Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 10
J
óhannes Páll Sigurðsson, marg
dæmdur barnaníðingur, hef
ur verið úrskurðaður í gæslu
varðhald, grunaður um að hafa
brotist inn á nokkur heimili á
höfuðborgarsvæðinu. Í tveimur til
vikanna er hann talinn hafa haft í
frammi kynferðislega tilburði gagn
vart unglingsstúlku og ungri konu.
Brotin sem um ræðir áttu sér stað
í Kópavogi og Þingholtunum aðra
helgina í júní.
Ekki eru nema tveir mánuðir síð
an Jóhannes losnaði af skilorði vegna
dóms fyrir sams konar brot. Brota
ferill Jóhannesar er langur en brot
hans eiga það nær öll sameiginlegt
að hann hefur brotist inn á heimili
og brotið kynferðislega á börnum
eða öðrum íbúum.
Dóttir Jóhannesar beið
eftir öðru broti
„Ég beið bara eftir því að þetta endur
tæki sig,“ sagði dóttir Jóhannesar
í samtali við Vísi á fimmtudaginn.
Hún var í löngu viðtali við DV árið
2008. Þar sagði hún meðal annars að
faðir hennar breyttist í ófreskju þegar
hann drykki: „Hann breytist bara í
ófreskju þegar hann dettur í það,“
sagði hún og bætti við: „Hann er bara
kynferðislega brenglaður.“
Jóhannes Páll Sigurðsson er 48 ára
og járnsmiður að mennt. Hann hét
áður Jóhann Sigurðarson en breytti
nafni sínu árið 2011. Dóttir Jóhann
esar hefur breytt föðurnafni sínu og
slitið algjörlega tengsl við föður sinn.
Sjálf á hún ömurlegar minningar
af samskiptum sínum við föður sinn.
„Þegar ég var sex ára gömul þá átti
hann að vera passa mig. Ég man eftir
því að hann fór út um nóttina og ég
sofnaði. Svo man ég bara að daginn
eftir lá hann kviknakinn við hliðina
á mér með rommflösku í annarri
hendi og ælufötuna í hinni,“ sagði
dóttir hans í viðtalinu við DV árið. Þá
sagði hún að ættingjar hennar hefðu
ávallt talið að Jóhannes hefði gert
eitthvað við hana þessa nótt.
Mörg sams konar mál
Jóhannes var fyrst dæmdur árið 2003
og hlaut þá níu mánaða fangelsis
dóm. Þá hafði hann ráðist á unga
konu á salerni veitingahúss, barið
höfði hennar margsinnis við vegg,
afklætt hana og káfað á kynfærum
hennar.
Ári síðar var Jóhannes dæmdur
í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa
brotist inn á tvö heimili. Í eitt skiptið
hafði hann numið fjögurra ára gamla
stúlku á brott þar sem hún svaf í rúmi
sínu. Árið 2008 var Jóhannes svo
fundinn sekur um að brjótast inn í
hús í miðbæ Reykjavíkur og misnota
fimm ára stúlku kynferðislega þar
sem hún svaf við hlið ömmu sinnar.
Fyrir brotið hlaut Jóhannes fjögurra
ára fangelsisdóm.
Það var svo í apríl sem Jóhannes
losnaði af skilorði. Nú er hann talinn
hafa brotið af sér enn einu sinni og
var úrskurðaður í gæsluvarðhald
á grundvelli síbrotagæslu þar sem
hann er talinn líklegur til að brjóta
aftur af sér áður en dómstólar taka
mál hans fyrir. n
Brotaferill Jóhannesar
2003 Réðst á unga konu á veitingahúsi Árið 2003 réðst Jóhannes, sem þá hét Jóhann, á konu á salerni veitingahúss,
lamdi höfði hennar ítrekað við vegg, reif niður um hana buxur og
nærbuxur og káfað svo á kynfærum hennar. Hann var dæmdur í níu
mánaða fangelsi.
2003 Nam fjögurra ára stúlku á brott Árið 2004 braust Jóhannes inn í hús á Seyðisfirði og nam á brott fjögurra ára stúlku
þaðan sem hún svaf í rúmi sínu. Faðir stúlkunnar kom að Jóhannesi
með stúlkuna í fanginu á stétt utan við húsið og kom henni til bjargar.
Jóhannes hlaut tveggja ára fangelsisdóm.
2008 Braust inn og misnotaði fimm ára stúlku Árið 2008 var Jóhannes handtekinn eftir að hafa brotist inn í hús við
Grettisgötu í Reykjavík. Þar misnotaði hann fimm ára stúlku þar sem
hún lá við hlið ömmu sinnar. Amma stúlkunnar vaknaði upp við það
að Jóhannes lá með höfuðið milli fóta stúlkunnar og sleikti kynfæri
hennar. Stúlkan reyndi að segja Jóhannesi að hætta. Hann komst inn í
húsið með því að brjóta upp stormjárn og skríða inn um glugga en fyrr
um kvöldið hafði hann setið að drykkju ásamt bróður sínum.
2013 Grunaður um innbrot og tvö kynferðisbrot Nú hefur Jóhannes verið hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um að
hafa endurtekið leikinn. Hann er grunaður um að hafa brotist inn á
nokkur heimili á síðustu vikum. Í tveimur tilfellum er hann talinn hafa
brotið kynferðislega á íbúum.
„Hann breytist
bara í ófreskju“
n Jóhannes Páll brýst inn á heimili og misnotar börn
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
„Daginn eftir
lá hann
kviknakinn við hliðina
á mér með romm-
flösku í annarri hendi
og ælufötuna í hinni.
Barnaníðingur í varðhaldi
Margdæmdur barnaníðingur
er grunaður um kynferðisbrot
í Kópavogi og Þingholtunum
í byrjun júní. Myndin tengist
fréttinni ekki beint.
10 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir:
Risagjaldþrot
fasteigna
félags
Fasteignafélag sem var meðal
annars í eigu bræðranna Arnars
og Bjarka Gunnlaugssona, sem
eru þekktir knattspyrnumenn,
hefur verið tekið til gjaldþrota
skipta. Félagið heitir Framtíð ehf.
og fjárfesti í lóðum í Mosfellsbæ
á árunum fyrir hrun. Frá þessu er
greint í Lögbirtingablaðinu.
Lýstar kröfur í bú félagsins
námu rúmlega 1,1 milljarði króna
og fengust ekki nema 55,5 milljón
ir króna upp í þær. Kröfuhafar fé
lagsins, aðallega þrotabú VBS fjár
festingarbanka, fengu því nánast
ekkert upp í kröfur sínar á hendur
félaginu.
Komið hefur fram á opinberum
vettvangi að VBS hafi lánað Fram
tíð 689 milljónir króna vegna lóða
kaupanna en umræddar eignir
voru í Gerplustræti og Vefara
stræti í Mosfellsbæ. Lóðir félagsins
voru metnar á nærri 630 milljónir
króna í ársreikningi félagsins fyrir
árið 2008. Félagið átti að greiða
rúmlega 600 milljónir króna af
skuldum sínum árið 2009.
Félagið var í eigu eignarhalds
félags bræðranna, Gunnlaugs
son ehf., Flugumýrar 30 ehf. og
Fremdar ehf. Í stjórn félagsins sátu
þeir Arnar og Bjarki, Stefán Gunn
laugsson, Tómas Þór Eiríksson,
Brynjólfur Bjarnason og Sigríður
Hrund Símonardóttir.
VBS fjárfestingarbanki lánaði
gríðarlegar upphæðir til fasteigna
félaga á árunum fyrir hrun. Eitt
þekktasta dæmið eru lán félags
ins til athafnamannsins Engilberts
Runólfssonar sem meðal annars
var notað til kaupa á JB verktökum
fyrir metfé árið 2007 auk þess sem
VBS átti sjálft hlut í Blikastaða
landinu í Mosfellsbæ sem keypt
var af Íslenskum aðalverktökum.
Þá lánaði VBS einnig háar fjár
hæðir til Engiberts í tengdslum við
fjárfestingar á Laugardælalandinu
svokallaða við Selfoss. Um 75
prósent allra útlána VBS voru í
reynd til verktaka, landakaupa og
annarrar byggingastarfsemi. Lán
félagsins til Framtíðar ehf. var því
aðeins eitt af mörgum slíkum lán
um sem bankinn veitti til sam
bærilegrar starfsemi.
Sveik Assange
Það var að eigin frumkvæði Sig
urðar Inga Þórðarsonar sem hann
gerðist uppljóstrari á vegum FBI,
bandarísku alríkislögreglunnar.
Alls fékk hann greiddar rúmar 600
þúsund krónur fyrir upplýsingar
sem hann veitti lögreglunni. Frá
þessu greinir vefritið Wired en
blaðamaður þar ræddi við Sigurð.
Frásögnin varpar ljósi á svik Sig
urðar við WikiLeakssamtökin og
raunar persónuleg svik við Julian
Assange, forsprakka samtakanna.
Sigurður sá um spjallvef fyrir sam
tökin og var í krafti þess starfs
náinn samstarfsmaður Assange.
Hann veitti bandarísku alríkislög
reglunni upplýsingar um starf
semi WikiLeaks yfir þriggja
mánaða skeið gegn greiðslu.