Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 42
42 Afþreying 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Hoffman í Child 44
n Bætist í sterkan leikarahóp
B
andaríski Óskarsverð-
launahafinn Philip
Seymour Hoffman
mun fara með hlut-
verk í myndinni Child
44 og hefur þar með bæst í
hóp leikara á borð við Tom
Hardy, Noomi Rapace og
Gary Oldman. Tökur hófust í
Prag fyrr í þessum mánuði og
er myndin væntanleg á næsta
ári. Leikstjóri myndarinnar
er Daniel Espinosa, sem leik-
stýrði meðal annars mynd-
unum Safe House og Easy
Money, en handritið er eftir
Richard Price.
Myndin er byggð á sam-
nefndri metsölubók eftir Tom
Rob Smith og gerist á valda-
tíma Stalíns í Sovétríkjunum
sálugu. Hún fjallar um rúss-
neska lögreglumanninn Leo
Demidov, leikinn af Hardy,
sem kemst á snoðir um ógeð-
felld barnamorð og ákveður
að hefja rannsókn á þeim.
Yfirvöld neita hins vegar að
viðurkenna að morðin eigi sér
stað og fylgjast grannt með
hverju spori Demidovs.
Það er nóg að gera hjá
Hoffman um þessar mund-
ir, en tvær stórmyndir með
honum eru væntanlegar á
næstu mánuðum. Annars
vegar fer hann með hlutverk
í myndinni A Most Wanted
Man og hins vegar túlkar
hann illmennið Plutarch
Heavensbee í næstu mynd
hinnar sívinsælu Hunger
Games-seríu, The Hunger
Games: Catching Fire. Báðar
eru þær væntanlegar í nóv-
ember á þessu ári.
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 28. júní
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Grátur og gnístran tanna
Jóhann Strandameistari
Skákhátíð Hróksins
á Ströndum fór fram
um síðustu helgi. Há-
tíðin er haldin árlega
og er afar vinsæl;
skemmtileg skák-
mót og stórbrotin
náttúra draga að sér
fastagesti ár eftir ár.
Hátíðin í ár hófst með
fjöltefli Róberts Lag-
erman í Hólmavík.
Róbert tefldi við um
tuttugu skákmenn.
Norðlenska ljónið Jón
Kristinn Þorgeirsson
lagði Róbert að velli,
sem er sjálfur oft
kallaður skákljónið.
Um kvöldið á föstu-
daginn fór fram tví-
skákmót í Djúpuvík.
Tvískák er skemmti-
legt afbrigði skákar
þar sem tveir og tve-
ir tefla saman í liði
gegn öðru pari. Menn
geta svo notað þá taflmenn sem samherjinn hefur drepið af sínum
andstæðingi, bætt þannig taflmönnum inn á. Leikar fóru þannig á
endanum að firnasterkt lið „Forsetaliðsins“ fór með sigur af hólmi.
Í liðinu voru Hróksmennirnir Hrafn Jökulsson, Róbert Lagerman og
Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins.
Sjálft aðalmótið fór fram í félagsheimili þeirra Strandamanna á
laugardaginn. Tefldar voru átta umferðir. Skákhátíðin í ár var haldin
til heiðurs Jóhanni Hjartarsyni sem er fimmtugur í ár. Afmælisbarnið
var í fantaformi og lagði alla andstæðinga sína. Þar á meðal nýkrýnd-
an Íslandsmeistara Hannes Hlífar sem varð annar. Pistlahöfund-
ur slysaðist svo til þess að hirða bronsið og fékk að launum forláta
hálsmen handgert af Strandakonunni Jóhönnu Kristjánsdóttur.
Á sunnudaginn fór fram hraðskákmót til heiðurs kempunni
Böðvari Böðvarssyni sem er fastagestur á Skákhátíð á Ströndum. Jó-
hann hikstaði í fyrstu umferð og var heppin með jafntefli gegn áður
nefndum Jóni Kristni. Hann vann þó Hannes Hlífar aftur og tryggði sér
þannig sigur á mótinu. Hátíðin tókst í alla staði afar vel, veðrið lék við
gesti meir og minna allan tímann og mótin, maturinn og fótboltinn
var hin mesta skemmtun.
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe)
e.
16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe)
e.
Endursýndir þættir vikunnar.
17.20 Babar (25:26)
17.42 Unnar og vinur (11:26)
18.05 Hrúturinn Hreinn (14:20)
(Shaun the Sheep)
18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Hið sæta sumarlíf (1:6) (Det
søde sommerliv) e. Dönsk
matreiðsluþáttaröð. Mette
Blomsterberg reiðir fram kræs-
ingar sem henta vel á sumrin. e.
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Hemmi Gunn - Minning um
mann Minningardagskrá um
Hermann Gunnarsson. Sýndar
verða svipmyndir frá útförinni
sem fram fór fyrr um daginn
í Hallgrímskirkju. Á eftir fylgir
nýr sjónvarpsþáttur þar sem
lífshlaup Hemma og ferill er
rifjaður upp í myndum úr safni
sjónvarpsins og samtölum við
ættingja, vini, samferðar- og
samstarfsfólk. Um dagskrár-
gerð sáu Egill Eðvarðsson og
Þórhallur Gunnarsson. Stjórn
upptöku var í höndum Egils
Eðvarðssonar.
21.20 Dýralæknirinn (3:9) (Animal
Practice) Bandarísk gaman-
þáttaröð um dýralækninn
George Coleman sem þykir
afar vænt um dýrin en fyrirlítur
gæludýraeigendur. Meðal
leikenda eru Justin Kirk, JoAnna
Garcia Swisher og Bobby Lee.
21.45 Undrabörn (Wunderkinder)
Þessi saga gerist í Úkraínu
árið 1941, fyrir og í hernámi
Þjóðverja, og segir frá vináttu
þriggja barna sem öll hafa
mikla tónlistarhæfileika. Tvö
þeirra eru gyðingar og það
þriðja þýskt. Leikstjóri er Markus
Rosenmüller og meðal leikenda
eru Kai Wiesinger, Catherine
Flemming, Gudrun Landgrebe
og Konstantin Wecker. Þýsk
verðlaunamynd frá 2011.
23.25 Banks yfirfulltrúi – Stolnar
stundir (2:3) (DCI Banks: Dry
Bones) Bresk sakamálamynd.
Alan Banks lögreglufulltrúi
rannsakar dularfullt sakamál.
Meðal leikenda eru Steph-
en Tompkinson, Lorraine
Burroughs, Samuel Roukin og
Colin Tierney. Atriði í myndinni
eru ekki við hæfi barna.
00.55 The Rolling Stones 7,2
(The Rolling Stones - Crossfire
Hurricane) Heimildamynd um
rokkhljómsveitina The Rolling
Stones og feril hennar. Rætt
er við hljómsveitarmeðlimi og
sýndar upptökur frá tónleikum
auk gamalla fréttamynda.
Höfundur myndarinnar er Brett
Morgen. Atriði í myndinni eru
ekki við hæfi ungra barna. e
02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:10 Malcolm In the Middle (12:22)
08:30 Ellen
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (113:175)
10:15 Fairly Legal (2:10)
11:00 Drop Dead Diva (11:13)
11:50 The Mentalist (6:22)
12:35 Nágrannar
13:00 Three Amigos
14:45 Extreme Makeover: Home
Edition (7:25)
15:30 Sorry I’ve Got No Head
16:00 Leðurblökumaðurinn
16:25 Ellen
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Simpson-fjölskyldan (4:22)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:06 Veður
19:15 Simpson-fjölskyldan (20:22)
Tuttugasta og fjórða þáttaröðin í
þessum langlífasta gamanþætti
bandarískrar sjónvarpssögu.
Simpson-fjölskyldan er söm við
sig og hefur ef eitthvað er aldrei
verið uppátektarsamari.
19:35 Arrested Development 9,2
(3:15) Fjórða þáttaröðin um
hina stórskrýtnu en dásamlega
fyndnu Bluth-fjölskyldu.
Michael tók við fjölskyldufyr-
irtækinu eftir að faðir hans var
settur í fangelsi. En restin af
fjölskyldunni gerir honum lífið
leitt því þau eru ekki í tengslum
við raunveruleikann.
20:05 Besta svarið (3:8) Frábær
spurninga- og skemmtiþáttur
þar sem hinn eini sanni Sverrir
Þór Sverrisson, Sveppi, stýrir af
einstakri snilld. Í hverjum þætti
mætir einn þjóðþekktur gestur
til leiks og keppendur eru þrír,
vinir eða ættingjar gestsins.
Keppendurnir eiga að svara afar
fjölbreyttum spurningum um
gestinn og keppast um að vera
með besta svarið hverju sinni.
20:50 Apollo 13 7,5 Sagan gerist í
apríl 1970 þegar Apollo 13. var
skotið á loft en ferðinni var
heitið til tunglsins. Lítið var
fjallað um geimskotið þar til
hlutirnir fóru verulega úrskeiðis.
Sprenging í súrefnistanki rústaði
áformum geimfaranna og setti
þá í bráða lífshættu. Allt í einu
voru þeir aleinir á sporbaug um
jörðu í löskuðu geimfari og urðu
að beita öllum ráðum til að
komast aftur til síns heima!
23:05 Blue Valentine Afar óvenjuleg
en rómantísk mynd með Ryan
Gosling og Michelle Williams
um hjónakornin Dean og Cindy,
samband þeirra og sögu.
00:55 The Edge (Á bláþræði) Spennu-
mynd um milljónamæring og
tískuljósmynda sem týnast í
óbyggðum Alaska og þurfa á
öllum sínum kröftum að halda
til þess að komast af.
02:50 Awake
04:10 Three Amigos
05:50 Fréttir og Ísland í dag
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Dr. Phil
08:45 Pepsi MAX tónlist
15:25 The Good Wife (19:23)
16:10 How to be a Gentleman (7:9)
16:35 The Office (12:24)
17:00 Royal Pains (8:16)
17:45 Dr. Phil
18:30 Minute To Win It
19:15 The Ricky Gervais Show
(10:13) Bráðfyndin teiknimynda-
sería frá snillingunum Ricky
Gervais og Stephen Merchant,
sem eru þekktastir fyrir
gamanþættina The Office og
Extras. Þessi þáttaröð er byggð
á útvarpsþætti þeirra sem sló í
gegn sem „podcast“ á Netinu.
Þátturinn komst í heimsmeta-
bók Guinnes sem vinsælasta
„podcast“ í heimi.
19:40 Family Guy (10:22) Ein
þekktasta fjölskylda teikni-
myndasögunnar snýr loks aftur
á SkjáEinn. Peter Griffin og fjöl-
skylda ásamt hundinum Brian
búa á Rhode Island og lenda í
ótrúlegum ævintýrum þar sem
kolsvartur húmor er aldrei langt
undan.
20:05 America’s Funniest Home
Videos (28:44)
20:30 The Biggest Loser - NÝTT
(1:19) Skemmtilegir þættir þar
sem fólk sem er orðið hættu-
lega þungt snýr við blaðinu og
kemur sér í form á ný.
22:00 Rocky 8,1 Bandarísk kvikmynd
frá árinu 1976. Hnefaleikakapp-
inn Rocky Balboa fær loks stórt
tækifæri til að sanna sig og
lappa upp á brotna sjálfsmynd
sína þegar honum býðst að
slást við sitjandi heimsmeistara,
Apollo Creed.
00:05 Excused Nýstárlegir
stefnumótaþáttur um ólíka
einstaklinga sem allir eru í leit
að ást.
00:30 Nurse Jackie 7,2 (1:10) Marg-
verðlaunuð bandarísk þáttaröð
um hjúkrunarfræðinginn og
pilluætuna Jackie.
01:00 Flashpoint (2:18) Spennandi
þáttaröð um sérsveit lög-
reglunnar sem er kölluð út þegar
hættu ber að garði.
01:50 Lost Girl (13:22) Ævintýralegir
þættir um stúlkuna Bo sem
reynir að ná stjórn á yfirnátt-
úrulegum kröftum sínum,
aðstoða þá sem eru hjálparþurfi
og komast að hinu sanna um
uppruna sinn.
02:35 Pepsi MAX tónlist
09:00 Formúla 1 2013 - Æfingar
13:00 Formúla 1 2013 - Æfingar
17:35 FA bikarinn
19:15 Sumarmótin 2013
20:00 NBA - Þáttur þar sem fjallað er
um Michael Jordan
20:50 FA bikarinn
22:30 Box: Dawson - Stevenson
07:00-20:00 (Lalli, Refurinn Pablo,
Litlu Tommi og Jenni, Svampur
Sveinsson, Mörgæsirnar frá
Madagaskar, Strumparnir, Lína
Langsokkur, Sorry Í ve Got No
Head, iCarly, Njósnaskólinn, Big
Time Rush o.fl.)
20:00 Það var lagið
21:00 A Touch of Frost.
22:45 Monk (2:12)
23:30 It’s Always Sunny In
Philadelphia (1:7)
23:55 Það var lagið
01:00 A Touch of Frost.
02:45 Monk (2:12)
03:30 It’s Always Sunny In
Philadelphia (1:7)
03:55 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví
06:00 ESPN America
07:45 AT&T National 2013 (1:4)
10:45 PGA Tour - Highlights (24:45)
11:40 AT&T National 2013 (1:4)
14:40 Champions Tour
- Highlights (12:25)
15:35 AT&T National 2013 (1:4)
18:35 Inside the PGA Tour (26:47)
SkjárGolf sýnir áhugaverða
þætti um PGA mótaröðina.
Farið verður yfir það helsta sem
gerðist á nýliðnu móti og hitað
upp fyrir næsta. Í þáttunum eru
tekin viðtöl við keppendur og fá
áhorfendur innsýn í líf kylfings-
ins bæði heima og heiman.
19:00 AT&T National 2013 (2:4)
22:00 PGA TOUR 2013: 7 Days (1:1)
23:00 The Open Championship
Official Film 1986
23:55 ESPN America
SkjárGolf
20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin
21:00 Motoring Ökuþórar í essi sínu,
mótoringfréttir og bílskúrsband
kvöldsins.
21:30 Eldað með Holta Grillupp-
skriftir Holta í matreiðslu Úlfars.
ÍNN
11:30 Iceage
12:50 Kickin It Old Skool
14:40 He’s Just Not That Into You
16:45 Iceage
18:05 Kickin It Old Skool
19:50 He’s Just Not That Into You
22:00 Moneyball
00:10 The Lazarus Project
01:50 Hit and Run
03:15 Moneyball
Stöð 2 Bíó
17:45 Arsenal - Norwich
19:30 PL Classic Matches
20:00 Manstu
20:45 Arsenal - Reading
22:25 Manstu
23:10 MD bestu leikirnir
23:40 Arsenal - Southampton
Stöð 2 Sport 2
Stöð 2 Krakkar
Stöð 2 Gull
Philip Seymour
Hoffman Ekki
er vitað hvaða
hlutverk leikarinn
nældi sér í.