Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 14
„Það er allt á hvolfi í bænum“ S iggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanes­ byggðar og framleiðslu­ stjóri Ísfélagsins á Þórs­ höfn, er afar umdeildur í bæjarfélaginu. Nú er svo komið að undirskriftum er safnað gegn honum. DV ræddi við á annan tug íbúa sveitarfélagsins í tilefni af ákvörðun meirihluta sveitar­ stjórnar að reka Gunnólf Lárusson sveitarstjóra sem gerð var opin ber í síðustu viku. Gunnólfur, sem metinn var hæfastur af rúmlega 40 umsækj­ endum þegar hann var ráðinn til starfa árið 2009, segist í samtali við DV furðu lostinn yfir ákvörðun­ inni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sveitarstjórnin, undir forystu Siggeirs, rekur sveitarstjóra. Björn Ingimarsson, sem gegndi starfinu frá árinu 2006, fór sömu leið árið 2009. Siggeir er af bæjarbúum sagður svífast einskis til að ná sínu fram og sýna „einræðislega“ tilburði. Skýring á huldu Opinber skýring á brottrekstri Gunnólfs er að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hans og sveitar­ stjórnar. Ekki er útskýrt í hverju trúnaðarbresturinn felst. Í yfir­ lýsingu sem Gunnólfur sendi fjöl­ miðlum lýsir hann undrun sinni á ákvörðuninni, og – sérstaklega – uppgefnum ástæðum. „Þetta þykir mér harla aumt og verulega illa vegið að starfsheiðri mínum og ég undrast hvað raunverulega býr að baki,“ segir í yfirlýsingu Gunnólfs. Forundran Gunnólfs er í samræmi við upplýsingar sem einn sveitarstjórnarmeðlim­ ur veitti DV, þess efnis að ástæður brottrekstursins séu allt aðrar en þær sem gefnar voru upp. Hann vildi þó ekki greina frá því hverj­ ar þær væru. „Stjórnar öllu“ Mikil reiði ríkir meðal bæjarbúa vegna ákvörðunarinnar. „Það það logar allt í illdeilum út af þessu máli og fólk er mjög ósátt,“ segir bæjarbúi í samtali við DV. Nokkrir bæjarbúar ætla á næstu dögum að setja af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla brottrekstrinum. Það er hins vegar ekki ákvörðun­ in – ein og sér – sem veldur ólg­ unni, heldur telja bæjarbúar hana vera til vitnis um starfsaðferð­ ir Siggeirs Stefánssonar. „Þetta er bara kornið sem fyllti mælinn. Ég veit bara að undirskriftalisti er farinn í gang til að koma honum frá. Það er allt á hvolfi í bænum.“ Þótt brottreksturinn hafi verið samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á sveitarstjórnarfundi velkjast heimildarmenn ekki í vafa um undan hvers rifjum ákvörðun­ in er runnin. „Það er bara einn maður sem stjórnar öllu. Það er Sig geir Stefánsson,“ segir einn og bætir við: „Hann er rosalega ríkj­ andi í sveitarstjórninni. Hann er sjálfur ekki að standa sig í ýmsum málum, og ætlar kannski að fara að kenna Gunnólfi um það.“ Fleiri íbúar sem DV ræddi við höfðu svipaða sögu að segja. Hann stýri stærsta vinnustaðnum í bænum og hafi þannig nokkurt tak á fólki. „Hann vill líka stjórna bænum, á einn eða annan hátt. Hann þarf að ráða.“ Óheppileg ráðning Siggeir flutti til Þórshafnar, sem tilheyrir Langanesbyggð, fyrir rúmlega 15 árum og tók þá við starfi útgerðarstjóra Ísfélagsins í bænum. Hann hefur setið í sveitar stjórninni frá árinu 2003 og gegnir nú stöðu framleiðslu­ stjóra Ísfélagsins á Þórshöfn, eins og áður greinir. Ráðningar hans til Ísfélagsins hafa sumar hverjar farið fyrir brjóstið á bæjarbúum, sérstaklega ein þar sem maður, þekktur fyrir ofbeldisdóma, var ráðinn. Það þykir óheppilegt þar sem Siggeir situr í skólamálaráði og í svokölluðum grundvallar­ regluhóp – sem er hópur sem stofnaður var til að halda betur utan um vímuvarnir í bæjar­ félaginu. Í síðustu kosningum fékk Sig­ geir 85 atkvæði. Engir listar buðu þá fram, heldur voru allir bæjar­ búar í kjöri. Sá háttur er hafður á ef enginn skilar inn listaframboði fyrir tilskilinn frest. Sig geir og samstarfsfólk hans í sveitarstjórn, sem áður mynduðu K­listann, ákváðu hins vegar – rétt fyrir kosn­ ingar – að senda lista með eigin nöfnum inn á öll heimili í bæjar­ félaginu þar sem bæjarbúum var tilkynnt að þau væru í framboði og hvöttu fólk til að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt upplýsing­ um frá innanríkisráðuneytinu hafa almennir kjósendur gagn­ rýnt óbundnar kosningar og telja margir að um flókna athöfn sé að ræða. Í einhverjum tilvikum treysti kjósendur jafnvel ekki á kjörstað. „Hann er ekki að fara inn á mörgum atkvæðum. Hann sendi lista korteri fyrir kosningar með nöfnum nokkurra einstak­ linga. Og margir bæjarbúar héldu að þetta væri listi, sem væri fram kominn og hefði ekkert endilega kosið Siggeir, hefðu þeir vitað að um persónukjör hafi verið að ræða,“ segir heimildarmaður blaðsins. Stuðningur í sveitarstjórninni Fólkið á téðum lista hlaut, ásamt Siggeiri, kosningu og dregur nú taum hans í hinum stærri málum að sögn bæjarbúa. „Það eru tvær konur í sveitarstjórninni, sem eru honum hliðhollar. Eiginmenn þeirra og synir vinna svo undir hans stjórn í Ísfélaginu,“ segir einn heimildarmaður og annar tekur undir og bætir við: „Hann er með nokkra fylgisfiska sem vinna undir hans stjórn og græða á setu hans í sveitarstjórninni.“ Enn annar heimildarmaður lýsir sömu skoðun. „Hann hefur þetta fólk allt saman með sér. Ef að hann segir já, þá segir það já. Ef hann segir nei, þá segir það nei.“ Ekki náðist í Siggeir Stefánsson þegar fréttin var unnin. Hann ku hafa verið í fríi á Spáni í boði Ísfé­ lagsins. n Látinn fara Gunnólfi Jónssyni var sagt upp störf­ um sem sveitar­ stjóra nýverið. n Ósætti í garð Siggeirs Stefánssonar vegna uppsagnar sveitarstjórans„Það það logar allt í illdeilum út af þessu máli og fólk er mjög ósátt. 14 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Áformin um niðurskurð til Lána­ sjóðs íslenskra námsmanna fela það í sér að úthlutunarreglum sjóðsins verður breytt með aðeins tveggja mánaða fyrirvara. Þessi vinnubrögð eru í fullkomnu ósam­ ræmi við tilmæli sem umboðs­ maður Alþingis beindi til stjórnar LÍN og mennta­ og menningar­ málaráðuneytisins árið 2011 um að framvegis yrði námsmönnum gefið fullnægjandi ráðrúm til að bregðast við breyttum úthlutun­ arreglum. Þessi tilmæli er að finna í áliti sem umboðsmaður Alþingis gaf út eftir að kvartað hafði verið undan breytingum á úthlutunarreglum sem kynntar höfðu verið í lok júní­ mánaðar. Samræmist þetta þeim aðstæðum sem nú eru uppi; sagan endurtekur sig og námsmenn kvarta aftur undan breytingum með tveggja mánaða fyrirvara. DV greindi frá því fyrr í vik­ unni að skorið yrði niður til LÍN og fjölgað lágmarkseiningum með alvarlegum afleiðingum fyrir barnafólk og þá sem vinna með­ fram skóla. Nemur niðurskurð­ urinn tæplega 130 milljónum króna og hefur Illugi Gunnarsson, mennta­ og menningarmálaráð­ herra, réttlætt aðgerðirnar með því að segjast ætlast til þess að námsmenn séu í skólanum „af fullri alvöru.“ Þetta hefur vakið mikla hneykslan meðal ungs fólks og hafa hátt í fimm þúsund manns „lækað“ síðu á Facebook þar sem skerðingunni er mótmælt. Á sama vettvangi segja fjölmargir náms­ menn frá því hvernig hækkun á lágmarkseiningafjölda mun koma harkalega niður á námi þeirra og kjörum. Þann 21. júlí 2010 leitaði náms­ maður til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan því að breytt­ ar úthlutunarreglur hefðu ver­ ið kynntar með alltof skömmum fyrir vara. Fram kom að þetta hefði sett „kostnaðaráætlun næstu ára í uppnám“. Í áliti umboðsmanns­ ins, sem birtist ári síðar, kemur fram að hann telji stjórn LÍN og mennta­ og menningarmálaráðu­ neytið hafi ekki gefið námsmönn­ um fullnægjandi ráðrúm til þess að bregðast við breytingunni. „Með hliðsjón af fyrri stjórn­ sýsluframkvæmd og að virtum ríkum hagsmunum námsmanna tel ég að ekki hafi verið að þessu leyti gætt viðeigandi lagasjónar­ miða og vandaðra stjórnsýsluhátta af hálfu stjórnar LÍN og mennta­ og menningarmálaráðuneytisins um birtingu og gildistöku þessa ákvæðis úthlutunarreglnanna,“ segir í álitinu. Í lok þess er að finna eftir­ farandi orð: „Ég beini hins vegar þeim almennu tilmælum til stjórnar LÍN og mennta­ og menningarmálaráðuneytisins að framvegis verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu um kynningu og gildistöku við breytingu á stjórnsýslufram­ kvæmd.“ Ljóst er að ef fyrirhug­ aðar breytingar LÍN á úthlutun­ arreglum ársins 2013 til 2014 ná fram að ganga er verið að virða til­ mæli umboðsmannsins fullkom­ lega að vettugi. Reglum breytt fyrirvaralítið Skorið niður hjá LÍN:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.