Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Skorið niður í velferð
n Bjarni boðar 3,5 milljarða niðurskurð
B
jarni Benediktsson, fjár-
mála- og efnahagsráðherra,
hefur lýst því yfir að halla-
rekstur ríkissjóðs muni nema
30 milljörðum á þessu og næsta ári
að óbreyttu. Á miðvikudaginn boð-
aði hann svo 1,5 prósenta flatan
niðurskurð í því skyni að vega upp á
móti hallarekstri ríkissjóðs. Niður-
skurðurinn mun leggjast jafnt á öll
ráðuneyti og verður forgangsröðun
falin hverju ráðuneyti fyrir sig.
Ef miðað er við fjárlög ársins
2013 má áætla nokkurn veginn
áhrif þess að ráðast í flatan niður-
skurð upp á 1,5 prósent. Ef öll út-
gjöld ríkissjóðs, að undanskildum
vaxtagreiðslum, eru skorin niður
um 1,5 prósent jafngildir það um
7,5 milljarða flötum niðurskurði.
Samkvæmt grófum útreikningum
DV má þá áætla að þar af nemi
niðurskurður til velferðarmála
3,5 milljörðum króna. Þá má gera
ráð fyrir milljarðs niðurskurði til
mennta- og menningarmála sem
og innanríkismála og að öllum lík-
indum yrði svipuð upphæð skorin
niður til fjármála og efnahagsmála.
Bjarni vonast til þess að ráðu-
neytin skili sparnaðartillögum á
næstu dögum en tekur fram að
undirbúningur niðurskurðarins
sé unninn í töluverðu tímahraki.
Þá verður einnig litið til einstakra
útgjaldaliða. „Við komumst ekkert
hjá því að skoða leiðir til að fara í
sértækar aðgerðir. Þá þurfum við
að velta því fyrir okkur hvort ein-
hver útgjöld, sem enn hafa ekki
komið til framkvæmda, sem við
verðum einfaldlega að slá af,“ sagði
Bjarni Benediktsson í fréttum Ríkis-
útvarpsins. Dæmi um slík útgjöld
eru ýmiss konar framkvæmdir sem
ráðgerðar eru í fjárfestingaáætlun
fráfarandi ríkisstjórnar. n
olafurk@dv.is
S
tjórnendur tveggja útgerða,
í Grímsey og á Tálkna-
firði, sem sögðu frá því í
Morgunblaðinu á mánu-
daginn að veiðigjöldin
væru að sliga fyrirtækin, létu þess
ekki getið að bæði fyrirtækin voru
orðin mjög illa stödd fyrir íslenska
efnahagshrunið árið 2008. Útgerð-
irnar eru Sigurbjörn ehf. í Grímsey
og Þórsberg ehf. á Tálknafirði. Eig-
infjárstaða beggja útgerðanna var
orðin neikvæð strax í árslok 2008
enda voru þau bæði mjög skuld-
sett.
Í frétt Morgunblaðsins kom
fram að bæði félögin ættu í mikl-
um erfiðleikum út af veiðigjöldun-
um en hvort um sig greiðir um 30
milljónir króna í slík gjöld á ári.
Einn af hluthöfum og stjórnar-
mönnum Sigurbjarnar í Gríms-
ey, Garðar Ólason, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið: „Þetta er að
ganga frá okkur.“ Guðjón Indriða-
son, einn af hluthöfum Þórsbergs
á Tálknafirði, sagði sömuleiðis:
„Við stöndum engan veginn undir
veiðigjöldunum, ég veit ekki hvar
á að taka þau.“ Fréttinni var slegið
upp á forsíðu Morgunblaðsins.
Stefndi í gjaldþrot 2008
Í ársreikningi Sigurbjarnar ehf.
fyrir árið 2008 kemur fram að í
lok þess árs hafi eiginfjárstaða fé-
lagsins verið neikvæð um rúmlega
1.300 milljónir króna. Þetta þýddi
neikvæða eiginfjárstöðu upp á 95
prósent. Eiginfjárstaða er sú tala
sem kemur út þegar skuldir eru
dregnar frá eignum: Skuldir Þórs-
bergs voru því 95 prósentum meiri
en eignirnar. Fyrirtæki sem hafa
svo neikvæða eiginfjárstöðu eru í
reynd gjaldþrota.
Árið 2007 var sömuleiðis slæmt
hjá Þórsbergi en þá tapaði félagið
meira en 43 milljónum króna og
var eiginfjárstaða félagsins einung-
is jákvæð um 1,2 prósent. Eignir
félagsins voru því rétt aðeins meiri
en skuldirnar strax árið 2007. Það
ár keypti félagið meðal annars bát
fyrir nærri 200 milljónir króna og
tók til þess lán. Með hruni íslensku
krónunnar jukust skuldir félags-
ins svo til muna þar sem lán þess
voru í erlendum myntum: Aðallega
evrum, svissneskum frönkum og
japönskum jenum.
Slæma stöðu Sigurbjarnar er því
ekki hægt að rekja bara til álagn-
ingar veiðigjalda þó svo að slík
skattheima komi sér vitanlega ekki
vel fyrir svo illa statt fyrirtæki. Í lok
árs 2011 var eiginfjárstaða fyrir-
tækisins neikvæð um tæpa tvo millj-
arða króna og nærri 150 prósent.
Ekkert um veiðigjöldin
Staða Þórsbergs ehf. var ekki alveg
eins slæm en var þó orðin neikvæð
strax árið 2006 um rúmlega sex
milljónir króna þó svo að stjórn-
endur félagsins hafi náð að snúa
þeirri stöðu við árið 2007 – eigin-
fjárstaðan var þá orðin jákvæð um
tæpar sextíu milljónir. Árið 2008
var eiginfjárstaða félagsins orðin
neikvæð um tæplega 100 milljón-
ir en þá féll íslenska krónan gríðar-
lega í aðdraganda bankahrunsins
og þar á eftir. Fall krónunnar hafði
mikil áhrif á stöðu félagsins þar
sem mikill meirihluti skulda þess
var í erlendum myntum.
Í lok árs 2011 var staða félags-
ins hins vegar þannig að eiginfjár-
staðan var neikvæð um nærri 850
milljónir króna en félagið tapaði
meira en 300 milljónum króna á
því ári. Í ársreikningi félagsins er
sömuleiðis rakið af hverju staða fé-
lagsins var eins slæm og raun bar
vitni. Þar er ekkert minnst á veiði-
gjöldin.
Orðrétt stendur í
ársreikningnum: „Mjög óvenju-
legar og sérstakar aðstæður hafa
skapast á innlendum fjármála-
markaði. Vegna veikingar krón-
unnar hefur fjárhagsstaða félags-
ins versnað til muna þar sem 97,9%
langtímalána þess eru í erlendri
mynt. Hagnaður fyrir fjármagnsliði
gefur til kynna að grunnrekstur
félagsins sé traustur. Ójafnað tap
félagsins nemur um 990 millj.kr.
Félagið hefur samið um aðlögun
greiðslna við lánastofnanir og er
það í skilum við lánardrottna sína
á uppgjörsdegi. Lausafjárstaða fé-
lagsins er nokkuð góð en hand-
bært fé nam um 27,3 millj.kr. á
reikningsskiladegi. Næsta árs af-
borgun langtímalána er um 102,6
millj.kr. Mat stjórnenda félagsins
er að rekstrargrundvöllur þess sé
tryggður næstu tólf mánuði eft-
ir reikningsskiladag. Yfirdráttar-
bankalán að fjárhæð 169,3 millj.
kr. féll á gjalddaga þann 4. des-
ember 2010. Félagið er í viðræð-
um um endurfjármögnun lánsins
en yfirdráttar heimildin hefur verið
framlengd til eins árs í senn.“
Staðan er því sú að bæði þessi
félög voru orðin illa stödd strax í
bankahruninu 2008 og hafa verið
sliguð af skuldum æ síðan. Álagn-
ing veiðigjaldanna hjálpar þessum
fyrirtækjum ekki í þessari stöðu
en þó er alls ekki hægt að segja
að álagning gjaldanna sé ástæðan
fyrir slæmri stöðu þeirra. n
Illa reknar útgerðir
kenna veiðigjaldi um
n Staðan slæm allt frá árinu 2008 n Skuldsettar í erlendum myntum
Slæm staða fyrir veiðigjöld Staða útgerðarfélagsins Sigurbjarnar ehf. í Grímsey var orðin slæm strax árið 2008 en félagið skuldsetti
sig meðal annars vegna fjárfestinga fyrir efnahagshrunið 2008. Garðar Ólason er einn af hluthöfum Sigurbjarnar og kvartaði hann út af
veiðigjöldunum í viðtali við Moggann á mánudag.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Þetta er að
ganga frá okkur
Flatur niðurskurður Áætla má að niðurskurður til velferðarmála munu nema 3,5 millj-
örðum króna, miðað við fjárlögin 2013.
Byssur og
skotfæri
Skotvopn og fíkniefni fundust við
húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í austur-
borginni á þriðjudag. Um var að
ræða haglabyssu, loftbyssu, skamm-
byssu og rafbyssu, en í íbúðinni var
einnig að finna skotfæri í áðurnefnd
vopn. Á sama stað var lagt hald á um
200 grömm af kannabisefnum og
lítilræði af öðrum fíkniefnum, auk
hnúajárns, hnífa, axar, hafnabolta-
kylfu og piparúða. Tveir karlar á þrí-
tugsaldri voru handteknir en báðir
hafa áður komið við sögu hjá lög-
reglu. Húsleitin var framkvæmd að
undangengnum dómsúrskurði. Við
aðgerðina naut lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar
ríkislögreglustjóra. Meðfylgjandi
mynd er úr safni.
Afdrifarík
„fimma“
„Óumdeilt er að ákærði kom að
unnustu sinni liggjandi á jörðinni
og sá blóð á henni,“ segir í dómi
Héraðsdóms Reykjaness þar sem
karlmaður var sýknaður af líkams-
árás. Maðurinn var ákærður fyr-
ir líkamsárás eftir að hafa ráðist á
annan mann. Sá hafði gripið um fót
unnustu ákærða eftir að hún hafði
reynt að sparka í brotaþola eftir að
hann hafði ekki svarað kveðju henn-
ar. Hún hafði reynt að gefa honum
„fimmu“.
Málsatvik voru þau að konan,
sambýliskona ákærða, var að koma
að heimili sínu, Engihjalla í Kópa-
vogi, og mætti þar tveimur bræðr-
um. Konan gaf öðrum bróðurnum
„fimmu“ en hinn bróðirinn svaraði
ekki þessari kveðju hennar. Hún ætl-
aði því að sparka í rassinn á honum
en hann greip um fót hennar og datt
hún við það í gólfið.
Kom sambýlismaður hennar að á
þeim tímapunkti og taldi bræðurna
hafa ráðist á sambýliskonu sína. Sló
hann því brotaþola. Dómurinn taldi
sannað að maðurinn hefði gerst sek-
ur um þá háttsemi sem hann var
ákærður fyrir en skilyrði neyðar-
varnar voru til staðar að mati dóm-
ara. Var talið að maðurinn hafi verið
að beita rétti sínum til að verja konu
sína fyrir hugsanlegum árásar-
mönnum og því var hann sýknaður.
Stuðningur við
stjórn minnkar
MMR kannaði fylgi stjórnmála-
flokka og stuðning við ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks á tímabilinu 13. til 19. júní
2013. Stuðningur við ríkisstjórnina
hefur dregist saman og mælist nú
55,8 prósent en mældist 59,8 pró-
sent í síðustu könnun.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist
nú 27,3 prósent, borið saman við
28,2 prósent í síðustu mælingu, og
Framsóknarflokkurinn mælist nú
með 19,9 prósenta fylgi en mældist
með 21,2 prósent síðast. Fylgi Sam-
fylkingarinnar fer úr 13,0 prósentum
niður í 11,7. Björt framtíð mælist nú
með 12,5 prósenta fylgi borið saman
við 11,2 prósent í síðustu mælingu.
Vinstri græn mælast nú með 12,4
prósenta fylgi en höfðu 13,8 prósent
síðast. Þá mælast Píratar með 8,1
prósent fylgi nú en höfðu 6,6 pró-
sent síðast.