Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 50
50 Lífsstíll 14.–18. júní 2013 Helgarblað Harðkjarna stelputíska n Fjörleg sumarlína Stellu McCartney S umarið er skollið á með fullum þunga í New York og hvert tískuhúsið á eft­ ir öðru kynnir sumarlín­ ur sínar fyrir næsta ár með veglegum kokkteilpartíum. Sumarlínur tískuhúsanna inni­ halda oft færri flíkur og eru oft fjör­ legar. Það átti svo sannarlega við um nýja sumarlínu Stellu McCartney sem hélt heljarinnar veislu í borg­ inni og gaf þar forsmekkinn að línu sinni. Partíið hélt hún í Greenwich og þar voru allir sem máli skipta í bransanum og þær stjörnur sem styðja við bakið á henni, Madonna, Anna Wintour, Camer­ on Diaz, Julianne Moore, Naomi Watts, Steven Tyler, Liv Tyler, Kate Bosworth, Amy Poehler, Jessica Seinfeld, Helena Christensen, David Byrne, Tyson and Kimberly Chandler, Glenda Bailey, Gucci Westman og Jessica Stam. Clueless mætir Scarface Í línu sinni stillti hún fram snáka­ mynstri, fínlegum blómamynstr­ um, stelpulegum hjörtum og kyssi legum vörum í anda níunda áratugarins. Litirnir eru korngul­ ir, rósableikir og eldrauðir. Lín­ an í heild sinni gaf hughrif um stelpuklíku í framhaldsskóla sem er hörð í horn að taka en fjörug. Clueless mætir Scarface. Nær og fjær upprunanum Sjálf segir Stella að lína hennar sé hönnuð fyrir sterka en kvenlega konu. Eins og áður miðar hún að því að hanna úr náttúrulegum efn­ um án þess að ganga á náttúruna, og efni notuð í fötin eiga að brotna auðveldlega niður. Hún er eins og margir vita mjög á móti dýrafeldum hvers konar og notar gervi­ efni í allt slíkt skraut. Í línu sinni gerir hún einmitt í því að ýkja snáksmynstr­ ið í geómetrísk munstur, rétt til að minna á upprunann um leið og hún fær­ ir neytandann frá hon um. n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Stelpulegt Fatnaður línunnar er stelpulegur en á sama tíma harðkjarna. Hér sitja fyrir- sæturnar fyrir við tyggjóbleikan bíl í anda níunda áratugarins. Partí Í New York borg er sum- arið skollið á með fullum þun ga og Stella hélt stórt partí. Snákamynstur Kopartónum og snákamynstrum er parað við bleika og fölgula tóna. Fínlegt og gróft Miklar andstæður einkenna línu Stellu, fínlegt á móti grófu. Grimmt á móti ljúfu. Gull- og silfur- æði í haust Fatnaður með málmáferð verður heitur í haust og mörg stór tísku­ hús lögðu áherslu á slíkar flíkur. Svo virðist sem gull­ og silfur­ æðið sé nú þegar hafið. Acne tískuhúsið setti í sölu peysu með silfraðri málmáferð sem hefur bókstaflega verið rifin úr verslunum og er uppseld alls staðar. Peysuna er bæði hægt að nota hvers dags með svörtum þröngum buxum, yfir kjól eða við mynstraðar buxur, jafnvel pastelliti. Upplifun fegurð- ar gefur ljómann Rose­Marie Swift veit eitt og annað um fegurð og heilnæmi. Bæði er hún virtur förðunar­ fræðingur sem hefur oft yfir­ umsjón með förðun á sýning­ arpöllunum og sérfræðingur í hráfæði. Hún farðar ekki ein­ göngu fyrirsæturnar heldur gef­ ur þeim ráð til að halda húð­ inni ljómandi og hreinni. „Ég kenni þeim að borða reglulega hollan mat og halda sönsum í annríkinu og ferða­ lögum þeirra frá einum stað til annars.“ Rose­Marie gaf lesendum Vogue nokkur ráð fyrir sumarið og nokkur þeirra komu á óvart. Hún mælir til dæmis með því að svitna reglulega. „í því felst mjög góð hreinsun og um að gera að loka ekki húðinni með of miklum farða. Best er að nota mjúkan hyljara og nota rauða eða bleika varaliti til að lífga upp á útlitið.“ Þá mælir hún með því að neyta mikið af dökkgrænu grænmeti og gleyma ekki að drekka mikið af vatni. Ef fram­ boð er lítið af slíku grænmeti mælir hún óhikað með fæðu­ bótarefnum. „Og slökun og feg­ urð. Það er það allra mikilvæg­ asta, að vera á fallegum stað og upplifa fegurð gefur ljómann. Hann er ósvikinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.