Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Síða 64
Allt í sleik! Biðlar til Kristjáns n „Ég hvet þig, Kristján Loftsson, til að breyta hvalveiðibátum þín- um í hvalaskoðunarbáta,“ segir Maria Protassova, finnskur náms- maður, sem komin er hingað til lands til að mótmæla hvalveið- um Íslendinga. Maria er meðlim- ur dýraverndunarsamtakanna IFAW, en samtökin hafa áður staðið fyrir mótmælum á Íslandi. Maria er ekki ein síns liðs heldur er hún í hópi fjölmargra mótmæl- enda frá IFAW, en hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli 2. júní síðast- liðinn og hyggst vera hér „eitt- hvað áfram“. „Þú munt græða mun meira, farir þú að ráðum mínum,“ bætir Maria við og beinir orð- um sínum aftur að Kristjáni. „Þó var ég ekkert verulega feitur“ n Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, hefur tekið stakka- skiptum eftir að hann hætti að borða hvítan sykur og hvítt hveiti. Í samtali við Mörtu Maríu á Smartlandi segir hann að spik sé eitt stærsta vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyr- ir. Nú léttist hann hröðum skref- um og er kominn í ótrúlega gott form. Konan hans heldur stund- um að hann sé dauður í ljósi þess að hann er hættur að brjótast um á næturnar eins og hann gerði áður. „Þó var ég ekk- ert verulega feitur,“ sagði hann í um- ræddu viðtali. Ætla má að Guðni hafi skipt um kúrs frá því að hann lof- aði og prísaði SS-pyls- ur í „denn“. Kossaflens á föstudaginn n Mörg hundruð manns hafa boðað komu sína fyrir utan rúss- neska sendiráðið á föstudaginn. Þar ætlar fjöldi manns að fara í sleik til höfuðs lögum sem gera það refsivert að halda því fram að samkynhneigð sé eins eðli- leg og gagnkynhneigð. Á með- al þeirra sem ætla að taka þátt í kossaflensinu eru rapparinn Erpur Eyvindarson, stjórnmálakonurn- ar Anna Pála Sverrisdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Oddný Sturludótt- ir að femínistanum frækna, Maríu Lilju Þrast- ardóttur, ógleymdri. H annes Hólmsteinn Gissurar- son, stjórnmálafræðiprófess- or, gerir athugasemdir við grein Gunnars Salvarssonar, útgáfu- og kynningarstjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands, á Facebook-síðu sinni. Í greininni gagnrýnir Gunnar þá miklu gagnrýni á þróunaraðstoð sem finna má í kennsluefni ýmissa fram- haldsskóla. „Ótrúlegur samsetningur,“ segir Hannes og bætir við: „Þróunar- aðstoð hefur hvergi borið neinn árang- ur (til langs tíma og þegar á heildina er litið). Valið er um þróun án aðstoðar eða aðstoð án þróunar.“ Ýmsir gera athugasemdir við mál- flutning Hannesar. Stjórnmálafræð- ingurinn Viktor Orri Valgarðsson bendir Hannesi á að þróunaraðstoð og þróunarsamvinna hafi þvert á móti víða borið árangur og það sé siðferðis- leg skylda okkar að hjálpa sveltandi og deyjandi fólki til að hjálpa sér sjálft. „Það er það sem þróunaraðstoð nú- tímans byggist á,“ segir Viktor. Hannes bregst við rökum Vikt- ors og spyr: „Hvaða dæmi eru til um lönd, sem hafa komist úr fátækt í bjargálnir vegna þróunaraðstoðar? Ýmis dæmi eru til um lönd, sem sitja föst í fátækt vegna þróunaraðstoðar, svo sem í Afríku. Önnur dæmi eru til um lönd sem hafa komist í bjargáln- ir vegna viðskipta við Vesturlönd, svo sem Suður-Kórea, Taívan, Hong Kong og Singapúr.“ Viktor svarar Hannesi um hæl, og vísar í rannsóknir máli sínu til stuðn- ings. „Þú þarft ekki að leita langt til að finna svarið við þeirri spurningu,“ seg- ir Viktor og vísar til þess að Ísland og Brasilía, þar sem Hannes dvelur reglu- lega, hafi bæði fengið ríkulega aðstoð, sem og að Ísrael hafi fengið 14 prósent allrar þróunaraðstoðar frá Bandaríkj- unum á árunum 1962 til 1990. Viktor nefnir einnig að Suður-Kórea, Taívan, Hong Kong og Singapúr hafi öll – þvert á staðhæfingar Hannesar – þegið þró- unaraðstoð. Þá hafi ástandið í ríkjum Afríku batnað til muna undanfarna áratugi. Hannes bregst við öðru sinni með eftirfarandi spakmælum: „Menn (og þjóðir) verða ekki ríkir, af því að þeir fá aðstoð. Þeir verða ríkir, af því að þeir fá tækifæri.“ n baldure@dv.is Hjálpin hjálpar ekki n Þróunaraðstoð ber engan árangur að sögn Hannesar Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 14.–18. júní 2013 66. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Gagnslaust? Hannes Hólmsteinn vill ekki Þróunaraðstoð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.