Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Vilja flytja inn rafbyssur
n Útvarpsmaður og almannatengill í samstarfi
K
ristófer Helgason, útvarps-
maður á Bylgjunni, er eig-
andi fyrirtækisins Prom-
ax ehf. sem fer með umboð
fyrir innflutningi á Taser-byssum
til Íslands. Með honum starfar al-
mannatengillinn Ólafur Valtýr
Hauksson og hvetja þeir til þess að
lögreglan taki upp rafbyssur á vef-
síðunni Taser.is. Þá hefur Kristó fer
einnig notað þátt sinn á Bylgjunni
til að kynna byssurnar. Hugsan-
legt er að lögreglumenn hér á
landi muni bera slíkar straum-
byssur því samkvæmt Vilhjálmi
Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðis-
flokksins og fyrrverandi lögreglu-
manni, er mikill áhugi á byssun-
um meðal stjórnarliða. Þegar DV
ræddi við hann á dögunum sagðist
hann einnig hafa rætt við Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra sem tekið hefði vel í hug-
leiðingar hans.
Samkvæmt gögnum sem sam-
tökin Amnesty International tóku
saman hafa minnst 500 Banda-
ríkjamenn látist af völdum raf-
byssna frá árinu 2001. Þá má rekja
tugi dauðsfalla til ónauðsynlegrar
valdbeitingar, en flestir þeirra sem
létu lífið voru óvopnaðir. Líkur á
alvarlegum meiðslum af völdum
rafstuðs eru sérstaklega miklar í til-
viki þeirra sem haldnir eru hjarta-
sjúkdómum eða háðir eiturlyfjum.
Skiptar skoðanir eru á
rafbyssum. Margir lögreglumenn
hafa hvatt til þess að þær verði
teknar í notkun en embætti ríkis-
lögreglustjóra lagðist gegn því árið
2010. Í skýrslu frá ríkislögreglu-
stjóra kemur fram að hætta sé á að
byssurnar yrðu „notaðar sem tæki
til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og
reynsla Bandaríkjamanna hefur
leitt í ljós“. Eru rafbyssur hvergi
notaðar á Norðurlöndum nema í
Finnlandi.
johannp@dv.is
Rafbyssur á Íslandi Tvímenningarnir
hvetja til vígvæðingar lögreglu.
T
ugþúsundir aldraðra og ör-
yrkja sem hafa minna en
250.000 krónur í bætur á
mánuði fá litlar eða engar
hækkanir verði frumvarp
Eyglóar Harðardóttur um breytingar
á lögum um almannatryggingar að
lögum. Frumvarpinu er ætlað að
bæta þær skerðingar sem þessir hóp-
ar urðu fyrir á síðasta kjörtímabili.
Lífeyrisþegar sem hafa minnst á milli
handanna hafa lítinn ávinning af
fyrir huguðum breytingum. Skýringin
er að þær breytingar sem lagðar eru
til í frumvarpinu felast ekki í hækkun
fjárhæða einstakara bótaflokka held-
ur í minni tekjutengingu og hækk-
un frítekjumarks gagnvart öðrum
tekjum. Samkvæmt upplýsingum
sem DV fékk frá Tryggingastofnun
ríkisins eru heildartekjur rúmlega
30.000 einstaklinga á mánuði með
bótum almannatrygginga undir
250.000 króna á mánuði.
Karlar fá meiri hækkun en konur
Samkvæmt fylgiskjali með frum-
varpinu er áætlað að heildartekj-
ur elli lífeyrisþega sem nú þegar
fá greiðslur úr almannatrygginga-
kerfinu, hækki að meðaltali um 3.000
krónur á mánuði hjá körlum en 2.000
krónur hjá konum.
Það fer eftir því á hvaða tekjubili
fólk er hversu miklar hækkanir það
fær. Rúmlega 2.700 ellilífeyrisþegar
hafa 300.000–400.000 í heildartekjur
á mánuði með bótum almanna-
trygginga. Þessi hópur hækkar
að meðaltali um 16.000–22.000 á
mánuði.
18.600 ellilífeyrisþegar hafa undir
250.000 krónum í heildartekjur
á mánuði með bótum almanna-
trygginga. Þeir fá í mesta lagi 2.000
króna hækkun á mánuði, nokkrir fá
enga hækkun.
Við lækkun tekjutengingar tekju-
tryggingar um næstu áramót eiga
bætur að hækka. Áætlað er að hækk-
unin nemi 7.000 krónum á mánuði
hjá konum en 9.000 krónum hjá
körlum. Meðalhækkunin er eins
og áður meiri hjá þeim sem hafa
300.000–400.000 krónur á mánuði
eða 22.000–28.000 krónur á mánuði.
Tekjulægsti hópur aldraðra, þeir
sem fá minna en 250.000 á mánuði,
hækkar að meðaltali um 1.000 til
6.000 krónur.
Öryrkjar fá minni hækkun
Hækkanir til örorkulífeyrisþega eru
áætlaðar talsvert lægri en til ellilíf-
eyrisþega. Meðalhækkun heildar-
tekna þeirra örorkulífeyrisþega sem
fá greiðslur úr almannatrygginga-
kerfinu nemur innan við 1.000
krónum á mánuði sé miðað við þær
breytingar sem lagðar eru til í frum-
varpinu.
Rúmlega 11.600 örorkulífeyr-
isþegar hafa innan við 250.000
krónur á mánuði með bótum al-
mannatrygginga. Sumir þeirra fá
enga hækkun aðrir fá allt að 2.000
krónum. Rúmlega 2.000 örorkulíf-
eyrisþegar eru með 300.000–400.000
krónur á mánuði í heildartekjur með
bótum almannatrygginga, hækkun
til þessa hóps nemur 2.000–4.000
krónum á mánuði.
Þegar lækkun skerðingarhlutfalls
tekjutryggingar er tekin með í reikn-
inginn þá nemur meðalhækkun
3.000–4.000 krónum til allra öryrkja
en þegar það er skoðað eftir tekju-
bilum þá hækka þeir sem eru með
300.000–400.000 krónur á mánuði að
meðaltali um 9.000–13.000 krónur en
þeir sem eru með minna en 250.000
krónur hækka í mesta lagi um 2.000
krónur. n
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
blaðamaður skrifar johanna@dv.is
n Skýringin er hækkun frítekjumarks og minni tekjutenging
Tugþúsundir öryrkja
fá engar hækkanir
Tekjuháir fá mest
Mánaðartekjur lægri en 250.000
Fjöldi ellilífeyrisþega: 18.671
Meðalhækkun 0-2.000 kr. á mánuði
Fjöldi örorkulífeyrisþega: 11.674
Meðalhækkun 0-2.000 kr. á mánuði
Mánaðartekjur 300.000–400.000 kr.
Fjöldi ellilífeyrisþega: 2.705
Meðalhækkun 16.000–22.000 kr. á mánuði
Fjöldi örorkulífeyrisþega: 2.024
Meðalhækkun 9.000–13.000 kr. á mánuði
Fá ekkert Þeir sem hafa lágar tekjur fá
litlar sem engar hækkanir þegar frumvarp
félagsmálaráðherra um breytingar á al-
manntryggingakerfinu verður að lögum.
Spyr ekki um
njósnir
Íslensk stjórnvöld ætla ekki að
grennslast fyrir um eftirlit banda-
rískra stjórnvalda með íslenskum
ríkisborgurum. Þetta kom fram í
svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra við spurningu
Birgittu Jónsdóttur, þingmanns
Pírata, á Alþingi. Hanna Birna
sagði í svari sínu að íslensk stjórn-
völd fylgdust með umræðunni
en enn sem komið er væru fréttir
af njósnum óljósar. Ekki verði
brugðist við að svo stöddu. Auk
þess sagði hún að formleg rann-
sókn væri ekki hafin en stjórnvöld
myndu skoða hvort ástæða væri til
þess eftir að bandarísk stjórnvöld
væru búin að skýra sitt mál.
Píratar hóta
málþófi
Atvinnuveganefnd ákvað á
fimmtudaginn að taka frum-
varp um lækkun veiðigjalds úr
nefnd. Það þýðir að málið fer í
aðra umræðu þings á meðan for-
seti Íslands er í opinberri heim-
sókn í Þýskalandi. Píratar munu
„þæfa málið eins og þeir þurfa til
að skapa svigrúm fyrir forseta Ís-
lands að koma heim,“ segir Jón
Þór Ólafsson, þingmaður Pírata,
í fréttatilkynningu til fjölmiðla.
Meðan forsetinn er utanlands
er málskotsrétturinn í höndum
stjórnarliða og má því gera ráð
fyrir því að frumvarpið yrði ekki
sett í þjóðaratkvæðagreiðslu ef
það væri samþykkt áður en hann
snýr aftur. Um 30 þúsund undir-
skriftir eru nú þegar komnar fyrir
því að forsetinn setji frumvarpið í
þjóðaratkvæðagreiðslu.