Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 26
26 Viðtal 28.–30. júní 2013 Helgarblað rannsóknarblaðamennsku,“ segir Svavar og segir þá dóma sem hafa fallið nýverið gegn blaðamönnum með ólíkindum. „Gagnrýnin blaða- mennska er búin að vera ef þetta heldur svona áfram, sumir þessara dóma sem hafa fallið eru stórfurðu- legir, eins og í þessu Sigurplasts- máli þar sem DV er dæmt fyrir að nota orðið rannsókn í staðinn fyrir skoðun, eða hvernig sem það nú ná- kvæmlega var. Svo var málið komið til formlegrar rannsóknar nokkrum dögum síðar. Þetta er bara orðheng- ilsháttur og vitleysa og ekki í sam- ræmi við almenna málvitund, þótt það sé ef til vill í ströngum lögfræði- legum skilningi rétt. Og það að dóm- arar séu að láta draga sig inn í laga- klæki er hreint út sagt ótrúlegt. Hjá okkur er enginn blaðamaður skotinn eða beittur ofbeldi fyrir að segja satt en það er ráðist gegn lífsviðurværi manna. Í mínu tilfelli var ekki höfðað mál gegn fréttastjóra og vaktstjóra. Meðal raka í málinu var hvar í röðinni fréttin var. Fréttamaður hefur lítið um það að segja hvar í fréttatímanum fréttin er. Þetta vita allir sem nenna að hafa fyrir því að kynna sér málið. Það eru fréttastjórar sem hafa úrslitavaldið. Þess utan koma fleiri að fréttaskrif- um, sérstaklega í stærstu málunum. Þetta er eins og þegar Pálmi Har- aldsson í Fons fór í mál við Maríu Sigrúnu, því hún las innganginn að fréttinni sem fréttaþulur. Maður spyr sig, af hverju fer hann í mál við Maríu Sigrúnu? Jú, því lögin segja að hann geti það. En samkvæmt sömu lagagrein þá hefði líka átt að taka Jón Thordarson sem las útdrátt á miðnætti. Menn eru að reyna að kúga fjölmiðla til hlýðni. Um það snýst þetta og smám saman tekst það ef dómstólar spila með. Menn ráðast ekki á þann sem raunveru- lega ber ábyrgðina, heldur reyna menn að ráðast beint á veikasta hlekkinn. Blaðamanninn sjálfan. Og sannleikur og réttlæti virðast bara aukaatriði í sumum þessara dóma.“ Með tannburstann í skrifborðsskúffunni Nú er Svavar laus við aðför útrásarvík- inga ef svo má að orði komast án þess að eiga von á hótun um málsókn inn um lúguna. Hann segir álag síð- ustu ára hafa haft sitt að segja í þeirri ákvörðun að hætta á RÚV. Í hruni ís- lenska efnahagskerfisins var álagið ævintýralegt og stundum svaf hann á ritstjórnarskrifstofunni og geymdi tannburstann í skrifborðsskúffunni. „Þetta var brjálæðislegt álag sem má líka rekja til þess þegar fréttastofurnar voru sameinaðar, það gerðist 2008, rétt fyrir hrun. Sem þýddi að margt af reyndasta fólkinu var á stanslausum fundum eftir sam- einingu til að koma henni í fram- kvæmd. Ég man eftir því að hafa setið í vaktstjórastólnum þegar Ísland var að hrynja og ég leit í kringum mig og þá var enginn reyndari en ég sem ég gat leitað ráða hjá. Það var mjög skringilegt. Álagið var mikið og það voru nokkrar nætur sem ég svaf uppi á fréttastofu. Með tannburstann í skrifborðsskúffunni. Ég vann frá átta á morgnana og fram yfir kvöldfréttir og svo fór ég um kvöldið í fréttaöfl- un niður á Austurvöll eða að fylgjast með fundum hjá Kaupþingi. Þetta var furðulegur tími en skemmtilegur fyrir blaðamann.“ Vill kalla sig matarblaðamann Öll sú lífsreynsla sem Svavar hefur gengið í gegnum hefur þrýst hon- um á þennan stað í lífinu. Að gera það sem gerir hann hamingjusam- an. Stundum þarf ekki svo mikið til. „Ég veit að ég get aldrei náð að fullkomna áramótaheitið en ef ég fer nálægt því þá er ég ánægður. Ég skoðaði alla hluta lífs míns og íhug- aði hvernig ég gæti bætt það. Það sem mér finnst skemmtilegt er að vera með börnunum mínum. Það er aðalhvatinn að áramótaheitinu. Ég sníð mér tilveru í kringum börn- in mín og heimilið og nýt þess mjög. Þegar maður er svona ljónheppinn eins og ég, að eiga þessa frábæru krakka og ástríkt og gott hjónaband – þá er valið í rauninni augljóst. Far- sælt fjölskyldulíf er svo stór hluti af hamingjuríkri tilveru. Ég hlakka bókstaflega til hvers einasta dags. Ég kalla sjálfan mig matarblaða- mann. Ég ætla að gefa út bækur, gera sjónvarpsþætti, útvarpsþætti, halda úti vefsíðum og í rauninni hvað sem er. Ég er búinn að gefa út þessa bók, Íslensku hamborgarabókina. Ég er líka byrjaður að taka upp sjón- varpsþætti sem verða sýndir á RÚV þarnæsta haust sem fjalla um mat og uppruna hans. Ég fór vestur í Önundarfjörð um daginn, að vaða þar með góðum mönnum og skutla rauðmaga. Þetta er hluti af vinnslu þáttanna. Geggjað, þarna var ég í sjónum á miðnætti, í fullkominni stillu og hugsaði bara með mér, þetta er lífið.“ n Íslenska hamborgarabókin Svavar gaf nýverið út bók um hamborgara sem eru honum hjartans mál. „Ég hlakka bókstaf- lega til hvers einasta dags Svipmyndir úr lífi Svavars „Reynt að láta líta út sem ofbeldisverk“ „Það tilvik sem barnsmóðir mín vísaði til í viðtali hjá Eiríki Jónssyni var erfið stund þar sem ungar dætur okkar þurftu að verða vitni að erfiðum sambandsslitum,“ sagði Svavar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að barnsmóðir hans og fyrrverandi eiginkona sagði frá því á vef Eiríks Jónssonar að Svavar væri ofbeldismaður sem hefði meðal annars beitt ömmu hennar ofbeldi árið 2002. „Ég var að sækja dætur mína til ömmu barnsmóður minnar, eins og ég átti rétt á. Þar sem ég geng út haldandi á yngstu dóttur minni og hinar tvær með mér, reynir hún að varna mér útgöngu. Ég færði til handlegg hennar svo við kæmumst út og af því segist hún hafa fengið marblett,“ sagði hann í yfirlýsingunni. „Enginn var kærður, en þetta tilvik hefur barnsmóðir mín síðan, gegn betri vitund, reynt að láta líta út sem ofbeldisverk. Í Hæstarétti Svavar var dæmdur fyrir meiðyrði í Hæsta- rétti. Hann segir aðför gerða að lífsviðurværi blaðamanna hér á landi og ef dómur hans hafi fordæmisgildi, sé hægt að slökkva á fjölmiðlum landsins. Börnin skipta mestu máli Svavar vill setja börnin í fyrsta sæti í lífi sínu og allar þær breytingar sem hann hefur gert, hefur hann gert með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Fréttahaukur Svavar þótti harðsnúinn fréttamaður og tók á efnahags- og stjórnmálum af hörku eftir hrun. Álagið í hruninu var hins vegar, að hans sögn, brjálæðislegt og neistinn slokknaði. Komst ekki á Bessastaði Kosningabarátta Þóru hófst vel en fylgið hrundi af henni þegar á leið. Svavar sér ekki eftir neinu. Sálufélagar Svavar og Þóra hittust eftir vinnu með vinnu- félögunum og ástin kviknaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.