Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Þ
að kann að hljóma ein-
kennilega að 16 ára
stúlka fari í andlitslyft-
ingu. Fyrir Zöru Harths-
horn var það nánast
nauðsynlegt. Aðgerðin hefur breytt
lífi hennar töluvert og gert henni
kleift að umgangast jafnaldra sína
án þess að verða fyrir stöðugum að-
finnslum um útlit sitt. Zara er nefni-
lega með sjaldgæfan sjúkdóm sem
gerir það að verkum að hún lítur
út fyrir að vera áratugum eldri en
hún er í raun. Það var breska blað-
ið Sunday Times sem sagði frá
þessu. Mikið hefur verið fjallað um
sjúkdóm Zöru í enskum fjölmiðlum
síðustu árin.
Sjaldgæft tilfelli
Zara er með sjaldgæfan sjúkdóm
sem kallast á ensku „lipodystrophy“.
Sjúkdómurinn veldur því að teygj-
anleika vantar í húðina þannig að
hún hangir og virðist vera mjög
hrukkótt. Móðir Zöru er einnig með
sjúkdóminn og þekkir vel hversu
erfitt það er að líta út fyrir að vera
miklu eldri en raunin er. Þegar í
ljós kom um hvaða sjúkdóm var
að ræða var farið að rannsaka þær
enn nánar. Kom þá í ljós að um var
að ræða mjög sjaldgæft tilfelli sjúk-
dómsins sem getur haft töluverð
áhrif á lífslíkur þeirra sem af hon-
um þjást. Hann getur haft í för með
sér lungna- og hjartavandamál svo
eitthvað sé nefnt. Þegar Zara var
fjögurra ára kom í ljós að hún hafði
erft sjúkdóm móður sinnar en á
þeim tíma var hún þá þegar kom-
in með mikla aukahúð í andlitið.
„Mamma útskýrði fyrir mér ég væri
með sjúkdóm eins og hún en ég væri
falleg og ætti ekki að hafa áhyggjur
af því hvað aðrir segðu,“ segir Zara.
Strítt vegna útlitsins
Zara hefur frá því hún var um átta
ára sætt stríðni vegna útlits síns.
Hún sætti slæmu einelti í skóla og
verst var eineltið þegar hún var 8
til 10 ára. Þá sleppti hún því oft að
fara í skólann til þess að þurfa ekki
að sitja undir háðsglósum skóla-
félaganna vegna útlits síns. „Krakk-
arnir kölluðu mig apa og ömmu og
ég var líka lamin út af því hvernig ég
leit út,“ segir Zara.
Frá því hún var lítil hefur hún
þurft að verja útlit sitt þar sem fólk
heldur að hún sé eldri en hún er.
Henni hefur meðal annars oftar en
einu sinni verið vísað úr strætó fyrir
að nota barnamiða og hefur sjúk-
dómurinn valdið henni miklum
óþægindum. „Ég hef lent í því að fólk
hélt að ég væri kennari í skólanum.
Það var ömurleg reynsla að lenda í
fyrir framan skólafélagana.“
Andlitslyftingin breytti öllu
Mæðgurnar hafa verið mikið rann-
sakaðar vegna sjúkdómsins og fjöl-
margir læknar komið að rann-
sóknunum. Einn þeirra baust til að
framkvæma andlitslyftingu á Zöru til
þess að strekkja á húðinni þannig
hún liti ekki út fyrir að vera hrukk-
ótt. Zara þáði það og sér ekki eftir
því. Hún er í dag mun ánægðari með
útlit sitt. Hún hefur eignast kærasta
og nýtur þess nú að líta út eins og
jafnaldrar hennar. „Þetta var ótrú-
legt tækifæri sem ég hafði ekki get-
að látið mig dreyma um áður,“ segir
hún. „Aðgerðin hefur gefið mér styrk
og nú óttast ég ekki hvað öðru fólki
finnst. Ég hef fundið fyrir breytingu á
mér og ég er miklu hamingjusamari.“
Zara hafði gefið upp von um eðlilegt
líf og sá ekki fyrir sér að hún færi í
framhaldsnám eins og skólafélagar
hennar. Með auknu sjálfstrausti hef-
ur það þó breyst og nú stefnir Zara
á frekara nám. „Ég veit ég er mjög
heppin að hafa fengið tækifæri til
þess að fara í þessa aðgerð. Mamma
mín hefði viljað fá þetta tækifæri
þegar hún var yngri. Mig langar að
gera eitthvað við líf mitt út af henni.
Ég veit að ég mun alltaf hafa þenn-
an sjúkdóm og hann kann að stytta
líf mitt en mér líður allavega betur og
er með meira sjálfsöryggi.“ n
Mikil breyting Zara
segist vera mun ham-
ingjusamari í dag en hún
var fyrir andlitslyftinguna.
13 ára Hér er Zara
13 ára. Eins og sést
á myndinni lítur hún
út fyrir að vera mun
eldri en hún er.
16 ára leit út
eins og miðaldra
n Sjúkdómur veldur því að Zara virðist áratugum eldri en hún er
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Mamma útskýrði
fyrir mér ég væri
með sjúkdóm eins og hún
en ég væri falleg og ætti
ekki að hafa áhyggjur af
því hvað aðrir segðu.
Var mikið strítt
Zöru var strítt mik-
ið þegar hún var á
barnasaldri.
13 ár fyrir krot
Bandaríkjamaðurinn Jeff Olson á
yfir höfði sér allt að 13 ára fang-
elsisvist fyrir að kríta slagorð fyrir
framan banka í fyrra. Slagorð eins
og „stöðvið risabanka“ og „ stöðvið
sníkjudýrin“ voru skrifuð með
vatnsuppleysanlegri krít á stétt fyrir
utan þrjú útibú Bank of America í
San Diego. Bankinn kærði Olson
fyrir skemmdarverk. Ef hann verður
dæmdur sekur mun hann auk þess
að fara í fangelsi þurfa að borga
13.000 dollara í sekt, eða hálfa aðra
milljón íslenskra króna. Dómarinn
í málinu hefur fyrirskipað að lög-
maður Olson megi ekki vísa til mál-
eða tjáningarfrelsis skjólstæðings
síns. Hann má heldur ekki verja sig
með því að um opinberan vettvang
hafi verið að ræða.
Hertar reglur
um leka leka
John Brennan, framkvæmdastjóri
CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna,
hóf í vikunni átak gegn leka. Í
minnisblaði sem starfsmenn CIA
fengu voru þeir hvattir til að styrkja
leyndarhyggju innan leyniþjón-
ustunnar. Auk þess var tilkynnt að
námskeið yrðu haldin til að efla
starfsmenn í þessum tilgangi. Kjör-
orð átaksins var „heiðrið eiðinn“.
Í minnisblaðinu kemur fram að
átakið sé svar við skýrslu sem kom
út síðastliðið sumar sem gagn-
rýndi leka fyrrverandi starfsmanna
leyniþjónustunnar. Minnis blaðinu
var lekið til Associated Press á
miðvikudaginn.