Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað Félög Gunnlaugs græddu 395 milljónir n Teton heldur áfram að mala gull fyrir hluthafa sína T vö eignarhaldsfélög sem eru að hluta til í eigu Gunnlaugs Sigmundssonar, fjárfestis og fyrrverandi þingmanns Fram- sóknarflokksins, hafa grætt samtals 395 milljónir króna á síðustu tveim- ur rekstrarárum þeirra, sem árs- reikningar liggja fyrir um. Þetta kem- ur fram í ársreikningum félaganna, Teton ehf. og Þingholti ehf. Líkt og kunnugt er þá er Gunnlaugur faðir Sigmundar Davíðs, forsætisráðherra Íslands. Teton er umsvifamikið og stöndugt fjárfestingarfélag sem á eignir upp á nærri 1.600 milljónir króna en skuldar aðeins tæplega 140 milljónir. Félagið hagnaðist um ríf- lega 364 milljónir króna árið 2011. Teton var upphaflega stofnað utan um eignarhlut Gunnlaugs, Vilhjálms Þorsteinssonar og Arnar Karlssonar í fjarskiptafyrirtækinu Kögun. Þre- menningarnir seldu 15 prósenta hlut sinn í Kögun til Baugsfélagsins Dagsbrúnar árið 2006. Eftir þá sölu hélt Teton áfram fjárfestingum og hagnaðist meðal annars um 1.150 milljónir króna árið 2008, sama ár og íslensku bankarnir hrundu. 600 milljónir króna voru greiddar í arð til hluthafa Teton vegna þessa hagn- aðar. Hlutdeild Gunnlaugs í arðinum nam 120 milljónum króna. Hitt félagið, Þingholt ehf., græddi tæpar 30 milljónir króna í fyrra, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi fé- lagsins. Félagið heldur utan um eignarhald á fasteigninni að Hellu- sundi 6 í miðbæ Reykjavíkur þar sem Teton er skráð til húsa, meðal annarra félaga. Félög eigenda Teton standa því vel enda hefur Gunnlaug- ur sjálfur sagt að framkvæmdastjóri félaganna, Örn Karlsson, sé mjög fær á sínu sviði: „Örn er mikill snillingur og ég hef notið góðs af því.“ n ingi@dv.is n Stjórn RÚV með stærra hlutverk en áður n Fylgist með verkefnum fjölmiðilsins F rumvarp Illuga Gunnarssonar til laga um Ríkisútvarpið færir Alþingi óbeint vald yfir dag- skrárstefnu, starfsemi og megináherslum fjölmiðilsins ólíkt því sem tíðkaðist á árum áður. Verði lögin að veruleika mun Alþingi skipa stjórn sem meðal annars hefur það hlutverk að „fylgjast með starf- semi og verkefnum Ríkisútvarpsins.“ Þannig verður fyrirkomulagi Ríkis- útvarpsins ekki bara breytt til fyrra horfs heldur þinginu færð meiri völd en það hafði áður en lög Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, voru sett. Þetta skýrist af því að með lög- um hennar var starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins víkkað út. Um leið var reglum um skipan stjórnar- innar breytt með það að leiðarljósi að gera hana óháða hinu pólitíska valdi. Samkvæmt frumvarpi Illuga verður aðeins skipan stjórnarinnar færð undir Alþingi á ný, en lýsingin á starfssviðinu helst óbreytt. Þannig mun Alþingi kjósa alla sjö stjórnar- mennina og þeir gegna mun stærra hlutverki en áður. Hert á pólitíska valdinu Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið sem samþykkt voru árið 2007 ræður stjórnin útvarpsstjóra en sér að öðru leyti einvörðungu um mál er lúta að rekstri félagsins. Eins og áður segir fela lög Katrínar stjórninni einnig að móta dagskrárstefnu og megin- áherslur í starfi útvarpsins í sam- vinnu við útvarpsstjóra auk þess sem hún sinnir eftirliti með starfsemi fjöl- miðilsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, lýsir miklum áhyggjum af frumvarpi Illuga á Facebook-síðu sinni. „Frum- varpið um breytta skipan stjórnar RÚV lætur lítið yfir sér en hefur í för með sér aukið pólitískt vald yfir dag- skrárstefnunni,“ skrifar hún. „Nú er verið að hverfa til þeirra tíma þegar Alþingi tilnefndi stjórnina hlutbund- inni kosningu. Þegar þessi háttur var hafður á hafði stjórnin fyrst og fremst rekstrarhlutverk. Núna eru tilnefningarnar færðar í fyrra horf en hlutverkið er breytt: Fulltrúar stjórnmálaflokka eiga að móta dag- skrárstefnu RÚV! Hin unga og ferska ríkisstjórn vill herða á pólitísku valdi yfir Ríkisútvarpinu. Mér finnst það stórmál.“ Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók í sama streng þegar DV sló á þráðinn til hans og sagði að sér þætti undarlegt að rjúfa ætti þá sátt sem náðist á síðasta þingi. Eðlilegra væri að láta reyna á lög Katrínar áður en ráðist yrði í breytingar á þeim. Meiri hætta á íhlutun Sjö af átta umsagnaraðilum leggjast eindregið gegn frumvarpi Illuga. Flestir mótmæla því meðal annars á grundvelli þeirra atriða sem nefnd eru hér að framan en einungis fyrir- tækið Skjárinn fagnar frumvarpinu. „Það sem gerir tillögur mennta- og menningarmálaráðherra enn verri, er að hlutverk stjórnar sam- kvæmt nýju lögunum er talsvert breytt og víðfeðmara en samkvæmt eldri lögum,“ segir í umsögn frá Bandalagi íslenskra listamanna. „Sú sjö manna stjórn sem kosin yrði sam- kvæmt tillögum ráðherrans hefði því mun breiðara hlutverk en tíðkast hefur til þessa. Þannig væri hætta á íhlutun frá pólitískt skipuðum stjórnarmönnum um innri mál RÚV mun meiri en verið hefur á grund- velli eldri laga.“ Ólíkt stefnu Svía og Breta Bendir Lárus Ýmir Óskarsson, kvik- myndaleikstjóri og fyrrverandi fjöl- miðlamaður, á að frumvarp Illuga færi fyrirkomulag Ríkisútvarpsins fjær þeirri stefnu sem er við lýði í Bretlandi og Svíþjóð hvað varðar ríkis rekna fjölmiðla. „Í Bretlandi hafa menn lengi vitað af hættum þess að hleypa stjórnmálamönnum nálægt BBC. Þeir hafa á orði að það sé álíka viturlegt að láta stjórnmálamenn ráða fjölmiðlum og að gera Drakúla að blóðbankastjóra,“ skrifar hann og nefnir að í þessum ríkjum, og víðar í Evrópu, sé lagt upp úr því að pólitískt skipaðir fulltrúar komi aðeins að al- mennum ákvörðunum um rekstur ríkisfjölmiðla, en sé haldið fjarri hvers kyns dagskrárvaldi. n Mótfallin breytingunum Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, þingkona Samfylkingar- innar, hefur áhyggjur af þróun mála. „Hin unga og ferska ríkisstjórn vill herða á pólitísku valdi yfir Ríkisútvarpinu. Mér finnst það stórmál. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Dagskrárstefnan undir pólitískt vald Setja verður frumvarp Illuga í samhengi við orð samflokksmanna hans um að hrekja pólitíska andstæðinga úr Efstaleiti. Þegar frumvarp Katrínar Jakobs dóttur var til umræðu í mars sagðist Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vilja fækka Sam- fylkingar- og VG-liðum á fréttastofu Ríkis útvarpsins. Brynjar Níelsson, þing- maður sama flokks, tók í sama streng á þingi nýlega og sagði mikilvægt að í stjórn útvarpsins sæti „alvöru fólk“ en ekki vinstrimenn. Þótt þeir hafi báðir sagst lítið hafa meint með ummælunum hafa yfirlýsingarnar vakið ugg meðal fjölmiðlafólks og lýstu fréttamenn Ríkis- útvarpsins áhyggjum sínum í samtali við Smuguna fyrr í vetur. Þá hafa bæði fyrr- verandi og núverandi ritstjórar Morgun- blaðsins, sem báðir eru áhrifamenn inn- an Sjálfstæðisflokksins, kvartað undan Ríkisútvarpinu. Vill Davíð Oddsson leggja það niður en Styrmir Gunnarsson hefur hvatt til þess að gerðar verði breytingar á Ríkisútvarpinu til þess að „skapa meira jafnvægi“ í umfjöllun fjölmiðilsins. „Alvöru fólk“ en ekki vinstrimenn RÚV undir Alþingi Samkvæmt lögum Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, munu pólitískt skipaðir fulltrúar hafa áhrif á dagskrár- stefnu Ríkisútvarpsins. Farsæll fjárfestir Gunnlaugur Sigmunds- son er farsæll fjárfestir en félög honum tengd halda áfram að skila fínum hagnaði ár frá ári. Sjötug dæmd fyrir fjárdrátt Tæplega sjötug kona var á fimmtudag dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 50 milljónir króna í starfi sínu hjá einkabankaþjón- ustu á eignastýringarsviði Kaup- þings á árunum 2004–2008. Konan, Anna V. Heiðdal, var ákærð fyrir að hafa átján sinnum dregið sér samtals 50.403.890 krónur, sem voru hluti söluand- virðis óskráðra verðbréfa, það er skuldabréfa og víxla, sem hún að- stoðaði seljendur við að gefa út, með því að millifæra söluandvirði verðbréfanna af bankareikningum kaupenda bréfanna inn á eigin bankareikning og slá þannig eign sinni á það, í stað þess að ráðstafa því í þágu seljenda. Refsingu Önnu er frestað um þrjú ár og fellur niður haldi hún almennt skilorð næstu þrjú árin. Bændur lokka beljur Mjaltaþjónafyrirtækið Lely hefur tekið saman reynslu erlendra bænda af beitarskipulagi. Í úttekt fyrirtækisins kemur meðal annars fram að hægt sé að skilyrða beljur til að koma til mjalta, með því að veita þeim í kjölfarið aðgang að fersku grasi. Ekki er nægur hvati að hafa einungis aðgengi að túni, heldur þarf þess í stað að bjóða kúnum nýtt beitarsvæði með átta til tólf tíma millibili. Það er, að sögn Lely, nægur hvati til að lokka kýrnar í mjaltir. Í úttektinni er þó varað við að kúnum sé leyft að borða of mikið af grasi, enda auki það á leti þeirra. Ríki verndi Snowden Ögmundur Jónasson hélt erindi á þingi Evrópuráðs á fimmtudaginn þar sem hann fjallaði um málefni tengd internetinu. Þar hvatti hann alla einstaklinga og allar ríkis- stjórnir til að taka upp hanskann fyrir bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden. Ögmundur sagði að persónunjósnir eins og bandarísk stjórnvöld stundi séu hrein ógn við undirstöður réttar- ríkisins og að Snowden sé „upp- ljóstrari í þágu lýðræðis“. Auk þess að ræða mál Snowden ræddi Ög- mundur um klám á internetinu, sem hann sagði þrengja sér inn í líf barna. Hann sagði sölumenn klámefnis vera naska á að koma söluvörunni á framfæri við börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.