Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 40
12 2.–6. ágúst 2013 Verslunarmannahelgin
Notalegheit og náttúrufegurð
n Trékyllisvík er valkostur fyrir þá sem langar ekki á útihátíð
S
umir elska útihátíðir, aðrir elska
ekki útihátíðir. Svona er hægt
að skipta Íslendingum í hópa
eftir viðhorfi þeirra til útihá-
tíða. Hvað sem því líður hlýtur öllum
Íslendingum að vera hollt að skreppa
í ferðalög eitthvert út á land endr-
um og eins. Þannig má láta amstur
hvunndagsins lönd og leið og kom-
ast í samband við náttúruna eða öðl-
ast innri ró.
Ef þú elskar ekki útihátíðir en vilt
samt skilja við skarkala borgarlífsins
getur verið að Trékyllisvík á Strönd-
um sé einmitt staðurinn sem þú ættir
að heimsækja um helgina. Trékyllis-
vík er byggðarkjarni í Árneshreppi
sem er fámennasta sveitarfélag lands-
ins með um 60 íbúa.
„Fólki finnst alltaf gaman að sjá
selina hérna í fjörunni og upplifa
lífið með fuglunum. Og ef þú ert
göngumanneskja eru alveg svaka-
lega fallegar gönguleiðir í allar átt-
ir og magnað útsýni af öllum fjöll-
unum hérna,“ segir Jóhanna Ósk
Kristjánsdóttir, bóndakona í Árnesi
II. „Síðan er sundlaugin okkar al-
gjörlega einstök, það er mikil upp-
lifun að fara þangað,“ segir Jóhanna
um Krossneslaug. Laugin er í fjöru-
borðinu á Krossnesi og rennur í
hana vatn úr heitum hverum í ná-
grenninu.
Farsímasamband er lítið á svæð-
inu en það er þó gott við sundlaugina
á Krossnesi. Á svæðinu er hvorki
hraðbanki né áfengisverslun en í
Norðurfirði, sem er afar skammt frá
Trékyllisvík, er Kaupfélag Steingríms-
fjarðar með útibú.
Þeir sem vilja ralla ættu einnig
að finna eitthvað við sitt hæfi á Tré-
kyllisvík um verslunarmannahelgina.
„Það er náttúrulega hið hefðbundna,
árlega ball hérna í Víkinni á laugar-
dagskvöldið. Stuðhljómsveitin Blek
og byttur mætir eins og venjulega og
tryllir lýðinn,“ segir Jóhanna. „Það
er alltaf alveg troðfullt á ballinu og
þetta er hápunkturinn á hverju sumri
hérna.“ Daginn fyrir ballið er síðan
upphitun á Kaffi Norðurfirði venju
samkvæmt og nefnist viðburðurinn
Skrall fyrir ball.
Þá hefur Ungmennafélagið Leifur
heppni ákveðið að standa fyrir „litlu
og krúttlegu Mýrarboltamóti“ sem
verður með sama sniði og mótið á Ísa-
firði. n olafurk@dv.is
Hátíð fyrir þá sem
vilja vera heima
n Innipúkinn verður inni- og útihátíð n Hátíðin haldin á Faktorý
I
nnipúkinn verður haldinn í
tólfta sinn í ár og í fyrsta og eina
sinn á Faktorý, en sem kunn-
ugt er stendur til að loka staðn-
um í ágúst. „Hann verður með
svolítið óvenjulegu sniði í ár,“ segir
Diljá Ámundadóttir, en hún og Stein-
þór Helgi Arnsteinsson fara með
skipulag hátíðarinnar. „Þetta er há-
tíð fyrir þá sem vilja bara vera heima
og samt gera eitthvað skemmtilegt
þessa miklu ferðamannahelgi,“ segir
Diljá í samtali við DV. Innipúkinn
var fyrst haldinn árið 2002 og hafa
margar af fremstu hljómsveitum
og tónlistarmönnum komið fram á
henni í gegnum tíðina.
Notalegt í Hjartagarðinum
„Okkur fannst tilvalið að nota þann
frábæra tónleikastað til að halda
hátíðina,“ segir hún um Faktorý og
bendir á að veðurspáin lofi afar góðu
í Reykjavík. Segja má að Innipúkinn
verði að þessu sinni inni- og útihátíð
þar sem hátíðin verður að hluta til í
Hjartagarðinum í Reykjavík. Hægt
er að opna út frá Faktorý og yfir í
garðinn og verður hluti dagskrár-
innar þar. „Þar verðum við með hús-
gögn og teppi og þannig svo að þeir
geti fengið smá „útihátíðarstemn-
ingu“ sem vilja blanda þessu að-
eins,“ segir Diljá.
Endurvekja Rykkrokk
Dagskrá Innipúkans er fjölbreytt að
þessu sinni, en meðal annars má
nefna að Botnleðja, Valdimar, Steed
Lord, Geiri Sæm og Agent Fresco
koma fram. Á laugardagskvöld
verður Rykkrokk-hátíðin endurvakin
í Fellagörðum. Rykkrokk var síðast
haldið 1995. Frítt er inn á Rykkrokk
og allir innipúkar eru hvattir til að
koma upp í Fellagarða. Allar hljóm-
sveitirnar sem spila þar hafa sérstaka
tengingu við Breiðholtið en þar koma
meðal annars fram Grísalappalísa,
Samaris og Prins Póló. Innipúkinn
hefst svo í hádeginu á föstudag með
Dancebeat-hópnum. Miða á Inni-
púkann má finna á midi.is.
Minnipúki
Á laugardeginum verður svo flóa-
markaður í portinu fyrir framan
Faktorý. „Það verður bæði fólk að
hreinsa úr geymslunum en líka kaffi
og límonaði,“ segir Diljá. Á sunnu-
dag verður Minnipúkinn, sem er fjöl-
skylduvæn hátíð. Hún verður haldin
á Kex Hostel, en eiginlegri tónleika-
hátíð verður þá lokið. „Við ætlum að
slá upp fjölskylduballi og grillveislu
í Vitagarði við Kex og bendum allri
fjölskyldunni á að mæta,“ segir Diljá
en aðgangur er ókeypis. Ef veðrið
lætur til sín taka með rigningu eða
óveðri verður Minnipúkinn fluttur
inn á Kex. n
astasigrun@dv.is
Allt í bland Breiðholtið skipar sérstakan
sess á Innipúkanum á Rykkrokki, en á
Faktorý spilar til dæmis Botnleðja.
12 ára Þetta
er í tólfta sinn
sem Innipúkinn
er haldinn.
Besta veðrið
fyrir sunnan
„Það er alveg ljóst að þeir verða
heppnastir á Suður- og Vesturlandi
með veðrið alla helgina,“ segir Sig-
urður Þ. Ragnarsson veðurfrétta-
maður. „Það er ekki að sjá annað
en að það verði sól og blíða,“ bæt-
ir hann við. Ef það verður algjört
logn má þó búast við einhverjum
þokuslæðingi á mánudaginn.
Gestir á Þjóðhátíð geta ekki annað
en verið sáttir því þar gæti hitinn
náð 14 til 15 stigum, en að sögn
Sigurðar verður hitinn nú ekki
mikið hærri á því svæði. „Inn til
landsins erum við að sjá hita sem
gæti farið upp í 18 stig.“
Sigurður bendir nátthröfnum á
að í svona bjartvirði gæti þó orðið
svalt að næturlagi. „Það er betra að
hafa í farangrinum eitthvað til að
skella sér í svo maður verði bráð-
myndarlegur að næturlagi. Það er
ekkert gaman að kúra skjálfandi,
þá líst engum á mann.“
Þeir á Norður- og Austurlandi
verða hins vegar ekki alveg jafn
heppnir með veðrið, en búast má
við að það verði bæði svalt í veðri á
því svæði og vindasamt allra aust-
ast. Þá er líka úrkoma í kortunum.
„Hátíðin Ein með öllu á Akureyri
verður líklega ein með öllu,“ segir
Sigurður hlæjandi. Og á þá við
veðurfarslega séð. „Þeir fá þó lík-
lega ekki mikið af sól á því svæði
og það verður kalt á fjöllum.“
Undrin í Trékyllisvík Sagt er að galdraöld
hafi hafist á Íslandi í Trékyllisvík árið 1654.
Þá voru þrír menn brenndir þar á báli fyrir
galdra innst inni í klettagjá sem liggur upp frá
sjónum í Trékyllisvík og er kölluð Kista.
Fossaganga
Ferðafélagsins
Ferðafélag Íslands stendur fyrir
svokakallaðri Fossagöngu um
verslunarmannahelgina, 3. til 5.
ágúst. Í göngunni verða skoðað-
ar náttúruperlur í Þjórsárdal og
í óbyggðum á Gnúpverjaafrétti,
stórfossar í Þjórsá og þverám
hennar. Um er að ræða einstak-
lega fagurt svæði sem fáum er
kunnugt.
Gangan er merkt með erfið-
leikamerkinu tveir skór á heima-
síðu Ferðafélagsins og ætti því
að henta þeim sem lítillega eru
vanir fjallgöngu.
Fararstjórar eru Björg Eva Er-
lendsdóttir og Sigþrúður Jóns-
dóttir. Brottför er frá skrifstofu FÍ
í Mörkinni 6, klukkan 8.00.
Þátttökugjald í Fossagöngu
er 34 þúsund krónur. Innifalið
í því eru tvær kvöldmáltíðir,
akstur og fararstjórn.