Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Qupperneq 8
Hjörleifur flutti inn 600 milljónir 8 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað F élag í eigu eins nánasta sam- starfsmanns fjárfestisins Ólafs Ólafssonar til margra ára, Hjör- leifur Jakobsson, hefur flutt rúmlega 600 milljónir króna hingað til lands í ár og fyrra í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Eignarhaldsfélag Hjörleifs heitir Feier ehf. og notaði Hjörleifur það einnig til fjárfestingar í fyrirtækinu Kælitækni ehf., líkt og DV greindi frá á miðviku- daginn, með þeim Bjarna Ármanns- syni og Erlendi Hjaltasyni í fyrra. Þá á Feier einnig tæplega 14 prósent hlut í Hampiðjunni þar sem Hjörleifur var framkvæmdastjóri á árum áður. Flutningurinn á fjármagni til lands- ins hefur farið fram í gegnum þrjú skuldabréfaútboð Feier ehf. en það síðasta fór fram nú í lok júlí. Þá gaf Feier út skuldabréf fyrir tæplega 112 milljónir króna. Rúmur hálfur milljarður í fyrra Líkt og margoft hefur komið fram í DV geta fjárfestar sem eiga pen- inga erlendis nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og komið fjár- magni til landsins með afslætti með því að kaupa skuldabréf sem íslensk eignarhaldsfélög gefa út. Fjármagn- ið erlendis frá er þá notað til að kaupa skuldabréfin fyrir íslenskar krónur sem Seðlabanki Íslands veitir 20 prósent af- slátt af til að liðka til fyrir erlendri fjár- festingu hér á landi. Í flestum tilfell- um þar sem slík skuldabréfaútboð fara fram til að koma peningum hingað til lands er sami aðilinn, eða tengdir aðil- ar, báðum megin við borðið í viðskipt- unum enda er ekkert sem bannar slíkt. Svo virðist vera raunin í tilfelli Feier. Hin skuldabréfaútboðin tvö hjá Feier fóru fram í apríl og nóvember í fyrra. Það fyrsta var upp á rúmar 100 milljónir króna en það næsta var upp á tæpar 400 milljónir króna. Líklegt má telja að Feier hafi notað hluta af því fjármagni sem félagið flutti til landsins í fyrra til að kaupa áðurnefndan hlut í Hampiðjunni af Bank Nordic, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í fyrra. Síðla árs 2012 var áætlað markaðsvirði Hampiðjunnar rúmir fjórir milljarðar króna þannig að tæplega fjórtán pró- senta hlutur ætti að vera meira en 500 milljóna króna virði. „Okkar mál“ Hjördís Ásberg, eiginkona Hjörleifs sem skráð hefur verið fyrir tveimur af skuldabréfaútboðunum, segir að- spurð að innflutningurinn á fjár- magninu tengist ekki Ólafi Ólafssyni. Hún segir að peningarnir hafi verið fluttir hingað til lands til að fjárfesta í Hampiðjunni og Öryggismiðstöð Íslands. Hún segir fjármunina vera komna frá þeim Hjörleifi og að þau hafi meðal annars tekið lán erlendis og flutt peningana hingað til lands. „Þetta er algjörlega okkar mál,“ segir Hjördís og vísar til þess að þau standi alfarið ein á bak við fjárfestingarnar. Uppruni fjármagnsins Athygli vekur að heimilisfang Feier ehf. er það sama og heimilisfang flutningafyrirtækisins Samskipa, sem Ólafur Ólafsson er kenndur við: Kjalarvogur 7 til 15. Hjörleifur Jak- obsson er stjórnarformaður Sam- skipa og situr í stjórnum fjölda fé- laga sem Ólafur Ólafsson á, meðal annars í fjárfestingarfélaginu Kjal- ari. Þá er Hjörleifur skráður eigandi eignarhaldsfélagsins Bingo sem er eig- andi iðnfyrirtækisins Límtré Vírnet í Borgarnesi, heimabæ Ólafs Ólafsonar. Þessi umsvif Hjörleifs Jakobssonar í atvinnulífinu eftir hrun eru nokkuð athyglisverð þar sem hann hefur verið samverkamaður Ólafs Ólafssonar til margra ára en ekki komið fram sem sjálfstæður fjárfestir í verðmætum fyrirtækjum eins og Hampiðjunni og Límtré Vírnet. Þá vekja þær fjárhæð- ir sem Feier hefur komið til lands- ins mikla athygli – nærri rúmlega 600 milljónir króna – en ekki hefur verið vitað til þess hingað til að Hjörleifur ætti slíka fjármuni. Í viðtali við Við- skiptablaðið í fyrra sagði Hjörleifur hins vegar að hann einbeitti sér að eigin fjárfestingum þessi árin. Ólafur nýtti sér fjárfestingarleiðina Þrátt fyrir að ekki hafi verið vitað til þess að Hjörleifur ætti slíka fjármuni þá hefur legið fyrir til margra ára að Ólafur Ólafsson er mjög efnaður. Ólaf- ur tók nokkra milljarða króna í arð út úr íslenska efnahagskerfinu á ár- ununum fyrir hrunið, meðal annars vegna hlutabréfa sinna í Kaupþingi. Ólafur er búsettur í Sviss líkt og Hjör- leifur. DV greindi frá því á miðviku- daginn að félag í eigu Ólafs, Kimi, hefði flutt 40 milljónir króna til lands- ins í síðasta mánuði til að fjármagna viðbyggingu við Landnámssetur Ís- lands í Borgarnesi. Ólafur hefur því verið að nota fjárfestingarleið Seðla- banka Íslands til að koma fjármun- um sínum hingað til Íslands með afslætti til stunda fjárfestingar. n n Hægri hönd Ólafs orðinn stórtækur í fjárfestingum á Íslandi Ingi Freyr Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is „Þetta er algjörlega okkar mál 600 milljónir Hjörleifur hefur notað fjár- munina til að kaupa hutabréf í Hampiðjunni og Öryggismiðstöðinni að sögn eiginkonu hans. Hægri höndin Náin samverkamaður Ólafs Ólafssonar fjárfestis hefur flutt 600 milljónir hingað til lands síðan í fyrra. Hópkaup fíkniefnasala Fíkniefnasalar hérlendis taka sig stundum saman um sérstök inn- kaup á efnum samkvæmt upp- lýsingum lögreglu sem birtast í nýrri skýrslu greiningardeildar lögreglunnar á skipulagðri glæp- astarfsemi. Þeir aðilar taka þátt í nokkurs konar uppboðsmarkaði erlendis og sameinast um kaup á efnum og flutningi hingað til lands. Tekið er fram í skýrslunni að þetta sé alls ekki algilt fyrirbæri en nógu oft gert til að lögregla hafi vitneskju um og oftast tekst slíkt samstarf með litlum fyrirvara. Þess utan eiga fíkniefnasalar hér- lendis lítið sem ekkert samstarf sín á milli. Fram kemur einnig í sömu skýrslu að meðan til verði eftir- spurn eftir fíkniefnum hérlendis verði ávallt til menn sem útvega eða framleiða efnin og þar kemur alltaf maður í manns stað. Mynd SigtRyggUR ARi Lífeyrissjóðir á leigumarkaðinn Stofna þarf hér sem allra fyrst sérstök leigufélög sem yrðu fjár- mögnuð með lánum frá lífeyris- sjóðum landsins að mati Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðs- félags Akraness. Þau félög hefðu ekki hagnaðarvon að leiðarljósi heldur það að tryggja öruggan bú- seturétt fyrir leigjendur. Með slíku fyrirkomulagi væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að koma skikki á leigumark- aðinn hér á landi sem þykir bæði afar óöruggur kostur og dýr. Ekki síður myndi slíkur leikur bæta ásýnd lífeyrissjóðanna til muna að mati Vilhjálms og vísar hann þar til gríðarlegra fjárfestinga og lána sjóðanna til viðskiptalífsins á ár- unum fyrir efnahagshrunið 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.