Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 46
Þ að er ekkert nýtt að karlar noti farða til að bæta út- lit sitt. Dæmi um slíkt má finna í sögu Forn-Egypta, Ramses þriðji málaði sig í kringum augun. Aðrir leiðtogar fornra tíma, til dæmis Alexander mikli og Loðvík þrettándi, báru einnig farða á augu sín og kinnar á meðan listamenn á borði við Keith Richards, Boy George, Johnny Depp og sveitin Kiss hafa lagt línurnar fyrir nútímakarlmenn. n 46 Fólk 28.–30. júní 2013 Helgarblað Berglind Icey með hlut- verk í nýjum þáttum L eikkonan og fyrirsætan Berg- lind Ólafsdóttir, betur þekkt sem Berglind Icey, hefur landað hlutverki í nýrri bandarískri sjónvarpsþáttaröð sem fer í loftið þann 1. júlí næst- komandi. Þættirnir eru framleiddir af bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC og bera heitið Siberia. Um er að ræða leikna raunveruleikaþætti og verða þeir hinir fyrstu sinnar tegundar, þar sem leikarar fara með hlutverk þátttakenda í raun- veruleikaþætti. Þættirnir verða í dramatískari kantinum og fjalla um 16 einstak- linga sem leggja leið sína til Tunguska í Síberíu til að taka upp raunveruleikaþætti. Fyrir 100 árum lenti þar loftsteinn og hvílir mikil dulúð yfir staðnum. Þegar einn þátttakenda meiðist alvar- lega og enginn á vegum þáttarins kemur til bjargar átta hinir sig á því að ekki er allt sem sýnist og að þeir verða að standa saman til að eiga möguleika á að lifa af á þessum dularfulla stað. Berglind, sem fer með hlutverk sjálfrar sín í þáttunum, hefur starfað sem fyrirsæta í meira en 20 ár auk þess sem hún hefur leik- ið í nokkrum sjónvarpsþáttum. Þá hefur hún leikið í þremur kvik- myndum, þar á meðal gaman- myndinni The Hot Chick með Rob Schneider í aðalhlutverki. Hún hefur búið í Los Angeles frá 17 ára aldri, en Vísir greindi frá því fyrr í mánuðinum að Berglind væri nú flutt heim til Íslands á nýj- an leik. n Kim kemur upp um vinina n Kim Kardashian ákvað að reyna á sanna vináttu nokkurra vina sinna með því að senda þeim myndir af börnum sem hún sagði vera barn sitt sem hún fæddi á dögunum. Einn af vinunum reyndi að selja slúðurblöðum myndina fyrir háa fjárhæð en þar sem myndin var ekki af barni Kim varð ekkert af því og í kjölfarið komst Kim að því hver reyndist ekki vinur í raun. Eftirsjá hjá Klum n Ofurskvísan Heidi Klum lét húð- flúra nafn fyrrverandi eiginmanns síns, Seal, þegar allt var í blóma. Seal og Heidi skildu í fyrra og nú hefur hún látið fjarlægja húð- flúrið af líkama sínum. Fleiri börn n Angelina Jolie og Brad Pitt vilja fleiri börn á næstu árum. Þau eiga sex börn nú þegar og hafa í huga að ættleiða tvö til viðbótar. Því fleiri börn, því betra fyrir fjöl- skylduna, segja þau. Með giftri konu n Ungstirnið Justin Bieber sást kela við 22 ára gifta snót að nafni Jordan. Hún mun hafa gifst þegar hún lauk framhaldsnámi og eru hún og maður hennar skilin að borði og sæng. Erlendir fjöl- miðlar velta því nú fyrir sér hvort þetta muni verða ný kærasta Bieber. Stjörnu fréttir Íris Björk Jónsdóttir Karlmenn með farða n Löng hefð fyrir því að karlar punti sig n Fyrstu leiknu raunveruleikaþættirnir Ramses þriðji Það var til siðs hjá Forn- Egyptum að nota farða. Farðinn hafði trúar- lega tengingu, átti að færa guðlega vernd. Hér á mynd er Ramses þriðji, með dæmigerða förðun, en sérstök áhersla var lögð á augns- væðið sem var markað með svörtum kolum. Kiss Förðun meðlima Kiss er afgerandi í poppsögunni. Aðalsöngvari sveitarinnar sagði í viðtali við blaðið Porkchops & Apple- sauce, að þeir hefðu ákveðið að farða sig með þessum hætti vegna vandræðagangs. „Þetta var á glitter-tímabilinu í New York þegar strákar vildu vera stelpur og stelpur vildu vera strákar. Við reyndum að farða okkur í þeim anda og vorum eins og dragdrottningar og reyndum því aðra leið.“ Keith Richards Samkvæmt ævisögu Keith Richards er dökk augnmálning hans undir áhrifum fyrrverandi konu hans, Anitu Pallenberg, sem hvatti hann til þess að mála sig, nota varalit og vera með naglalakk. Árni Páll Árnason og íslenskir karlmenn Íslenskir karlmenn mála sig líka við sérstök tilefni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, mundaði varalitinn fyrir góðan málstað þegar flokkurinn vakti athygli á þeim málum sem ríkisstjórnin kom í gegn á liðnu kjörtímabili. Boy George Boy George er sjaldan án farða og notar mikið af honum. Hann hefur meira að segja gefið út bók með förðunar- ráðum fyrir stráka. Boy George: Fashion & Make-up Book. Loðvík þrettándi Loðvík 13. Frakkakonungur notaði farða eins og aðrir samtímamenn hans. Þá tíðkaðist að nota hvítan farða á andlit, kinnalit og bera á kol í kringum augu. Berglind Leikur sjálfa sig í nýjum þáttum frá NBC.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.