Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 21
Utan ramma kurteislegra samskipta þjóðhöfðingja Mér er nóg boðið Það kom mér á óvart að sjá þessi ummæli Eiður Guðnason er ósáttur við veislustúss forsetans í Þýskalandi. – DV.is Kostir þjóðaratkvæðagreiðslu Spurningin „Nei, þau eru nógu lág til að byrja með.“ Leifur Þórhallsson 22 ára tæknimaður „Nei, alls ekki, þau eru nógu lág fyrir.“ Knútur Ingólfsson 20 ára kokkur „Nei, það er mikilvægt að styðja listsköpun.“ Sindri Þórhallsson 18 ára kokkur „Klárlega ekki, íslensk list er mjög flott.“ Arnar Stefánsson 22 ára fagmaður „Hafa listamenn það ekki gott eins og er?“ Bjarki Freyr Bjarnason 22 ára sjómaður Á að lækka lista- mannalaun? Pólitísk fingraför U m daginn heyrði ég einhvern af ráðherrum þjóðrembu- stjórnarinnar halda því fram, að sjá mætti pólitísk fingraför í rammaáætlun, þar sem ríkisstjórn Jó- hönnu reyndi að hafa vitið fyrir okk- ar gráðugasta fólki með því að gefa ekki kost á eyðileggingu Þjórsárvera. Og núna koma sem sagt ný pólitísk fingraför á allt samfélagið; fingraför þeirra sem jafnan reyna að komast hjá því að skilja eftir sig fingraför. Nú eru komnir til valda fulltrúar þeirra sem skildu eftir sig pólitískt DNA – með sora og sukki – í öllum innviðum samfélagsins, pólitísk skóför – með eyðileggingu og yfirgangi – sem verð- ur ævarandi hneisa í formi virkjana og álvera. Þetta mun halda áfram þar eð bolurinn (sem í bólinu var tekinn) hefur slökkt á eftirlitsmyndavélun- um, því nú eigum við öll eftir að verða rík. Við eigum eftir að fá niðurfelldar skuldir og búið er að lofa lækkun skatta. Já, nú er ætlunin að láta okkur kokgleypa þjóðrembu og loforð. Þjóðrembustjórnin getur reynt að sverja af sér aðild helmingaskipta- veldisins að þeirri glæpahrinu sem bankahruni og krónuhruni olli. En jafnvel þótt menn hafi reynt að eyða sönnunargögnum, þá blasa hvar- vetna við staðreyndir sem engin dula mun fela: Dabbi, Dóri, Finnur og aðrar órækjur, skilja eftir slíkt svöðu- sár í samfélaginu að seint eða aldrei mun það gróa. Og jafnvel þótt bolur- inn reyni allt hvað hann getur; jafn- vel þótt hinn heiladauði, gráðugi meirihluti leggist á eitt og neiti að viðurkenna syndir helmingaskipta- aflanna, þá mun sannleikurinn alltaf blasa við. Nú ætla ég að segja ykkur, kæru vinir, hvernig þetta er og hvert stefn- ir. Ég er nefnilega einn af þeim sem tekið hafa eftir; einn af þeim sem láta græðgi lönd leið. Það sem gerist næst, er þess eðlis að ég myndi helst vilja gleyma því áður en það gerist. En nú er svo komið að þjóðrembustjórnin hefur lofað niðurfellingu skulda, lægri sköttum og svo á að lækka álög- ur á alla sem hafa það gott og eiga helling af öllu. Og það er nákvæmlega sama hversu mörgum viðvörunar- bjöllum er hringt af þeim sem vitið hafa meira – allt mun fara á versta veg. Sigmundur Davíð Oddsson og krakkaskríllinn sem situr með honum í sandkassanum, mun reyna að reisa þjóðinni skýjaborgir og sandkastala. Í beinu framhaldi af því sukki sem nú er að fara af stað, mun samfélagið lenda í verri aðstæðum en nokkru sinni. Innan tíðar munum við ekki tala um pólitísk fingraför, næst verður það pólitísk jarðarför. En, kæru landsmenn, það er ekk- ert að óttast, því eftir að þjóðrembu- stjórnin hefur með þjófamenningu sinni og innantómu kjaftæði sett hér allt í þrot, þá mun Katrín Jakobs- dóttir koma þjóðinni til bjargar. Hún mun standa sína vakt einsog hver önnur skúringakona vinstrimanna. Hinar vinnandi stéttir munu aftur fá að heyra barlóm helmingaskipta á meðan vinstrimenn þrífa skítinn eft- ir íhaldið og undirbúa jarðveg fyrir sukkglaðar þjóðrembur sem bíða munu færis. Sagan endurtekur sig, svo lengi sem græðgi og stundargróði fá að vera gulrót framan við nef hug- lausrar þjóðar. Kæru Íslendingar, kannski er bara best að þið trúið í blindni á græðgi, fáfræði og þjóðrembu. En ég ætla ekki að vera með í því liði. Ég ætla áfram að leyfa mér að vona að þjóð mín nái áttum; nái að lifa án glýju græðginnar. Arðrænd þjóðin undurblíð í augum hefur glýju, já, bráðum kemur betri tíð og bankahrun að nýju. Þ egar þetta er skrifað hafa næstum 15 prósent atkvæða- bærra manna á Íslandi kraf- ist þess að fá að kjósa um breytingar á veiðileyfagjaldi, sé ætl- unin að breyta því. Erfitt er að finna rök gegn slíku. Ólafur Ragnar Grímsson hefur á undanförnum áratug virkjað beint lýðræði á Íslandi, og er það vel. Það eru ekki mörg mál sem ná þeim áfanga að rúm 10 prósent þjóðar- innar allrar krefjist þess að fá að kjósa um þau, en þegar þeim áfanga er náð er sjálfsagt að kjósa. Vafalaust hefði verið best að kjósa strax í upphafi um hvort gengið yrði til samninga um Icesave eða ekki, frekar en að deila um þetta eina mál árum saman þegar mörg önnur kröfðust athygli. Þannig hefði niður- staða Evrópudómstólsins legið fyrr fyrir og hægt hefði verið að snúa sér að öðru. Sama mætti segja um mörg deilumál undanfarinna ára, svo sem einkavæðingu bankanna, Kárahnjúkavirkjun og önnur sem hafa klofið þjóðina í tvennt. Það er um að gera að takast á og taka afstöðu. Síðan ber að kjósa, og þegar niðurstaða liggur fyrir hljóta flestir að sætta sig við hana, hver svo sem hún kann að vera. Ekki aðeins ætti þetta að vera skilvirkara kerfi, heldur lýðræðislegra líka. Á Íslandi er nú möguleiki á virkara lýðræði en áður hefur verið. Því ber að fagna. 1 Deila um vélhjól eftir 45 ár Þorvaldur Jóhannesson og Snorri Magn- ússon deila um eignarhald á vélhjóli. 2 Rússnesk vél hringsólaði átta sinnum yfir Keflavíkur- flugvelli Flugvél sem hringsólaði yfir vellinum vakti athygli en sumir héldu að um vél Edwards Snowden væri að ræða. Svo reyndist ekki vera. 3 Það sem Sindri er að tala um er ekki í velgjörðaskyni heldur viðskipti Formaður Samtakanna 78 gagnrýndi þau ummæli Sindra Sindrasonar að hann hefði leitað sér hjálpar staðgöngumóður erlendis hefði hann ekki mátt ættleiða hérlendis. 4 „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn“ Sindri Sindrason og eiginmaður hans voru fyrsta samkynhneigða parið til að ættleiða hérlendis. 5 Komast ekki í sumarfrí Farþegum fjölgar mikið hjá Strætó á sama tíma og bílstjórar fást ekki í afleysingar. 6 Dularfull fortíð konu sem svipti sig lífi Lori Ruff svipti sig lífi árið 2010 en enn hefur ekki tekist að sanna hver hún var í raun. Mest lesið á DV.is Íslenskt veður Það er alkunna að íslenskt sumarveður getur verið rysjótt. Samkvæmt veðurstofunni eru líkur á áframhaldandi rigningu og jafnvel snjókomu á hálendinu. Eitthvað kann að rofa til um helgina. Mynd Sigtryggur AriMyndin Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 21Helgarblað 28.–30. júní 2013 Anna Pála Sverrisdóttir undrast ummæli Sindra Sindrasonar um staðgöngumæðrun. – DV.is Katrín Júlíusdóttir er ósátt við ummæli Vigdísar Hauksdóttur.– Alþingi Af blogginu Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.