Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 20
Sandkorn S igmundur Davíð Gunnlaugs­ son forsætisráðherra er kom­ inn óraveg frá því karlmenni sem barði á fyrrverandi ríkis­ stjórn af hörku og einurð þegar honum þótti sleifarlag og linka ganga úr hófi fram. Hörð stjórnar­ andstaða, sérstaklega í Icesave­mál­ inu, hans vakti athygli og aðdáun fjölmargra Íslendinga. Og dyggur stuðningur hans í orði við skuldara og loforð um stórfellda niðurfellingu skulda varð til þess að hann vann stórsigur í kosningunum og komst í stól forsætisráðherra. Það fer Sigmundi Daví illa að kveinka sér undan gagnrýni fjölmiðla og stjórnarandstöðu. Forsætisráð­ herrann er einfaldlega í þeirri stöðu að þurfa að standa við stóru orðin. Hann seldi þjóðinni einfaldar lausn­ ir sem hann verður að afhenda. Öll þjóðin bíður þess í ofvæni að hann ráðist á hrægammana og hrifsi af þeim það sem hinum almenna skuldara ber að fá í bætur vegna hrunsins. Og kjósendur bíða þess að hann lækki skatta eins og hann lofaði. Það er í rauninni ekki skrýtið þótt það sé farið að gæta óþols vegna þess að efndirnar eru ekki alveg í sjónmáli. Undarlegur millileikur þar sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að leysa skuldamálin sýnist ekki trúverð­ ugur. Sigmundur Davíð skrifaði blaða­ grein þar sem hann kvartaði undan því sem hann kallaði loftárásir á sig og ríkisstjórnina. Sú grein er honum ekki sæmandi. Æðsti maður fram­ kvæmdavaldsins sýnir ekki veikleika sinn með kjökri. Hann kemur fram sem sterkur og maður orða sinna. Með einhverjum rökum getur hann krafist þess að ný ríkisstjórn fái eðli­ legan umþóttunartíma til að fóta sig og koma kosningamálum sínum í farveg. En hann gerir það háum rómi og án þess að vera með grátstafinn í kverkunum. Það styttist í að þessi ríkisstjórn hafi setið í 100 daga sem er almennt talinn vera sá tími sem nýjar stjórnir njóta umburðarlyndis. Þegar sá tími er liðinn er það skylda allra heiðar­ legra fjölmiðla og stjórnmálamanna að upplýsa um efndir eða svik lof­ orða. Og það er í rauninni einfalt að fylgjast með því að stóru orðin standi. Skattalækkun er einfalt að mæla. Breytingu á veiðigjöldunum er sömuleiðis auðvelt að bregða mæli­ kvarða á. Og risastóra málið, skulda­ niðurfellingin, er eitthvað sem allir þeir sem skulda í húsnæði munu geta lesið á rukkunarseðlum sínum. Við skulum bíða í 100 daga og leyfa Sigmundi Davíð að klára sín verk og standa við það sem hann sagði þjóðinni fyrir kosningar. Ef hann og Framsóknarflokkurinn standa við loforð sína er skylda þjóðarinnar að þakka það sem vel er gert. Ef aftur á móti verður um svik að ræða er augljóst að menn hafa logið sig til æðstu áhrifa í samfélaginu. Slíkt má ekki líðast. Líf blágrænu stjórnarinnar hangir á bláþræði kosningaloforða Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Og það er Framsóknarflokkurinn einn sem hefur lagt allt undir og er í skot­ línunni. Sjálfstæðisflokkurinn, líkt og fráfarandi stjórnarflokkar, varaði við loforðunum um skuldaniðurfell­ ingu. Það gæti viðrað vel til loftárása í haust. Og slíkum árásum fylgir gjarn­ an væl. En að svo stöddu skulum við reikna með því að stóru kosningalof­ orðin springi út með gullregni eins og flugeldasýning á gamlárskvöld. Þá verður allt gott. Gunnar safnar liði n Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, hefur setið sem óbreyttur bæjar­ fulltrúi í meirihluta sjálfstæð­ ismanna í bænum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hefur náð að styrkja sig í sessi sem leiðtogi. En Gunnar er síður en svo búinn að gefast upp. Fullyrt er að hann safni liði og stefni á leiðtogasætið í próf­ kjöri eftir áramót. Sigmundur og RÚV n Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra kvartar undan því að and­ stæðingar hans í stjórnmál­ um og á fjölmiðlum geri loftárásir á sig í stað þess að gefa ríkisstjórninni eðli­ legt svigrúm til að fóta sig í völdunum. Davíð Odds- son, fyrrverandi forsætis­ ráðherra, tekur undir með Sigmundi í leiðara. Bendir Davíð á að það sé fyrst og fremst Ríkisútvarpið sem standi fyrir aðförinni. Bæt­ ist þá enn einn leiðarinn við þá runu forystugreina sem fjalla um RÚV og hlut­ drægnina þar. Á valdi forseta n Einstakir ráðherrar ríkis­ stjórnarinnar þykja hafa far­ ið klaufalega af stað og ekki náð að útskýra gjörðir sínar og áform fyrir fólki. Mestu vandræðin eru í kringum Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs­ ráðherra sem er nú nánast á valdi for­ setans vegna boðara breytinga á veiðigjöldum. En svo eru líka dæmi um ráðherra sem fara á kostum. Eygló Harðardóttir félags­ málaráðherra hefur slegið í gegn með því að boða leið­ rétt kjör aldraðra. Öryrkjarn­ ir bíða svo eftir að ráðherr­ ann komi til þeirra. Helgispjöll n Sú frétt DV að Egill Helga- son væri að hætta með Silf­ ur sitt á RÚV vakti mikla athygli. Búist er við að Páll Magnússon útvarpsstjóri muni velja arftaka Egils á næstu dögum. Eiríkur Jóns- son segir frá því á síðu sinni, eirikurjons­ son.is, að Helgi Seljan sé sjóðheitur. Sjálfur verst Helgi fregna og spyr hvort þátturinn ætti að heita Helgispjöll. Innan RÚV heyrist að það sé krafa sjálfstæðismanna að stjórnendur verði tveir, annar frá hægri en hinn frá vinstri. Þetta var reynt á Skjá Einum þegar Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra stýrði umræðuþætti á móti Katrínu Jakobsdóttur, fyrr­ verandi menntamálaráð­ herra. Gaf mér hjól en stal því af mér Núna líður mér eins og alvöru veiðimanni Gefandinn stal hjóli af Þorvaldi Jóannessyni 45 árum síðar. – DV Jógvan Hansen veiddi 22 laxa ásamt félögum sínum. – DV Loftárásir og væl„Æðsti maður fram- kvæmdavaldsins sýnir ekki veikleika sinn með kjökri „Fyrir það fyrsta þá er ekki um skatt að ræða hér heldur afnota- gjald fyrir notkun á veiði- heimildum S tjórnvöld fjórflokksins á Ís­ landi, hvort sem þau eru hægrisinnuð, fyrir miðju eða vinstrisinnuð, eru fyrir margar sakir sér kapítuli í sögu vest­ rænna stjórnvalda. Það er mér til efs að nokkurs staðar á Vesturlöndum séu stjórnvöld sem eru jafn mikið undir járnhæl þröngra og fámennra sérhags­ munahópa, eins og LÍÚ, sem sitja við allsnægtaborð einnar þjóðar. Brauð­ molar hrynja niður af borðinu til al­ múgans sem af lotningu horfir upp til elítunnar og prísar sig sælan að hafa þá við allsnægtaborðið frekar en alla þjóðina til jafns við elítuna. Því þá, að sögn þeirra í elítunni, myndi allt fara fjandans til. Enginn fiskur yrði veidd­ ur, öllu yrði lokað og þjóðargjaldþrot yrði svo stórt að við þyrftum að flytja til Kanarí, svo vitnað sé í foringja þeirra. Brauðmolakenningin í hnotskurn kristallast síðan á jólunum þegar al­ múginn fer í röð, t.d. á Akureyri við Eyjafjörð, og þiggur gjafir frá Samherja í alls konar íþrótta­ og velgjörðastarf­ semi ásamt því að hlýða á jólahug­ vekju frá miskunnsama Samherjan­ um; fyrrverandi stjórnarformanni Glitnis sem féll fyrstur íslenskra banka í hruninu haustið 2008, núverandi eiganda olíufyrirtækis á einokunar­ og samráðsmarkaði og handhafa nýt­ ingarleyfis á olíuauðlindum Dreka­ svæðisins. Tíu þúsund milljónir á þessu ári Stjórnvöld hafa ákveðið í krafti pen­ ingagjafa frá LÍÚ­fyrirtækjum til ríkis­ stjórnarflokkanna að koma færandi hendi til útgerðarfyrirtækja og lækka veiðigjöldin um tæpar 10.000 millj­ ónir á yfirstandandi fiskveiðiári, sem hófst fyrir tæpu ári, og líka þess næsta sem hefst í september. Hafa ber í huga að áætlað var að gefa 35–50% afslátt af fullu veiðigjaldi á fyrstu árum hins sérstaka veiðigjalds. Það þýðir tekju­ tap ríkissjóðs upp á að minnsta kosti tæpar 30.000 milljónir á kjörtímabil­ inu ef núverandi lögum um veiðigjöld verður breytt og veiðigjaldið lækkað í samræmi við frumvarp ríkisstjórnar­ innar. Icesave hvað? Nemar í sjávarútvegsfræði við Há­ skólann á Akureyri halda úti bráð­ fyndinni vefsíðu, veidigjald.com, þar sem reiknuð eru út heildarveiðigjöld á fyrirtæki en ekkert tillit tekið til lækk­ unarheimilda vegna skulda og vaxta­ gjalds vegna kvótakaupa. Áætlanir benda til að lækkunin sé minnst 2.000 milljónir en heimildin er 8.000 millj­ ónir, séu allar aðstæður fyrir hendi samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laga um veiðigjöld. Rétt er að nefna það hér að sérstakur fjárhagslegur bakhjarl og styrktaraðili sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri er einmitt LÍÚ! Þess má líka geta að LÍÚ greiðir laun og kostnað sérstaks auðlindasér­ fræðings við Lagastofnun Háskóla Ís­ lands, sem heitir Helgi Áss Grétarsson. Gert í áróðursskyni Nemarnir við sjávarútvegsdeild Há­ skólans á Akureyri hafa reiknað veiði­ gjöld pr. íbúa nokkurra sveitarfélaga, eins fjarstæðukennt og það kann að hljóma. Það er sennilega gert í áróð­ ursskyni og með von um atvinnu eftir nám hjá LÍÚ­fyrirtækjum ásamt því að peningagjafir til sjávarútvegsdeildar­ innar kunni að hafa áhrif á framsetn­ ingu gagna og álit nemanna á veiði­ gjaldi til þjóðarinnar. Fyrir það fyrsta þá er ekki um skatt að ræða hér heldur afnotagjald fyrir notkun á veiðiheimildum sem færðar eru fámennum hópi elítuútgerðar­ manna ár eftir ár af íslenskum stjórn­ völdum. Það, samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, stenst ekki grund­ vallarmannréttindi um atvinnufrelsi og jafnræði. Þess vegna eru nemarnir og margir sveitarstjórnarmenn á villigötum þegar kemur að umræðu um meintan skatt á sveitarfélög á landsbyggðinni. Hér er einfaldlega verið að ná í pen­ inga til að reka vegagerð og byggja göng, halda úti heilbrigðiskerfi (m.a. á lands­ byggðinni) og til að greiða niður skuld­ ir ríkissjóðs. Þær skuldir eru til komnar vegna hrunsins og hallareksturs vegna gífurlegra vaxtagjalda af erlendum lán­ um ríkissjóðs. Ríkissjóð munar um allt að 30.000 milljónum á kjörtímabilinu en stjórnvöld telja að þeir peningar fari best í vösum LÍÚ­manna. Umrædd síða nemanna ætti líka að innihalda afskriftir og eftirgjöf erlendra lána til sjávarútvegsfyrirtækja, sem er náttúrulega ekkert annað en spilling og peningagjöf til hluthafa viðkomandi fyrirtækja, þar sem þeir halda fyrir­ tækjum sínum 100%. Þannig mætti t.d. finna út að hver Grindvíkingur hafi fengið tæpar tvær milljónir afskrif­ aðar hjá Landsbankanum á kostnað eiganda bankans, ríkissjóðs. Fólkið fær litla hjálp Fróðlegt væri að skoða fleiri sveitarfélög. Hvers vegna þarf að veita sjávarútvegsfyrirtæki í út­ flutningi afskrift og eftirgjöf skulda vegna gengishruns? Hagur þessara fyrirtækja vænkaðist við geng­ ishrunið á meðan almenningur fékk á sig 50% kaupmáttarrýrnun eftir hrun. Fólkið fær litla hjálp frá stjórnvöldum og enga skjaldborg. Mál þeirra er núna komið í nefnd, fimm árum eftir hrun. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa atvinnufrelsi og jafnræði að leiðar­ ljósi við úthlutun aflaheimilda og bjóða upp aflaheimildir á frjáls­ um markaði. Kvótanum á að skipta eftir byggðarlögum, svæðum og útgerðarflokkum. Auðlindagjaldið á að greiða við löndun og sölu afl­ ans á fiskmarkaði og það á að bjóða upp sóknardaga fyrir smábáta. Miskunnsami Samherjinn Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 20 28.–30. júní 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Aðsent Finnbogi Vikar skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.