Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 16
„Hann er þrjóskari en andskotinn“
n Kristján Loftsson er hvalveiðikóngur Íslands n Styrkir stjórnmálamenn og nýtur aðstoðar þeirra sumra n Kærir sig kollóttan um álit annars fólks
Í
sumar ætlar sjálfselskur Ís
lendingur að veiða og slátra lang
reyðum,“ skrifaði pistlahöfundur
The Morning Sun fyrr í sumar
um Kristján Loftsson, eiganda
og forstjóra Hvals hf. Sem kunnugt
er hefur Kristján stundað hvalveið
ar í áratugi. Hann er andlit atvinnu
greinarinnar, hvalveiðikóngur lítill
ar þjóðar norður í Atlantshafi sem
réttlætir umdeildar veiðar með
því að vísa til gamal gróinna siða
og hefða. En hver er maðurinn og
hvers vegna hefur hann helgað líf
sitt iðju sem bakar honum og þjóð
hans óvild víða um heim?
Kristján Loftsson er sjötíu ára
og á ættir að rekja til Önundar
fjarðar. Hann var skírður í höfuðið
á Kristjáni Bjarnasyni, föðurbróður
sínum, sem fórst þegar þýskur kaf
bátur sökkti eimskipinu Heklu
með tundur skeyti í seinni heims
styrjöldinni. Kristján hefur kom
ið víða við í viðskiptalífinu. Hann
er ekki aðeins forstjóri Hvals held
ur einnig aðaleigandi HB Granda.
Þá á hann hlut í og situr í stjórnum
ýmissa annarra félaga sem flest
tengjast innbyrðis.
Veldið rís
Kristján byggði upp hvalveiðiveldi
sitt í samstarfi við Árna Vilhjálmsson
heitinn, en faðir hans stofnaði Hval.
Þeir Kristján og Árni störfuðu saman
í áratugi og efnuðust gríðarlega eftir
að þeir keyptu stærstan hlut Reykja
víkurborgar í Granda árið 1988.
Hafði Davíð Oddsson, sem þá gegndi
stöðu borgarstjóra, átt frumkvæði
að því að félagið var stofnað upp úr
rústum Bæjar útgerðar Reykjavíkur.
Útgerð Kristjáns og Árna óx fiskur
um hrygg, sameinaðist útgerð Har
aldar Böðvarssonar árið 2004 og er
nú eitt stærsta útgerðarfélag lands
ins. Í Hval og HB Granda hafa fjöl
skyldurnar tvær ennþá tögl og hagld
ir, annars vegar systkinin Kristján
Loftsson og Birna Loftsdóttir en hins
vegar ekkja og afkomendur Árna Vil
hjálmssonar. Greint var frá því í apr
íl að fjölskyldurnar fengju greidd
ar samtals um 300 milljónir króna í
arðgreiðslur frá HB Granda sem er í
raun dótturfélag Hvals hf.
Fjölskyldudeilur
Eftir að Árni lést hafa sprottið upp
deilur um framtíð Hvals, en sam
kvæmt heimildum DV eiga þær
sér lengri aðdraganda. Birna Björk
Árnadóttir, dóttir Árna og erfingi,
skrifaði harðorða grein í Frétta
blaðið á dögunum þar sem hún
lagðist eindregið gegn hvalveiðum.
Beindi hún spjótum sínum að við
skiptafélaga föður síns. „Eins og
staðan er í dag er aðeins einn maður
sem hefur það í hendi sér hvort
þessar langreyðar verða veiddar eða
ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti
af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi
kröftum sínum og fjármunum ann
an farveg,“ skrifaði hún. Þegar blað
ið ræddi við Kristján í Hvalfirði fyrr í
mánuðinum sagði hann grein Birnu
hafa komið sér verulega á óvart.
„Hennar krítík beinist alveg jafn
mikið að föður hennar og að mér,
svo maður á eiginlega ekki til orð,“
sagði hann.
Heimildir DV herma að fleiri
fjölskyldumeðlimir séu á sama máli
og Birna og vilji að félagið skipti um
hlutverk. Þegar blaðamaður sló á
þráðinn til Ingibjargar Björnsdóttur,
ekkju Árna Vilhjálmssonar, sagðist
hún að sumu leyti vera sammála
dóttur sinni en þó vera nokkuð tví
stígandi í afstöðu sinni til veiðanna.
Óarðbærar veiðar
Ljóst er að Kristján Loftsson, fram
kvæmdarstjóri og aðaleigandi fé
lagsins, ræður þar langmestu og
fylgja honum flestir að málum, en
hluthafar í félaginu eru 98 talsins.
Á síðasta aðalfundi Hvals lagði einn
þeirra fram tillögu þess efnis að fé
laginu yrði slitið. Hann hélt því fram
að hvalveiðarnar stæðu ekki undir
sér og að afurðir seldust illa vegna
hamlandi aðstæðna á heimsmörk
uðum fyrir hvalkjöt. Þessi gagnrýni
á starfsemi Hvals hefur oft komið
fram áður og renna síðustu árs
reikningar félagsins stoðum undir
hana. Í Japan hefur sala hvalkjöts
dregist verulega saman undanfarin
ár og afurðir Hvals hafa hlaðist þar
upp í frystigeymslum. Tveir þriðju
hlutar tekna Hvals komu til vegna
annars reksturs en sölu hvalkjöts
árið 2011 og er félaginu í raun haldið
gangandi í gegnum eignarhlut þess
í Vogun ehf., sem er stærsti eigandi
HB Granda. Í ljósi þessa hafa oft
verið leiddar að því líkur að Krist
ján stundi hvalveiðar af eldheitum
áhuga, jafnvel hugsjón, frekar en
viðskiptahagsmuna.
„Ekki þeirra mál“
„Hann er þrjóskari en andskotinn
sjálfur,“ segir maður sem er vel
kunnugur sjávarútvegi og hefur
þekkt til Kristjáns síðan þeir voru
ungir menn. „Þegar Kristján vill
gera eitthvað, þá gerir hann það
sama hvað raular og tautar. Og ég
held að andstaðan við hvalveiðarn
ar, mótmælin öll, herði hann frekar
en hitt og auki á eldmóð hans gagn
vart veiðunum. Hann lifir fyrir þetta
og honum er alveg nákvæmlega
sama hvað öðrum finnst.“ Þessi um
sögn er í takt við ummæli Kristjáns
í Kastljósi árið 2009. Þá hafði Ein
ar K. Guðfinnsson gert það að sínu
síðasta embættisverki í sjávarút
vegs og landbúnaðarráðuneytinu
að gefa út veiðileyfi á langreyði
og hrefnu og þegar andstaða ótal
Evrópuríkja við hvalveiðar barst í tal
sagði Kristján: „So what, mér finnst
þetta ekki skipta nokkru máli. Þetta
er bara ekki þeirra mál á nokkurn
hátt.“
Fer huldu höfði
Kristján forðast fjölmiðla og veitir
þeim sjaldan viðtöl. „Hann vill ekk
ert vera í sviðsljósinu,“ segir starfs
maður Hvals í samtali við DV en
blaðið gerði ótal tilraunir til að ná
af Kristjáni tali fyrr í mánuðinum.
Það tókst ekki fyrr en blaðamað
ur og ljósmyndari mættu í Hval
fjörð og gripu hann glóðvolgan.
Þá tók hann vel í beiðnina um við
tal og var hinn kátasti. Eins og fram
hefur komið var hann harðorður í
garð þeirra mótmælenda sem stóðu
ofan við verstöðina. „Ég kalla þetta
fólk hvítflibbabetlara,“ sagði hann
og fullyrti að þegar litið væri á vef
síður samtaka sem berjast gegn
hvalveiðum væru beiðnir um fjár
stuðning áberandi. „Alls staðar,
hvert sem litið er, sér maður orðið
„donate“,“ sagði hann. Athygli vekur
að í fyrrnefndu Kastljósviðtali sagði
hann nákvæmlega það sama og
orðaði það nánast eins. Virðist þetta
vera staðlað svar Kristjáns við gagn
rýni á hvalveiðar, og leið hans til að
kasta rýrð á mótmælendur.
Vingaðist við
náttúruverndarhetju
Þótt náttúruverndarsamtök berjist
af krafti gegn hvalveiðum og hafi
fordæmt ævistarf Kristjáns Lofts
sonar hefur hann átt í vinsamlegum
samskiptum við þau. Athygli vekur
að David McTaggart, stofnandi
Greenpeacesamtakanna og for
maður þeirra til margra ára, minnist
á Kristján Loftsson í sjálfsævisögu
sinni og ber honum vel söguna. DV
ræddi við Árna Finnsson, formann
Náttúruverndarsamtaka Íslands,
sem setið hefur fundi Alþjóða
hvalveiðiráðsins. Hann staðfesti að
vel hefði farið á með þeim David og
Kristjáni. „Þeir höfðu gaman hvor af
öðrum. Sátu, drukku og rifust,“ segir
hann.
Í frétt Sjómannablaðsins Víkings
frá árinu 1995 er fjallað stuttlega
um samskipti þeirra á fundi ráðsins
nokkrum árum áður og þeim lýst
á þessa leið: „Þar er Kristján Lofts
son einnig meðal fulltrúa, kurteisari
en aðrir hvalfangarar, drekkur viskí
á barnum á kostnað Grænfrið
unga og ræðir við leiðtoga þeirra,
David McTaggart, um einhvers kon
ar málamiðlun í hvalveiðideilunni.
Viðræðunum lýkur á því að Krist
ján segir, kurteis sem fyrr. „Nei, við
treystum ekki glæpamönnum“.“
Eftir þetta á David að hafa gengið
niðurbrotinn maður út af barnum.
„Gengur ekki upp“
„Það furðulega við Kristján er að
hann stendur í þessu stappi þótt
hvalveiðarnar standi ekki undir sér.
Hann gæti hagnast svo miklu meira
ef hann sneri sér að einhverju öðru,“
segir sjómaður sem DV ræddi við.
„Ef þú leggur saman tvo og tvo, á
hvaða verði afurðirnar eru seldar,
hversu margir standa í því að veiða
og verka og hvað það kostar að
senda út skip og áhöfn til að veiða
hvalina, þá sér hver maður að þetta
gengur ekki upp samkvæmt nein
um viðskiptalegum forsendum.“
En hvers vegna stendur Krist
ján í þessu? „Það er þrjóskan og
ekkert annað. Hann er búinn að
berjast fyrir því að fá að veiða lang
reyði árum saman og nú þegar
hann hefur tækifæri til þess dettur
honum ekki í hug að fórna því. Þetta
er ástríða hjá honum,“ segir heim
ildarmaður DV og bendir á hve
lengi Kristján hefur gert allt sem í
hans valdi stendur til að greiða götu
hvalveiða á Íslandi.
Ríkið hjálpar til
Árum saman hefur íslenska ríkið
beitt sér af miklu kappi fyrir hags
munum hvalveiðifyrirtækja á er
lendum vettvangi þrátt fyrir að þau
fyrirtæki sem græða á hvalveiðum
séu teljandi á fingrum annarrar
handar. Á tímabilinu 2000 til 2009
lagði sjávarútvegsráðherra til 180
þúsund dollara á ári til kynningar
á málstað Íslands í Washington.
Þetta var gert í samræmi við þings
ályktun frá 1999 um endurupp
töku hvalveiða. Stuðningur ríkis
ins við hvalveiðiiðnaðinn nær enn
lengra aftur í tímann, og samkvæmt
skýrslu sem Þorsteinn Sigurlaugs
„Og ég held að
andstaðan við
hvalveiðarnar, mótmæl-
in öll, herði hann frekar
en hitt og auki á eldmóð
hans gagnvart veiðunum.
16 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Jóhann Páll Jóhannsson
johannpall@dv.is
Nærmynd