Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 47
Fólk 47Helgarblað 28.–30. júní 2013 Á föstudaginn fer annað Föstu­ dagsfiðrildi Götuleikhússins og listhópa Hins hússins fram. Markmiðið er að skemmta bæjar búum og vekja athygli á verk­ um þess unga fólks sem fæst við skap­ andi sumarstörf á vegum Reykjavíkur­ borgar í sumar. „Þarna koma allir listhóparn­ ir saman auk Götuleikhússins, fara út á götu og hrista aðeins upp í bæjar­ búum,“ segir Hlynur Páll Pálsson, leik­ stjóri Götuleikhússins. Margt breyst Hlynur er vel kunnugur skapandi sumarstörfum – var leikari í Götuleik­ húsinu um fimm ára skeið, frá 1995 til 2000 og er nú leikstjóri hópsins. Hann segir margt hafa breyst á þessum tíma. „Miðbærinn er talsvert frábrugðinn því sem hann var árið 1995. Það var miklu minna af fólki í bænum og ekki svona mikið líf á hliðargötum eins og Skólavörðustígnum. Stærsta breytingin er samt örugglega sú að nú eru allir komnir með myndavélar í snjallsímum. Um leið og unga fólk­ ið fer út á götu má sjá skóg af mynda­ vélum. Það er allt tekið upp og sett á vefinn.“ Gott tækifæri Hlynur segir fyrsta Föstudagsfiðrildið, fyrir um tveimur vikum, hafa gengið vel en fiðrildin fljúga aðra hverja viku í sumar. „Þetta er tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 17–25 ára að þroska sína list – hvort sem það er í Götuleikhúsinu eða einhverjum þeirra listhópa sem sækja um og fá styrk yfir sumarið. Svo má segja að verið sé að slá tvær flug­ ur í einu höggi. Þetta þroskar og kennir listamönnunum heilmargt og er svo mikil skemmtun fyrir bæjarbúa sem njóta afrakstur starfsins.“ n Föstudagsfiðrildin fljúga á ný n Götuleikhúsið og listhópar glæða miðbæinn lífi Sveinn Breki Hróbjartsson Kyssir tré. Hákon Jóhannesson and Þórdís Björk Þor- finnsdóttir. Listhóp- arnir glæða miðbæinn lífi. Stund milli stríða hjá dætrum Hermanns V ið fjölskylda Hemma og vinir viljum byrja á því að þakka þann auðsýnda hlýhug og stuðning sem við höfum fundið fyrir síðustu daga,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu og vinum Hermanns Gunnarssonar, sem lést eins og kunnugt er fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið hjartaáfall. Í dag, föstudag, verður sýnd í beinni útsendingu útför Her­ manns Gunnarssonar. Séra Pálmi Matthías son mun jarðsyngja. „Fyrirséð er að engin kirkja mun rúma allan þann fjölda sem athöfn­ ina myndi vilja sækja og munum við því reyna að setja upp skjá og hljóð­ kerfi fyrir utan Hallgrímskirkju þar sem hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í kirkjunni.“ Mikið hefur mætt á fjölskyldu Hermanns eins og gefur að skilja. Á dögunum komu dætur hans, Eva Laufey, Sigrún, Edda og Björg Sig­ ríður, og bökuðu saman. Þær eru allar miklir matgæðingar og Eva Laufey fer þar fremst í flokki. Upp­ skriftina birtir Eva Laufey einnig á vefsíðu sinni evalaufeykjaran.is. Alltaf tími fyrir kökuát „Það er í nægu að snúast þessa dag­ ana hjá okkur fjölskyldunni en það er svo sannarlega alltaf tími fyrir kökuát og smá huggulegheit. Edda hefur boðið okkur upp á svo ljóm­ andi góða skúffuköku að ég verð að fá að deila uppskriftinni með ykkur, þessi kaka er ein sú besta sem ég hef smakkað. Ég segi það satt,“ segir Eva Laufey og mælir með því að kakan sé borin fram þegar hún er enn volg, með rjóma eða ís. „Auð­ vitað má bera hana fram kalda líka en kakan er stórfengleg þegar hún er volg, best er að drekka ískalda mjólk með. Við höfum held ég öll systkinin dásamað þessa köku í bak og fyrir, enda miklir súkkulaði­ sælkerar. Kakan er mjög einföld og á svo sannarlega vel við á svona rign­ ingardögum, mæli með að þið setj­ ið upp svuntuna þegar þið komið heim úr vinnu og skellið í eina Edd­ uköku, kveikið á nokkrum kertum og komið ykkur vel fyrir undir teppi og njótið. Svona dagar eiga einung­ is, já einungis að fara í notalegheit.“ Eddukaka n 3 bollar hveiti n 2 bollar sykur n 3 egg n 2 bollar venjuleg ab-mjólk n 1 bolli olía n 5–6 msk. Kötlu-eðalkakó n 2 tsk. lyftiduft n 1 tsk. natrón n Nóg af vanilludropum, magn eftir smekk Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í bökunarform eða ofn­ skúffu. Bakið við 175°C í 20 mín­ útur. Mikilvægt að fylgjast með og stinga gaffli í kökuna til þess að athuga hvort hún sé tilbúin, passið ykkur á því að baka ekki of lengi. Kælið kökuna smávegis áður en þið setjið á hana kremið. Súkkulaðikrem n 200 gr smjör n 1 pakki flórsykur n 5–6 msk. Kötlu-eðalkakó n 1/2 kaffibolli n Nóg af vanilludropum, magn eftir smekk Hitið 200 gr af smjöri í potti við vægan hita og bætið hinum hrá­ efnunum saman við, hrærið vel í blöndunni í smá tíma. Edda segir að það sé smá þolinmæðisverk að hræra og ná sléttri og glansandi áferð, en vel þess virði! Hellið krem­ inu yfir kökuna og skreytið með kókosflögum og kókosmjöli. n n Njóta samverunnar yfir súkkulaðiköku Hermannsdætur Björg Sigríður, Sigrún, Eva Laufey og Edda. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Girnilegt Dætur Hermanns eru sælkerar eins og sjá má. Á borðum er eplapæ Evu Laufeyjar og súkkulaðikaka Eddu. Stór og girnileg Súkkulaðikaka Eddu er glæsileg. Damon Younger í hvalskurði Leikarinn góðkunni Damon Younger er kominn í sumarvinnu við hvalskurð í Hvalfirði. Damon mun vinna í akkorði við skurðinn og mun þéna vel. Eiginkona hans, Vera Sölvadóttir, heimsækir hann reglulega en ekki er víst henni líki aðfarirnar enda starfaði hún lengi sem leiðsögumaður í hvalskoðun. Sniðgengin á götu úti „Fólk heilsaði mér ekki úti á götu þegar ég vó yfir 100 kíló,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, fjölmiðlakona á RÚV, í forsíðuviðtali við Vikuna. Hún breytti um lífsstíl fyrir fjórum árum og viðurkenndi fyrir sjálfri sér að hún væri matarfíkill. Í dag hefur hún misst 40 kíló og líðanin er góð. Andri Freyr tyrfði svalirnar „Ekki lengi að búa til garð,“ sagði út­ varpsmaðurinn vinsæli Andri Freyr Viðarsson sem hefur tyrft svalirn­ ar hjá sér fyrir nýjasta fjölskyldu­ meðliminn, hundinn Hemma. „Þessi garður heitir Hemma­ tún og ég setti næringu í hann í gær. Hemmi skeit á blettinn í fyrsta skiptið í morgun, ég tók mynd af því!,“ bætti Andri Freyr við til út­ skýringar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.