Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 48
Good shit! Þingmaður í prinsaleit n Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður Íslands- sögunnar, var stödd í Svíþjóð á dögunum. Af stöðuuppfærslum hennar á Facebook að dæma var tilgangur ferðarinnar makaleit. Hún sættir sig hins vegar ekki við hvaða mann sem er. „Hef ca. 5 tíma til ad finna mér mann af konungsættum hérna í Gauta- borg, einn fundur eftir, svo er það heimferð,“ segir Jóhanna vongóð á Facebook. Vigdís Hauksdóttir gerir athugasemd við færsluna og hvetur hinn unga þing- mann til dáða. „Er prinsinn ekki á lausu ???“ Herbragð Ara hefur brugðist n Lestur á Fréttablaðinu hefur staðið í stað við 57 prósentin frá því að Mikael Torfason tók við sem ritstjóri þess í mars. Þetta má sjá úr tölum frá vefmælingafyrir- tækinu Modernus. Markmið Ara Edwalds, forstjóra 365, og annarra stjórnenda fyrirtækisins með ráðningu Mikaels var hins vegar að auka lestur blaðsins. Á sama tíma hefur lestur frétta- og af- þreyingarvefsins Vísis.is dregist saman og hefur nú innan við 300 þúsund notendur á viku eft- ir að hafa verið nokkuð yfir 300 þúsund framan af ári. Ljóst er því að innkoma Mikaels Torfa- sonar, sem er nú yfirrit- stjóri 365, hefur enn ekki haft þau áhrif sem ætlast var til. Segja má því að herbragð Ara hafi brugðist, í það minnsta hingað til. Hæðst að nýjum utanríkisráðherra n Síða hefur verið stofnuð á samskiptamiðlinum Twitter í nafni nýs utanríkisráðherra Ís- lands, Gunnars Braga Sveinsson- ar, hefur vakið talsverða athygli síðustu daga. Þar tístir einhver spéfugl á ensku og þýsku í nafni ráðherrans og skopast að hon- um. Á síðunni er Gunnar Bragi sagður vera „outstatesmini- ster of Iceland“ og einkennist allt tístið á henni af barna legum athugasemdum, með tilheyrandi ambögum, um eitt og annað. Ekki liggur fyrir hvaða spéfugl stendur á bak við þessa frumlegu skopsíðu en ljóst má vera að sjálfur kemur ráðherrann Gunnar Bragi þar hvergi nærri. Hann hefur líklega í ýmis önn- ur horn að líta þessi dægrin. É g er í rauninni fyrst og fremst vís- indamaður,“ segir detox-drottn- ingin Jónína Ben sem er búin að selja ristilskolunarrekstur sinn í Keflavík, og byrjuð að taka fólk í fjar- þjálfun. Auk þess er hún komin með aðstöðu á Hótel Örk í Hveragerði fyrir heilsumeðferð, sem byggir á detox án ristilskolunar. „Það var bara ráðist á fyrirtækið mitt eins og ég væri að fremja glæpi á Suðurnesjunum. Þetta eyðilagði fyrir mér bisnessinn,“ segir Jónína sem segist hafa orðið fyrir linnulausum árásum frá fyrrverandi landlækni, Matthíasi Halldórssyni. Þess má geta að ýmsir hafa gagn- rýnt aðferðir Jónínu og dregið lækn- ingarmáttinn í efa. „Ég fór úr miklum hagnaði í tap,“ segir Jónína sem vísar ásökunum um skottulækningar til föðurhúsanna. „Þetta eru gamlar og góðar aðferðir frá Hippokrates – föður læknisfræðinnar,“ segir Jónína en þekking hennar spannar ansi vítt svið. „Ég hef náttúrulega mikla reynslu af þessum venjulegu sjúkdómum eins og háþrýstingi, sykursýki tvö, sóríasis, mígreni, sveppasýkingum; það er mín sérgrein. Svo fer ég yfir nokkra þætti í meðferð minni, til að sporna við þess- um sjúkdómum, til dæmis hugarfar, mataræði, hreyfingu, erfðir og svo framvegis.“ Ef marka má Jónínu er heilagur sannleikur fólginn í staðhæfingum hennar um ágæti detox-meðferðar- innar. „Öll trúarbrögð boða að fólk eigi að fasta. Föstur eru hollar.“ En það er ekki bara almættið sem mærir detox, heldur einnig mannlegir meistarar andans. „Plató skrifaði aldrei bók án þess að fasta áður.“n baldure@dv.is Fjarþjálfun vísindamannsins Jónínu Ben n Hætti að skola ristla í Keflavík eftir árásir landlæknis Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 28.–30. Júní 2013 71. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Detox-drottning Hippokrates, Plató og almættið sjálft aðhyllast detox-meðferð. Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 3,6 L / 1 0 0 k m í B Lö n d u ð u m A k S t R i C 0 2 ú t B L á S t u R A ð e i n S 9 4 g HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL C I V I C 1 . 6 i - DT E C f r á k r . 3.840.000 earth dreams technology er ný lína af umhverfisvænum og eyðslugrönnum dísilvélum frá Honda. Sú fyrsta 120 hestafla 1.6i-dteC sem er með 300nm í tog er nú kominn í Honda Civic og býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. komdu og upplifðu einstaklega sprækan og sparneytinn Honda Civic. Bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-d te C e xe cu tiv e. 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.