Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 39
H
æsta fjall sem ég hef geng
ið á er El Teide á Tenerife.
Þetta eldfjall er 3.710 metra
hátt og eitt af þeim hæstu í
heiminum. Til þess að fá að
fara á toppinn þarf fólk að sækja um
með viku fyrirvara. Þegar leið fjöl
skyldunnar lá þangað fyrir rúmu ári
hafði ég í samráði við Trausta Haf
steinsson, fararstjóra og gamlan
starfsfélaga á DV, sótt um að ganga á
toppinn. Leyfið var góðfúslega veitt
og snemma í ferðinni lögðum við á
fjallið.
Mér til undrunar var hægt að
taka kláfferju upp í 3.500 metra hæð
og ganga þaðan þá 200 metra sem
voru á tindinn. Það varð úr að við
fórum þessa leið. Þegar við stigum
út úr kláfnum hringsnérist allt fyrir
augum manns. Þunna loftið hafði
þau áhrif að við urðum bókstaf
lega að fikra okkur upp á tindinn.
Með því að stara ofan í stíginn náð
ist að bægja frá mesta svimanum og
ógleðinni. Þannig náði ég toppnum
með eiginkonunni og yngstu dóttur
inni. Það var sigurstund þegar við
toppuðum. Samt var gleðin lævi
blandin þegar ég hugsaði til þess að
gangan sjálf hafi verið einungis brot
af hæð eldfjallsins. Eftir að hafa not
ið útsýnisins á toppnum héldum
við niður sömu leið og í kláfinn sem
flutti okkur niður í rúmlega 2.000
metra hæð. Það var léttir að losna
við svimann.
Þegar við komum á hótelið stóðst
ég ekki mátið og uppfærði stöðuna
á Facebook í þá veru að nú hefði ég
toppað eitt hæsta eldfjall heimsins.
Þegar ég hafði sleppt yfirlýsingunni
gerði ég mér grein fyrir að framtak
mitt vakti gríðarlega athygli. Göngu
félagar úr 52ja fjallaklúbbi Ferða
félagsins þyrptust inn á síðuna með
læk og skriflegar hamingjuóskir með
afrekið. Það læddist að mér sá grunur
að ég hefði hlaupið á mig með því
að lýsa hæð fjallsins en ekki þeim
metrum sem ég hafði gengið sjálf
ur. Síðan mín á Facebook bókstaf
lega logaði af aðdáendum sem lýstu
ánægju sinni. Svo kom kommentið
sem ég óttaðist. Skýrleikskona úr
52 fjöllum sem þekkti greinilega til
á Tenerife spurði: Tókstu nokkuð
kláfinn. Orðin dönsuðu fyrir augum
mínum. Það var verið að fletta ofan
af mér. Það voru leiðindi á Facebook.
Ég ákvað að svara engu; í bili.
Það versta sem menn gera í fjöll
um er að ljúga upp á sig hæð. Ég
vissi um tvo ráðherra sem höfðu
gortað af því að koma á Hvanna
dalshnúk. Báðir höfðu nýtt sér öku
tæki til að komast helming leiðar
innar. Það loðir við þá menn alla tíð
að hafa skreytt sig með hálfstolnum
fjöðrum. Áhyggjur mínar í sólskin
inu á Kanarí voru gríðarlegar. Ég var
um það bil að verða alræmdur.
Eftir stutta íhugun hringdi ég í
Trausta fararstjóra og sagði honum
frá klandri mínu. Hann sagðist hafa
lausnina. Ég yrði að hætta á Face
book í nokkra daga. Í millitíðinni
myndum við ganga á fjallið. Og það
varð úr.
Nokkrum dögum síðar lögðum
við upp í 2.000 metra hæð og geng
um á efsta tind. Við urðum að vísu
að sneiða hjá varðmönnum tindsins
og fara upp að fjallabaki vegna þess
að leyfi fékkst ekki til að fara upp. En
þetta gekk og ég stóð í annað sinn
á nokkrum dögum á efsta tindi El
Teide. Við heimkomuna settist ég
við Facebook og gat upplýst þessa
spurulu konu uppi á Íslandi um að
ég hefði ekki tekið kláfinn að þessu
sinni, heldur tekið 1.700 metra
hækkun. Þannig bjargaði ég mann
orðinu. n
Lífsstíll 39Helgarblað 28.–30. júní 2013
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Leiðindi á Facebook
Eldfjallið El Teide Fjölskyldan gerir
sig klára á eitt hæsta eldfjall heims.
Bjargvættur Trausti Hafsteinsson
ásamt greinarhöfundi. Mannorðinu
bjargað.
Kerfélagið ehf. hefur nú hafið
gjaldtöku við Kerið í Grímsnesi.
Aðgangseyrir fyrir hvern ferða
mann eru 350 krónur, 2 evrur eða
3 Bandaríkjadalir en gjaldfrjálst er
fyrir börn 12 ára og yngri.
Svæðið hefur verið afgirt og
merkt auk þess sem nestisaðstöðu
hefur verið komið upp.
Til að byrja með verður gjald
takan í höndum starfsmanns
Kerfélagsins en með tímanum
verður skorið úr um hvert fyrir
komulagið verður til lengri tíma.
Í fréttatilkynningu frá félaginu
kemur fram að gjaldtakan geri fé
lögum kleift að vernda viðkvæma
náttúru svæðisins svo unnt sé að
halda áfram að taka á móti ferða
mönnum.
Kerið hefur lengi verið einn
vinsælasti ferðamannastaður
landsins. Það er staðsett í Gríms
nesi í Árnessýslu og er algengur
viðkomustaður ferðamanna í hin
um svokallaða Gullna hring, sem
er dagsferð með viðkomu á Þing
völlum, við Gullfoss og Geysi og
fleiri stöðum.
Árið 2008 lokaði Kerfélagið
fyrir aðgang hópbíla að Kerinu
vegna náttúruspjalla sem orðið
höfðu á svæðinu vegna mikillar
ásóknar ferðamanna. Taldi fé
lagið nauðsynlegt að sporna við
frekari skemmdum með þessum
hætti áður en í óefni væri komið.
Nú hafa ferðir hópbíla hins vegar
verið leyfðar á nýjan leik, en gegn
gjaldi.
Athygli vakti þegar Jóhönnu
Sigurðardóttur, þáverandi for
sætisráðherra, og Wen Jiabao, þá
verandi forsætisráðherra Kína,
sem og fylgdarliði þeirra var
meinaður aðgangur að Kerinu
vorið 2012. Ástæðan var annars
vegar andstaða landeigenda við
stefnu íslenskra og kínverskra
stjórnvalda og hins vegar fyrrnefnt
bann við hópbílum við Kerið.
Eigendur Kerfélagsins eru
Óskar Magnússon, Ásgeir Bolli
Kristinsson, Jón Pálmason og Sig
urður Gísli Pálmason, en hver um
sig á fjórðung í félaginu.
Gjaldtaka í
Kerið hafin
Fallegt Kerið hefur lengi verið einn
vinsælasti ferðamannastaður landsins.