ Draumurinn rættist Það mætti því segja að draumurinn hafi ræst? „Hann gerði það, held- ur betur,“ svarar Gylfi léttur í bragði. Hann segir allt ferlið hafa verið mikið ævintýri en jafnframt mikið stress. „Í fyrsta lagi hafði ég aldrei unnið í ís- búð áður og í öðru lagi vissi maður ekkert hvernig viðtökurnar yrðu. Ís- lendingar eru nefnilega dálítið fer- kantaðir og hræddir við nýja hluti.“ Viðtökurnar hafa þó verið þess eðlis að Gylfi hefur fulla ástæðu til að vera bjartsýnn. „Þetta er örugg- lega komið til að vera,“ segir hann að lokum áður en hann snýr sér aftur að einni af bragðtegundum kvölds- ins, sem að þessu sinni er Ferrero Rocher. n Ný ísbúð í gamalli verbúð n Gísli Þór Valdimarsson lét draum sinn rætast n Býr til ís frá grunni Ferskt hráefni Gylfi útbýr ananassorbet úr ferskum ananas. Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Nýbökuð vöffluform Gylfi bakar ný vöffluform á hverjum degi. 1. Kræklingur Fullur af B-12 vítamíni, seleni, joði, próteini og sínki en hita- einingasnauður og fitulítill. Joð, selen og sínk hafa jákvwæð áhrif á skjaldkirtilinn sem síðan hef- ur áhrif á skapið auk þess sem B-vítamín styrkir heilafrumurnar sem svo bætir einbeitingu. 2. Dökkt súkkulaði Eykur blóðflæðið til heilans en það bætir og kætir skapið. Þú verður orkumeiri og hressari. Mundu bara að borða ekki of mik- ið af því. 3. Grísk jógúrt Stútfull af kalki sem hjálpar heilanum að losa um hamingjuhormón. Svo er hún líka full af próteini. 4. Hunang Settu hunang út í teið í stað sykurs. Hunang þykir hafa jákvæð áhrif á skapið og hefur mun minni áhrif á blóðsykurinn en venjulegur sykur. 5. Kirsuberjatómatar Allir tómatar innihalda efnið „lycopene“ sem er andoxun- arefni og ver heilann gegn bólgum. Til að ná sem bestum áhrifum skaltu borða tómatana með skvettu af ólívuolíu en olían hraðar upptöku efnisins. 6. Egg Innihalda sínk, B-vítamín, ómega-3 fitusýrur og prótein og gefa þér kraft til að endast. Matur sem gerir þig glaðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.