Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 16
B
aldur Guðlaugsson, fyrrver-
andi ráðuneytisstjóri, og Ár-
mann Þorvaldsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaupþings í
London, sitja í stjórn fyrir-
tækisins Leto ehf. sem rekur vefsíð-
una Núið.is. Settist Baldur í stjórn
félagsins þann 16. júlí síðastliðinn
en Ármann hefur verið viðriðinn
það síðan í fyrra. Fyrirtækið veitir
eins konar áskriftarþjónustu og fær
auglýsingatekjur frá ýmsum aðilum
gegn því að senda tilboð, afslætti og
glaðninga með tölvupósti.
Ekki tengdur Leto lengur
Samkvæmt skráningu Credit Info
er Leto ehf. í eigu þeirra Emils Þórs
Vigfússonar og Andrew Thomas
Mitchell, manna sem gert hafa
garðinn frægan með alþjóðlegri út-
gáfu af Núinu, Skoost, sem þeir
eiga ásamt fótboltamanninum Eiði
Smára Guðjohnsen. Í samtali við
DV segist Emil ekki lengur eiga hlut
í Leto. „Ég er ekki tengdur Leto leng-
ur og veit ekkert hvað er í gangi
þar.“ Vildi hann sem minnst tjá sig
um málið. Skemmst er að minnast
þess að starfsemi þeirra félaga náði
miklu flugi skömmu eftir hrun og
var Skoost vinsælasta vefsíða á Ís-
landi árið 2009, með tæplega þrjár
milljónir heimsókna fyrstu vikuna
í janúar samkvæmt vefmælingum
Modernus. Um Skoost segir Emil að
„ákveðin vinna sé í gangi en ekkert
sem er fréttnæmt.“
Viðskiptafélagarnir í Fákafeni
Leto ehf. var stofnað af þeim Emil
Þór Vigfússyni og Kristófer Helga-
syni, útvarpsmanni á Bylgjunni og
umboðsaðila Taser-byssna á Íslandi,
árið 2003. Fyrst hét það Heilsu-
umboðið ehf. en árið 2006 fékk það
sitt endan lega nafn og ganga Nús-
ins hófst. Í fyrra var lögheimili þess
fært að Fákafeni 11. Þar er Almenna
bókafélagið með aðstöðu en eins
og DV hefur áður greint frá er það
einmitt í eigu Baldurs Guðlaugsson-
ar og Ármanns Þorvaldssonar auk
fræðimannsins Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar og Kjartans
Gunnarssonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks-
ins. Þá er Rannsóknarsetur um ný-
sköpun og hagvöxt, hugveita sem
berst fyrir markaðsfrelsi og frjáls-
hyggju, einnig með aðsetur í sama
húsi. Er Jónas Björn Sigurgeirsson
starfsmaður hjá bókafélaginu, en
jafnframt framkvæmdastjóri rann-
sóknarsetursins og Leto ehf.
Reynsluboltar
Baldur Guðlaugsson og Ármann
Þorvaldsson þarf vart að kynna. Sá
fyrrnefndi gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn um
árabil og var meðlimur Eimreiðar-
hópsins fræga. Hann sat í stjórn
Eimskipa, vann sem lögmaður hjá
Landsvirkjun og gegndi starfi ráðu-
neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu
fyrir hrun. Í aðdraganda hrunsins
seldi hann bréf sín í Landsbankan-
um og var síðar dæmdur fyrir inn-
herjasvik.
Ármann Þorvaldsson starfaði
sem forstjóri Kaupþings í London á
útrásar árunum. Eftir að bankarnir
hrundu skrifaði hann bók þar sem
hann lýsti upplifun sinni af efna-
hagshamförunum. Störf hans voru
til rannsóknar á sínum tíma en Ár-
mann er nú laus allra mála og stutt er
síðan DV fjallaði um viðskipti þeirra
Kjartans Gunnarssonar og Örvars
Kjærnested sem keyptu nærri 80
prósenta hlut í Tryggingamiðstöð-
inni árið 2012. n
16 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
„Þörf á róttækni“
n Sumarháskóli um samfélagsbreytingar
R
óttæki sumarháskólinn verð-
ur haldinn í þriðja sinn dag-
ana 14. til 20. ágúst í húsnæði
ReykjavíkurAkademíunnar.
„Tilgangurinn er að skapa vettvang
fyrir umræðu og fræðslu um róttækar
samfélagsbreytingar af hvers kyns
tagi, hvort sem það varðar spurningar
um hinsegin aktív isma og Gay Pride,
orkumál Íslands, verka lýðs baráttu
eða fræðslu um afleið ingar stríðs og
ofbeldis í heiminum,“ segir Nanna
Hlín Halldórsdóttir, einn af skipu-
leggjendum skólans. Telur hún að
Íslendingar þurfi á aukinni róttækni
að halda. „Það er þörf á róttækni að
því tagi sem stuðlar að raunverulegu
jafnrétti fólks á sama tíma og hugað
er sjálfbærni auðlinda jarðarinnar.
Það er ekki þörf á róttækni sem elur
á ójöfnuði og einstaklingshyggju; að
sumir einstaklingar, vegna einhverra
furðulegra mælikvarða á hæfni, eigi
„rétt“ á ríkidæmi sem skaðar plánet-
una og annað fólk,“ segir Nanna sem
sjálf er í doktorsnámi í heimspeki við
Háskóla Íslands.
En mætir einhver í kennslustund-
ir Róttæka sumarháskólans? Breyt-
ir þessi starfsemi einhverju? „Svo
sannarlega, þátttaka í Róttæka sum-
arháskólanum hefur verið lífleg og
góð. Ef ég á að tala út frá eigin skinni
þá lærði ég afar mikið af Róttæka
sumarháskólanum í fyrra.“ Bendir
Nanna á að þá hafi til að mynda öfl-
ugar málstofur um femínisma verið á
dagskrá sem eflaust hafi átt sinn þátt
í þeirri vitundarvakningu sem hef-
ur átt sér stað um jafnréttismál á Ís-
landi.
Spurð að því hvort aðstandendur
sumar háskólans vilji kollvarpa því
efnahagskerfi sem flestar þjóðir
heimsins búa við segir Nanna að
hópurinn sé gagnrýninn á kapítalískt
hagkerfi. „Ef ég á að svara út frá sjálfri
mér þá virðist mér sem að jafnrétti sé
hreinlega ómögulegt innan um kap-
ítalísk efnahagstengsl þar sem sumir
einstaklingar geta hlotið nánast tak-
markalausan arð af vinnu annarra.
Auk þess erum við að líta fjölmargar
hrópandi staðreyndir sem sýna að
þetta kerfi sé hreinlega að gera plánet-
una óbyggilega.“ Óhætt er að fullyrða
að margir þeirra sem flytja fyrirlestra
á námskeiðinu geti tekið undir með
Nönnu, en þeirra á meðal eru Sólveig
Anna Jónsdóttir, Viðar Þorsteinsson
og Þorvaldur Þorvaldsson. Þá munu
erlendir fræðimenn og aðgerðasinnar
halda námskeið auk þess sem boðið
verður upp á svokallaðar aðgerðastof-
ur sem er ætlað að leiða til aðgerða að
Sumarháskólanum loknum. n
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
„Ég er ekki
tengdur
Leto lengur og
veit ekkert hvað
er í gangi þar
Baldur og Ármann
á bak við Núið.is
n Breytingar í stjórn Leto ehf. n Tilboð og afsláttur gegnum fjöldapóst
Baldur Guðlaugsson Fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri fjármálaráðuneytisins.
Ármann
Þorvaldsson
Fyrrverandi for-
stjóri Kaupþings í
London.
Ingvar nýr
formaður
Ingvar Smári Birgisson var kjörinn
nýr formaður Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, en kjörið fór fram á aðalfundi
Heimdallar á miðvikudagskvöld.
Fráfarandi formaður, Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir laganemi, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs. Ingv-
ar Smári hlaut 302 atkvæði, eða
52,4 prósent atkvæða. Jórunn Pála
hlaut 274 atkvæði, eða 47,6 pró-
sent atkvæða. Auð og ógild at-
kvæði voru engin. Alls greiddu 576
atkvæði á fundinum.
Rík þörf fyrir
Leigjendaaðstoð
Fyrstu sex mánuði ársins bárust
Leigjendaaðstoðinni 736 erindi.
Það er svipaður fjöldi og í fyrra, en
erindi sem bárust árið 2012 voru
alls 1.431 talsins. Neytendasam-
tökin reka Leigjendaaðstoðina
samkvæmt þjónustusamningi við
velferðarráðuneytið. Núgildandi
samningur rennur út í lok þessa
árs en vonir standa til að hann
verði framlengdur enda ljóst að rík
þörf er fyrir þjónustuna, að því er
fram kemur á vef Neytendasam-
takanna.
Í samantekt um fyrstu sex
mánuði ársins hjá Leigjenda-
aðstoðinni kemur fram að lang-
flest, eða 600, erindi hafi borist
símleiðis. Flestir þeirra sem leita
þangað spyrja um leigusamninga
sem eru margþættir. „Sem fyrr er
mest spurt um atriði sem varða
ástand og viðhald eignar, hver eigi
að sinna hverju, hvernig best er að
kvarta við leigusala og hvaða úr-
ræði standi til boða í kjölfar kvört-
unar. Þar á eftir koma svo erindi
sem snúa að uppsögn samnings,
hvaða reglur gildi um uppsagn-
ir, hvenær uppsögn þurfi að ber-
ast, hvenær hún taki gildi, o.s.frv
… þó Leigjendaaðstoðinni sé að-
eins ætlað að aðstoða leigjendur
er þó nokkuð um að erindi berist
frá leigusölum. Í þeim tilvikum er
leigusölum veittar almennar upp-
lýsingar enda er það einnig í þágu
leigjenda að leigusalar séu með-
vitaðir um lög og reglur.“
Fyrir utan það að svara erind-
um leigjenda heldur Leigjenda-
aðstoðin úti sérstakri heimasíðu,
leigjendur.is, en þar má finna
viðamikinn fróðleik um flest það
sem snýr að leigusamningum.
Vilja samfélagsbreytingar Í Sumarhá-
skólanum verða meðal annars skipulagðar
róttækar aðgerðir. Mynd SiGtRyGGuR ARi