Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum 5.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.490,- Cyclon ryksuga Model-LD801 • 2200W • 3 lítrar • Sogkraftur > 19KPA • raf snúra 4,8 metrar 8.990,- Borða dýrin 3 Sýningardýrum Húsdýra-garðsins er slátrað á haustin og starfsfólk Húsdýragarðsins slær upp veislu, þar sem kjötið er borð- að. Starfsmennirnir hafa svo for- kaupsrétt á kjötinu og fá það á kostnaðar verði. Í samtali við DV sagði forsvarsmaður dýragarðsins að Guttormur, nautið fræga, hefði þó ekki verið borðaður um árið. „Við megum nátt- úrulega ekki selja þetta, þannig að það er gott að nýta kjötið með þessum hætti,“ sagði forsvars- maðurinn í samtali við DV. Ævintýraför Ottós 2 Kanadíski athafnamaðurinn Ottó Spork hefur skilið eftir sig sviðna jörð á Snæfellsnesi. Hann gerði árið 2007 samning vegna stórfellds fyrirhugaðs útflutnings á íslensku vatni. Til stóð að tappa vatninu á flöskur úr lindum við Snæfellsjökul. Í tengslum við þetta reisti Spork 7.000 fermetra vatns- verksmiðju á Rifi. Byggingin stend- ur ókláruð og auð og er eng- um til gagns. Hundruð milljóna fjár- festing hefur að engu orðið. Ekki hefur tekist að selja klabbið. Björg steig fram 1 Björg Sveinbjörnsdóttir steig fram og greindi frá upplifun sinni af ofbeldissambandi sem hún átti í. „Hann upphóf mig og niður- lægði á víxl,“ sagði hún í viðtali við blaðamann. Málið er einstakt af því leytinu til að gerandinn greindi fyrst frá málinu þar sem hann birti op- inbera játningu. Góðar vinkonur Bjargar hafa stutt hana í gegnum ferlið. „Allt var betra en raunveruleik- inn sem ég bjó við,“ sagði Björg sem ákvað að beita svokölluðu ábyrgðarferli við uppgjör- ið. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Komast langt með frekju og yfirgangi n Smábátar stækkaðir í 30 tonn n Líst illa á þessi áform Þ að eru örfáir menn sem vilja stækka bátana. Menn komast andskoti langt með frekju og yfirgangi í bók- staflegri merkingu. Þessir örfáu hafa sterk ítök á þingi og það eru þeir sem eru að fá þetta í gegn,“ segir Sigurður Kjartan Hálfdánar- son smábátasjómaður. Nú liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp þar sem lögð er til helm- ings stækkun á krókaaflamarks- bátum. Samkvæmt frumvarpinu verður gert að skilyrði til útgáfu veiðileyfis með krókaaflamarki að bátur sé ekki lengri en 15 metrar og að hámarki 20 tonn. Meirihluti at- vinnuveganefndar telur hins vegar að 20 tonna viðmiðið sé of lágt og hefur meirihlutinn gert að tillögu sinni að bátarnir verði að hámarki 30 tonn. „Það voru fundir í öllum svæðis- félögum smábátaeigenda og í flest- um félögunum var fellt að stækka bátana. Mér líst illa á þessi áform um að stækka bátana. Menn hafa áhyggjur af því að kvótinn þjapp- ist enn frekar saman, að aflaheim- ildirnar færist á æ færri hendur. Til að útgerð 30 tonna báts geti borgað sig þarf meiri afla sem þýðir að til að reksturinn standi undir sér þarf auknar aflaheimildir.“ Úr 6 tonnum í 30 Í upphafi þessarar aldar gátu þeir einir fengið veiðileyfi með króka- aflamarki sem réru á bátum sem voru minni en sex tonn. Þessi stærðarmörk þóttu of þröng með- al annars af öryggisástæðum. Þau voru því hækkuð í 15 tonn og hafa þær reglur gilt í um áratug. Tölu- verðar deilur hafa staðið um hvort breyta eigi viðmiðum um stækkun smábáta og takast þar einkum á tvö sjónarmið. Bent er á að stækkun báta í smábátaflotanum opni fyrir tilfærslur aflaheimilda og þær fær- ist á færri hendur. Margir telja líka að þetta breyti eðli smábátaútgerð- ar í landinu, færi hana fjær því að vera útgerð þar sem eigandi báts og fjölskylda heldur í róður. Þess í stað verði þetta líkara bátaútgerð stærri útgerðarfyrirtækja. Iðnaðarútgerð Svo eru það hinir sem telja að stærðarmörk krókaaflamarksbáta stæðu frekari þróun í greininni fyrir þrifum. Mikill búnaður fylgi orðið smábátaútgerð og nú sé til að mynda komin línubeitingarkerfi í tugi smá- báta. Á það er jafnframt bent að vinnuaðstaða sjómanna á smábátum með línubeitingarkerfi sé ekki full- nægjandi né heldur sé öryggi þeirra nægilega tryggt. Menn halda því líka fram að með stækkun bátanna verði umgengni við fiskinn betri. „Meðferð afla batnaði þegar bátarnir voru stækkaðir úr sex tonn- um í fimmtán. Svo fóru menn að bæta við bölum og þá fór þetta í sama farið. Ég held að það sama verði uppi á teningnum verði bátarnir stækkaðir upp í 30 tonn,“ segir Sigurður Kjartan. „Okkur smá- bátasjómönnum líst illa á að stækka bátana. Okkur hefur fundist fínt að miða hámarksstærð við 15 tonn. Þegar bátarnir verða orðnir 30 tonn er þetta ekki orðið neitt annað en iðnaðarútgerð.“ n „Þessir örfáu hafa sterk ítök á þingi og það eru þeir sem eru að fá þetta í gegn. Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Á móti „Þegar bátarnir verða orðnir 30 tonn er þetta ekki orðið neitt annað en iðnaðarút- gerð,“ segir Sigurður Kjartan Hálfdánarson. Helmingur vill klára dæmið Helmingur Íslendinga vill klára viðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýjustu könnun Capacent en um 40 prósent vilja slíta þeim. Þá sögðust 9,3 pró- sent landsmanna vera hlutlaus um málið. Þetta kemur fram í netkönnun sem Capacent gerði fyrir samtökin Já Ísland dagana 13.–24. júní. Var úrtakið 1.450 manns og var svarhlutfallið 60 prósent. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að gera hlé á aðildarviðræðum Ís- lands og Evrópusambandsins um óákveðinn tíma. Ekki hefur verið gefin út nein tímasetning á mögulegri þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort halda eigi að- ildarviðræðunum áfram, sem báðir stjórnarflokkarnir höfðu á stefnuskrá sinni fyrir kosn- ingarnar. Greiddu bónusa fyrir Helguvík Century Aluminum setti upp sér- stakan bónuspott að andvirði fjögurra milljóna Bandaríkja- dala sem ætlaður var stjórnend- um félagsins fyrir að viðhalda og þróa enn frekar verkefni félags- ins í Helguvík. Greiddir voru út bónusar á árunum 2010–2012. Century Aluminum er móður félag Norðuráls, en sem kunnugt er hef- ur Norðurál unnið að því að reisa álver í Helguvík frá árinu 2005. Viðskiptablaðið greinir frá þessu, en þar kom þó ekki fram hvort ís- lenskir stjórnendur innan fyrir- tækisins hafi fengið slíka bónusa, en þeir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, og Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga, eru skilgreindir sem lykilstjórnendur fyrirtækisins. mánudagur og þriðjudagu r 24.–25. júní 20 13 69. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 42 9 kr. Ég gat ekki varist Björg sveinBjörnsdóttir st ígur fram n ,,Hann upphóf mig og niðurlægði á víxl“ n Gerandinn birti opinb era játningu n Stuðningsaðilar kalla ðir „Stóri dómur“ Allt um umtalaðasta kynferðisbrotamálið 8–10 Höfuðpaurar ikea-málsins HálfBræður Hjónin vilja selja Stálskip „Það er frekar ég en hún “ n Ný vitni stíga fram Þarna eru bestu tjald- stæðin Sjáðu stjörnugjöfina 16–17 2 refirnir látnir Éta kópana n Kópunum í Húsdýra- garðinum lógað í lok sumars n Þýsk matvörukeðja undir þrýstingi 6 4 3 HB Granda hótað vegna hvalveiða miðvikudagur og fimmtudagu r 26.–27. júní 201 3 70. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 42 9 kr. n Brostnir draumar á Sn æfellsnesi n 7.000 fermetra verks miðja auð n Safnaði milljörðum k róna n Dæmdur fyrir fjárdrá tt StarfS- mennirnir n ,,Gott að nýta kjötið, “ segir yfirmaður á svæ ðinu 10–11 Poppari veiddi vel í Langá n Jógvan er með veiðidellu Námsmenn æfir vegna skerðingar Niðurskurður námslána Vefsíður til að velja ferð alag Veldu bestu ferðirnar Sviðin Spork „Hann gæti selt norður- ljósin Útt ekt jörð ottóS Húsdýragarðurinn: 4 Þak á gagnaflutning koStnaður í útlöndum lækkar 27 3 16 20 borða dýrin tannlæknir í vatnSútráS 4 Fréttir 26. júní 2013 Miðvikuda gur Vigdís í beinni Vigdís Hauksdóttir, þ ingmaður Framsóknarflokksin s, verður á Beinni línu á DV.is í d ag klukkan 12. Vigdís er formaður fj árlaga­ nefndar og gefst því l esendum tæki­ færi á að spyrja hana spjörunum úr um hluti er varðan di efnahags­ stefnu nýrrar ríkisstjó rnar, niður­ skurðinn og fjárlögin . Vigdís hefur verið áberandi á Alþ ingi undan farin misseri og átti stóran þátt í kosn­ ingasigri Framsókna r í Reykjavík þar sem hún skipaði oddvitasæti. Mikla athygli vakti að hún hlaut ekki ráðherrastól við ríkis stjórnarmynd­ unina. Hún er ekki þ ekkt fyrir að liggja á skoðunum sí num og hefur stundum vakið upp h örð viðbrögð í samfélaginu þegar h ún greinir frá sínu sjónarhorni. Þá greindi hún frá því á dögunum að hún hefði undanfarið ár fylgst m eð nokkurs konar eltihrelli sem h efur notað hvert tækifæri til að r ægja hana í athugasemdakerfum fjölmiðla. Krefja Illuga svara Vaka, félag lýðræðis sinnaðra stúdenta við HÍ, kal lar eftir skýrum svörum Illuga Gunnars sonar, men nta­ og menningarmálaráð herra, við því hvort til standi a ð skera niður fjárframlög til Lána­ sjóðs íslenskra nám smanna. Þetta kemur fram í á lyktun sem stjórn félagsins sendi út á þriðjudag. „Stjórn Vöku er uggandi yfir fréttaflu tningi fjölmiðla undanfarn a daga um fyrirhugaðan ni ðurskurð á fjárframlögum rík isins til Lánasjóðs íslenskra náms­ manna. Hún fer þes s á leit við nýskipaðan mennta málaráð­ herra, að hann varp i ljósi á málið,“ segir í ályktu n Vöku. „Styr hefur staðið um málefni Lánasjóðsins undan farna viku, bæði varðandi skipu n í stjórn hans og nú varðand i fyrirhug­ aðan niðurskurð sem kem­ ur eins og þruma úr heiðskíru lofti því ekki var á st efnuskrám stjórnarflokkanna a ð sjá, í að­ draganda kosninga, að til stæði að skera niður fjárfr amlög til sjóðsins.“ S tarfsmenn H úsdýra­ garðsins borða þ au sýn­ ingardýr sem slát rað er á haustin. Á hverju hausti halda forstö ðumenn garðsins veislu – sem þeir kalla Töðugjöld að fornu m sið – og bjóða starfsmönnum sín um að gæða sér á dýrunum sem þ au hugsuðu um um sumarið. Auk þess geta starfs­ mennirnir keypt kjöt dýranna á slikk. „Starfsfólki ð hefur getað keypt [kjötið, inns k. blm.] á kostn­ aðarverði. Við meg um náttúrulega ekki selja þetta, þ annig að það er gott að nýta kjöti ð með þessum hætti,“ segir Sigrún Thorlacius, að­ stoðarforstöðumað ur Fjölskyldu­ og húsdýragarðsin s, um málið. Lífrænt Aðspurð hvort sta rfsfólkið viti að það sé að leggja sé r sýningardýrin til munns í veislun ni segir Sigrún: „Já, já, það vita alli r af þessu. Þetta er ekkert leyndarm ál. Þetta er bara eins og hobbíbæn dur sem rækta sín dýr til slátruna r.“ Sigrún gefur jafnframt í skyn að starfsmönnun­ um finnist í raun betra að borða dýrin í Húsdýraga rðinum. „Hérna veit maður allave ga að farið hef­ ur verið vel með d ýrin. Þeim hefur liðið vel, þannig a ð maður er ekki að borða eitthvert verksmiðjudýr. Þetta er eins nálæg t því að vera líf­ rænt og hægt er.“ Átu ekki Guttorm Ekki enda þó öl l dýrin í maga starfsmannanna. Eins og DV greindi frá á mán udaginn síðast­ liðinn þá eru refir nir látnir éta þá selkópa sem lóga ð er á haustin vegna plássleysis . Auk refa og svangra starfsman na fá ránfuglar garðsins einnig að gæða sér á sýn­ ingardýrum. „Það er alveg töluvert af dýrum hérna. Þa ð er ekki þannig að við [starfsmen n, innsk. blm.] tökum allt kjötið. Það getur verið gott fyrir okkur að eiga kjöt handa til dæmis ránfugl unum sem eru hérna. Þá eigum við bara í frysti einhverjar skepnu r sem við notum í það,“ segir Sigrún . Starfsmennirn­ ir einskorða sýn ingadýraát sitt aðal lega við yngri dýr garðsins og Sigrún tekur fram aðspurð að þeir hafi ekki borðað fr ægasta dýr Hús­ dýragarðsins fyrr og síðar, nautið Guttorm. „Nei, han n var hreinlega heygður.“ „Ógeðfellt“ jólahla ðborð Forstöðumenn H úsdýragarðsins hafa einnig boði ð upp á sýn­ ingardýrakjöt á jólahlaðborði starfsmanna Fjöls kyldu­ og hús­ dýragarðsins. Þe tta staðfestir matreiðslumaður, sem vill ekki láta nafns síns get ið, í samtali við blaðamann. „Sta rfsmaður eða forstöðumaður H úsdýragarðsins hafði samband við mig árið 2005 eða 2006 og bað mig um að út­ búa jólahlaðborð fyrir starfsfólk Húsdýragarðsins. Það átti að nota sýningargripi sem hráefni: Svín, hreindýr, dúfur og fleiri dýr. Ég var þriðji eða fjórði matreiðslumað­ urinn sem leitað v ar til, en öllum hafði þótt þetta afl eit hugmynd og ég hafnaði boðinu líka, þótt í boði hafi verið góð laun ,“ segir maður­ inn og bætir við að honum hafi þótt beiðnin „ansi ógeðfelld“. Húsdýragarðspylsu r Að sögn mannsin s ætluðu starfs­ menn Húsdýragar ðsins að slátra dýrunum sjálfir. „ Síðan átti ég að úrbeina og búa til paté og ýmislegt úr þessu. Ég átti a ð fá 100 þúsund krónur fyrir þetta .“ Á þeim tíma sem liðinn er frá jólahlaðborðinu 2005 hefur greinil ega mikið vatn runnið til sjávar þ ví að sögn Sig­ rúnar slátra þau dýrunum ekki sjálf heldur send a þau í slátur­ hús. Það kjöt sem hvorki starfs­ mennirnir né önn ur dýr garðsins borða er svo lagt i nn í sláturhúsið og selt á almennum markaði. Kjöt­ ið fer til dæmis í p ylsur. „Ef það er lélegt kjöt þá fer þa ð í pylsur,“ segir Sigrún. Sem stend ur nýta starfs­ menn einungis kjö tið sér til hags­ bóta, en ekki aðr ar afurðir. „Við eru ekki með nei na skinnútgerð, því miður. Við æt tum kannski að gera það,“ segir S igrún að lokum og hlær létt. n Sýningardýr borðuð af starfsmönnunum n Kjötveislu slegið upp í Húsdýragarðinum eft ir slátrun á haustin Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „Við megum nátt-úrlega ekki selja þetta, þannig að það er gott að nýta kjötið með þessum hætti. Veislumatur starfsm anna Þessi stóru og my ndarlegu svín prýða h ugsanlega veglegt veisluborð á Töðugjöl dum með epli í munni . Borðað í haust Ef að l íkum lætur enda þessar kin dur í maga hirða sinna, sem fá kjötið á kostnaðarver ði. Refafóður Þessi litli kó pur nýtur nú lífsins með móður sinni út su marið. Í haust fer hann í refskjaft. Sigrún Thorlacius Sig rún er aðstoðar­ forstöðumaður Fjölsk yldu­ og húsdýra­ garðsins. Hún segir sý ningardýraát starfsmanna ekkert l eyndarmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.