Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 36
36 Menning 28.–30. júní 2013 Helgarblað Ískaldur leigumorðingi n Michael Shannon vinnur leiksigur P ólski leigumorðinginn Richard Kuklinski er talinn hafa drepið yfir 100 manns. Kvikmyndin Ísmaðurinn (The Iceman) byggir á hans sögu. Myndin er hrein­ ræktuð mafíósamynd – lýsir upp­ gangi Kuklinski innan mafíunnar í New Jersey, uppgangi hans og falli. Strax í upphafi myndarinnar er sleginn dökkur tónn. Teknu andliti Kuklinski bregður fyrir í myrkvuðu herbergi. „Ég ætlaði ekki að valda neinum skaða …“ segir hann. Þetta atriði er í heimildamyndastíl og í lok­ in er þessu stílbragði aftur beitt og við heyrum niðurlag setningarinnar. Það fellur í hlut Michael Shannon að túlka hinn ískalda leigumorðinga. Frammistaða hans í aðalhlutverk­ inu er ekkert minna en leiksigur. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Hann nær að túlka Richard Kuklinski á einhvern óhuggulegan en jafnframt heillandi hátt – hann er í senn sadisti og elskulegur fjöl­ skyldufaðir og áhorfandinn fyllist bæði viðbjóði á gjörðum hans og fær um leið samúð með honum. Margir stórleikarar hafa orðið til í mafíumyndum. Nægir að nefna Robert De Niro og Al Pacino. Michael Shannon gefur þeim ekkert eftir. Auk Michael Shannon fara fjöl­ margir aukaleikarar á kostum. Chris Evans er eftirminnilegur sem leigu­ morðingi á ísbíl, David Schwimmer, úr Friends, misheppnaður smá­ krimmi og Winona Ryder sem eigin­ kona Richard Kuklinski. En kannski er það til marks um sterka nærveru Michael Shannon að sjálfur Ray Liotta verður hálf brjóstumkennan­ legur í hlutverki mafíuforingjans í nærveru Kuklinski. En getur maður sem drepur yfir hundrað einstaklinga með köldu blóði talist mennskur? Eflaust er það stærsta spurningin sem leikstjórinn Ariel Vromen glímir við í myndinni. Það er gefið í skyn með minningar­ brotum úr æsku Richard Kuklinski að ofbeldi geti af sér meira ofbeldi. Kuklinski er eins og fíkill, þegar hann fær ekki útrás fyrir ofbeldisþörf sína molnar úr hjónabandi hans og fjöl­ skyldan fær innsýn í hans raunveru­ lega eðli. Ísmaðurinn er ágeng, dökk og á köflum hrottaleg bíómynd. Hún á að mínu mati heima með klassískum mafíumyndum á borð við Goodfellas og Donnie Brasco. Þar er stórleik Michael Shannon aðallega að þakka, næmni leikstjórans fyrir smáatriðum og eftirminnilegum aukapersónum. Þetta er mynd sem situr í manni; sér í lagi endirinn sem byggður er á raunverulegum játningum Richard Kuklinski. n Símon Örn Birgisson Skúli mennski fer hringinn Tónlistarmaðurinn Skúli mennski og hljómsveitin Robert the Room­ mate halda í hringferð um landið frá 28. júní til 7. júlí. Skúli er þekkt­ ur trúbador en hljómsveitin Robert the Roomate var stofnuð fyrir fáein­ um árum með það í huga að spila tónlist eftir gömlu meistarana; Bob Dylan, Leonard Cohen og fleiri. Hljómsveitin bar sigur úr býtum í ábreiðulagakeppni Rásar 2 en á efnisskránni nú eru einnig frum­ samin lög eftir sem mun senda frá sér plötu á næstunni. Tónleikaferð Skúla og Robert the Roommate hefst á Akureyri á Græna hattinum þann 28. júní og lýkur í Reykjavík á Rosenberg þann 11. júlí. Ískaldir leigumorðingjar Chris Evans og Michael Shannon í hlutverkum sínum. Glatað ofurmenni n Nýja Superman myndin vonbrigði n Einhæf og leiðinleg bardagaatriði M ikil eftirvænting hefur ríkt yfir nýju myndinni um Ofur mennið, sem nefnist Man of Steel eða Stálmað­ urinn. Christopher Nolan sem er þekktur fyrir vel heppnaðar myndir um Leðurblökumanninn framleiðir myndina, ásamt hinum efnilega Zack Snyder sem situr í leik­ stjórastólnum. Þetta eru þungaviktarmenn í draumaverksmiðjunni og það er til mikils ætlað af þeim, sérstaklega í ljósi þess að við erum að tala um Supermann sjálfann. Misheppnaðar tilraunir Í gegnum tíðina hefur það reynst þrautinni þyngri að gera vel heppn­ aða bíómynd um Ofurmennið. Ógrynni af mislélegum bíómynd­ um og sjónvarpsþáttum bera þess vitni. Margir vilja meina að Ofur­ mennið sé svolítið þurr persóna í samanburði við til dæmis Leður­ blökumanninn sem verður að telj­ ast töluvert svalari ofurhetja. Vandamál myndarinnar liggur reyndar ekki í nýja Ofurmenninu sem er leikinn að þessu sinni af Henry Cavill. Honum tekst að skapa virkilega viðkunnarlega persónu sem maður á auðvelt með að finna til samúðar með. Að sama skapi er hann harðgerðari mass­ aðari og flottari heldur en forverar hans sem hafa yfirleitt verið afar ferkantaðir. Nýi Superman er flottur! Furðulegar hugmyndir Myndin sjálf er ekki flott. Sem mikill aðdáandi bæði Snyders og Nolans þá gaf ég myndinni eins mikinn sjens og ég gat. Ég hef hins­ vegar ekki endalausa þolimæði. Þessi mynd er glötuð. Miklu púðri er eytt í sköpunar­ sögu Ofurmennisins. Hvernig póli­ tísk átök á Krypton hafa í för með sér að lítið barn er sent út í geim rétt áður en plánetan eyðileggst. Kannski var ætlunin að útskýra bakgrunn Ofurmennisins en þær hugmyndir sem þarna koma fram eru svo furðulegar að þær standast enga nánari skoðun. Ofurmennið lendir svo í Kansas í Bandaríkjunum. Þar upplifir hann höfnun allt sitt líf af því að hann getur ekki sýnt sína leyndu ofurkrafta. Af hverju hann mátti ekki sýna þá og af hverju hon­ um var hafnað í sífellu skildi ég aldrei almennilega. Atriðin um uppvaxtarárin hans eru sérstak­ lega dramatík og tilfinningalega þrungin. Það er verið að byggja upp einhverja tilfinningalega vigt í ofurmennið sem missir því miður marks af því að þessi atriði eru illa skrifuð og bjánaleg. Ástarsambandið á milli Ofur­ mennisins og fréttakonunar Lois Lane er að sama skapi einkennilegt. Þau verða bara allt í einu ástfangin en ástarsagan á sér því miður aldrei stað. Leiðigjarnir bardagar Útlit myndarinnar er nokkuð flott en kvikmyndatakan er mér ekki að skapi. Öll atriði myndarinnar eru tekin með hand­myndavélum sem eiga að fá mann til þess að líða sem maður sé staddur í miðju atburð­ arrásarinnar. Hristingurinn er hins­ vegar svo mikill á skjánum að ég átti mjög erfitt með að fatta hvað var að gerast í myndinni. Þrívíddinn gerði þetta einnig sérstaklega erfitt fyrir augun. Bardagaatriðin eru einhæf og leiðinleg. Vissulega er það stórfeng­ legt að sjá menn þeytast í gegnum byggingar og rústa heilu borgun­ um. En það er nóg að sjá það einu sinni. Þetta er hinsvegar endurtekið aftur og aftur í Man of Steel sem hefði vel þolað að vera stytt um hálf­ tíma. Ofan á það er myndin full af einstaklega bjánalegum samtölum og mörgum litlum röksemdarvillum sem grafa endalaust undan bíóupp­ lifuninni. Það verður að segjast að þessi mynd er gríðarleg vonbrigði í alla staði og get ég því ekki með góðri samvisku mælt með henni. n Bíómynd Leifur Þór Þorvaldsson skrifar Henry Caville Þykir standa sig vel í hlut- verki Ofurmennisins. Stálmaðurinn Myndin hefur gengið vel í miðasölu og þegar hefur verið tilkynnt um framhald. Menningar helgin Hún Um helgina ætla ég að sjá Sísí Ey spila í Listasafni Reykja­ víkur í Hafnarhúsinu. Ég hef ekki séð hljómsveitina áður á tónleikum en Sísí Ey er er ein svalasta hljómsveit sem ég veit um í dag. Svo væri ég til í að sjá Snorra Helgason og Múm á All Tomorrow Parties­hátíðinni í Keflavík. Vanda­ málið er að ég á ekki miða á það og ætla í staðinn að fara í ferðalag um Ísland og ekki snúa til baka fyrr en seint í júlí. Eru ferðalög ekki bara málið núna? Það hlýtur að vera ástæða fyrir öllum þessum ferða­ mönnum sem hér eru. Guðni Tómasson listsagnfræðingur Ásrún Magnúsdóttir danstilraunamaður Hann Ef veðurguðir leyfa er stefnan tekin á að viðra soninn með göngu á Hengilssvæðinu, en guðirnir sem ríkja yfir suðvestur­ horninu eru ekki í miklu stuði þessa dagana. Þá er ágætt að fara á söfn: Ég á alltaf eftir að sjá mynd­ bandsútgáfurnar af gjörningum Magnúsar Pálssonar sem fram fóru á Listahátíð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Eins er spennandi að kynna sér viðbætur við íslensku myndlistarsöguna í Nýlistasafninu en þar er Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt að prjóna við hana. Ég ætla að fylgjast með lokahnykknum í Álfukeppninni í knattspyrnu, fylla tónskynvitin með nýjum djassi og klassík með hjálp Spotify, klára Landið og Kortið eftir Michel Houellebecq í þýðingu Frið­ riks Rafnssonar og síðast en ekki síst ætla ég að vinna áfram í því að koma mér upp trommusetti úr af­ göngum í bílskúrnum. Ef menn eiga eitthvað afgangs sem tekur of mikið pláss, má alveg láta vita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.