Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Blaðsíða 24
SkítkaStið kom Skipulega 24 Viðtal 28.–30. júní 2013 Helgarblað Þ að er enginn asi á Svavari þegar blaðamann ber að garði að lítilli skrifstofu hans í Hafnarfirði. „Hér hefjast heimsyfirráðin hægt og ró- lega,“ segir hann með bros á vör. Skrifstofan er fábrotin en í rót- grónu húsi við Strandgötuna í Hafnarfirði. Þar inni hefur hann kom- ið fyrir skrifborðum, lítilli teiknitöflu sem hann notar í hugmyndavinnu og börnin fá að krota á þegar þau koma með honum á skrifstofuna og í horni lúrir fremur lúin kaffivél. Þarna inni ætlar Svavar að huga að heimsyfir- ráðunum sem felast helst í því að sinna þeim verkefnum sem veita honum hamingju og bæta lífsgæði hans. Hann hefur verið undir miklu álagi undanfarið og ætlar að ræða um áföllin, breytingarnar og kosn- ingabaráttuna sem einkenndist af rógburði um tíma. Horfðist í augu við dauðann Svavar sagði nýverið upp störfum hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins og stofn- aði fyrirtækið Íslenskur matur og matarmenning. Hans fyrsta verkefni hefur litið dagsins ljós, matreiðslu- bók um hamborgara, Íslenska ham- borgarabókin. Breytingarnar í lífi hans eiga sér nokkra forsögu. Viðhorf hans til lífsins breyttust fyrir fullt og allt þegar hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum, að- eins 37 ára að aldri. „Þegar maður horfist í augu við dauðann, þá þarf maður að hugsa sinn gang. Ég veit núna að allt getur breyst á einu augabragði og prísa mig sælan fyrir að vera á lífi og fá að gera það sem mig langar til að gera.“ Hjartaáfall í sumarfríi Svavar fékk hjartaáfallið í sumarfríi með fjölskyldunni. Hann var nánar tiltekið í heimsókn hjá systur sinni á Siglufirði. Á sólríkum sumardegi átti Svavar erfitt með að fara á fætur. „Ég var að dröslast á lappir um hádegisbil. Allir voru löngu farnir út á pall að njóta blíðskaparveðurs. Ég komst úr svefnherberginu niður í stofu, ég hitnaði og svitn- aði og fann fyrir sárum verk. Eins og verið væri að stinga mig á milli herðablaðanna. Ég sá Þóru og fjöl- skylduna  sitja úti við og bankaði í gluggarúðuna. Á endanum hljóp eitt barnanna inn til að athuga hvað væri. Mér rétt tókst að stynja upp: Sæktu Þóru núna! Það fór ekkert á milli mála að ég var að fá hjartaáfall. Við fórum upp á sjúkrahús og þar tók læknanemi á móti okkur og þurfti að meta ástandið, sem var auðvitað óvenju- legt, því ég var svo ungur, passaði ekki inn í tölfræðina. Það var verið að taka ákvörðun um hvort það ætti að flytja mig með sjúkraflugi eða ekki.  Sem betur fer var ég fluttur suður. Ég man varla eftir mér á leiðinni þangað, man óljóst eftir því þegar ég var settur upp í vél. Systir mín og mágur sátu svo uppi með fjögur aukabörn, bílinn okkar og heilan helling af útilegudóti. Þau komu þessu öllu heilu suður nokkrum dögum síðar og það urðu fagnaðarfundir á hjartadeildinni.“   Ertu ekki að fara í botnlanga- skurð? Svavar man óljóst eftir sér á Landspítalanum. Hann rankaði við sér um stund og varð nokkuð brugð- ið. „Þá var hjúkrunarkona að raka mig á kviðnum. Ég spurði: Af hverju ertu að raka þarna? Þá spurði hún: Ertu ekki að fara í botnlangaskurð? Og mér var skiljanlega nokkuð brugðið!“ Svavar hlær að þessum minning- um. Engin ástæða til annars því að- gerðin tókst vel. En aðdragandinn að áfallinu var langur. Hann rekur það til erfða, lífsstíls og mikils álags í vinnu sinni sem fréttamaður á RÚV. Í aðdragandanum hafði Svavar fundið fyrir stigvaxandi þróttleysi og mæði. „Ég fór með Guðjóni Helga- syni fréttamanni í ræktina, svona karla átak nokkra morgna í viku. Ég var rosalega duglegur en úthaldið minnkaði eftir því sem ég reyndi meira á mig. Ég skildi ekkert í þessu, ég kenndi því um að ég hefði reykt um ævina og byrjaði á því að fara til lungnalæknis. Hann fann ekki neitt og sagði mér að panta tíma hjá hjartalækni. Svo fór ég í sumarfrí og áfallið dundi yfir. Á Siglufirði gat ég ekki gengið nokkur skref án þess að verða móður.“ Lífsbjörg í garðvinnu fyrir Gunnar Eyjólfsson Það varð Svavari líklega til lífs að hann skyldi ákveða að laga til í garði Gunnars Eyjólfssonar leikara. Ástæð- una skýrðu læknar fyrir honum eftir áfallið. Hann og Þóra bjuggu í kjallar- anum hjá Gunnari um skeið og í garðinum voru hellur sem Svavari þótti skakkar og ólögulegar og ákvað að rífa upp. „Við bjuggum í kjallaranum hjá Gunnari og Katrínu á þessum tíma, vorum mest sjö í þriggja herbergja íbúð. Þetta var þegar góðærið mikla var í algleymingi. Ég var stundum að dytta að hinu og þessu fyrir þau sómahjón. Ég ákvað nokkru fyrir hjartaáfallið, þrátt fyrir að vera þrótt- lítill og móður, að rífa upp nokkrar hellur í garðinum. Þær voru allar skakkar og vitlausar. Ég reif þær upp, mokaði upp drullu og mokaði sandi í. Þessi þrjóska bjargaði lík- lega lífi mínu. Það var líklega orðin mikil þrenging á kransæðinni á þess- um tíma. En læknar útskýrðu fyrir mér að við erfiðið hefði að öllum líkindum myndast ný æð, nokkurs konar hjáleið. Svo þegar kransæðin stíflaðist síðan alveg, komst blóð til hjartavöðvans eftir nýju æðinni, framhjá stíflunni.“ Hugar vel að heilsunni Mestu máli í dag finnst Svavari skipta að huga vel að heilsunni á sem víð- tækastan hátt. Hann hugar jafnt að andlegri sem líkamlegri heilsu. Hann segist hafa tekið sig á í mataræði og þótt efni fyrstu bókarinnar sé ham- borgarar, segir hann mestu skipta að velja vel það hráefni sem er notað í matseldina. Gott hráefni sé öllum hollt. „Ég er búinn að léttast um tutt- ugu kíló á tveimur árum. Eftir hjarta- áfallið þurfti ég að hugsa minn gang. Ég breytti um lífsstíl, fór að hjóla og syndi reglulega. Aðallega hugaði ég að mataræðinu og breytti því mikið. Ég vel gott hráefni og huga að hrein- leika og gæðum. Nota íslenskt hrá- efni og framleiðslu sem má treysta. Ég vil njóta þess að borða mat, það er hluti af því að njóta lífsins og gera það sem mér finnst skemmtilegt og gerir mig hamingjusaman. Hamborgarar geta verið hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði. Stóra málið er að vita hvað maður er að láta ofan í sig, vita hvað- an maturinn kemur, vanda sig við matseldina og val á hráefninu.“ Skynjun á mat Svavar býður upp á kaffisopa. Það er rjúkandi heitt og gott. Lúna kaffivélin leynir greinilega á sér. Ástríða hans fyrir mat er mikil og minningar hans og upplifun  tengist henni sterkt. „Ég er þannig að það sem ég man og það sem ég skynja er tengt mat. Ég man ekkert endilega hvað einhver smábær á Ítalíu heitir, en ég man hvað ég borðaði þar. Ég er mjög lélegur í að muna nöfn á fólki en ég man eftir því hvað ég borðaði með því og get stund- um rifjað upp ótrúlegustu hluti með því að tengja við mat.“ Fékk hrós og hvatningu frá ferðamönnum Við prufuðum fyrir tveimur árum að sjá um bændagistingu á Kirkju- bóli í Bjarnardal í Önundarfirði og þar fékk ég að elda ofan í gestina og hafði gaman af. Þá vandaði ég mig við að hafa íslenskan mat út héraði. Við tókum allt úr nærumhverfinu, notuð- um hundasúrur, arfa, nýveiddan fisk og hvaðeina sem var innan seilingar. Það má segja að við höfum sett upp lítinn svona PopUp-veitingastað og ferðamenn keyptu af okkur matinn og greiddu reikninginn með bros á vör. Þarna naut ég mín í eldamennsk- unni og fékk hrós og hvatningu. Hópur Frakka bauð mér að ferð- ast með þeim og vera nokkurs kon- ar einkamatráður. Ég fylltist stolti því matur er ákveðin ástríða og áhuga- mál. Núna hef ég snúið mér alfarið að því að sameina áhugamál og atvinnu með því að hætta í hefðbundinni fréttamennsku og stunda frekar ein- hvers konar matarblaðamennsku.“ Sálufélaginn Þóra Þóra Arnórsdóttir er konan í lífi Svav- ars. Þóra sagði frá því í viðtali við DV fyrir nokkru að það hafi verið skrítið að hugsa til þess að sálufélagi henn- ar hefði verið starfandi í sama húsi og hún í þó nokkurn tíma áður en þau kynntust. Þótt þau þekktust fyr- ir lágu leiðir þeirra fyrir alvöru saman fyrir hálfgerða tilviljun þegar nokkrir vinnufélagar hittust eftir vinnu. Þau smullu saman og ástin blómstraði. Nú eiga þau saman þrjú börn. Þau eru samhent og styðja vel við hvort ann- að – bæði þegar erfiðleikar knýja dyra en líka þegar vel gengur. Hann þakk- ar Þóru sérstaklega fyrir tilurð bók- arinnar. „Hún hefur alltaf óbilandi trú á mér og er alltaf yfirveguð þegar á þarf að halda. Best er að við erum mjög samhent í öllu því sem við ger- um. Á því er mikil þörf, samtals eig- um við sex börn,“ segir hann og hlær. „Við erum búin að ganga í gegnum svo margt í lífinu,“ segir hann og vísar þá til hjartaáfallsins, barneigna, þess að stilla saman flókinni fjölskyldu og síðast en ekki síst framboðs Þóru til forsetaembættis. Engin skuggaherdeild Upplifun þeirra Þóru af framboðinu er sú að þetta hafi verið afar ánægju- leg og jákvæð lífsreynsla. Þó þótti Svavari vegið að starfi sínu hjá RÚV þegar Ólafur Ragnar Grímsson sak- aði hann um að nýta sér stöðu sína til að koma að áróðri. „Við kynntumst ofboðslega mörgu frábæru fólki, það er það sem situr eftir. Þótt það hafi komið upp á yfir- borðið í aðdraganda kosninganna nokkur eintök af Láka jarðálfi – sem finnst gaman að gera illt – þá voru bókstaflega þúsundir sem komu að kosningabaráttunni hennar Þóru og mjög margir sem lögðu ofsalega mikið á sig. Það var frábært að verða vitni að því. Þóra fór auðvitað þá leið að segja: það má allt, nema skítkast, neðan- beltishögg og svo framvegis. Við ákváðum bara að taka jákvæða kosn- ingabaráttu og sleppa hinu, enda hefði það hreinlega stangast á við persónuleika og eðli Þóru. Sumir sögðu að það hefðu verið mistök að ráðast ekki á meðfram- bjóðendur og vera ekki með ein- hverja skuggaherdeild í skítkasti. Við erum ósammála. Það sem skiptir máli er að geta horft í spegilinn og verið sáttur. Við vitum að við gerðum ekkert í þessari kosningabaráttu sem var á gráu svæði eða orkaði tvímælis eða eitt- hvað sem maður á ekki að gera. Það var af því að við tókum um það með- vitaða ákvörðun og reyndum líka að passa að enginn úr okkar herbúðum félli ofan í svoleiðis pytti. Þóra lagði áherslu á jákvæðnina á öllum fund- um og ég er enn á því að það hafi verið rétt nálgun. Okkur líður að minnsta kosti vel með hvernig við héldum á þessu. En jú, það er vissulega til vont fólk, og maður getur orðið hissa á því, en það er engin ástæða til þess að láta það hafa áhrif á sig.“ Bull Ólafs Ragnars í Sprengisandi Svavar tekur skýrt fram að rógs- herferðin gegn sér hafi verið lítill hluti kosningabaráttunnar og hann hafi ekki misst svefn yfir annarra manna skítkasti. „Það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvaðan þetta kom. Það er hins vegar nánast hægt að segja með fullri vissu að skíturinn hafi komið skipulega. Allar upplýsingar sem okkur bárust bentu til þess að þetta væri rógsherferð, sem við röktum til tveggja andstæðinga okkar. Það sem okkur þótti merkilegast var hvað fólk var tilbúið að leggjast lágt og setja af stað róg sem kemur börnum við. Það er mjög lélegt. Þegar Ólafur Ragnar fór í þetta langa viðtal í Sprengisandi, um það leyti sem Þóra var að eiga, bullaði hann eins og hann er langur til. Svo er það oft þannig að fótgönguliðarnir reyna að þóknast foringjanum – þótt maður geti auðvitað ekki fullyrt að það hafi verið planið hjá honum. En þegar það er búið að leggja línurnar á jafn ógeðfelldan hátt eins og hann gerði með skítkasti og hálf- sannleik, þá dansa limirnir eftir höfðinu. Það sem snerti mig beint í því viðtali var þetta bull hans um frétt sem ég gerði, að beiðni vaktstjóra. Þetta var svona uppfræðandi frétt um kosningareglur og framkvæmda- atriði sem hann kallaði áróður. Það stóð ekki steinn yfir steini í þessum fullyrðingum hans, hvorki um efni, innihald né tímasetningar og þetta var allt rekið ofan í hann. Ég missti engan svefn yfir þessu. En ég var hins vegar hugsi, sem stjórnmála- fræðingur, vegna þess hvernig hann ákvað að ráðast að mér, maka fram- bjóðandans. Um slíka lágkúru eru fá, ef nokkur, dæmi í íslenskri kosninga- sögu.“ Neistinn farinn En hvernig ætli það hafi verið fyrir fréttahauk að vera hinum megin borðsins? „Það var svolítið skrýtið. Öfugt við það sem sumir héldu fram þá var þetta þannig að um leið og Þóra ákvað að bjóða sig fram þá kúplaði ég mig út úr starfinu og tók mér frí. Kom ekki nálægt RÚV. Þetta var auðvitað svolítið sérstakt, því þetta voru vinir mínir og félagar. En ég skildi þeirra afstöðu. Það voru allir að reyna að passa sig svo mikið, ef eitthvað var þá var fólk fullmikið að passa sig. Það bitnaði örugglega á framboði Þóru.“ Þegar Svavar sneri aftur á RÚV eftir kosningabaráttuna fann hann hins vegar að neistinn var ekki jafn mikill og áður. Þótt hann hafi sakn- að vinnufélaganna og geri líkast til enn, þá var hann kominn með nóg af keyrslunni á RÚV og um síð- ustu áramót strengdi hann afdrifa- ríkt áramótaheit. „Ég ákvað að reyna að gera bara það sem er skemmti- legt. Fréttastofan var auðvitað frá- bær vinnustaður og ég mæli með því fyrir hvern sem á kost á því, að vinna þar í nokkur ár. En samt ákvað ég að hætta í vinnunni af því að í dá- lítinn tíma fyrir kosningarnar var ég kominn með leiða. Ég var orðinn þreyttur á vinnutímanum, allri þessari keyrslu, þetta var komið gott. Forsetakosningarnar voru skemmti- leg reynsla, ég fór úr rammanum og þegar ég sneri aftur, fann ég að ég gat vel farið úr honum aftur, ef mig bara langaði. Ég strengdi því þetta ára- mótaheit og ákvað að gera bara það sem mér finnst skemmtilegt. Þetta er besta áramótaheit sem ég hef strengt og mikið gæfuspor. Bara það eitt að reyna að hafa lífið eins skemmtilegt og maður getur, verður auðvitað til þess að það verður það. Hluti af því endurskipuleggja lífið í þessum anda var að hætta að vinna á fréttastofu RÚV og einbeita mér að verkefnum þar sem ég finn fyrir þessum neista sem gerir allt svo skemmtilegt.“ Dæmdur í Hæstarétti Svavar hefur birst landsmönn- um á skjánum sem harðsnúinn frétta maður og sérhæfði sig í frétt- um af stjórnmálum, efnahagsmál- um og misgjörðum útrásarvíkinga. Nokkrum sinnum hefur hann þurft að mæta fyrir dóm vegna fréttaflutn- ingsins. „Það er mjög merkilegt að þurfa að mæta nokkrum sinnum í réttar- sal til að verja það að geta sagt satt. Það er gaman að vinna málin, súrt að tapa þeim. En ekki svo súrt, af því að maður veit hvað er satt og rétt. Ég stóð allan tímann á grundvallar- atriðunum, sagði satt og verndaði mína heimildarmenn.“ Svavar mætti í réttarsal í nóvem- ber í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni 300 þúsund krónur í skaða- bætur fyrir meiðyrði, auk þess sem hann þarf að borga eina milljón króna í málskostnað. Málið snerist um meinta peningahringekju þeirra Jóns Ásgeirs, Pálma Haraldssonar og Hannesar Smárasonar í kringum fé- lag að nafni Pace í Panama. Niður- staðan hefur verið kærð til mann- réttindadómstólsins í Strassborg. Ráðist að lífsviðurværinu „Ég lít á þennan dóm sem kostnað- inn við að vernda heimildarmenn. Klippt og skorið. En ef þessi dóm- ur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs gegn mér gefur fordæmi, þá er nán- ast hægt að slökkva á allri alvöru Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Svavari Halldórssyni sem hefur tekið u-beygju á ferlinum. Hann leitar nú hamingjunnar sem lífskúnstner og gefur út matreiðslubækur. Hann ræddi um hjarta- áfallið sem hann fékk og breytingarnar sem hann hefur gert á lífi sínu í kjölfarið, og sálufélaga sinn Þóru, skítkast Ólafs Ragnars og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.