Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 19
Nýju meNNirNir
hjá LiverpooL
Fréttir 19Helgarblað 28.–30. júní 2013
Luis Alberto
Annar ungur Spánverji sem kemur frá Sevilla. Alberto, sem er tvítugur, var lánaður til B-liðs
Barcelona á síðustu leiktíð en félagið ákvað að kaupa hann ekki. Alberto hefur leikið með
öllum yngri landsliðum Spánar en hann er framherji og góður skotmaður. Alberto getur
einnig leikið framarlega á miðjunni. Kaupverðið er talið um 6,8 milljónir punda.
Stöð 2 Sport mun áfram sýna fleiri
en einn laugardagsleik í enska
boltanum í vetur. Fyrr í vetur
var greint frá því að takmarkan
ir yrðu settar varðandi sýningar
rétt á laugardagsleikjum þar sem
hver stöð mætti aðeins velja einn
leik til þess að sýna. Þessi tíðindi
fóru ekki vel í aðdáendur enskrar
knattspyrnu sem eru fjölmargir
um allan heim.
Stöð 2 Sport verður hins vegar
ein af fáum eða jafnvel eina sjón
varpsstöðin í Evrópu sem mun
áfram sýna fleiri en einn leik.
Ástæðan er sú að Stöð 2 Sport skil
greinist sem kapalstöð en þessar
nýju takmarkanir ná aðeins til
sjónvarpsstöðva sem senda út
í gegnum gervihnött og eru því
með dreifingu á heimsvísu.
Þetta eru gleðitíðindi fyrir að
dáendur enskrar knattspyrnu hér
á landi enda loguðu samfélags
miðlar þegar fréttirnar bárust. Það
sem meira er þá hafa stöðvarn
ar ekki val um hvaða laugardags
leikur er sýndur og því gæti þetta
haft miklar afleiðingar á áskriftar
sölu. Að sama skapi veitir þetta nú
Stöð 2 Sport mikla sérstöðu. Því
þetta gerir það einnig að verkum
að ekki er hægt að horfa á laugar
dagsleikina í gegnum vefsíður og
streyma þeim þannig í gegnum
tölvu. Það má því segja að Stöð 2
Sport hafi dottið í lukkupottinn
með þessum breytingum á með
an flestar aðrar íþróttarásir sem
sýna frá enska boltanum eru lítt
hrifnar.
Ástæðan fyrir þessari breytingu
er sú að aðsókn á leiki hefur verið
að dragast saman og fólk horfir í
auknum mæli á leiki á krám og í
gegnum netið. Með þessum að
gerðum á að hvetja fólk til að fara
á völlinn og takmarka um leið
ólöglegt streymi á netinu.
asgeir@dv.is
n Fjórir komnir n Tveir ungir Spánverjar n Suarez-málið heldur áfram
L
iverpool hefur verið áberandi
á leikmannamarkaðnum það
sem af er sumri. Aðeins Aston
Villa hefur samið við fleiri leik
menn eða sex talsins. Liver
pool hefur þegar samið við fjóra leik
menn og er þar að finna þekkt andlit
í bland við minni spámenn.
Liverpool virðist ekki vera hætt
og hefur verið orðað við fleiri leik
menn. Má nefna Henrik Mkhitaryan,
miðjumann hjá Shakhtar Doneskt,
Gerard Deulofeu, kantmann í Bliði
Barcelona, og Eljero Elia, kantmann
Werder Bremen.
Þá er uppi mikil ólga innan félags
ins eftir að fréttir bárust af því að Luis
Suarez hefði hafið viðræður við Real
Madrid sem væri samningsbrot. n
Ásgeir Jónsson
blaðamaður skrifar asgeir@dv.is
Kolo Touré
Flestir sem fylgjast með enska boltanum kannast við Touré en hann lék lengst af með
Arsenal við góðan orðstír. Hann varð tvívegis bikarmeistari með Arsenal og einu sinni enskur
meistari. Eins og svo margir elti hann peningana til Manchester City og spilaði minna og
minna með hverju tímabilinu þar. Þrátt fyrir það varð hann enskur meistari og bikarmeistari
með liðinu.
Tölfræðin hjá City var þó Touré í hag því sigurhlutfall City var 66,7 prósent í þeim leikjum sem
hann spilaði en 56,5 prósent þar sem Touré kom ekki við sögu. Þá fékk liðið líka færri mörk á
sig að meðaltali með Touré í vörninni. Fílabeinsstrendingurinn er orðinn 32 ára og er ætlað
að koma með reynslu inn í liðið eftir að Jamie Carraggher lagði skóna á hilluna. Touré kom á
frjálsri sölu.
Simon Mignolet
Hinn 25 ára gamli Mignolet er fyrsti Belginn sem mun leika fyrir Liverpool en kaupin komu
nokkuð á óvart þar sem Pepe Reina þykir í hópi bestu markvarða heims. Reina var hins vegar
slakur á síðustu leiktíð og hefur Brendan Rodgers sagt að Spánverjinn þurfi samkeppni.
Reina hefur verið orðaður við fjölmörg lið og ekki útilokað að hann verði seldur.
Mignolet stóð sig vel með Sunderland á síðasta tímabili og varði 72 prósent af öllum skotum
sem hann fékk á sig á móti 67 prósentum Reina. Þá varði hann 207 sinnum á móti 109 skipt-
um hjá Reina. Kaupverðið er talið um níu milljónir punda.
Iago
Aspas
Er 25 ára gamall Spán-
verji sem kemur frá Celta
Vigo. Aspas er sóknar-
maður sem getur leikið
á kantinum og einnig
framarlega á miðjunni.
Aspas átti þátt í
helmingi allra marka
sem Celta Vigo skoraði
á síðasta tímabili og
hjálpaði liðinu mikið
sem hélt sér uppi með
naumindum. Aspas er
flinkur með boltann
og getur tekið menn á.
Kaupverðið er talið um
sjö milljónir punda.
Íslenskir áhorfendur Njóta þeirrar
sérstöðu að geta valið um laugardags-
leiki.
Allir laugar-
dagsleikirnir
sýndir
Enski boltinn: