Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Qupperneq 18
18 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað „Gríðarlega mikilvægur markaðsgluggi“ n Fríður hópur til Berlínar um helgina til að taka þátt í HM íslenska hestsins Þ essi mót eru afar mikilvæg til kynningar og sem markaðs- gluggi fyrir íslenska hestinn og það er búist við 30 þúsund áhorfendum,“ segir Sindri Sigurgeirs- son, formaður Bændasamtaka Ís- lands, sem er einn þeirra sem halda til Þýskalands um helgina til að vera viðstaddir setningu heimsmeistara- móts íslenska hestsins sem að þessu sinni er haldið í höfuðborginni Berlín og hefst á sunnudaginn kemur. Mótið stendur í heila viku en fyrir utan fríðan hóp keppenda og hesta sem héðan fara til keppni mæta til setningarinnar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussiaeff. Þangað fer einnig Sigurður Ingi Jóhannsson landbún- aðarráðherra auk fleira fólks úr ráðu- neyti hans auk hóps starfsmanna Bændasamtakanna sem heldur utan um upprunaættbók íslenskra hesta undir nafninu World Fengur. Landslið Íslands er svo skipað alls 21 knapa en keppt er í þremur flokk- um á mótinu af hálfu Íslendinga; full- orðinsflokki, unglingaflokki og sérs- tökum flokki kynbótahrossa. Að mótinu loknu verða öll keppn- ishrossin seld enda óheimilt að koma með þau aftur til landsins. Spurður út í þá gagnrýni að heimsmeistara- keppnin sé í raun aðeins sölusýn- ing þegar upp er staðið vegna þess, segir Sindri ljóst að keppnin úti sé vissulega mikilvægur markaðsgluggi fyrir íslenska hestinn og hrossa- rækt í landinu. „Gríðarlega mikil- vægur markaðsgluggi. Þessi mót eru mjög vel sótt og verða sífellt vinsælli með árunum og það sýnir sig bæði þarna úti og ekki síður á stærri hesta- mannamótum eins og á landsmótum hér innanlands að áhugi útlendinga er mikill. Þarna úti er von á 30 þús- und manns til að horfa á hest sem er tengdur þessu landi og það skiptir gríðarlega miklu máli, ekki bara fyrir landbúnaðinn heldur ekki síður fyrir ímynd landsins.“ Sindri segir fulla ástæðu fyrir Bændasamtökin að sækja slíkt mót enda sjái samtökin meira og minna um allt ræktunarstarf í greininni og sjái um alla kynbótadóma svo dæmi séu tekin. „Það er fyllsta ástæða til að formaður íslensku Bændasamtak- anna sæki slíkt mót finnst mér. Ég á fullt erindi og er ekki að fara að flækj- ast þarna til að drekka bjór.“ Sjálfur er formaðurinn ekki alveg afhuga því að taka einn daginn sjálf- ur þátt í mótinu en hann og fjölskylda hans eiga hesta og hafa átt lengi. „Vonandi verður það bara einhvern tíma síðar. Það verður bara að koma í ljós.“ n Þ að magnast þessi mikla þörf fyrir að þessu ljúki,“ segir Erla Bolladóttir, einn sak- borninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hún hef- ur nú svarað bréfi ríkissaksóknara um afstöðu sína til upptöku málsins. En sú afstaða hefur í raun alltaf leg- ið fyrir og mun Erla berjast fyrir því að mannorð hennar verði hreinsað. Þó það verði erfitt fyrir hana að rifja málið upp einu sinni enn. „Þetta rót hefur alltaf svo mikið myrkur í för með sér, í tengslum við minningar og ljótleikann í málinu,“ útskýrir hún. „Ég verð þeim degi fegnust þegar ég þarf ekki að heimsækja þetta mál aftur. Og hætti að vera í þessum að- stæðum að þurfa að rifja þetta upp og vera ranglætis megin.“ Sat í varðhaldi í 239 daga Erla sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og var svo dæmd til þriggja ára fangelsisvistar fyrir aðild sína. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið sem kom út í mars síðastliðnum kem- ur fram að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburð- ur hennar hafi verið óáreiðanlegur. Enda játningarnar þvingaðar fram með miklu harðræði. Skýrsluhöf- undar töldu veigamiklar ástæður fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Vonar að málið verði klárað Svar Erlu við bréfi ríkissaksóknara er afdráttarlaust og fyrir liggur einnig afstaða ættingja Sævars Mar- inós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar, en þeir eru báðir látnir. Ættingjar þeirra hafa falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra komi til þess að málið verði tekið upp. Af- staða Kristjáns Viðars Viðarssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Al- berts Klahn Skaftasonar liggur hins vegar ekki fyrir. Erla hefur trú á því að embætti ríkissaksóknara taki ákvörðun um að málið verði endurupptekið. „Það er greinilega ekki útilokað og mér finnst saksóknari sýna ákveðinn vilja með því að vera að athuga þetta. Ég vona bara að það verði hægt að klára þetta þannig. Það væri langbest fyrir alla.“ Hefur trú á ríkissaksóknara Erlu myndi þykja vænt um að sjá embætti ríkissaksóknara taka ákvörðun um endurupptöku máls- ins. „Það yrði ákveðin heilun ef sak- sóknari sækir um þetta. Þá er greini- lega komið fólk í þessi embætti sem sér ástæðu til að taka ábyrgð á því sem úrskeiðis hefur farið. Ég hef trú á henni Sigríði, og held að henni sé alvara,“ segir Erla og á þar við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Ef það fer hins vegar svo að sak- sóknari ákveði að málið verið ekki endurupptekið af hálfu embætt- isins, þá ætlar Erla að halda áfram með það sjálf. En væntanlega óska eftir því að málskostnaður yrði greiddur af ríkinu. „Það er ofboðs- lega sár tilhugsun að ég þurfi að fara að arka einhvern bónarveg fyr- ir réttlætinu eftir 38 ár. Ef það kem- ur til þess að ég þurfi að gera það, þá harma ég það, en geri það samt. Það verður bara að gera fleira en gott þykir.“ Erfitt að bíða eftir nýrri úttekt Fram kom í fréttum RÚV á miðviku- dagskvöld að samkvæmt bréfi frá vararíkissaksóknara ráðist það ekki eingöngu af afstöðu sakborninga hvort málið verði tekið upp. En svör þeirra verða verða höfð til hliðsjón- ar. Í bréfinu segir jafnframt að ríkis- saksóknari verði sjálfur að rannsaka gögn málsins og geti ekki einvörð- ungu byggt á vinnu starfshóps inn- anríkisráðherra. Skýrsla starfshóps- ins muni þó koma að notum við vinnu ríkissaksóknara. Að sögn Erlu gæti orðið erfitt að bíða að bíða eftir einni úttektinni enn. „En ef þess þarf þá vona ég að þetta sé síðasti spretturinn,“ segir Erla að lokum. n n Erla hefur trú á að ríkissaksóknari taki upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið „Vona að þetta sé síðasti spretturinn“ Gefst ekki upp Erla vonar að nú styttist í að mannorð hennar verði hreinsað. Mynd: SiGtryGGur Ari Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Sumir fljúga án þess að hafa leyfi Samgöngustofa mun sinna hefð- bundnu eftirliti með loftflutning- um um verslunarmannahelgina líkt og áður. Samkvæmt tilkynn- ingu frá Samgöngustofu eru þau mál þó yfirleitt til fyrirmyndar hjá flugrekstraraðilum og flugmönn- um. Í tilkynningunni kemur fram að á undanförnum árum hafi ver- ið einstaka dæmi um að einka- flugmenn sem ekki hafi flugrekstr- arleyfi hafi flogið með farþega gegn greiðslu. Til að stunda slíka starfsemi þarf hins vegar flug- rekstrarleyfi í ljósi þess að ítarlegri öryggiskröfur gilda um slíka fólks- flutninga en í einkaflugi. Við eftirlit er áhersla lögð á að flugmenn tryggi að loftför séu starfrækt eðlilega. Markmiðið er að flug gangi snurðulaust fyrir sig og að fyllsta öryggis sé gætt. Nýr framkvæmda­ stjóri borgar­ stjórnarflokksins Magnús Sigurbjörnsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Tekur hann við af Þóreyju Vilhjálmsdóttur sem nú er að- stoðarmaður innanríkisráðherra. Magnús er 26 ára Reykvíking- ur. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Undan- farið ár hefur Magnús starfað hjá Sjálfstæðisflokknum með sérstaka áherslu á vefstjórnun og sam- félagsmiðla auk þess sem hann hefur verið framkvæmdastjóri austurríska tölfræðifyrirtækisins RunningBall hér á Íslandi frá ár- inu 2007. Magnús hefur verið virkur í fé- lagsmálum og var meðal annars formaður Félags tölvunarfræði- nema í Háskólanum í Reykjavík. Fíkniefni um borð í Herjólfi Við eftirlit lögreglu um borði í Herjólfi sem var að koma frá Landeyjahöfn til Vestmanneyja á miðvikudagskvöld fundust ætl- uð fíkniefni í farangri manns um tvítugt. Um var að ræða maríjúana, alls um 25 grömm, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og kvaðst ætla til einkanota. Maðurinn var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni og telst málið að mestu upplýst. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamisferlis. HM íslenska hestsins Sindri Sigurgeirs- son, formaður Bændasamtaka Íslands, er einn þeirra sem halda til Þýskalands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.