Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 28
Verið sérVitringar
S
teinunn flutti verslun sína
og vinnustofu í gömlu ver-
búðirnar við Grandagarð
fyrir tæpum tveimur árum.
Það er sólríkur dagur þegar
blaðamann ber að garði og biðröð
fyrir utan nýja ísbúð við hlið versl-
unarinnar. Steinunn er með félaga
sinn sér við hlið, ungan en stæði-
legan boxer-hund. „Þetta er hann
Ísarr,“ segir hún þegar hundurinn
ákveður að gefa blaðamanni ær-
legt knús.
Skáldlegur texti úr textíl
Það er upplifun að sækja heim
vinnustofu Steinunnar. Krukkur í
hillum með efnisbútum gefa hug-
hrif af tilraunastofu. Fallegar ljós-
myndir af hönnun hennar eru í
yfir stærð á veggjum. Seinna kem-
ur í ljós að fagurfræðin sem hún
stillir upp í myndum sínum á sér
sterka fyrirmynd í lífi sonar hennar
Alexanders sem er fjölfatlaður og
bundinn við hjólastól.
Prjóna- og textílvinnan setur
sterkan svip á hönnun hennar.
Hún tekur upp flík úr næstu línu,
prótótýpu, fallega rústrauða
prjónaflík með fléttuðu skrauti úr
prjóni sem minnir á hafið. Litlar
medalíur sem minna á einkenn-
isbúninga skreyta flíkina. „Það er
alltaf sérstök tilfinning að höndla
flíkina í fyrsta sinn,“ segir hún með
bros á vör.
„Föt Steinunnar koma af stað
hugrenningartengslum eins og öll
listaverk, því þessi föt eru meira en
föt, meira en tískuföt. Þau eru nær
því að vera skáldlegur texti úr textíl
með textúr en öll þessi orð eiga sér
sameiginlegan uppruna, latneska
orðið textus.“
Þessi orð ritaði Sigurður Páls-
son fyrir Steinunni í sýningarskrá
og leikur sér að myndmáli orðsins
að prjóna – að tengja saman lykkj-
ur – og Steinunni þykir vænt um
þessi orð.
Alin upp við höfnina
„Tíska er heimspeki,“ minnir hún á
og brosir.
Ný lína Steinunnar er tenging
við hafið, hún tengir sig oft við
náttúruna. „Þú verður að leita
nýrra áhrifa. En finna samt eitt-
hvað sem tengir þig við þau. Ég
er alin upp af sjómanni, þannig
að ég á ekki langt að sækja í hafið.
Faðir minn var hjá Landhelgis-
gæslunni. Hann var skipstjóri hjá
Landhelgisgæslunni til margra ára
og það má nánast segja að ég sé
alin upp í Óðni, sem liggur hérna
við festar. Við fórum alltaf í bíltúr á
þessar slóðir á sunnudögum þegar
pabbi var í landi. Varðskipin lágu
hérna hinum megin. Að keyra um
allt hafnarsvæðið var sunnudags-
bíltúrinn.“
Stakkaskiptin á Granda
Svæðið á Granda hefur tekið mikl-
um stakkaskiptum undanfarin ár,
margvísleg fyrirtæki og verslanir
hafa sprottið upp á þessu svæði
sem tengdist áður alfarið sjávar-
útvegi.
Steinunn segir þróun svæðisins
minna á Soho og Greenwich
Village og hafnarsvæðin í New
York sem listamenn og athafnafólk
hefur lagt undir sig.
„Mér finnst gaman að taka þátt
í uppbyggingu á þessum gömlu
húsum hér. Verbúðirnar eru
einstakar, enda eru þær b-friðaðar
að utan. Þú mátt ekki hreyfa við út-
litinu og það er gott, við notfærum
okkur það. Það munu alltaf þró-
ast ný hverfi í Reykjavík, hvort sem
fólki líkar betur eða verr.
Þú horfir á þetta gerast í öllum
stórborgum, Reykjavík er engin
undantekning. Borgir hafa sitt eig-
ið líf. Hvaða borg eða bær sem þú
kemur í á sér sjálfstæða tilvist, líf
sem ryðst áfram og þróast.“
Framfarir
Sonur Steinunnar og Páls Hjalta-
sonar arkitekts, Alexander, er mik-
ið fatlaður og bundinn við hjóla-
stól. Steinunn hefur ávallt talað
hreinskilnislega um það hvernig
það er að eignast og ala upp fatl-
að barn. Um hann var gerð heim-
ildamynd árið 2007 og þá tók hann
þátt í ljósmyndasýningu Mary
Ellen Mark það sama ár, Undra-
börn. Í dag er hann 18 ára.
„Hann er rosalega glaður tán-
ingur. Það breytist svo margt þegar
þú ert orðinn 18 ára. Þó að í sjálfu
sér sért þú barn að vitsmunum, þá
segir aldurinn annað og þú ert að
finna út úr því. Ég gleðst mjög yfir
framförum í lífi hans þessa dagana.
Hann er í rosalega skemmtilegu
prógrammi niðri í Hinu húsinu
sem kallast Fjölsmiðjan.
Þar er hann búinn að vera á
vinnunámskeiði og hefur til dæmis
prófað að bera út póst.
Eyþór Ingi kom og spilaði um
daginn og allir voru að rokka.
Krakkarnir eru úti um allan bæ að
þvælast og þeir eru svo sýnilegir.
Með í þjóðfélaginu.“
Verið sérvitringar
Steinunn finnur að starfið með
Hinu húsinu hefur gefið Alexander
aukna sjálfsvirðingu og kraft. Hún
gleðst yfir aukinni sérvisku og
þrjósku þeirri sem foreldrar heil-
brigðra barna reyta venjulega hár
sitt yfir. „Ég sé það alveg og finn
fyrir því hvað hann er að styrkj-
ast og verða sjálfstæðari. Strák-
arnir eru á stuttermabolum í
Hinu húsinu og þá vill hann vera
á stuttermabol líka. Þetta er svo
ánægjulegt. Táningurinn verður
svo skemmtilegur. Ég vil eiginlega
meina að hormónarnir hafi gert
honum meira gott en hið gagn-
stæða. Gefa aukinn kraft og sér-
visku. Hann skiptir um bol þrisvar
á dag,“ segir hún stolt. „Sérviskan,
því meiri því betra. Því það er þá
eitthvað frá honum.“
Sérviskan er afl sem Steinunni
hugnast vel. Með sköpunarkrafti
sé hún drifkraftur tísku.
„Sérviska býr til tísku. Það er
enginn að horfa á einsleitni. En ef
þú ert karlmaður og kemur í bleik-
um skóm, það er sérviska. Ég horfi
á það. Sérviska stuðlar að fjöl-
breytileika og ég er alltaf að vona
að Íslendingar meðtaki þetta. Að
meðtaka fjölbreytileikann. Í öllum
skilningi: Verið sérvitringar.“
Vill gleðigöngu fatlaðra
Sýnileiki fatlaðra hefur verið tals-
vert til umræðu síðustu daga. Ný-
lega var opnað nýtt kaffihús, GÆS,
í miðborginni, rekið af fötluðum
og þá þótti ákvörðun rektors Há-
skóla Íslands, um að leyfa ekki
fötluðum sem útskrifuðust eftir
tveggja ára diplómanám að út-
skrifast við hefðbundna athöfn,
gagnrýni verð. Steinunn tekur
undir þá gagnrýni og vill gera bar-
áttu fatlaðra hærra undir höfði.
„GÆS er flott framtak, sem skipt-
ir miklu máli. Ég er sammála gagn-
rýni á háskólayfirvöld. Ég skil vel að
það séu einhverjar venjur og hefð-
ir af því að þú ert með diplómanám
en ekki fjögurra ára nám. En í svona
tilviki, þá segir maður einfaldlega:
Ég skil. Þetta á að snúast um það að
þau komast bara hingað. Í þessu til-
viki er hægt að opna litlu dyrnar og
það verða allir meiri manneskjur
fyrir að skilja það.
Það hefði átt að opna þess-
ar litlu dyr, hleypa þeim inn til að
vera með. Af því að þau eru hluti af
þjóðfélaginu, hvort sem fólki líkar
betur eða verr.
Það er enginn að hugsa um
mannréttindi þeirra. Þau hafa ekki
þessa háu rödd, þau eru að berjast
fyrir sínu en fá lítinn hljómgrunn.
Það er mjög áhugavert að skoða
baráttu samkynhneigðra í þessu
samhengi. Mér finnst svo gaman
að horfa á Gay Pride, þar sem
80 þúsund manns mæta þeim til
stuðnings í gleði. Það er áhrifaríkt.
Það væri gaman ef fatlaðir fengju
svipaðan stuðning og samkennd.
Það þarf manneskjuna til að lyfta
baráttunni upp á hærra plan. Af
hverju er ekki ganga fyrir fatlaða?
Ég sting upp á því.“
Lærir af syni sínum
Steinunn segir son sinn gúrúinn
í hennar lífi. Hún hugleiðir oft öll
kraftaverkin í gangverki mannsins
sem verða til þess að við getum
hugsað og starfað. Sonur hennar
hefur kennt henni að meta það
smáa í stóru samhengi.
„Það er lærdómurinn um öll
þessi litlu kraftaverk sem hann
hefur kennt mér.
Ég veit ekki alveg hvar hann er
staddur í námi. Það skiptir ekki
máli í hans lífi. Ég vil meina, að ef
hann lærir að hugsa um sig sjálfur
– að bursta tennurnar og að klæða
sig, sinna öllum þessum mann-
legu þörfum í lífinu – þá sé árangri
náð.
Í heimi þessara fötluðu barna,
þá gerast svo mikil kraftaverk á
hverjum degi.
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hefur unnið
með Ralph Lauren, Calvin Klein og Tom Ford en hefur
nú aðsetur í gamalli verbúð við höfnina í Reykjavík þar
sem hún hannar eigin línu fyrir alþjóðamarkaði. Hún
tengir við upprunann, er alin upp af sjómanni. „Ég er
nánast alin upp í varðskipinu Óðni,“ segir hún og er
stolt af því að taka þátt í uppbyggingunni sem á sér
stað á þessu svæði. Kristjana Guðbrandsdóttir
heimsótti Steinunni í verbúðina og ræddi við hana um
listina og það hvernig alvarleg fötlun sonar hennar,
Alexanders Viðars, hefur gert hana að sterkari mann-
eskju og listamanni.
„Ég brýst
meðvitað
og reglulega
úr þæginda-
hringnum
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
28 Viðtal 28.–30. júní 2013 Helgarblað