Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 34
B jartmar og Ragga eru miklir vinir enda hafa þau þekkst frá því að Ragga fæddist. „Hann hefur þekkt mig síð- an ég var fóstur,“ segir Ragga og þau Bjartmar skella upp úr. Faðir Röggu, Georg Þór Kristjánsson, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2001, og Bjartmar voru bestu vinir frá því þeir voru litlir peyjar í Eyjum. Sýn- inguna ætla þau að tileinka Georg eða Gogga eins og hann var kallaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau sýna saman. Sýningin verður í hans anda; haldin í Kiwanis-húsinu í Vest- mannaeyjum sem var honum afar kært og undir mun hljóma tón- list sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. „Hann var alveg einstakur maður, hann pabbi,“ segir Ragga um föður sinn og Bjartmar tekur undir: „Hann átti svo marga vini hann Goggi, hann var svo vinmargur og vinsæll.“ Goggi var um tíma umdæm- isstjóri Kiwanis fyrir Ísland og Fær- eyjar, var í bæjar stjórn í Vestmanna- eyjum og forseti bæjarstjórnar svo eitthvað sé nefnt. „Hann þekkti fólk alls staðar að,“ segir Bjartmar. Byrjuðu saman að mála Þeir Bjartmar og Goggi höfðu líka sameiginlegan myndlistaráhuga. „Við vorum báðir undir verndar- væng Páls Steingrímssonar sem setti okkur í það að teikna því hann sá að við vorum góðir í því,“ segir Bjart- mar en þeir félagar gerðu meðal annars veggspjöld til þess að aug- lýsa dansleiki og tónleika í bænum. „Þá var ekkert hægt að hlaupa út í prentsmiðju. Goggi var afburða skrif- ari og rosalega góður í skrautskrift. Þannig að hann skrifaði og ég teikn- aði myndirnar. Svo unnum við líka lengi saman og hann vann lengi hjá pabba mínum. Svo duttum við í það saman, rokkuðum saman og hlust- uðum mikið á sömu tónlistina. Þegar Goggi keypti nýja plötu þá hringdi hann alltaf í mig og ég kom yfir og við hlustuðum á hana saman,“ segir Bjartmar. Varð að hafa tilgang Þegar Bjartmar var beðinn um að sýna á Goslokahátíðinni hugsaði hann til fortíðar og út í tengingar sínar við Eyjar. „Ég hugsaði til baka; hvaða tengingu hef ég? Ég tengdi þetta við upphafið og ræturnar,“ segir hann. Þeir Goggi kynntust þegar Bjart- mar var sjö ára, nýfluttur til Eyja og var strítt af öðrum strákum fyrir að vera aðkomustrákur. Þá komu Goggi og bróðir hans Bjartmari til bjargar og út frá því myndaðist náin og traust vinátta sem hélst fram á síðasta dag. „Við vorum samferða í gegnum lífið og það voru forréttindi. Það var alltaf svo falleg og góð tenging á milli okkar. Það var einhvern veg- inn alltaf eins og ég hafi verið í fjöl- skyldunni. Þetta var miklu meira eins og bræðrasamband en vináttu- samband,“ segir Bjartmar sem vildi heiðra þennan vin sinn á einhvern hátt. „Þegar ég fór að hugsa til baka þá tengdi ég þetta við hann og hans fjöl- skyldu. Þar er listamaður, Ragga, og þannig kemur tengingin. Sýninguna höldum við síðan í Kiwanis- húsinu sem var honum afar kært og svo mun tónlistin sem var honum afar kær hljóma í loftinu,“ segir hann. „Þannig að dóttir hans er að sýna með besta vini hans,“ segir Bjartmar. „Og svo erum við líka bestu vinir,“ bætir Ragga við. „Sem er dálítið fyndið því það er heil kynslóð á milli okkar en það sýnir að aldur er afstæður. Þau María eru stundum eins og mamma mín og pabbi hérna í Reykjavík. Hann skammar mig alveg stundum og svona,“ segir Ragga og lítur hlæj- andi á Bjartmar sem skellir upp úr. „Ég skamma þig bara eins og pabbi þinn skammaði mig!“ Ólíkir listamenn Samband þeirra hefur alltaf ver- ið náið og rifja þau upp stund- ir þegar Bjartmar kom í heimsókn á heimili Röggu þegar hún var lítil. „Þá kom hún með litina og við lituð- um saman. Það var alltaf til nóg af lit- um heima hjá þeim,“ segir Bjartmar. Segja má að Bjartmar hafi átt þátt í að þróa myndlistaráhuga Röggu þó hún hafi ekki byrjað að mála af alvöru fyrr en 2003. „Ég byrjaði bara allt í einu að mála og vissi í raun ekkert hvað ég var að gera. Ég bara varð að koma þessum litum frá mér,“ segir hún. „Það er líka stór munur á okkur Bjartmari hvað þetta varðar. Ég mála bara tvisvar á ári og mála þá mikið í einu en hann er alltaf að,“ segir Ragga. „Hann stoppar aldrei, ef hann er að tala í símann þá er hann að rissa upp einhverja mynd,“ segir hún en íbúð Bjartmars og eiginkonu hans í Vestur bænum þar sem viðtalið er 34 28.–30. júní 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Vorum samferða í gegnum lífið“ „Við ætlum að halda sýninguna í minningu Gogga og það er alveg æðislegt að geta gert það á þessum tíma- mótum, þegar 40 ár eru liðin frá goslokum,“ segir listamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson sem held- ur myndlistarsýninguna 40 myndir á 40 árum á Goslokahátíðinni í Vest- mannaeyjum um næstu helgi. Þar mun hann sýna myndlistarverk sín ásamt kærri vinkonu; Ragnheiði Rut Ge- orgsdóttur eða Röggu Gogga eins og hún er gjarnan kölluð. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Í minningu Gogga Sýninguna halda þau í minningu Gogga, föður Röggu og besta vinar Bjartmars. Vinirnir Þau Bjartmar og Ragga eru góðir vinir. Faðir Röggu var besti vinur Bjartmars. Í baksýn má sjá listaverkin hans Bjartmars. myndiR SiGtRyGGuR ARi „Ég skamma þig bara eins og pabbi þinn skammaði mig! Skýjað með köflum Sigur Rós Veruleikafirrt vöðvatröll Pain and Gain

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.