Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 20
20 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
Mikið verk óunnið
n 512 mál komið á borð sérstaks saksóknara n Hátt sakfellingarhlutfall
F
imm hundruð og tólf mál
hafa komið inn á borð sér
staks saksóknara síðan emb
ættinu var komið á fót þann
31. mars árið 2009. Markmið
embættisins var ákvarðað með lög
um um sérstakan saksóknara, sem
tóku gildi þann 11. desember 2008. Í
1. gr. laganna segir að embættið skuli
rannsaka grun um refsiverða hátt
semi sem tengst hefur starfsemi fjár
málafyrirtækja og þeirra sem átt hafa
hluti í þeim fyrirtækjum eða farið
með atkvæðisrétt í þeim, sömuleiðis
grun um refsiverða háttsemi stjórn
enda, ráðgjafa og starfsmanna fjár
málafyrirtækja og þeirra annarra
sem komið hafa að starfsemi fyrir
tækjanna.
Árangur
Miklar væntingar voru gerðar til
embættisins. Nú, rúmlega fjór
um árum síðar, liggur árangurinn
að hluta til fyrir. Embættið hefur
sent alls 121 mál í ákærumeðferð,
og ákæra hefur verið gefin út í 96
málum. „Ef við tökum hrunmálin
út fyrir sviga þá eru ákærurnar alls
13. Einstaklingarnir sem hafa verið
ákærðir í þessum málum eru 45 tals
ins. Þarna eru allir helstu stjórnend
ur þessara þriggja stærstu banka og
Byrs líka. Þannig að það er komin
nokkuð góð dekkun á þetta,“ segir
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak
sóknari. Lista yfir hrunmálin, eins
og þau mál eru skilgreind af emb
ættinu, má sjá hér með frétt. Inntur
svara við því hversu margar ákærur
hafi endað með sakfellingu segir
Ólafur: „Ætli það hafi ekki verið um
95 prósenta sakfellingarhlutfall. En
öll hin svokölluðu hrunmál, sem við
höfum ákært í, hafa endað með sak
fellingu. En það er erfitt að tala um
eiginleg málalok fyrr en að hæsta
réttardómur er fallinn.“
Enn er töluverður fjöldi mála í
rannsókn, eða 134 mál. 75 þessara
mála eru umfangsmikil, að mati
embættisins, og 59 umfangsminni.
„Slatti af þessum málum sem eru í
rannsókn eru býsna vel á veg kom
in. Þannig að það mun fjölga nokk
uð vel í þessum málum sem eru á
ákærustigi,“ segir Ólafur.
Þá eru margar kærur óyfirfarnar.
31 mál bíða rannsóknar og 20 mál
eru í svokallaðri sakarefnisgrein
ingu. Það þýðir að málin eru kom
in í meðferð saksóknarfulltrúa sem
vinnur að sakargreiningu málsins.
„Þeim hefur reyndar fækkað aðeins.
Af þeim 31 eru 8 komin inn í rann
sókn,“ segir Ólafur en frétt þessi
byggir á tölfræðiminnisblaði um
verkefnastöðu sérstaks saksóknara,
eins og hún var 3. júní 2013.
Loks hefur 206 málum verið lok
ið án ákærumeðferða. Af þeim mál
um hefur 59 málum verið vísað frá,
rannsókn hætti í 71 máli, 13 mál hafa
verið sameinuð öðrum, 42 mál hafa
verið send öðru embætti til með
ferðar og 21 mál fellur undir flokkinn
„verkefni lokið“. Undir síðast nefnda
flokkinn falla mál sem varða rann
sóknaraðstoð sérstaks saksóknara
við önnur embætti eða stofnanir og
einnig meðferð réttarbeiðna sem
berast frá erlendum rannsóknar
aðilum.
Erfitt að meta árangur
Ólafur bendir á að erfitt sé að leggja
mat á árangur embættisins á þessu
stigi, þar eð mörg mál eru enn óút
kljáð. Aðspurður hvort meðferð
þeirra gangi of hægt fyrir sig segir
Ólafur: „Menn eru að tefja og þæfa
málin alveg. Vegna þess að málin
eru umfangsmikil þá fá dómstólarn
ir mjög langar greinargerðir frá verj
endunum. Hæstiréttur hefur staðfest
rétt þeirra til að gera það, þannig að
það er voðalega lítið við því að segja.
Af þessu leiðir að málsmeðferðin í
héraði tekur mjög langan tíma.“
Ólafur er þó stoltur af því verki
sem unnið hefur verið, en ítrekar að
ekki megi slá slöku við. „Ég held að
ef þessi tölfræði er skoðuð, þá megi
alveg segja að okkur miði ágætlega.
En það þarf að halda vel á málum
til þess að sett markmið náist. Það
er það sem við einblínum nú á að
gera,“ segir Ólafur sem vonast til að
öllum málum verði lokið í lok árs
2014. „Markmiðið er að ljúka öllu
þessu vinnumagni fyrir árslok 2014.
Það var það markmið sem sett var í
maí 2010.“
Óbeysinn lagagrundvöllur
Ein mikilvægasta meginregla ís
lensks réttar, og hornsteinn réttar
ríkisins, er að lög séu framvirk en
ekki afturvirk. Almennu hegn
ingarlögin eru að stofni til frá ár
inu 1940 og ljóst var frá upphafi að
íslenskt regluverk myndi reynast
óbeysið gagnvart flókinni viðskipta
starfsemi uppgangsáranna. Í sam
ræmi við nefnda meginreglu þurfti
sérstakur saksóknari að notast við
þær réttarheimildir sem í gildi voru
þegar meint brot voru framin. Hon
um varð fljótt ljóst að þær myndu
ekki ná yfir alla þá siðferðilega
ámælisverðu háttsemi sem fram
in var á þeim tíma. „Það er spurn
ing að hversu miklu marki þau [al
mennu hegningarlögin, innsk. blm.]
geta gripið á háttsemi sem er í gangi í
nútímasamfélagi 21. aldarinnar. Það
er stundum svolítið snúið að finna
út úr því hvort um brot sé að ræða.
Og í einhverjum tilvikum hefur það
gerst að lagaheimild hefur ekki þótt
fullnægjandi þó að háttsemin hafi
verið ósiðleg. En við söfnum í sarp
inn, þessari síðast nefndu reynslu
líka. Og þegar um hægist byrja menn
kannski að fara yfir þetta; að hversu
miklu leyti er hægt að draga lærdóm
af reynslunni og notfæra sér þann
lærdóm til að þétta lagagrundvöll
inn.“
Engin eftirsjá
Þegar embætti sérstaks saksóknara
var upphaflega auglýst, síðla árs
2008, sótti enginn um starfið. Á end
anum fór það þannig að þáverandi
dómsmálaráðherra, Björn Bjarna
son, skipaði lítt þekktan sýslumann
á Akranesi í embættið þann 13. jan
úar 2009. Ólafur vissi að verkefnið
yrði krefjandi, en kveðst ekki hafa
getað gert sér í hugarlund hversu
umfangsmikið og erfitt þá átti eftir
að verða. Þrátt fyrir það segist hann
ekki sjá eftir að hafa tekið starfið
að sér. „Ég held að það sé ekki al
veg rétt að nota orðið eftirsjá, en ég
get þó sagt það að það hafi ekki ver
ið fyrirséð hvað þetta var í raun og
veru mikið og stórt og gríðarlegt að
umfangi. Að sama skapi er ég mjög
ákveðinn í því að eftir allan þennan
tíma og alla þessa vinnu verði þetta
allt saman leitt til lykta.“
En erfiðleikarnir felast ekki
einungis í því að komast til botns
í málum sem varða flóknar við
skiptafléttur, heldur einnig í því að
þurfa að kljást við allra hæfustu lög
menn landsins í réttarsalnum. Sem
eðlilegt er beita þeir öllum laganna
brögðum til að fá umbjóðendur sína
sýknaða, en þeir hafa stundum ver
ið sakaðir um óbilgjarna framgöngu.
„Ég held að það hafi verið fyrirséð.
Auðvitað reyna þeir að vinna eins
vel og þeir geta í þágu sinna skjól
stæðinga og það felur í sér að beita
sér til hins ítrasta. Á meðan að það
er innan ramma laganna er ekkert
hægt að segja við því,“ segir Ólafur
en bendir jafnframt á að fjölmörg
mál bíði enn umfjöllunar dómstóla.
„Þessi slagur er mikið til eftir líka.
Þeir eru náttúrulega færir og klár
ir verjendur sem verja sína skjól
stæðinga með kjafti og klóm; þannig
er okkar starfsumhverfi. Á móti þurf
um við að vera nógu öflugir líka. Við
erum með hæft og harðsnúið lið, og
ég held að við höfum allt sem þarf til
þess að knýja fram réttlætið.“
Tekur allan tímann
Á þessum rúmlega fjórum árum sem
Ólafur hefur gegnt embætti sérstaks
saksóknara, hefur hann lítið getað
sinnt fjölskyldu sinni og hugðar
efnum. Skrifstofan hefur orðið hans
heimili, og mikil yfirvinna regla
frekar en undantekning. „Þetta hef
ur vissulega bæði komið niður á
fjölskyldulífi og áhugamálum; og í
raun öllu. Maður er bara þetta, og
ekkert annað. Þetta tekur upp allan
minn tíma,“ segir Ólafur sem hefur
þó aldrei gengið svo langt að sofa á
skrifstofunni. „Nei, ég hef reynt að
halda í heiðri þá reglu að sofa hjá
konunni minni.“ n
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
Hrun-málin
n Exeter-málið
n Mál Baldurs Guðlaugssonar
n Vafningsmálið
n Innherjasvik í Glitni
n Innherjasvik í Landsbankanum
n Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar
n Fjárdráttur í einkab.þjónustu Kaupþings
n Markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu
n Markaðsmisnotkun Landsbankans
n Mál eignastýringar Glitnis
n Umboðssvik í Aurum máli
n Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista
n Mál Wernersbræðra í Milestone
„Ég held að ef þessi
tölfræði er skoðuð,
þá megi alveg segja að
okkur miði ágætlega.
Fjögur erfið ár Ólafur er ánægður með
árangur embættisins, en segir langa vinnu-
daga hafa komið niður á fjölskyldulífinu og
áhugamálunum. Mynd Mynd RÓbERT REynisson