Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 60
B loggsíðan Humans of New York er ljósmyndablogg sem vakið hefur gríðarlega athygli víðs vegar um heiminn. Á síð- unni má finna þúsundir ljós- mynda af gangandi vegfarendum New York og með hverri mynd fylgir ým- ist tilvitnun eða stutt saga af fyrirsæt- unni. Það sem gerir bloggið áhugavert er viðfangsefni ljósmyndanna en þær prýða alls konar fólk; allt frá útigangs- mönnum til lítilla barna og gjarnan er fólk sem fellur ekki endilega und- ir hefðbundnar hugmyndir samfé- lagsins um fegurð. Eins er mikið um myndir af fólki sem klæðir sig öðruvísi eða sker sig úr á einhvern hátt. Bloggið hefur verið starfrækt í þrjú ár og aðdáendahópur þess fer ört stækkandi en Facebook-síðan er nú með yfir 800 þúsund fylgjendur og samanlagt eru fylgjendur á Facebook og Tumblr yfir ein milljón. Það er bandaríski ljósmyndarinn Brandon Stanton sem heldur úti síð- unni en ævintýrið hófst fyrir þrem- ur árum síðan. Eftir að hafa misst vinnuna árið 2010 keypti Stanton sér myndavél og hóf að taka ljósmynd- ir af fólki, dýrum og hlutum víða um Bandaríkin. Smám saman hóf hann að sérhæfa sig í að taka myndir af fólki og fór til New York í lok sumars 2010. Ætl- unin var að dvelja aðeins í nokkrar vik- ur þar en Stanton framlengdi dvöl sína og endaði loks á því að flytja til borg- arinnar. Með myndavélina að vopni hafði hann það markmið að taka 10 þúsund ljósmyndir af fólki og búa til listrænt ljósmyndakort af borginni. En eftir nokkra mánuði breyttist markmið Stantons. Hann hóf að safna saman til- vitnunum og stuttum sögum af fólk- inu sem hann tók myndir af og birti við hlið myndanna á Facebook. Úr varð áhrifaríkt samansafn mynda af ólíku fólki með ólíka reynslu sem gefur fólki víðs vegar um heim innsýn í líf ókunn- ugra í New York. n horn@dv.is 60 Fólk 14.–18. júní 2013 Helgarblað Hélt framhjá Kim? n Kanadíska fyrirsætan Leyla Ghobadi, heldur því fram að Kanye West, hafi átt í ástarsambandi við sig sem hafi hafist í júlí 2012. Hún segist vilja vara Kim Kardashian við óheiðarleika Kanye og kemur því fram nú með þessi tíðindi. Miley Cyrus neitar sögusögnum n Miley Cyrus og Justin Bieber, djömmuðu saman í Los Angeles um síðustu helgi. Þau sáust yfir- gefa Roosevelt hótelið saman um nóttina og hafa erlendir fjölmiðl- ar haldið því fram að mikið dað- ur hafi verið á milli þeirra þetta kvöld, en Miley neitar því. Á von á barni n Leikkonan Jennifer Love Hewitt á von á barni með unnusta sínum, Brian Hallisay. Þau hafa verið saman í rúmt ár og leika saman í sjón- varpsþáttunum The Client List. Paris á batavegi n Paris Jackson, 15 ára, reyndi að taka líf sitt með því að taka inn mikið magn af verkjalyfjum og skera sig á púls fyrir skömmu. Hún er á batavegi og hefur fengið sál- fræðiaðstoð og stuðning frá fjöl- skyldu sinni. Stjörnu fréttir Íris Björk Jónsdóttir Humans of New York n Tekur ljósmyndir af gangandi vegfarendum í New York T ed Dwane, bassaleikari Mumford & Sons, var fluttur á spítala í vikunni þar sem hann undirgekkst bráða- aðgerð á heila vegna blóðtappa. Hljómsveitin birti tilkynningu um málið á vefsíðu sinni en þar kom fram að Dwane hafi ekki liðið vel í nokkra daga og því leitað til læknis. Við heilaskönnun hafi blóðtappi við yfirborð heilans komið í ljós og Dwane því sendur samstund- is í aðgerð. Í kjölfarið þurfti sveitin að fresta fyrirhuguðum tónleikum sínum í Dallas og víðar um Texas sem og í New Orleans í Louisiana- fylki en nýjar dagsetningar liggja ekki fyrir. n n Gekkst undir bráðaaðgerð á heila Fékk blóðtappa Mumford & Sons Hljómsveitin þurfti að fresta nokkrum tónleikum vegna aðgerðarinnar. Sölumaður - DV.is Við erum að leita að sölumanni á DV.is sem er vanur, hefur áhuga á skemmtilegu starfsumhverfi og góðum tekjum. Þess vegna leitum við að vönum og góðum sölumanni auglýsinga með kunnáttu til að lesa úr tölulegum upplýsingum og hefur allskonar aðra skemmtilega kosti. Ef þú hefur allt þetta og meira til, sendu okkur þá upplýsingar um þig á netfangið heida@dv.is DV.is hefur verið í ótrúlegum vexti sl. ár og er ekkert lát þar á. Lítil og sæt Þessi tvö leiddust er þau gengu um götur New York. Harður heimur „Konan mín og barn dóu samtímis.“ Ástfangin „Við kynntumst í ágúst, byrjuðum að „deita“ í september, trúlofuðum okkur í október og giftum okkur í nóvember. Það var fyrir 43 árum síðan.“ Flott á því „Við erum bara að reyna að halda innblæstri í umbrotaheimi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.