Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 29
Viðtal 29Helgarblað 28.–30. júní 2013 Verið sérVitringar Að halda á skeiðinni og að geta matað sig er kraftaverk. Að taka fyrsta skrefið er kraftaverk. Að geta haldið höfði, tæplega fjögurra ára gamall er kraftaverk. Að verða vitni að þessu er mikill lærdómur. Því hvað er það að geta klætt sig í sokk? Fólk gerir sér ekki grein fyrir því þegar það klæðir sig í sokk að það er kraftaverk að það getur það. Það er frábært. Ég var rosalega lofthrædd og glímdi við mikla flughræðslu. Við búum óttann til í huganum. Ég er fyrsta manneskjan í dag til að fara upp í lyftu og laga ljósin í loft- inu þegar settar eru upp sýningar, minnsta mál í heimi. Ég er kom- in yfir þetta. En ég þurfti að vinna mig úr óttanum. Þetta kenndi sonur minn mér. Að horfa á hann yfirstíga stór- ar hindranir, öll litlu kraftaverk- in komu mér í skilning um mátt minn og megin. Ég tala alltaf um hann sem gúrúinn, ég hef lært svo mikið af honum.“ Ögrar sjálfri sér Steinunn er meðvituð um þetta í listinni og gerir í því að fikta í hausn- um á sér eins og hún orðar það. Fyrir tveimur árum hafði hún átt erfiðan vetur og hún ákvað að prófa að teikna með hægri hendinni. „Einhvers staðar á tímabili þá hættum við með kraftaverkin. Við verðum svolítið stöðnuð. Það er allt svo þægilegt og við gerum þetta bara svona. Það verður sífellt erfiðara að brjótast úr þæginda- hringnum. Ég er mjög meðvituð um þetta, ef til vill vegna Alexand- ers, og ég brýst meðvitað og reglu- lega úr þægindahringnum. Ég er örvhent og þennan vetur langaði mig að losa mig úr ákveðinni krísu. Ég ákvað að skoða, hvað gerðist ef ég teiknaði með hægri. Það sem gerðist var ótrúlegt. Fyrst voru hreyfingarnar stirð- ar, ég vistaði allar teikningarnar. Sama  hvernig þær voru. Ég próf- aði mig áfram allan veturinn, ég gerði pappírskúltúrsdress þennan vetur sem ég sýndi á söfnum sem listaverk. Þetta gerði ég með hægri. Hausinn á mér fór að hugsa í lit- um. Formin urðu allt öðruvísi og teikningarnar voru í öðrum anda.“ Fer út fyrir þægindahringinn Steinunn leitar stöðugt leiða að nýjum stöðum og segir heim tísku og hönnunar hreinlega krefjast þess. Þeim sannleika miðlar hún til nemenda sinna. Að fara út „Í heimi þessara fötluðu barna, þá gerast svo mikil krafta- verk á hverjum degi. „Ég er marg- spurð af hverju ég fram- leiði ekki á Íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.