Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 28.–30. júní 2013 Helgarblað Þ að verður engin lognmolla síðsumars og í haust ef marka má heitustu tísku- straumana af pöllunum. Litirnir eru sterkir, augn- förðunin þung og dramatísk, eins og sjá mátti hjá tískuhúsum Chanel, Dolce & Gabbana og Marc Jacobs. Hártískan er einfaldari viðureignar og litirnir tóna við aðra tískuliti, til að mynda kopar og gull. Skemmti- legasta innblásturinn fékk hár- greiðslumeistari Marc Jacobs, frá sjálfri Ritu Hayworth og má segja að andi hennar og glamúrkvenna fjórða áratugar síðustu aldar sé ríkj- andi. Straumarnir ná til Íslands, en Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir, förðunarfræðingur og ein sú fremsta í sínu fagi hér á landi, notaði metall- iti og gróft glimmer í augnförðun sína fyrir ELLU tískuhús á Reykja- vik Fashion Festival og ekki minni dívu en Ritu sem innblástur, sjálfa Lauren Bacall. n n Fjórir funheitir tískustraumar í sumar og haust Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Sterkir og dramatískir litir verða heitir í haust og um að gera að hefja leitina að eina rétta litnum. Djúpir, bleikir litir og vínrauðir gefa áhrifaríkt yfirbragð. Þetta mátti sjá í línum Diane von Furstenberg, Antonio Marras og Dolce & Gabbana. Förðun á RFF Förðun Guðbjargar Huldísar fyrir tískuhús ELLU á RFF. Bættu platínu og kopar á innkaupalist- ann þegar kemur að augnförðuninni í haust. Förðunarfræðingur Chanel, Peter Philips, vakti athygli með fallega skreyttri augnlínu. Með metallitunum er gott að nota kremaða augnlínupenna og góðan maskara. Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir förðunarfræðingur notaði grófgert glimmer á Reykjavik Fashion Festival þegar hún farðaði fyrirsætur fyrir línu ELLU. Hártaglið var heitt á pöllunum og í alls kyns tegundum af greiðslum. Klassískt hátt tagl, sléttað eða liðað í endana. Notið fallega borða eða teygjur með áföstu skrauti til að gera gæfumuninn. Með munninn fyrir neðan nefið n Sterkir litir Hörkulegt augnaráð n Platína og kopar á augun 1 Innblástur hárgreiðslna á hausttísku Marc Jacobs var sóttur til fjórða áratugar síðustu aldar. Hárinu er skipt til hliðar og það ýft með greiðu hér og þar til að gefa því nútímalegt yfirbragð. Hársprei, gott krullujárn og spennur til að halda hárinu eru nauðsyn. Greiðslan er í anda Ritu Hayworth en með nútímalegu sniði. Þessi greiðsla fer ekki öllum en er skemmtileg fyrir þá sem eru með hár í millisídd þegar farið er út á lífið. Ritu þótti sjálfri ekkert leiðinlegt að fara út á lífið og var ávallt miðdepill athyglinnar þótt ástarlíf hennar hefði aldrei verið í sérstökum blóma, enda fræg orð hennar; Allt sem ég þráði, var það sem allir aðrir þrá, að vera elskuð. 2 Stórt hár fyrir konur með stórt hjarta n Í anda Ritu Hayworth „Allt sem ég þráði, var það sem allir aðrir þrá, að vera elskuð. Rita Hayworth 3 4 Tagl með tvisti n Þægileg hártíska Engin lognmolla Útvíðar buxur: „Culottes“ Eitt skemmtilegasta „trendið“ í sumarlínum tískuhúsanna voru svokallaðar „Culottes“. Útvíðar buxur sem eru einhvers staðar á milli bermúdastuttbuxna og útvíðra buxna. Skálmarnar eru útvíðar og ná rétt niður fyrir hné. Hjá Thakoon voru buxurnar hvítar og einstaklega stílhreinar, Givenchy notaði svart satín og Adam Lippes, Missoni og Valentino voru í anda sjöunda áratugar. Valentino Thakoon Roksanda Ilincinc Adam Lippes Missoni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.