Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 17
son vann fyrir Náttúruverndarsam­ tök Íslands árið 2007 vörðu stjórn­ völd um það bil 748 milljónum (upphæðin er verðbólguleiðrétt) til kynningar á hvalveiðum á árun­ um 1990 til 2006. Þá var utanríkis­ ráðuneytið um árabil með mann í vinnu við kynningu á hvalveiðum erlendis. Styrkir til stjórnmálamanna Þeir stjórnmálaflokkar sem helst hafa mælt fyrir hvalveiðum eru Framsóknarflokkurinn og Sjálf­ stæðisflokkurinn. Ólíkt öðrum flokkum á þingi hafa þeir fengið himinháa styrki frá HB Granda og Hval ár eftir ár. Þá eru hvalveiði­ fyrirtækin með öfluga málsvara innan beggja flokka. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er kunningi Kristjáns Loftssonar og formaður Sjávarnytja, sem er eins konar hug­ veita sem beitir sér fyrir hvalveiðum við Íslandsstrendur. Af og til hafa Sjávarnytjar birt auglýsingar í blöð­ um þar sem hvatt er til veiðanna en ekki hefur fram komið hvaðan fjármagn samtakanna kemur. Þá er sonur Jóns, Gunnar Bergmann Jónsson, stórtækur hrefnuveiði­ maður og eigandi útgerðarfélagsins Hrafnreyður ehf. sem veiðir einna helst á Faxaflóa þar sem faðirinn hefur hvatt til þess að griðasvæði hvala verði minnkað. Einar K. Guðfinnsson hefur einnig lengi talað fyrir hvalveiðum og sem áður segir var hann vin­ veittur atvinnugreininni í ráðherra­ tíð sinni. Vinveittir ráðherrar Nýleg ummæli ráðherranna Gunnars Braga Sveinssonar og Sig­ urðar Inga Jóhannssonar benda til þess að sú ríkisstjórn sem nú er sest við völd verði ekki Þrándur í götu Kristjáns Loftssonar og félaga hans í hvalveiðigeiranum. Hefur Sigurður, sjávarútvegs­ og landbúnaðarráð­ herra, lýst því yfir að líklega verði ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, fyrirrennara hans, um stækkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa dregin til baka. Jafnframt stökk hann Krist­ jáni til varnar þegar The Morning Sun gagnrýndi hann harðlega og talaði um „aldagamlar hefðir [Ís­ lendinga, innsk. blm.] við nýtingu auðlinda sinna.“ Ríkisstjórn Hollands beitir sér nú fyrir því að flutningar á íslenskum hvalaafurðum um þarlendar hafnir verði stöðvaðir. Gunnar Bragi, utan­ ríkisráðherra Íslands, hafði þetta um málið að segja í samtali við Vísi: „Persónulega tel ég að við séum í fullum rétti til að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti og þar á meðal hvali. Enda er ekki verið að veiða af neinum stofni sem er í út­ rýmingarhættu. En við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til þess að gæta hagsmuna Íslendinga í þessu máli.“ Rétt er að taka fram að aðeins eitt íslenskt fyrir tæki sigl­ ir með hvalkjöt um hafnir í Hollandi en það er fyrirtæki Kristjáns Lofts­ sonar. Þegar DV ræddi við Kristján um þessi mál yppti hann öxlum. „Ég veit ekkert um þetta. Við finn­ um alltaf leiðir til að flytja þetta til Japan,“ sagði hann. Ef til vill yrði þá tíma Gunnars Braga betur var­ ið í að gæta hagsmuna Íslendinga með öðrum hætti en þessum. Gjafmildur og góðviljaður Kristján Loftsson er ekki aðeins gjaf­ mildur þegar stjórnmálasamtök eiga í hlut. Hann er einnig þekktur fyrir að ausa fé til góðgerðafélaga án þess að gorta af því á opinberum vettvangi. Einum af heimildarmönnum DV varð tíðrætt um þetta og nefndi sér­ staklega atvik tengt Helga Hjörvari, þingmanni Samfylkingarinnar. Áður en Helgi Hjörvar settist á þing gegndi hann formannsstöðu hjá Blindrafé­ lagi Íslands og hringdi eitt sinn í Hval til að falast eftir styrkjum. Skömmu eftir að starfsmenn fyrirtækisins höfðu neitað honum um þá hringdi Kristján Loftsson sjálfur í hann, bauð félaginu háa styrki en beiddist þess að Helgi hefði hljótt um þá. Í samtali við DV staðfestir Helgi að þessi frá­ sögn sé í grófum dráttum rétt og eru ýmsar svipaðar sögur á kreiki. Þótt Kristján vandi náttúruverndarsinn­ um og fjandmönnum hvalveiða ekki kveðjurnar virðist hann örlátur í garð góðgerðasamtaka. „Á yfirborðinu virkar hann kannski þvermóðsku­ fullur og sjálfhverfur,“ segir einn af samstarfsmönnum Kristjáns og bætir við: „En undir niðri býr ævin­ týragjarn karl sem vill vel.“ n Fréttir 17Helgarblað 28.–30. júní 2013 Ferðaþjón- ustan gegn hvalveiðum Hvalaskoðunarfyrirtæki og aðilar innan ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa lengi mótmælt hvalveiðum og haldið því fram að þær stangist á við hagsmuni þeirra. Skemmst er að minnast þess að í maí sendu Samtök ferðaþjónustunnar út harðorða ályktun þar sem fram kom að þau hörmuðu að hrefnuveiðar skyldu vera að hefjast á ný. Í tilkynn­ ingunni kemur fram að hrefnur hafi allt frá upphafi verið hryggjarstykkið í starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi. „Það er óumdeilt að hrefna sem er skotin verður ekki til sýnis auk þess sem augljóst er að þær hrefnur, sem verða fyrir áreiti veiðimanna, styggjast. Því má líta á hrefnuveiðar, sér í lagi veiðarnar innan hvalaskoðunarsvæðis­ ins, sem beina ógn við starfsemi hvala­ skoðunarfyrirtækja á svæðinu. Þróunin hefur verið þannig síðustu árin að færri og færri dýr sjást í hverri ferð og eru þau erfiðari að nálgast en áður,“ segir í ályktun samtakanna þar sem fullyrt er að engin dæmi séu um að hvalveiðar og hvalaskoðun fari saman. Ljóst er að Íslendingar hafa mun meiri tekjur af síðarnefndum iðnaði á ári hverju. „Hann er þrjóskari en andskotinn“ n Kristján Loftsson er hvalveiðikóngur Íslands n Styrkir stjórnmálamenn og nýtur aðstoðar þeirra sumra n Kærir sig kollóttan um álit annars fólks Kristján ræður Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki,“ skrifaði Birna Björk Árnadóttir, dóttir viðskipta­ félaga Kristjáns til margra ára, í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Fyrsta langreyðurin Margmenni fylgdist með því þegar fyrsta langreyð­ urin var dregin á land fyrr í mánuðinum og rist á hol. Hæðist að mótmælendum Þegar fyrsta langreyðurin var dregin á land kallaði Kristján mótmælendurna ofan við verstöðina „hvítflibbabetlara“. Hægrimaður Kristján Loftsson gegndi stöðu formanns Stefnis, ungliðahreyfingar Sjálf­ stæðisflokksins, á sínum yngri árum og hefur styrkt flokkinn og ýmsa frambjóðendur hans fjárhagslega um árabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.